Morgunblaðið - 15.04.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.04.1934, Blaðsíða 3
MOROTTNRT, AÐTF) 3 Mokafli í Grindavík. Bátar hafa þar hlaðið dag eftir dag. Nógur síldarafli. Grindavík laugardag. Síðan á skírdag hafa verið Tijer afbragðs gæftir og land- burður af fiski dag eftir dag. — Hafa sumir bátar komið með 900 lítra af lifur að landi eftir daginn, og núna hefir verið svo, að unnið hefir verið nótt og dag altaf, nema á páskadaginn. Þá var ekki farið á sjó. Má segja að allir hafi vakað nótt og dag við veiðarnar. Svo kom síldarveiðin líka svo að ekki er beituskortur og er all- ur sjór hjer fullur af síld. í gær lagði maður tvö net, en þegar hann vitjaði um var svo mikil sí'ld í þeim að annað netið var sprungið af þunganum. Líkt fór fyrir manni í Þorkötlustaða- hverfi, því að þegar hann fór að draga net sín, voru þau svo full af síld, að þau sprungu um leið og við þeim var hreyft. í dag er nokkru verra um róð- nr vegna straums og reru ékki nema nokkrir bátar í morgun, og sumir þeirra töpuðu lóðum sínum. Afli mun nú vera um 100 —250 skippund á bát og þykir það óvenjulega gott. BOX AMl ’sápan er óviðjafnanleg á: Glugga Spegla Glerflísar Baðker Þvotta- skálar. Látið B O N A M I sápura ljetta yður hreingerningarnar. Fæst víða. Heildsölubirgðir: H Úlafsson & Bernhðft Fermingarbörn í dómkirkjunni í dag: Stúlkur. Dagmar H. S. Gunnarsdóttir. Guðbjörg Bergs. Guðbjörg Sigríður Björgvinsd. Guðbjörg Laufey Biríksdóttir. Guðrún Havstein. Guðrún Sigríður Steingrímsdóttir. Hólmfríður Jóhannesdóttir. Ingibjörg Guðjónsdóttir. Ingibjörg Herdís Sigurðardóttir. Kristín Elísabet Waage. Margrjet Lilja Bggertsdóttir. Margrjet Helga Vilhjálmsdóttir. Mildríður Hulda Guðmundsd. Ragna Helga Rögnvaldsdóttir. Sigríður Havstein. Sigríður Kristín Sigurðardóttir. Þóra Ottesen. I'órunn Einarsdóttir. Piltar. Aðalsteinu Haukdal Vígmundsson. Ágúst S. Welding. Ásgeir Þorsteinsson. Priðrik Reykjalín Björnsson. Friðrik S. Welding. Guðmundur Árnason. Gunnar Eggert Pálsson. Hákon Árnason. Haukur Einarsson. Helgi Bergs. Hörður Þorsteinsson. Karl Sigurðsson, Kristján Ársæll Sigúrðsspn. Ólafur Guttormsson. Stefá,n Ottó Helgason. Húsbyggingamál Breta. Islandsverfíð Færeyinga. Kalundborg, 14. apríl. FÚ. Síðustu fregnir frá Þórshöfn herma, að fiskveiðar Færeyinga við Ísland hafi gengið stórum betur upp á síðkastið, en horfur voru orðnar á um skeið að ver- tíðin yrði ljeleg. Mörg skip hafa komið heim undanfarið með góð an afla, og tekið vistir til nýrrar veiðifarar. í Trangisvaag standa yfir samningar milli verkamanna og vinnuveitenda. Hafa verkamenn gert verkfall. Sáltskip, sem kom til TrangisVaag í gær, varð að fara til Þórshafnar í dag til þess að losna við farminn. Hardy’s veiðarfæri eru heimsfræg. Aðalumboðsmenn: \ Díthcnn U diU! OIIlUII & Go. Sími 1370 — Reykjavík. Fjárlög Breta verða lögð fram á þriðju- daginn. Á fimtudag, föstudag og laugardag fara fram út- varpsumræður lun þau. London, 13. apríl. FÚ. Næstkomandi þriðjudag mun Neville Chamberlain, fjármála- ráðherra, leggja fjárlögin fyrir breska þingið, og er þeirra beðið í Englandi með nokkurri eftir- væntingu. Klukkan 21.10 (eftir Lund- únaatíma, eða kl. 20.10 eftir ísl. tíma) næstkomandi fimtudags, föstudags og laugardagskvöld, flytja forvígismenn þriggja stjórnmálaflokkanna ræður í breska útvarpið um fjárlögin. Fyrsta kvöldið talar jafnaðar- maður, annað kvöldið þingmað- ur úr frjálslynda flokknum, og þriðja kvöldið einhver úr þjóð- stjórninni. London, 13. apríl. FÚ. — Breska húsnæðisnefndinl I (Housing commission), sem hef- ;ir til athugunar meðal annars út- rýmingu fátækrahverfanna (slums) í stórborgum Bretlands hefir lagt til að iðnaðarhverfi verði aðskiiin, þannig, að ekki verði leyft að byggja verksmiðj- ur innan um bústaði fólks. Legg- ur nefndín til að þetta sje ekki einungis látið ná til nýrra bæjar- hverfa éða bæja, heldur verði gamlar borgir endurskipulagðar,, og sje þá bæjarstjórnum að( sjálfsögðu veitt heimild til þess I að kaupa þær byggingar sem niður þarf að rífa, í þessu skyni. -----------«**!§>»---- Bandrikin lána engri þjóð sem ekki hefir staðið í skilup með stríðsskuld- imar. ^ London, 13. apríl. FÚ. Roosevelt forseti undirritaði í dag Johnson-lögin, sem banna lánveitingar til þeirra landa sem ekki hafa staðið í skilum um stríðsskuldagreiðslu sína til Bandaríkjanna. Lögin ákveða ennfremur, að þau útlend lán sem tekin eru í Bandaríkjunum skuli vera undir stjórnareftirliti. Undirróður Gyðinga. Reynt að valda deilum út af Saarmálinu. Berlín, 14. apríl. FÚ. Frönsku blöðin Le Matin og Echo de Paris skýra frá því sam- kvæmt frjétt frá Strassbourg, að stjórn þýska Nazistaflokksins hafi gefið fyrirskipun um að draga skuli saman 8 sveitá árás- arlið úr hjeruðunum Pfalz og Rheinprovinz og hafa þær til taks við landamæri Saar. — Sje þetta gert með það fyrir augum, að ef alvarlegar óeirðir verði í Frakkl. út af launalækkunum embættismanna, þá eigi árásar- liðssveitirnar tafarlaust að gera innrás í Saar og taka það her- skildi. — Hafa ýms blöð í öðr- um löndum tekið þessa frjett upp og hefir Röhm, foringi árás- arliðsins því lýst yfir því, að þessi frjettaburður sje uppspurn og óhróður frá rótum. — Kveð- ur hann þetta vera eina hinna mörgu tilrauna til þess að spilla milli Frakka og Þjóðverja og myndi þýsku þjóðinni aldrei geta komið til hugar að nota sjer ógæfu nágranna sinna á þennan hátt. MOPPOLISH Nú er ástæða til að athuga vel, hvaða hreinsiefni eru best til þvotta innanhúss, á gluggum, loftum, gólfnm og hurðum. Öllum er kynst hafa MOP POLISH ber saman um að það sje óviðjafnanlegt til slíkra starfa. Liquid Veneer skúluð sjer nota til nreinsunar á húsgögnum yðar. hann yngir þau og gjerir þau sem ný. Gleymið ekki nafninu Liquid Veneer Heildsölubirgðir hjá 0. 10HHS0N & HHHBER RANRs „Layers Mash“ (einnig bóið til sem pill- ur) er óviðjafnanleg-t varptoður handá hænsnum. Lýsi er notað í þessa mjölblöndu og lýs- isskamturinn ávalt aukinn yfir vetrar- mánuðina. Byðjið um R A N K ’ S því það nafn er trygging fyrir vörugæðum. — Alt með íslenskum skipum. — Leikirogsöngnr. 6. bekkur B og' 7. bekkur A, Austurbæjarskólans halda skemt- vin í Iðnó á mánudagskvöld kl. 8, til ágóða fvrir ferðasjóð bekkj- anna. Fjölbreytt dagskrá: Kongsdóttirin (æfiutýraleikur), Árstíðim- ar (söngleikur), einsöngur, kórsöngúr, vikivakar, samt.Öl og lalkór. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó eftir kl. 1 á mánudag ög við inn- ganginn og kosta fyrir fullorðna kr. 1.50 og kr. 1.00 fyrir börn. Skéintunin verður ekkki endurtekin. Nýjar vorur. Landbúnaðar- vandræði í Englandi. London, 13. apríl. FÚ. Nefnd frá sambandi naut- griparæktarmanna í Englandi fór í dag á fund forsætisráð- herra, Stanley Baldwips og land búnaðarráðhera, og tjáði þeim, að ef verð á nautgripum til slátr unar yrði ekki með einhvei'ju Höfum fengið mikið af nýjum vörum, undirfatnaði, barnafatnaði, peysum, kvenna og barna. Vefnaðarvörur, smávörur og fleira. SNÓT Vesturgötu 17. ! móti hækkað, yrðu bændur sem margir slíkir bændur flosnað stunda nú aðallega nautgripa- upp, sökum þess að þeir hafa rækt að leggja hana niður. Þeir biðið stórtap ár eftir ár. bentu á það, að nú þegar hafa ______ _________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.