Morgunblaðið - 21.06.1934, Síða 6

Morgunblaðið - 21.06.1934, Síða 6
 6 MORGUNBLAÐIÐ orðið landi og lýð til hagsældar, og stuðlað að almennri velmegun og bættum lífskjörum, ef ástæðan yæri sú, væri þó að minsta kosti hægt að segja að tilgangurinn væri góður, jafnvel þó að hann væri naumast fær um að helga að- ferðina. Nei! — Því miður er ástæðan fyrir þessari fáránlegU en ófrá- víkjanlegu blekkingarkröfu, alt annars eðlis, og þá fyrst og fremst sú að tryggja sjer völdin til fram- búðar hjá þeirri þjóð sem hefir orð ið svo ógæfusöm að verða þeim að bráð með því að verða ginkeypt fyrir fláttmælgi og raupi „for- ingjanna“. Það er augljóst mál að besta og öruggasta leiðin til að hlúa að, viðhalda og vernda „pólitíska“ siðspillingu, er einmitt þjóðnýt- ing'. Þegar ríkið eitt er orðið alls- herjar atvinnurekandi, þá er vit- anlega það fyrsta hjá viðkomandi stjómarvöldum, að treysta og - öryggja sem best sína eigin „póli- tísku“ undirstöðu, með því að setja þæga og einsýna sálufjelaga til stjórnar og viðhalds öllum at- vinnurekstri. Hvorki er það æskilegt, nje heldur líklegt, að fslendingar kæri sig um, að slík andleysis, dáðleys- is og ófremrar húmnótt, sem þjóð- nýtingin er, fái nokkurn tíma að skygg'ja á íslenska framfara- og athafnaþrá. Heilbrigður þroski, frelsi og framför þessarar þjóðar, er sann- arlega of dýru verði keypt, til að það verði haft að leiksoppi ábyrgð arlausra óheillamanna. Eeynslan hefir sýnt, að skipu- lagsbundið mútu- og siðspillingar- kerfi myndast alstaðar í kjölfari einráðandi ríkisreksturs, auðvirði- lega fyrirlitleg hræsni og heiguls- báttur, og yfirleitt flestur sá ó- sómi sem hvergi væri liðinn eða látinn viðgangast hjá einkafyrir- tæki, er bæði mögúlegur og mjög líklegur, þar sem um mjög víð- tækan ríkisrekstur er að ræða, því jafnaðarmennirnir sem era svo gjarnir á að finna óvægilega að misfellunum hjá öðrum, er ekki umburðarlyndari en svo gagnvart öðrum, að þeir leyfa ekki nema takmarkaða, og helst enga ,krítik‘ á sínum gjörðum. Annars er algjör óþarfi að fjöl- yrða við íslenska kjósendur um hvernig þjóðnýting myndi verða, við höfum ýms, en sjerstaklega eitt alveg gullvægt dæmi, „Síld- areinkasöluna“, þetta tröllaukna stórfyrirtæki, þar sem jafnaðar- mönnum og kommúnistum var lagt þetta ágæta tækifæri upp í hend- urnar, til að sýna yfirburði þjóð- nýtingarinnar, fram yfir einka- framtak. Um afdrif „Síldareinka- sölunnar“ er lýðum fullljóst, og sum af þeim sárum, sem hún veitti þeirri atvinnugrein, sem flest verkafólk á sumarafkomu sína undir, munu hvergi nærri full gróin enn. Það er staðreynd, sem þýðingar- laust er að mæla á móti, að ein- staklingsframtakið hefir öll skil- yrði til að þroska einstaklinginn, og þar með tryggja þjóðinni af- burða athafnamenn ,sem þjóðnýt- ingin er ekki fær um, vegna þess, að tií fullnægingar þeim kröfum sem einstaklingsframtakið krefst, þarf gáfur, þekkingu og dugnað, en við þjóðnýtingarkerfið er „pólitísk“ ratvísi, látin sitja í fyr- irrúmi. — Það skapar giftumun- inn. — Reykvíkingar, sem eiga alla sína framtíð undir því, hversu vel tekst með stjórn atvinnufyrirtækjanna, munu vissulega ekki láta ómerki- legt hjal og görgeir sveinstaula þeirra sem sökum úrræðaleysis og ódugnaðar sjá engan annan kost fyrir hendi, en að híma og láta fyrirberast á hinni hraðsökkvandi þjóðnýtingarfleytu, án þess að hafa ráð og rænu til að reyna einhverjar bjargráðatilraunir. Reykjavík er langsamlegast eft- irsóttasti dvalarstaður á öllu ís- landi, vegna þess að hjer hefir blessun einstaklingsframtaksins og sjálfsbjargarvitleitninnar þróast betur en í öðrum hjeruðum lands- ins. — Bú þróun er fyrst og fremst Sjálfstæðismönnum af öllum stjett um að þakka. Hug'sandi menn og konur, fjöl- mennið og kjósið „Sjálfstæðislist- ann“; E-listann, 24. júní næstk. Steinn K. Steindórsson. ,.Opólitísk Búnaðarfjelag íslands er ó- pólitísk stofnun, og allir flokk- ar virðast verða innilega sam- mála um að svo eigi að vera, það sje alveg sjálfsagt og öll- um fyrir bestu. Ekki vantar það. Jeg hefi trúað þessu eins og allir aðrir, en nú er jeg orð- inn efagjam. Einyrki í afdal nyrðra bað mig að reka erindi sitt við Bún- aðarfjelag íslands, hann vildi verða sjer úti um styrk úr verkfærakaupasjóði, til kaupa á sláttuvjel. B,. Isl. skiftist eins og kunnugt er, í „efri deild“ og ,,neðri deild“, sín með hvor- um búnaðarmálastjóra, og leik- ur grunur á að töluvert djúp sje staðfest þar á milli. Erindi mitt heyrir undir „efri deild“. Jeg hringi þangað. Steinhljóð. Jeg hringi ;aftur og aftur. Sama steinhljóðið. Þá hringi jeg á símanúmer „neðri deildar“. — „Það er ekki svarað í síma efri deildar, hvernig sem jeg hringi.“ „Nei, það er ekki von, það er enginn heima þar.“ I því tekur landssíminn samband ið, svo jeg fæ ekki fleiri svör í svipinn. Síðar um daginn á jeg leið um Lækjargötuna og nota tæki færið og arka inn í Búnaðarfjel. íslands „neðri deild.“ — Þar sitja þeir Ásgeir Jónsson frá Tröllatungu, ritari deildarinnar og ,,ritari“ Bændaflokksins, stjórnamefndarmaður í Ingólfi, fjelagi bændaflokksmanna o. s. frv., og gjaldkeri B. I. Guðjón Guðlaugsson. Jeg spyr Ásgeir um fjarvistir „efri deildar- manna“. Hann er greiður í svör um eins og ætíð. Húsbóndi „efri deildar“, Sig. Sigurðsson er aust ur í Árnessýslu í framboðser- indum. Pálmi Einarsson ráðu- nautur er austur í A.-Skaftafells sýslu í framboðserindum. Sam- starfsmaður hans, Ásgeir L. Jónsson „verkfræðingur" er austur í S.-Múlasýslu í fram- boðserindum og Gunnar Árna- son aðstoðarmaður Pálma, er norður í Barðastrandarsýslu á sýningarferðalagi fyrir Pál Zop- honíasson, sem er á framboðs- ferðalagi í N.-Múlasýslu. Er þá liðið talið. „Hver annast þá afgreiðslur viðvíkjanddi verkfærakaupa- sjóði?“ Það veit Ásgeir ekki, en jeg vil ekki gefast upp, og vil leita fregna hjá einhverjum af stjórnarnefndarmönnum B. 1., hvernig erindi mitt megi ná fram að ganga. Jeg hringi því í Búnaðarbankann og spyr eft- ir Bjarna Ásgeirssyni, því jeg hefi áður sjeð í blöðunum, að form. B. 1., Tryggvi Þórhalls- son, sje farinn norður í Stranda sýslu í framboðserindum. — „Bjarni Ásgeirsson? Nei, hann er ekki við“. „Er hann ekki í bænum?“ „Við vitum það ekki með vissu, en annað hvort er hann rjett ófarinn eða nýfarinn upp á Mýrar í framboðsferða- lag“. Þriðji stjórnarnefndar- maðurinn, Magnús Þorláksson, situr að búi sínu á Blikastöðum. Jeg þykist vita að hann sje ekki á neinu framboðsferðalagi, en fiesta að leita fregna hjá hon- um. Gef mig á tal við Guðjón gjaldkera. „Jeg held þið sjeuð að verða pólitískir hjer í B. ísl. Ert þú ekki genginn í bænda flokkinn?“ Gamli maðurinn svarar hýrlega: „Nei, en jeg á nú líka að hætta. Þetta er síð- asti mánuðurinn, sem jeg er gjaldkeri“. Best að hætta og spyrja ekki meira um það. Rjett í því kemur Metúsalem Stefáns son húsbóndi „neðri deildar“ inn úr dyrunum. Mér þykir ná- lægð hans skjóta nokkuð skökku við þær fregnir, sem jeg hefi fengið um aðra starfsmenn fjelagsins, og spyr um leið og jeg heilsa: „Hví ert þú ekki í framboði?“ „Það kemur nú ekki til af góðu“, segir Metú- salem. „Hvað þá?“ „Einhver verður að vera heima“. — Jeg gugna alveg fyrir þessum rök- um, kveð og fer. Fram á gang- inum les jeg á næstu dyrum: Framsókn — skrifstofa Bænda- flokksins. — Jú, jú, þetta er ópólitísk stofnun, alt í lagi. — En þú bóndi sæll, þarna norður á heiðarbýlinu, hættu þessu nuddi um sláttuvjelina. Hjakkaðu túnið þitt eins og þú hefir gert, eða láttu það bara vera, ef þú kemst ekki yfir það. Búnaðarfjelag íslands er ópóli- tísk stofnun, en menn geta, þar eins og annars staðar, haft öðru að sinna en að sitja heima og svara kvabbí kotkarla, vittu það — og líklega býð jeg mig líka fram við næstu kosningar, ef þá skyldi vera búið að stofna ein- hvern nýjan flokk, t. d. „ein- yrkjaflokk“, eða eitthvað þess háttar. Agr. Millnersbdð Laugaveg 48. hefir á boðstólum allskonar fyrsta flokks kjöt, ávexti og ýmsar aðr- ar matvörur. Sími 1505. SkíDslifirðlielagið Mdan heídtrr fund í íþróttahúsí K. R., tippí í kvöld kl. 8*/*. Aríðandí málefní. Fýelagar fjölmenníð. STJÓRNIK. „Bombur“ sósíalista. IV Ílí sem allar springa framan í þá sjálfa. Alþýðublaðið, aðalmálgagn ís- lenskra sósíalista er eitthvert hið þægilegasta blað fyrir andstæð- inga þess, sem hugsast getur. Ekki líður svo vika, að ritstjórn þess finni ekki nýja „kosninga- bombu“, sem sett er af stað með miklum fitonskrafti. En svo bjánalegar eru aðfarirn- ar ,að allar „bomburnar“ springa framan í sósíalista sjálfa. „Stórkostleg fjársvik í Brunabótaf j elaginu“ birtist í Alþýðublaðinu um daginn. „Krafa nm sakamálarannsókn á htndur Pjetri Halldórssyni skrif- ara Brunabótafjelagsins fylgdi með. Nokkrum dögum seinna birtist leiðari í Alþýðublaðinu, þar sem frá því var sagt, að Pjetur Hall- dórsson í Brunabótafjelaginu nyti almenns trausts í Alþýðuflokkn- um. Þá sprakk sú blaðran. Rannsókn þarf fram að fara í Brunabótaf jelaginu. En síðan leið- arinn kom út í Alþýðublaðinu um það mál og Pjetur, er það sýnt, að það verður ekki Alþýðuflokk- urinn, sem gengur eftir því. Næst þetta: Helðhjfiiin Hamlet og Þór seljast nú «ieí 15—25% afslætti gegn staö- greiðslu. ReiðhiólasmiSjs Sigurþ&rs lönssonar Veltusundi 1. Sími 3341. Veítíð því athyglíj | hve fægingin er skínandi björt og endingargóð úr Ffalífcona- fægílegíntim Þeir, sem einw sinni hafa notað Fjallkonu fægi- löginn, dást að þessum kostum hans. Hi. Efuages-ð leyfcjayíbnr Pelsvarer Btor Specialforretn ir»g. ,Reykjavík á að fá raforku og hita úr Henglinum“ segir Alþýðuhlaðið. er vitleysa. Stöðvum hana! Þetta átti þann Kgen Import og egen Pabrikatlon. Foraaret 1934: Kœmpeudvalg i pragtfLilde Sólvræve^ mgte Koraræve, m0rker0de Ræ’Te i alle Ar- Qr.r.'cnnrlrinnter, hvlde, graa og Blaaræve m. m. CoHier l ÖOgSVirKJunQag^ Maar og Graaværk. Skindkaaber: . I et elegant Udvalg i alle Skindarter. dagmn að veraKLaaber fra sidste Sæson ekatra nedsatte. Ka.kin(]RÍnkker, BesœtningBskind m. IX.. Vareme kan beses uden at k0be. Internatlonal Pelsvare Import aðalkosninganúmer þlaðsins. Að fordæma Sogsvirkjnn, Qg treysta því að hiti og afl fengist úr Henglahverum. Nokkrir dagar liðu. i Þá gerði St. Jóh. Stefánsson út, af við þá bombuna. Hann skrifaði langa grein tím það, að sósíalistar hefðu altaf bor- ið Sogsvirkjunina fyrir hrjósli, það væri þeirra hjartans mál, sem Alþýðtíblaðið ætlaði fyrir nokkr- um dögum að tefja. Þriðja bomba Alþýðublaðsins er þessi: „Sj álfstæðismenn hafa sam- ið við Bændaflokkinn um að lækka gengi krónunnar“. Miðstjórn Alþýðuflokksins bið- ur blaðið um fyrirspurn um það hvort það sje satt, sem Alþýðu- blaðið segi. Þá er skrípaleikurinn kominn. í hámark. Útgefendur Alþýðublaðsins spyrja andstæðingana, hvort vog- andi sje að trúa þeim fregnum, sem blaðið flytur! Þeim ætti þó að vera um það kunnugast, að engu þess orði er trúandi. V. lá. P. Lauritsen - Amagertorv 7, 1. Sal. Klip Adressen ud ! Kaupsýslumenn! flytur auglýsingar yöar og tilkynningar tif flestra blaðleseuda um alt land, í sveit og viö sjó - utan Reykjavíkur, Blaðið kemur út vikulega 8 síður samanlímdar. — Auglýsið í ísafold og Verði. )

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.