Morgunblaðið - 17.05.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.05.1934, Blaðsíða 5
MORGUNBLA^Ð 5 Svar til Sigurðar Eggerz. Þai', sem Sigurður Bggerz hefir ‘fengið birta í Morgunblaðinu út- varpsræðu þá, er hann flutti í því skyni að andmæla erindum mínum um sjálfstæðisbaráttu ís- lendinga, tel jeg rjett að láta koma fram á sama stað fáeinar athugasemdir, sem jeg gerði sama kvöld í útvarpinu, og' eru þær prentaðar hjer með öllu óbreyttar. Jeg vil fyrst og fremst leggja áherslu á, að erindi mín voru alls ekki neinn pólitískur málaflutn- ingur. Þau voru sogulegs efnis, til- ■raun til þess að skýra sjálfstæðis- baráttuna frá sjónarmiði, sem jeg tel hafa verið vanrækt, til þess -að skilja þörf fslendinga á full- Veldi, ekki einungis af praktisk- Um, heldur líka sálarfarslegum á- stæðum. Jeg reyndi að vísu að vera rjettlátur, líka í garð Dana, •en mjer er ánægja að heyra, að bæjarfógetinn hefir ekki reynt að gera eina einustu athugasemd við þetta meginefni erinda minna. Hann ræðst aðeins á ummæli mín um framtíð sambandsins í lok 4. erindis míns. Þær athugasemdir voru of fáar og lauslegar til þess að vera nægilegur grundvöllur fyrir rökræður um það efni frá minni liálfu. Þeim var beint til íhugunar til þeirra manna, er vilja reyna að hug'sa um þetta af viti og ofstækislaust, líta á það - sem nútíðarmenn, án þess að ein- blína eíns og heillaðir á þá for- tíð, sem iiú kemur þessu máli eins lítið við og vjer viljum sjálfir vera láta. Pyrir slíka áheyrendur er óþarft að andmæla liinni fram- úrskarandi sögUþekkingu og npp- hrópunum bæjarfógetans. Þeir eru sjálfir menn til þess að meta þær að maklegleikum. í ræðu hans kom ekkei't fram, sem ekki er áður margendurtekið. Þar kom einmitt fram ákjósanlegt dæmi þess hugarástands, sem jeg var að lýsa í erindum mínum, og vjer erum nú sem óðast að vaxa upp úr. Það ber vott um veikan og lje- legan málstað, þegar menn verðá óðir og' uppvægir við, að aðrar ’ skoðánir sje látnar í ljós. Þegar hrópað er upp um andstæðingana, að þeir sje ,,fjandmenn þjóðar- innar“ og eigi að rjettu lagi heima á geðveikrahæli, þá er ekki um •..auðugan garð að gresja með rök- semdirnar. Ef skoðanir mínar á því, a.ð íslendingar eigi eftir að ræða það með rólegri íhugun, livort þeir vilja slíta öllu sam- bandi við Dani 1934, 'eru einhver vitleysa, sem enginn vill líta við, hvar er þá hættan? Ef jeg hef reynt að draga kjark úr þjóðinni með þeím staðreyndum, sem jeg benti á, þá er að andmæla þeim v staðreyndum, en það hefir S. E. ■nkld gert. Að þora ekki að horfast í augu við sannleikann, það er leiðin til brjáísemi, leiðin á Bist- rup, g‘eðveikrahælið danska, sem ■ E. ef svo hugstætt. Sigurður Eggerz hefir eklti get- að Játið sjer nægja að ræða mál- efnið. Hann vill endilega gera á. mig persónulega árás, , sem geri mig tortryggilegan. f stað þess að hrófla við einu einasta atriði í útvarpserindum mínum, sem hann hefir heyrt og' þjer liaíið heýrt, fer hann að vitna í erindi niitt í Stokkhólmi 1932 (en ekki 1933), sem liann heyrði ekki. Það, sem hann sagði um, að jeg hafi hætt þar sjálfstæðisbaráttu ís- lendinga er tilhæfulaus uppspuni, sem mjer þykir leiðinlegt, að S. E. slrali hafa látið sjer um munn fara. Jeg reyndi að skýra hana og gera hana skiljanlega, og jeg felik eindregnar þakkir allra ís- lendinga, sem þar voru staddir, fyrir það erindi og þar voru a. m, k. eins góðir IsÍendingar og Sigurður Eggerz. En jeg mintist af skiljanlegúm ástæðum ekki einu orði á framtíð sambandsins við Dani. Það er mál, sem jeg heldur kýs að tala um hjer heima, frammi fyrir íslendingum. Og svo að lokum eitt atriði, sem jeg- get ekki leitt hjá mjer að minnast á. Sigurður Eggerz hneykslast ákafleg'a á því, að jeg skuli ,eins og liann orðaði það „rísa gegn vilja Alþingis og vilja þjóðarinnar í þessu megin- máli íslendínga", og það einkan- lega af því að jeg' sje kennari við háskólann í íslenskri bókmenta- Sögu. Þetta er vesalmannlegur hugsunarliáttur. Mjer dettur eklci í hug að fara eftir skoðunum meirihlutans um bókmentasögu- leg efni og lieldur ekki um nem önnur mál. Meiri hlutinn er hverfull, eins og Sigurður Eggerz veit, og höfðatalan er ljelégur mælikvarði á það, hvað satt er oj; rjett. Eða ætlai' Sigurðuv E>>g- erz að breyta skoðun sinni á sjálf- stæðismálinu, ef hann verður þar í minni hluta ? Samkvæmt skiln- ing mínum á blutverki háskóla, eiga þeir eltki síst að vera at- hvarf frjálsrar hugsunar, enda er það alkunnugt, að. allir kúgarar láta sjer ant um að múlbinda há- skólakennarana, eins og nóg dæmi eru til, baiði fyr og síðar. En jeg vona að það eigi aldrei fyrir okk- ár litla háskóla að liggja, að þurfa að gang'a undir slíkt ok. — Ef það er frelsi af því tæi, sem Sig'urð Eggerz dreym- ir um í hinu alfrjálsa íslenska ríki, þá væri fyrst ástæða til.þess að segja: sjálfstæði íslendinga, — guð hjálpi mjer! Sigurður Nordal. Dánanninning. Það liefir dregist lengur en skildi að minnast með nokkrum orðum helstu æfiatriða, Jóhanns Jó’nssonar bójnda í Glæsibæ í Skag'afirði, er drukknaði 2. des. s. 1. Jóhann var fæddur að Brúna- stöðum í Fljótum, 19. ágúst 1886. Foreldray hans voru hjónin, Anna Magnúsdóttir og Jón Jóliannsson er þá voru vinnuhjú lijá Friðrik bónda á Brúnastöðum. Föður sinn misti Jóhann árið 1888; hann fórst af hákarlaskipi. Hingað í sveit fluttist Jóhann árið 1894 til Guðmundar Á. Guð- mundssonar á Bræðraá, og dvaldi á því heimili þar til 1911. Eftir- lifandi ekkju sinni, Margrjeti Pjetursdóttir, ættaðri l^jeðan úr sveit, giftist Jóliann í desember- mánuði 1910. Þeim va'rð þriggja barna auðið, sem iill eru upp- komin og prýðis mannvænleg, er það raunaljettir liarmþrung'inni ekkju, að liafa börnin nú sjer við Nú vfta það allir að Smjörlíkisgeíðin Svanur, er eina íslenska smjörlíkisgerðin, sem hefir sann- að, að smjörlíkið innihaldi vítamín. — Þúsundir húsmæðra og færustu matreiðslu- og kökugerðarkonur, láta ein- róma það álit sitt í ljósi: að Svana-vítamínsmjörlíki sje bragðbesta smjörlíkið, að Svana-vítamínsmjörlíki sje framúrskarandi gott í all- an bakstur. að Svana-vítamínsmjörlíki sje sjerstaklega gott til steik- ingar, enda er það dispergerað (fínskipt). að óhætt sje að treysta vítamín-innihaldi í Svana-vítamín- smjörlíki, því það sje margsannað með óhrekjanlegum rannsóknum. að Smjörlíkisgerðin Svanur, altaf hefir verið á undan keppinautunum með allar umbætur, en þeir svo reynt að sigla í kjölfarið eftir bestu getu. Mj ndin sýnir hvernig fer fyrir keppinautum vorum, þegar Þeir meðhæpnumfull- yrðingum og skrumauglýsingum, reyna að koma sjer áfram. — hlið, til ánægju og styrktar. Yoriö 1911 fluttist Jóhann að Lónkoti og var þar í Jiúsmensku eitt ár; en vorið 1912 byrjaði liann bú- skap í Glæsibæ, þar sem hann bjó til dauðadags. Jóhann lceypti á- býllsjörð sína fljótlega og tók þá til óspiltra mála, þvi mikið verk- efni var fyrir hendi. f fyrsta lagi að sljetta og auka út túnið, því það var lítið og Ijelegt, og í öðru lagi að byggja upp liús fyr- ir fólk og fjenað. Hann var bii- inn að umskapa jörðina; búinn * að gera snotrásta býli úr frem- ur ljelegu, nytjarýru koti. Nú er túnið alt sljett og girt, og gefur af sjer tveim pörtum meira en þegar Jóhann kom þangað. Hann bygði íbúðarliús úr timbri. og jávni; fjós og haughús úr stein- steypu og' fjárhús, hestliús og hlöður úr ixðru efni. Allar þessar umbætur kostuðu mikið fje og' erfiði, en Jóhann var atorkumaðiu’ og liagsýnn, fann gleði í starfinu og lagði gjiirva liönd á flest. Hjónin voru samlient og var sambúð þeirra og- samst-arf hið prýðilegast.a. Jó- bann var ástkær eigiiimaður, og faðir, og' var heimilisbragur í Glæsibæ til fyrirmyndar. Gest- risni var þar óveujumikil, öllum veitt. er að gai'ði báru, og voru hjónin samtaka í því sem öðru. Það var mikill missir, fyrst og ffemst heimili hans og svo sveitinni að liinu skyndilega frá falli Jólianns á besta aldri. Jó- liann átti marga þá kosti, sem góðan dreng má mest prýða. Hann var vel greindnr maður, las mik- ið og' fylgdist vel með öllu, er gerðist með þjóðinni, hann hugs- aði fyi'ir sig, og' dró ályktanir af því, en Ijet ekki leiðast af Ikrurni og fagurgala, eins og' mörgum hættir til. Hann vav óáleitinn við áðra, en ljet lítt hlut Sinn, ef hann þóttist órjetti beittni'. ! Jóhann var vinsæll maður og mikils metinn meðal sveitunga ’ sinna og fólu þeir honum ýms trúnaðarstöi’f. Hann var kosinn í lu'epp.snefnd Fellslirepps árið 1916, og átti þar ætíð sæti síðan og var oddviti allmörg ár. Enn- fremur var hann í sóknarnefnd, stjórn búnaðarfjelagsins og stjórn kaupfjelag'sins, auk ýmislegs ann- ars er hann vann fyrir sveit sína. Jóhann var trúr í starfi, bæði fyrir sjálfan sig og aðra, vann alt. m’eð alúð og samviskusemi og 'þegar þannig er unnið. verða störf in í flestum tilfellum vel af heudi. leyst. Jóhann va'r gleðimaðnr mikill og liafði lag á að koma öðrum í gott skap, hann . var spaugsamur og fyndiuu og í ná- vist lians var eldd vol og' víl, heldur karlmennska og kjarkur. Með Jóhanni er fallinn einn a£ nýtustu og athafnamestu bænd- uní bjeraðsins. og liöfum AÚð þav mist einn af okkar bestu starfs- mönnum og umfram alt góðan dreng, er lians því ekkj einúngis sárt saknað af lians vandamönn- um, lieklur og af hans mörgu vin- um bæði nær og fjær. Sveitungi. Fjárdráttannál í New York. Berlín 15. maí F. tJ. í New York hófust í gær mála ferli gegm Harroman banka- stjóra, en honum er gefið að sök, að hafa dregið sjer ólögíega 1.750.000 dollara, af fje, sem hann hafði undir höndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.