Morgunblaðið - 17.05.1934, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.05.1934, Blaðsíða 6
6 M O R G U N B L A Ð T f > SlðtDflieiag Suðurlands býður yður úrvalsvörur í hvítasunnumatinn: Aíikálfakjöt, Nautakjöt af ungu, Hangikjöt, nýreykf Rjúpur, Svínakjöt, Dilkakjöt, Rjómabússmjör, xískurí á brauð, margar tegundir. Grænar baunir, í dósum lausri vigt, o. m. fl.- Svínakjötspantanir óskast sem fyrst, því að birgðu eru takmarkaðar. Matarbúðin Laugaveg 42. KfötbúHin T'ýsgötu 1. Kfötbúðin Ljósvallagötu 10. Matardeildit Hafnarstræti & K)ötbúdit Hverfisgötu Norður á Holtavörðuheiði eru ferðir frá Bifreiðastöð íslands, annan hvern dag, áfram til Akureyrar strax og færi gefst. ^ Ferðir þessar fara hinir góðkunnu bifreiðastjóraT Páll Sigurðsson og*Ari Jónsson frá Blönduósi, á nýju** og traustum bifreiðum. Bilreiðastöð islands Sími 1540. rrr'J K *■ , lunar- og íbúðarhús tii sÖW i besta stað i bænum. Yerslunar- og íbúðarhúsin við Laugaveg 25 A og B, ásan’1 meðfylgjandi eignarlóð, eru til sölu nú þegar. í húsunum eru 2 sölubúðir með skrifstofuherbergjum in*1' ar af, auk mikillar geymslu í neðri hæð íbúðarhússii»s# I leigu gefur eignin nú af sjer kr. 9000.00 á ári. Allar nánari upplýsingar viðvíkjandi sölunni gefur undiT' ritaður, er jafnframt tekur á móti kauptilboðum í eigni*13 Gunnar E. Benediktsson. málafl.m. Skrifstofa: Bankastræti 7. Sími 4033. Heima: Fjölnisveg 15. Sími 3853. Slysfarir og björgun árið 1033. Slys voiu tíðari árið s«m leið heldur en nokkrunx sinni síðan Slysavarnaf jelag íslands var stofnað. Og þrátt fyrir niargvís- lega aðstoð, hjálp og björgun, ; sem sjómönnum var veitt á árinu, hefir druknana talan ekki komist eins hátt um langt árabil. Urðu sum slysin svo hrapalleg, að engu tali tók. og hefði ekki verið auðið að koma í veg fyrir þau með nein- ; um björgunartækjum, þar eð þau bar svo brátt að, að enginn, tími var til þess að koma hjalp við, enda þótt fullkomnustu björgunar- tæki hefðu verið í námunda við slysastaðina. Alls druknaði 81 maður á ár- * inu. Af gUfuskipum á fiskiveið- um druknuðu 25 (þar af 13 af „Skúla fógeta“ og 9 af „Papey“, einn tók út, en 3 fellu fyrir borð). Af flutningaskipinu Gunnar frá Isafirði, sem fórst 27. ágúst, drukn uðu 5 menn. Af vjelbátum drukn- uðu 40 menn, þar af 36 af bátum sem fórust. 3 tók út og einn fell ' útbyrðis. Af árabát druknuðu tveir. Sex menn fellu út af bryggj- um og druknuðu og 3 druknuðu í ám og vötnum. Auk þess fór- ust • hjer við land þrír útlendir togarar með öllum mönnum og 2 Þjóðverjar af „Consul Dubbers“ druknuðu í lendingu austur á Söndum. Bjarganir. Á þessu ári var 95 mönnum bjargað frá druknun hjer við land, þar af 17 útlendingum og' 78 íslendingum. Af íslendingun- um björguðu enskir togarar 11, skipshöfnum af tveimur vjelbát- um; þýskur togari bjargaði vjel- bát með 4 mönnum; þýskt flutn- ingaskip bjargaði 8 mönnum af línuveiðara, sem sökk við ásigl- ingu. 29 mönnum var bjargað af opnum vjelbátum, þar af 11 fyrir snarræði og hugsunarsemi einnar konu. 24 var bjargað með fluglínu- tækjum Slysavarnafjelagsins og 2 með krókstjaka, er fjelagið hafði kornið fyrir á bryggju. Til björgnnar mætti þó telja margt annað, mörgum mannslífum verið b.jargað með því, að bátar, 'sem voru með bilaða vjel úti í hafi, voru leitaðir uppi og dregnir til lands, og fyrir eftirlitsstarf „Þórs“ við Yestmannaeyjar á vertíðinni. Skipströnd. urðu óvenjulega mörg á árinu. Eru talin strönd 33 íslenskra skipa (aðallega vjelbáta), 4 enskra togara („Sicyion“, „St. Honorius“, ,,Braeanmore‘‘ og „Margarete Clark“), 3 þýskra togara („Gustav Meyer“, ,,Newfoundland“ og ,,Blueher“), 1 frönsk fiskiskúta „Fleur de France“, færeyska fiskiskútan ,,Budanes“, finska vjelskipið „Suomon Lokki“„ danska síldveiðagufuskipið „Ní- ord“ og belgiski togarinn „Jan* Volders“. Eru það þá aiis 45 skipströnd á árinu. (Eftir Árbók Slysavarnafjel.). fsland var væntanlegt hingað í nótt frá útlöndum. Kve n naskólinn i Reykfavik. fi’ Síðastliðið haust settust 107 nem ehdur í skólann. Starfaði hann í 5 deildum (annar bekkur tví- skiftur). Vorpróf tóku 102 nem- endur burtfararprófi úr 4. bekk lúku 12 nemendur. Það voru: Guðný Guðjónsdóttir, Reykjavík. Guðríður Þ. Þprvarðsd. Súgandaf. Hulda Runólfsd. Hlíð Árnessýslu. Ingibjörg Vigfúsdóttir Reykjávík. Kristín Gunnarsdóttir — Marg'rjet Lovísa Thors María Árnadóttir, Patreksfirði. Óla Guðrún Magnúsd. Reykjavík. Ólöf Sigurjónsdóttir, ísafirði. Ragnhildur Erla Erlingsd. Rvík. Unnur Jónsdóttir — Hólmfríður Árnadóttir, Patreks- firðí ,stundaði nám í nokkrum greinum, og tók próf í þeim, sam- hliða námi við Tónlistaskólann. ■— Einn nemandi, Guðrún Markús- dóttir, Sólvallagötu 6, Reykjavík, fór úr bekknum um páskaleytið, vegna þess, að hún war ráðin á sumarskóla í Svíþjóð. Skólanum var sagt upp j). 14. maí. Var það sextugasta skóla- uppsögn hans og í sambandi við hana bárust skólanum heillaóskir og gjafir. Fyrverandi skólastúlka, er ekki vill láta nafn síns g'etið, sendi skólanum 2000 krónur til stofnunar ferðasjóðs. Er svo mælt fyrir af hendi gefandans að: „Á hverju vori komi ákveðin vaxta- upphæð til útborgunar af sjóðs- f je- þessu ,og sje því ráðstafað af forstöðukonu, landafræðiskennara og * umsjónarstúlku SkóTanS, eins og þessir aðilar álíta að henti best, til handa einhyerjum bekk eða bekkjum eða einstökum námsmeyjum, þó koma ekki aðrar námsmeyjar til greina sem ein- staklingar, þegar um styrk er að ræða, en þær, sem verið hafa þrjá vetur í skólanum“. Auk þess gjöf frá Ríkharði Jónssyni, listamanni, en hennar var áður getið hjer í blaðinu. í gær eftirmiddag hafði skóla- nefnd og forstöðukona boð fyrir nemendur 4. bekkjar og kennara skólans í Oddfellowhúsinu. Nýtt Gyðingaland. Það ei' nú i ráði, að flytja um 5 miljónir Gyðinga frá Miðevrópu .(Þýskalandi, Austurríki, Rúmeníu og Póllandi) ti] portúgölsku ný- lehdunnar Angola í Afríku og stofna þar nýtt Gyðingaland. Eins og kunnugt er, hefir fjöldi Gyð- ing'a orðið . landflótta á síðustu tímum úr Miðevróplöndunum, en engin önnur þjóð í álfunni vill taka við þeim. Þess vegna var haf- in alþjóðaráðstöfun til þess áð koma þeim af hönduin sjer. og hefir nokkuð af þeim verið flutt til Gyðingalands, en þar eru þeir illa sjeðir af Aröbum. Hefir mönn unl því komið þetta ráð til hugar að flytja þá til Angola, og er bú- ist við að portúgalska stjórnin fallist á það. Með þessu móti verð- ur stofnað þarna sjerstakt ríki undir vernd Þ jóðabandalagsins. Hekla kom til Newport í fyrra- dag. Fer ]>aðan í dag beina leið hingað. Var Belgakonungur myrtiír. Fyrir nokkru 1 jet enskur of- ursti, Hutchinson að nafni, opin- berlega í ljós þá skoðun sína, að xVlbert Belgakonungur hefði ekki farist af slysi', heldur hefði hann verið myrtur. Hutchinson. Ut af þessu komu fram mörg mótinæli frá Belgum, en nú liefir Hutehinson endurtekið staðhæf- ingu sína og' segist hafa óygg.j- andi sannanir fyrir henni, Og ef málið hefði komið fyrir enskan kviðdóm, myndi hann hafa kom- ist að nákvæmlega sömu niður- stöðu. Konungurinn hafi hrapáð 15—30 metra og þótt hann hefði runnið niður skriðuna þannig, að höfuðið hefði gengið á undan, þá hefði hlotið að s.jást, á líkinu hrufl- ur- á herðum og alnbogum. — Jeg hefi upplýsingar, segir Hutchinson, bæði beint og óbeint fi á Belgíu og' París um, að það vár sjerstök ástæða, til þess að rvð.ja Albert konungi úr vegi, vegna póiitískrar foringjastöðu hans, en það er engin hætta á, því, að nokkurn tíma muni kom- j ast upp um morðingjaná. Dagbók. Veðrið í gær: Enn er köld N-átt h.jer, á landi með hríðarjeljum á ,\- og A-landi. Hiti er þar um frostmark en 2—3 st. víðast á S- og' V-Iandi. Veður mun litlum breytingum taka næsta sólarhring. Veðuriitlit í Rvík í dag: NA- kaldi. Bjartviðri. Næturvörður verðui; í nótt í Laugavegs Apóteki og Tngólfs Apóteki. Framboð Sjálfstæðisflokksins. Lárus Jóhannesson hæstar.jettar- málaflutningsmaður verður í kjöri fyrir flókkinn í Seyðisfirði. en í Barðastrandasýslu Jónas Magnús- son kennari. Niels Bohr, hinn heimsfrægi danski eðlisfræðingur, er væntan- legur hingað í sumar, ætlar hann að lialda h.jer nokkra fyrir- lestra við háskólann. Ovíst er enn livort liann kemur liingað í júní- lok, eða ekki fyrri en í júlí. Haukanes kom til Hafnarfjarð- ar í gær af veiðum, með 47 tunn- ur lifrar, 93 smál. af fiski. Umsækjendur um bæjarfógeta- embættið á Akureyri og sýslu- mannsembættið í Eyjafjarðarsýslu eru 14 og eru þeir þessir: Júl. Havsteen sýslumaður, Sig. Eggerz bæ.jarfógeti, Sigurður Sigurðsson sýslumaður, Jón Hallvarðarson fulltrúi, Jóhann Skaftason lögfr., Þórhallur Sæmundsson lögreglu- stjóri á Akranesi, Jón Þór Sig- tryggsson lögfr., Garðar Þorsteins- son hrm., Ragnar Ólafsson lögfr., ísleifur Árnason fulltrúi, Hákon Guðmundsson fulltrúi, Jónatan Hallvarðsson fulltrúi, Gústav Jónasson fulltrúi og Ragnar Jóns- son fulltrúi. Framboðsfrestur til kjördæina- kosninganna 24. júní, rennúr út 4 vikum og 3 dögum fvrir k.jör- dag, eða 24. þ. in. — Landslistar skulu tilkyntir landsk.jörst.jórn eigl síðar en 25. þ. m. Árbók Slysavarnafjelags Is- lands fyrir 1933, er nýkomin.; Er þar skýrsla um starfsemi f.jelags- ins á árinu og skýrsla um sjóslys við ísland á árinu, Af öðrum greinum má nefna grein um strand „Skúla fógeta“ með myndum'frá, því og- monnunum, sem björgúðúst. Þá er frásögn um björgun skip- ver.janna af belgiska togaranum „Jan Voldets“. Smágrein um björgun enska togaran Rider“ sem liafði vilst inn í skei’.F garðinn fram a f Mýrum. í ÁrbóT' inni eru og margskonar skýrsF1' Ritið er vel úr garði gert og F eigúlegasta og fróðlegasta. Sæmundur Jóhannesson kenna1'1; frá Akureyri flytur fyrirlestu1’ 1 Betaníu kl. Sþjj í kvöld. Ef111’ „Nýtt og gamalt úr fjársjóði k°n ungsins“. Allir velkomnir. 0 rf 60 ára er í dag frú Guð’d Björnes. Heimatrúboð leikmanna, VatJlS stíg 3. Samkoma í kvöld kl- Allir velkomnir. Landsbókasafnsbækur, sem e]^ hefir verið skilað, verða sóttar » kostnað lántakenda, nema ]l(l1 skili þeim næstu daga. Hjónaefni. Nýlega hafa °PllJ berað trúlofun sína, ungfru Mar gr.jef Þorvarðardótti’r ÁjálsgöP1 29 B og Ragnar Þörðarson XjáB' „Night, g'ötu 73.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.