Morgunblaðið - 06.04.1934, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.04.1934, Blaðsíða 7
MORGUNBLA»!f> j Smá-auglýsinga.| tSuðspekifjelagið: Fundur í „Septímu" á kvöld, kl. 8i/2- Fund- arefni: ,^Iugsjónir mannsins frá Hasaret". (Framhald). Fjelags- menn mega taka með sjer gesti. 3^-3 herbergi og eldhús með ðllum þægindum, óskast 14. maí f ríánd við miðbæinn. Tilboð send- ist A. S. í. merkt: 14. maí, fyrir ¥. þ. m. Óska eftir að veita forstöðu góðu heimili. Tilboð merkt: S. G. B. sendist A. S. í. fyrir næsta þriðjudag. Bumarhanskamir failegir og ódýrir. Versl. eru komnir, .Dyngja". Mikið úrval af skotskum kjóla- «9fhum frá kr. 2,50 mtr. Einnig tírepé de Chine í ýmsum litum frá kr. 3,50. Versl. „Dyngja". MilHpils við íslenskan búning, •vórt og mislit. J,____________Versl. „Dyngja". Aldrei jafnmikið úrval af Hör- blúndum, mjóum og breiðum. Blúndur á kaffidúka frá 0,50 mtr. ______________Versl. „Dyngja". Nýkomnar: Nælur í húfur, Spénnur, Clips og allskonar kjóla- tölur og hnappar, í miklu úrvali. Versl. „Dyngja". Pyrsta sending af dömupeysum "var tekin upp í gær. _____________Versl. „Dyngja". Kjólakragar og kjólslaufur í saýju -og' góðu úrvali. ______ Versl. „Dyngja". Fyrirliggjandi eru pokabuxur á kvenmenn. Bankastræti 7. Leví. Éftn stúlka getur fengið atvinnu ?ið barlmannafatasatim, nú þegar. Umsóknir sendist A. S. í. merkt: „Fatasaum". Borði'ð á Svaninum eða sendið eftir matnum, hann er góður og ðdýr. Málverk, veggmyndir og margs- fconar rammar. Freyjugötu 11. Gefið börnum kjarnabrauð. Það «r bætiefnaríkt og' holt, en ódýrt. Það færst aðeins í Kaupfjelags- brauðgerðinni, Bankastræti 2. — Sími 4562. Dívanar, dýnur og allskonar atoppuð húsgögn í miklu úrvali, Vatnstíg 3. Húsgagnaverslun Eleykjavíkur. Rúllugardínur, Dívanar, mat- ressur, armstóla. Skólabrú 2, hús öl. Þorsteinssonar. Húsgagna- ?innustofan. Sökum breytingar og við- gerðar á snyrtistofunni verð- \ir stof an lokuð, mánudag og þriðjudag, þann 9. og- 10. þ'essa m'ánaðar. „Óþörf skemtun" Morgunblaðið flutti fyrir skömmu grein með ofanritaðri fyr irsögn, og er þar kvartað yfir 6- þægindum, og jafnvel skemdum, er hlotist g'eta af snjókasti, sem vegfarendur verða fyrir hjer á götum bæjarins, næstum því hvar sem farið er. Jeg er sömu skoð- unar og greinarhöf. um að þetta hvymleiða snjókast að mönnum og húsum eigi að hverfa úr sog- unni. Og finst mjer, að það ætti að vera verk lögreglunnar, að bæla þennan ósið niður. — Bn nú vil jeg minnast á annað at- hæfi, sem er þúsund sinnum ill- kynjaðra og skaðlegra heldnr en snjókastið. Það er grjótkastið á glug'garúður í byggingum, er standa auðar og mannlausar í út- jöðrum bæjarins. Þessi mannvirki verða nokkurskonar vígi í höndum skrílmenskunnar. Við skulum fyrst líta á Sundhöllina. Næstum hver einasta gljiggarúða í því húsi er moluð mjelinu smærra, en rúðuopin standa auð eftir. Hjer hefir sýnilega verið gengið rösk- lega að óþokkaverki, og það ekki af neinum smákrökkum, heldur af uppvöxnum æskulýð, sem ætti að hafa vit á hvað hann gerir. Annað húsið, sem freklega hef- ir orðið fyrir barðinu á rúðubrjót- unum er Iðunnarhúsið, sem stendur niður við sjóinn inn hjá Hauðarárlæknum. Þar hafa all- ar rúður verið mölbrotnar, en nú er ef til vill búið að setja trje- hlera fyrir alla glugg'ana. >-— Þessi dæmi, þó ekki sjeit f!eiri nefnd, nægja til að sýna þa? skrílsæði, sem hjer er um að ræða. Það er „óþörf skemtun", og Iield- ur lúalegt „gaman", að ráðast að mannlausu húsi eða öðru mann- virki, eingöngu til þess að svala lítilmensku sinni með því að skadda það og skemma. Og auð- vitað valda skemdirnar fjártjóni. Þeir, sem geta lagt það í vana sinn, að níðast þannig á húsum, „þar sem þeir vita vörn fyrir litla'', eru að minni hyggju, vísir til að vinna önnur óþarfaverk. Lögreglan á að leitast við að hafa hendur í hári þessara skemd- armanna, til þess að þeir fái verð-' skuldaða áminningu. 25. mars 1934. Vegfarandi. Qagbók, I.O.O.F.1^1154681/,. Veðrið (fimtud. kl. 17): Miðbik háþrýstisvæðisins liggur nú fyr- ir suðvestan land, en á milli N- Grænlands og Svalbarða er lægð, sem hreyfist A. eftir. Á Aust- fjörðum er logn en V- eða NV- átt annarsstaðar, og er vindur orðinn allhvass við N-strönd landsins. Veður helst þurt og bjart um land alt, og hiti er frá 2—8 st. Næsta sólarhring mun nokkuð herða á NV-átt hjer á landi en veður haldast þurt, nema helst í útsveitum nyrðra. Veðurútlit í Rvík, f östud.: NV- kaldi. Úrkomulaust. Útvarpið í dag: 10,00 Veður- fregnir. 12,15 Hádegisiitvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. — Tilkymiing- ar. 19,25 Brindi Búnaðarfjelags- ins: Kornrækt (Klemens Krist- Klukkusláttur. — Frjettir. 20,30 Kvöldvaka-. '— a)Sigurður Skúla- son: Úr nýjum bókmentum. — b) Friðfinnur Guðjóhsson: Upp- lestur. —-c) Þórbergur Þórðarson: Hornströndin 1873. — íslensk lög. Sundlaugin á Álafossi er nú aftur opnuð fyrir almenning og verður opin alla daga. í gær fóru nemendur úr 5. bekk Menta- skólans þangað. Að undanförnu hefir verið þar fjöldi nemenda úr ýmsum skólum bæjarins, svo sem Verslunarskólanum, Gagnfræða- skóla Reykvíkinga, Kennaraskól- anum, og von næstu dag'a á nem- endum úr ýmsum fleiri skólum. Lúka allir upp einum munni um það, hvað laugin sje ágæt og skemtilegt að synda í henni. Að gefnu tilefni, skal þess getið, að bifreið sú, sem ók með Björn Gunnlaugsson læknir er árekst'- urinn varð á þriðjudág, var ekki Ifrá B. S. B. Elding, blað S. D. M. kemur út í dag, stækkað um helming. — Söhidrengir komi kl.' ll f. h. á skrifstofu S. D. M., Lækjar- torgi 1. Byggingarf jelag sjálfstæðra verkamanna, sem stóföað var hjer í bænum á annan í páskum fær kaldar kveðjur hjá Hjeðni Valdi- marssyni í Alþýðublaðinu í gær. Kemur þar greinilega: í ljós, eins og svo oft áður, hið eiginlega hugarfar þessa ofstækigfulla leið- toga sósíalista í garð alþýðu- manna í þessum bæ. Byggingarfje- lag þetta er stofnað í þeim til- g'angi, að koma upp sjerstæðum íbúðarhúsum fyrir hina efnaminni borgara bæjarins. Ætla mætti, að þetta yrði til áð gleðjá Hjeðinn, sem hefir þóttst vera'alveg sjer- staklega 'útvaldui,f til að standa fyrir ; velférðarmálnm hinna fá- tækari borgara þjóðfjelagsins. Bn þar verður annað uppi á teningn- um. Hjeðinn hefir alt á hornum gjer út af fjelagsstofnun þessari. Einkum er honum illa við, að þetta skuli vera byggingarfjelag „sjálfstæðra" verkamanna og er það skiljanlegt. Stefna sósíalista hefir verið, að gera verkamenn í þessum bæ sem mest háða hinum sjálfkjörnu leiðtogUml Leiðtog- arnir reyna því, að kúga verka- menn á öllum sviðum og gera þá að undirokuðum þrælum harð- stjóranna. Togararnir. í fyrradag komu af veiðum: Hafsteinn með 80 tn. og Ólafur með 90. í' gær komu Snorri goði með 111 tn., Egill Skallagrímsson með 92,fBragi með 102 og Gullfoss með 50. Höfnin. Tveir franskir togarar komu hingað í gær. Súðin kom úr strandferð. Lyra fór hjeðan í gær. Meðal farþega á Súðinni að austan, voru ión Pálsson, dýra- læknir og Thulin Johansen, kaupm. Beyðarfirði. Lokadansleik heldur dansskóli Helenu Jónsson og' Eigild Carlsen í Oddfellowhúsinu næstkomandi sunnudag. Þar verður og fjöl- breytt nemendasýning. Aðaldansleikur Mentaskólans verður haldinn að Hótel borg í kvöld kl. 9. Skipafrjettir. „Gullfoss" er á leið til Leith frá. Vestm.eyjum. „Goða- foss" er í Hamborg. „Brúarfoss" er væntanlegur til Vestmanna- eyja í dag. „Dettifoss" kom til Sauðárkróks í gær. „Lag'arfoss" er á leið til iitlanda frá Austfjörð- um. „Selfoss" er a leið til Ant- werpen frá Grimsby. Samsæti fyrir Guðmund skáld Friðjónsson. Guðmundur skáld jánsson). 19,50 Tónleikar. 20,00 Friðjónsson á Sandi verður 65 Litil liii^ei^n i Sogamýri til sölu nú þegar Tækifærisverð. Upplýsingar gefur Halldór Jónsson. Barónsstg 25. ára í nóvember næstkomandi, en verður þá staddur norður á heim- ili sínu. Nú er Guðmundur hjer í bænum, og þar eð búast má við, að hina mörgu vini hans hjer syðra, karla sem konur, langi til að sýna honum sjerstakan virð- ingar- og vináttuvott nú meðan hann er hjer, úr því hans ekki náir á afmælinu, þá gangast nokkrir menn fyrir því nú að hon- um verði haldið samsæti með borðhaldi áður en hann hverfur heim. Samsætið verður haldið í Oddfellowhúsinu, fimtudaginn 12. apríl kl. 7,30 e. h. Eru menn beðnir að skrifa sig á lista fyrir mið- vikudag' (11. apríl). Þeir liggja frammi í Bókáverslun Sigfúsar Eymundssonar og í veitingasal Oddfellowhússins. Hjúskapur. Á páskadaginn voru gefin saman í hjónaband af síra Árna Sigurðssyni, Helga Vigfús- dóttir og Ágúst Jónsson vjel- stjóri á Dettifossi, bæði til heim- ilis á Njálsgötu 35. felensk-sænska f jel. Svíþjóð hjelt aðalfund, miðvikudaginn 4. apríl að Hótel Borg'. Formaður fjelagsins Dr. med. Gunnlaugur Claessen bauð fjelagsmenn oggesti þeirra velkomna og skýrði frá störfum fjelagsins síðastliðið ár, meðal annars um forgöngu. £je- lagsins,.,um 75 ára afmælisminn- ingii. skáldkonunnar Selmu Lager- löf, um heillaóskaskeyti til hennar og, skýrði frá að þakkarskeyti hefði borist frá henni. Form. baðst undan endurkosningh og stakk upp á Gunnlaugi Einarssyni lækni í sinn stað og var hann kosinn í einu hljóði. Meðstjórnendur voru kosnir: Frú Astrid Brekkan, frú Greta Björnsson, Ásgeir Ásgeirs- son forsætisráðherra og Frey- steinn Gunnarsson skólastjóri. Guðl. Rosenkrans baðst undan endurkosningu; hann flutti er- indi með skuggamyndum, um fyrirhugaða ferð norræna fjelags- ins til Svíþjóðar í sumar. — Við kaffiborðið las frú Brekkan upp meinfyndna smásög"u eftir Aug. Blanehe. Karlakór iðnaðarmanna. Radd- æfing í kvöld á venjulegUm tíma. Karlakór Reykjavíkur heldur fyrsta samsöng sinn á þessu ári, næstkomandi sunnudag. Býður kórinn að þessu sinni upp á alveg nýja söngskrá, og er hún í nokkru frábrugðin þfí, sem venja er til hjer, að því leyti, að meiri part- ur af löghnum er eftir íslenska höfunda, eða átta lög af tólf. Hafa flest aldrei verið sungin opinber- lega áður. Af útlendum lögum syngur kórinn, Vínarvalsinn „An den schönen blauen Donau", sem flestum er kunnur hjer, en er þó sjaldgæfur sem kórlag. — Píanó- undirleik annast ungfrú Anna Pjeturss. Móðir: Eiríkur, í morgun voru þrjár bollur hjerna á borðinu, en nxi er ekki nema ein eftir. Hvernig stendur á því? Eiríkur: Það er sjálfsagt vegna þess, að það var svo dimt að jeg hefi ekki sjeð þriðju bolluna. STAMIO s bestu teikni- blýantarnir. Við höfum allar 16 teg- undirnar frá 6 B til 8 H. Lyra teiknipappír og önnur feikniáhöld af beztu gerðum Lækjargötu 2 Sími 3436. Dekk 09 slöngur til reiðhjóla er nú komið heim í öllum stærðum. Verð- ið mjög lágt eftir gæðum. Orninn Laugaveg 8. Þetta Suðusúkkulaði er tippáhald allra hásmæðra. Síier vðrur teknar upp dsglega. Manche Sími 3894 Munið Þ j óf naðartryggingarnar. ö'pplýsingar á Vátry ggingar skrif stof u Sigfásar Slghvatssonar leikjftrgötn 2. Sími 3171.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.