Morgunblaðið - 17.05.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.05.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Jsmá-auglýsinga* | Teikna og skipulegg g'arða, tek eítmig að mjer öll garðyrkjustörf, svo sem sáning-, plöntun og gróð- uysetning og kirðing af trjám. Hefí próf af garðyrkjuskóla. ,Álfred Sehneider. Sími 3763. Símasnúmer Guðjóns Jónssonar hðildsala er 4285. Grindavíkur ýsa, reyktur fisk- ur„ flringið í síma. Nýja fiskbúðin, síini 4956. Sumarbústaður, nálægt bænum, óskast til kaups eða leigu. A. S. í. vísar á. J Stúlka eða unglingur óskast um tíina, eða í sumar ef semur. Upp- lýsingar á Vesturg’. 35A. Sími 1913 Fyrsta flokks vara er fiskfars, kjötfa rs og soðin svið. Fæst í Aðal- fiskbúðinni, Laugaveg’ 58. Sími 3464.__________________________ Hraust unglingsstúlka, óskast nú þegar til að gæta barns. Alfa Pjetursdóttir, Yalhöll, sími 3869. .—■ ..................;— • Kjötfars og fiskfars heimatilbú- ið, fæst daglega á Fríkirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Muníð fisksöluna á Grettisg’ötu 2. sími 3031. Málverk, veggmyndir og marbs- konar rammar. Freyjugðtu 11. Mikið úrval af aliskonar púðri, kremi, liand- áburði, háralit og varasmyrsl, tannpasta og brillantine. Venlunln Ooðafoss Laugaveg 5. Það bcsta er ekkl of golf. Viljið þjer fá reglulega gott og kröftugt súkkulaði, þá drekkið einn bolla af Pan- Lillu- Bellu- Fjallkonu- eða Primúla-súkkulaði. Þessar tegundir eru næráiídi og styrkjandi og fram- léiddhr úr kraftmiklum cacaobánhum. —- — — Ollum þykir þáð gott. Súkkulaðiverksmfðja. H.f. Efnagerð Reykjavíkur. GULLLEGGINGAR. Yið höfum nú fengið mikið úrval af allskonar leggingum, borð- um, kögri, snúrnm^ dúskum og motivum, gull og silki. Ennfrymur siíkiklúta, vasaklútamöppur og öskjur, skrifborðs- moppur 6g bókamöppur úr skinni. Skermabúðin, Laugaveg 15. Hvítasnniiuá?9x8irBir &omuíi ! A ' l' / ( < G | P R P A s E P I j: L E T I í S F R A I R O U E N U N K P U I U U L R T R R I * ‘ Afrum er kjörorð allra unglinga, hverja lífsskoð- un sem þeir hafa. í bókinni Áfram eftir 0. S. Marden, sem Ólafur heitinn Björnsson ritstjóri íslensk- aði, eru holl hvatningarorð til unglinganna, sem örfa þá til sjálfstæðis í hugsun og verki. Bókin er í fallegu bandi. Fæst í öllum bókaverslunum. Allir nuna A. S.I. Grand-Hótel. 68. og stóð upp. Einhver heit ástríðufull og þakklætis- kennd alda steig upp í hjarta Preysings og flæddi alveg yfir hann — hann gekk aftur fyrir Flamm og tók varlega um olnboga hennar, sem hún hafði niður með síðunum, með báðum höndum. — Ætlar hún að vera dálítið góð við mig? spurði hann lágt. ■ Og hún svaraði jafn lágt og leit á hindberjarauða gólfdregilinn: ■ — Ef hann er ekki of næi’göngull. Kringelein, sem nú hefir ekið í bifreið, flogið og sigrað, heldur áfram þeytingi sínum á þessum degi, er hann finnur til þess, að hann lifir. Ef tii vill eru fífldjarfir fimleikatrúðar í sama skapi er þeir steypa sér kollhnýs í loftinu og gerast af nær- göngulir t"kmörkunum milli lífs og dauða. Hann er búinn að stinga sér á höfuðið í hringiðuna og nú kastast hann áfram, eftir einhverju lögmáli, sem hsnn ekki ræður framar yfir sjálfur. Að ætla sér að snúa við, væri sama sem að hrapa niður og þess vegna heldur ferðin áfram — áfram — upp og nið- ur — hann veit ekki lengur í þenna heim eða ann- an — hann hefir alveg misst sjónar af stefnunni. Hann er orðinn að lítilli, þjótandi halastjörnu, sem bráðum splundrast í smáagnir. Bifreiðin þýtur áfram eftir Kaiserdamm, og nú eru þeir komnir á miðdepil hinnar nýju Berlínar — Funkturm snýr sér og sker lýsandi stykki úr borg- ihni; og fyrir utan íþróttahöllina er svart af fólki, spm hnappast saman eins og býflugur, iðandi og suðandi. Kringelein hefir aldrei séð jafnstóran sal og þann, sem þarna er og heldur aldrei jafnmikið fjölmenni saman komið á einum stað. Gaigem er á' undan honum, eins og turn, en hann sjálfur á eftir og hon-um er ýtt í sæti sitt, rétt við ,,hringinn“, sem er ber og nakinn, sterkt upplýstur og ferhymdur, og þangað stefna augnatillit allra þeírra fjórtan þúsunda, sem þarna eru saman komin. Gaigern Ifémur með einhver ósköp af allskonar skýringum og Kringelein skilur eþki bops af öllu saman. Nú er hann aftul’ orðinn hræddur — guð minn góður — hann er hræddur, því hann þolir ekki að s.já blóð og bardaga og ruddaskap. Einmitt í þessu vetfangi dettur honum í hug starfið, sem hann hafði á spít- alanum, sem hjúkruiarmaöur — þá stöðu fekk hann í ófriðnum, af því að hann dugði til einskis annars. Ef það verður allt of slæmt, lít eg bara und- an, hugsar hann, um leið og fyrsta lotan byrjar. En í fyrstunni líst honum svo sém mennirnir, sem þama eru uppi, magrir og vesaldarlegir ná- ungar með brotin nefbein, séu þarna aðeins til þess að leika skrípaleik. Þpir hoppa eims. og kettlingar, segir hann og fer að brosa; svo m.jög léttir hönum. — Aftur á móti er Gaigern nú svo alvarlegur og spenntur, að Kringelein líst ekki á blikuna. Dauða- þögn er í salnum, og ekki'heyrist annað en það, að hnefaleikamennirnir draga andann gegn um nefið, og fara sem varkárlegast að öllu, og dansspor þeirra í léttu hnefaleikaskónum eru næstum hljóðlaus. En svo fara að heyrast holu dynkirnir í leðurhönzkun- um og salurinn dunar frá lofti til gólfs. — Meira, hugsar Kringelein, því höggin hafa fyllt hann ynd- islegri sótthitakenndri vellíðan, sem verður að hungri, alt í einu. Þá er barið í trumbuna, menn hlaupa inn fyrir snúrurnair, og fötur, stólar, svamp- ar og handklæði koma klifrandi inn fyrir snuruna. hnefaleikamennirnir sitja hvor I sínu horni og anda með tungunni lafandi, eins og hundar, sem hafa verið í veiðiför, vatni er dreypt á þá, en þeir mega ekki renna því niður. Það skettist alla leið á Kringe- iein , sem þerrar auðmjúkur dropana af frakka sín- um, og finnur til eínkennilegrar samúðar með* manninum þarna uppi í horninu. Barið aftur. Sam- stundis er hringurinn tilbúinn fyrir bardagann, á- horfendur hætta skrafi sínu og taka eftir. Högg. högg, högg. Öskur ofpn af svölunúm — þögn. — Högg. Fyrsta blóðið fer að drjúpa úr auga ánnars hnefaleikamannsins — hann hlær að öllu saman. Högg — högg — ein stuna. Kringelein finnur til krepptra hnefanna í frakkavösum sínum — þeir eru eins og einhverjir beinharðir hlutir, sem hahn kannast ekki við. Barið. Aftur uppþot og ið í horn- nnum, blakað með handklæðum, barið og nuddað og nú gljá skrokkarnir af svita — öll andlitin þarna niðri eru græn og köld af birtunni, sem þar er, og mennirnir eru staðnir upp af stólum sínum og kapp- ræða nú ákaft. — Jæja, nú kemur það fyrst fyrir alvöru, segir - Gaigern, um leið og þriðja lota byrjar, og Kringe- lein hlustar með skelfingu á þessa tilkynningu Gáigerns, sem fyrirboða einhverra mikilla viðburða. Hnefaleikarhennirnir þarna uppi, — hann þekkir þá ekki sundtir því báðir eru nefbrotnir, og aðeins. í hléúnum er hann með þeim, sem situr í horninu háns megin. Hnefaleikamennirnir sem sagt, þjóta nú hvör á annan, grípa hvor annan tökum, svo að það líkist stundum mest óviðeigandi blíðuatlotum. „Break“, æpir salurinn með 14000 munnum. — Kringelein æpir eins og hinir. Þeir eiga að slá, en ekki vera að faðmast úti við snúrurnar. Hann vill fyrii’ hvern mun heyra hinn hola, mjúka, breiða hljóm leðurhanzkans, er hann hittir holdið. f — Blynx er groggy. Hann stendur ekki lengi héðan af, tautar Gaigern, og fallegu tennurnar koma í ljós undir efri vörinni, sem lyftist upp.-Inni í hringnum hoppar dómarinn í hvítu silkiskyrtunni milli þessai’a tveggja blæðandi vöðvaböggla og skil- ur þá. Ki’ingelein finst það bera vott um undai’legt meinleysi hjá þeim, að láta sér það lynda. Hann starir á þann, sem sagður er að vera groggy, en það virðist vera lærðra manna mál og þýða að maðurinn sje meðvitunarlaus, og að þrotum kominn. Þessi maður, Blynx, hefir nú bláa kúlu hangandi niður yfir annað augað eins og ávöxt — brjóst og bak er löðrandi í blóði, og öðru hvoru hi’ækir hann blóði fyrir fætur dómai’ans. Hann ber höfuðið mjög lágt og það er sagt að vei\a rétt aðferð, en kunnáttuleys- ingjanum Kringelein finnst þaðberavottum heiguls- hátt. — í hvei’t sinn, sem Blynx fær högg, gleðst Kringelein meinfýsnilega og dýrslega, og það kem- ur fi’á innstu hjartarótum hans. Það, sem hann er • enn bíúnn að sjá, er allt of lítið. Við hvert högg, sem hittir þar sem það á að hitta, rekur hann upp fagnaðaróp og býst svo til að sjá það næsta, með > opinn munninn og teygða álkuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.