Morgunblaðið - 01.06.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.06.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 E-LISTI er lisli Sjálfstæðismanna Bardaga aðferðir Tímamanna Óheilindin. Úr sveitum landsins berast nú fregnir nm margskonar bardaga- aðferðir, er Tímamenn nota í kosn ingabaráttunni. Eru bardagaað- ferðir þeirra svipaðar og endra- nær. Ber þar mest á rógi og' lyg- um um andstæðingana, samfara hóflausu lofi um foringja og fram- bjóðendur Tímaflokksins. I raun og veru gegnir furðu, að Tímamenn skuli enn, þrátt fyr- ir alt, gerast svo djarfir, að fara fram á það við bændur landsins, að þeir veiti þeim stuðning við þessar kosningar. Svo sem kunnugt er, fór Pram- sóknarflokkurínn í mola á auká- þinginu síðasta. Þeir fáu, sem eftir urðu í flokknum, eru á- hangendur sósíalista. Þeir legg'j'a alt kapp á efling sósíalistastefn- unnar, og þeir eru staðráðnir í, að fylgja sósíalistr.m að málum í framtíðinni. Þessir menn halda, að þeir geti enn vilt bændum sýn og flekað þá til fylgis við hina grímu- klæddu sósíalistastefnu, sem þeir boða í sveitunum. Eu: samtímis því, sem Tíma- meun smjaðra við bændur og reyna að fleka út atkvæði þeirra, sitja 'þeir á leynifundum með for- sprökkum sósíalista hjer í Reykja- vjk Qg leggja á ráðin um það, hyernig' hægt sje að stöðva allar opinberar framkvæmdir í sveitum lándsins. Svona eru heilindin hjá þessum mönnum. Hjer skulu þá nefnd nokkur mál, sem Tímamenn nota til þess að reyna að vinna kjörfylgi bænda. Rógur um Kreppulánasjóð. Þar eru hvíslingar mest not- aðar. Reynt er að telja bændum trú um, að stjórn Kreppulánasjóðs sje hlutdræg í láveitingum og lánin veitt pólitískt. Þá er reynt að telja bændum trú um, að Sam- bandið þurfi að ná völdum í Kreppulánasjóði, svo að rjettlæti fáist í lánveitingunum. Bændur hafa haft nokkur kynni af fram- komu Sambandsins í þessum mál- um, í sambandi samábyrgðarkröf- urnar, sem gerðar hafa verið- Ó- líklegt er, að þeir verði margir bændurnir, sem þakka Samband- inu þann greiða. Annars er skiljanleg þessi and- úð Tímamanna í garð Kreppu- lánasjóðs. Þeir sjá fram á, að Kreppidánasjóður muni g'eta los- að bændur af skuldaklafanum. En það er einmitt þess.i skuldaklafi, sem hefir átt drýgstan þátt í, að halda bændum á spvrnubandinu við sósíalista. Skipulagning afurða- sölunnar. Um þetta gaspra Tímamenn mikið. Þeir reyna að telja bænd- um trú um, að ómögulegt sje að koma á skipulagi afurðasölunn- ar nema með aðstoð sósialista. Hverskonar skipulag vilja í sveitum Tímamenn hafa á þessum málum? Vilja þeir ríkis- eða bæjareinka- sölur? Þetta er það „skipulag“, seni sósíálistar keppa að .Þeir vilja ríkiseinkasölu á allri afurðasölu erlendis. Vilja bændur fela „ráð- stjórn“ sósíalista og kommúnista allar afurðasölu landbúnaðarins erlendis ? Þessi aðferð var reynd við síldina á árunum. En hve margir skyldu þeir vera sjómenn- irnir og útgerðarmennirnir, sem æskja eftir slíkri ,,skipulagning“ aftur? Að því er snertir afurðasöluna innanlands, má g'eta þess, að só- síalistar hjer í Reykjavík hafa sett fram þá kröfu, að bærinn taki einkasölu á allri mjólkur- sölu í bænum? Er það þetta „skipulag", sem bændur sækjast eftir? Auðvitað ber að koma á heil- brigðu skipulagi á afurðasölunni, utanlands og innan. En þetta verð- ur ekki gert með einokunum, eins og sósíalistar keppa að. Þetta verður best gert með samtökum framleiðenda sjálfra. Að þessu stefnir Sjálufstæðisflokkurinn og má í því sambandi minna á Sölu- samband ísl. fiskframleiðenda. Ríkiseinkasölur. Tímamenn hafa tröllatrú á rík- iseinkasölu og eru þar í fullu samræmi við trúarjátningu sósíal- ista. Þeir segja, að ríkið „græði“ árlega, stórfje á einkasölum, alveg eins og fje þetta detti af himnum ofan og' komi hvergi við pyngju skattþegnanna. Þessi röksemdai’færsla Tíma- manna sýnir greinilega skyldleik- ann við sósíalista, sem vilja fjötra alla verslun landsmanna í hlekki einokunar og kúgunar. Auðvitað „gráeðir“ ríkið ekkert á þessum einkasölum, því það eru borgarar landsins, (skattgreið- endur) sem verða að borga brús- ann. Sjálfstæðismenn hafa ekki trú á þessum f járafla-„plönum“ só- síalista. Þeir vilja að borgararnir hafi sem frjálsastar hendur í verslun og atvirmurekstri. Sú stefna hefir reynst farsælust og mun svo verða í framtíðinni. Tekju öflun ríki'ssjóði til handa vilja Sjálfs.tæðismenn aðallega ná með tolfum á ónauðsynja vöru og svo með sköttum. Innflutningshömlur. Þá halda Tímamennn því fram, i»ð haftar og ófrelsisstefna sú, sem nú ríkir, í lieiminum, sje einhver gæði fyrir okkur Islendinga. Hvílík regin fásinna! Sennilega er engin þjóð í heim- inúm. ver undir það búin, að mæta hafta- og ófrelsisstefnunni, en við íslendingar. Þetta stafar aí því, að við eigum svo að segja alla oltkar afkomu undir því, að okkur takist að selja okkar afurð- ir á sem frjálsustum markaði er- lendis. Ef hafta- og ófrelsisstefnan í verslun og viðskiftum verður til frambúðar ofaná í heiminum, eru allar líkur til þess, að það verðl til þeif.s að draga svo úr framtaki okkar Islending’a, að við munum seint bíða þess bætur. Hitt er annað mál, og það er Sjálfstæðisflokknum fyllilega Ijóst, að taka verður fult tillit til þessarar ófrelsisstefnu í versl- un, sem nú ríkir í heiminum. Þetta er augljóst mál. En inn- flutningshöftin, eins og þeim hefir verið beitt til þessa, gera ekkert gagn á þessu sviði — frem- ur hið gagnstæða. Þar þarf heil- steyfta lög'gjöf, sem eingöngu er sett til verndar utanríkisverslun- inni og til styrktar iðnaði og framleiðslu landsmanna. Ríkislögreglan. Tímamenn rægja mjög ríkis- lögregluna og eru einnig þar í samræmi við stefnu sósíalista og kommúnista. Ríkislögreglan var sett til þess að halda uppi lögum og rjetti í landinu. Hennar aðalverkefni hefir verið það, síðan hún tók til starfa, að halda ofbeldislýð komm- únista í skefjum. Þetta hefir tek- ist mjög g'iftusamlega. Óaldar- lýður kommúnista var farinn að vaða svo tippi, að lífi og lifum börgaranna var bein hætta búin. iSíðan ríkislögreglan var sett á stofh hefir þessi óaldarlýður að méstu legið niðri. Premur er það ólíklegt, að bændur landsins fáist til að taka undir þann són rauðliða, að leggja beri niður ríkislögregluna og gefa um leið ofbeldis- og óaldarlýð kommúnista lausan tauminn. Einræðisstefnur. Þá reyna Tímamenn mjög' að koma þeirri skoðun inn hjá þjóð- ir.rii, að Sjálfstæðisflokkurinn stefni í einræðisáttina og hann sje hlyntur nazistastefnunni. „jÖðrum fórst, en ekki þjer“, má segja um þessa lygi Tíma- manna. Er það ekki Tímaflokkur- inn, sem hefir verið að traðka lýðræðinu undanfarið? Yar það ekki hann, sem barðist gegn end- urbótum í kjördæmamálinu? Enn sýna Tíma.menn þessu máli full- kominn fjandskap. Allir rauðu flokkarnir, Fram- sókn, sósíalistar og kommúnistar hafa fullkomið einræðisskipulag á flokksstarfsemi sinni. Fámennar klíkur ráða þar öllu, jafnvel sann- færingu manna. (Sbr. handjárnin sem Framsókn setti á þingmenn- ina). Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn, sem bygg- ir starfsemi sína á sönnu lýðræði. Hann vill ekkert flokkseinræði hafa. Því síður getur hann þolað einræði í stjórn landsins. Frelsið er það merki, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefir sett efst á sinn skjöld, enda er það dýrmætasta eign einstaklings og þjóðar. Ófrelsi einræðis, í hvaða mynd sem er, getur því ekki samrýmst stefnu Sjálfstæðisflokksins. lagi- En þrátt fyrir gallana, hefir enn ekkert stjórnarfyrirkomulag fundist, sem hefir reynst betra. Einræðisalda sú, sem nú gengur yfir heiminn er sjiikdómur og á hann rót sína að rekja til öldu- róts ófriðaráranna og einstrengis- legra „friðar“-samninga. Þjóðirnar munu áður en langt líður, læknast af þessum sjiikdómi. Þær munu brátt. finna, að frelsið er dýrmætasta eign þjóða og ein- staklinga. Sjálfstæðisflokkurinn er stað- ráðinn í að vernda lýðræðið og þingræðið gegn þeirri hættu, sem vofir yfir frá einræðisstefnum. Og' hann er eini flokkurinn á land- inu, sem hefir sett einstaklings- frelsið efst á stefnuskrá sína. Ekkert getur því verið fjarri hans stefnu, en einræði og ófrelsi — í hvaða mynd sem er. Spanskur ráðherra segir af sjer, en fcer ekki iausn. Stjérnin fær traustsyfirlýs- mgu út af vinnudeilumálum. Madrid, 31. maí. FB. Cid, samgöngumálaráðherra hef- ir beðist lausnar, vegna ágrein- ings um öldulengd spánveskra útvarpsstöðva. Forsætisráðherrann hefir neitað að taka lausnarbeiðn- ina til greina og' gera menn sjer vonir um, að hann afturkalli hana. Þjóðþingið hefir með 145 at- kvæðum gegn 45 fallist á ráð- stafanir þær, sem gerðar hafa ver- ið, vegna liins fyrirhugaða land- biinaðarverkfalls, sem ráðgert er að hefjist 5. júní. Framannefnd atkvæðagreiðsla var í rauninni traustsyfirlýsing til stjórnarinnar. Samkvæmt áreiðanlegum fregn- um, hefir Romero ekki gengið að óskum enn sem komið er í samn ing'aumleitunum sínum við páfa. Fullyrt er, að páfi vilji ekki hefja umræður að svo stöddu, vegna þess að Romero fór á fund hans bæði sem sendiherra og utanríkis- málaráðherra. —----------------- Einkennilegur dómur. Enskur dómari dæmdi mann í 6000 kr. sekt. Maðurinn gat með engu móti borgað svo stóra upp- hæð. Varð það þá að samkomu- lagi milli hans og' dómarans, að hann skyldi borga 4 kr. á viku. Rfim hundrað ár fara til þess að borga þá skuldina. Útlit, sem borgar sig. Levanzin, prófessor frá Malta er mjög' líkur Trotzki. En fyrir skömmu höfðaði hann meiðyrða- mál gegn blaði í St. Malo. Var það vegna þess, að í blaðinu stóð, að Trotsky væri kominn til bæjar- ins, en það reyndist síðar vera prófessorinn, en ekki hann. Pró- fessorinu fekk miklar skaðabætur. Mikið er skrifað um þingræðið mi í seinni tíð, og því er margt til foráttu fundið. Því verður heldur’ekki neitað, að margir gall- ar fylgja þessu stjórnarfyrirkomu- X E«listi i¥ BLOÐ og magasín, dönsk, þýsk og ensk koma með Drotningunni í kvöld. Mtmíð að nýjasttí blöð- ín fást ávalt hjá okkar. ddkUia&an Lækjargötu 2, sími 3736. Kauði Krossinn Aðalfundur Rauða Kross ÍSr lands verður í Kaupþingssaln- um þ. 18. júní kl. 15. Dagskrá samkv. fjelagslögum V.. .. Stjórnin. Atvinna. Stúlka, sem er kunnug í bæn- um, getur fengið atvinnu við sendiferðir í Björnsbakaríi nú þegar. Upplýsingar á skrifstofunni. Húsnæði tii leigu á Hverfisgötu 4, og við Skúla- götu, hentugt fyrir skrifstofur, vörugeymslu, iðnað eða annað, sem krefur gott húsrúm. Nánari upplýsingar í Heíídverslari Garðars Gíslasonar. Kort i hetf or ing j aráðsins af íslandi, bíeði f jórðungs hlöð og atlasblöð, sem taka yfir helmingi stærra svæði, eru ómissándi þeg- ar farið er í ferðalög. Saðvesturlandskortið tekur yfir alla þektustu staðina á Suðurlandi. Það er í hentugu vasabókar- broti með spjöldum til hlífðar og kostar kr. 2.50. Öll kort herforingjaráðs- ins eru altaf fyrirliggj- andi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.