Morgunblaðið - 22.06.1934, Side 2

Morgunblaðið - 22.06.1934, Side 2
M O R G TT N B l;A ÐI Ð JPotewttRitöíft Ötget.: H.t. Árvakur. Reykjavlk. Rltetjðrar: Jön KJartaneeon, Valtýr Stetáneaon. Ritetjöm og atsrrelBela: Auaturetrœti 8. — Ptml H00. Au&lýelngaatjörl: E. Hattyers. Auglýslngaskrlfstofa: Austurstrœtl 17. — BIbjí 8700. Helmaslmar: Jön KJartansaon nr. 8712. Valtýr Stet&nsson nr. 4220. Áral óla nr. 8046. E. Hafberff nr. 8770. Áakrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 á. mönuBi. Utanlands kr. 2.60 á saánuBI 1 lausasölu 10 aura eintaklV. 20 aura steB Uesbök. Síldartollurinn og skrípaleikur sósíalista. Til þess að breiða yfir síðasta gerræðið við síldarútveginn, lugu sósíalistar því upp, að forsætisráðherrann væri tilleið- anlegur að afnema síldartollinn með 'Xf' ' f? I I bráðabirgðalögum, ef miðstjórnir flokk- anna væru því samþykkar. 'OP.k I I Altaf fer Alþýðublaðinu fram. Nú er Emil Jónsson bæj- arstjóri í Hafnarfirði, farinn að skrifa í blaðið um fjármál og gengismálið! Emil reynir að útskýra það fyrir „alþýðunni“, hvaða afleið- ingar það hefði fyrir hana, að gera innkaup með lággengis- seðlum. Ójá; Emil getur útskýrt þetta. Hann hefir reynsluna. Hann hefir sjálfur undanfarin stjórn- arár sín í Hafnarfirði verið að gefa út einskonar seðla — „gulu seðlana“ margumtöluðu. Þeir eru ekki í há-gengi „gulu-seðlarnir“ hans Emils bæjarstjóra. En „alþýðan" í Hafnarfirði fær þá samt sem fulla greiðslu — í stað pen- inga. Nú vill Emil þessi komast á þing og stjórna þjóðarbúinu. Fyrirmyndin á að vera Hafnar- fjörður — með „gulu seðlana“. En hvernig skyldi fara um gengi íslensku krónunnar, þeg- ar ríkissjóður fer að greiða Bretanum skuldir sínar með „gulu seðlunum" hans Emils? ----------------- Söngmótið mikia ^ í næstu viku. Samb. ísl. karlakóra tilk.: Annað sörfgmót ísl. karlakóra hefst í Rvík á fimtudag 28. þ. m. og stendur yfir til 1. júlí. Þátttakendur verða: 1) Karla- kór Reykjavíkur, söngstj. Sig. Þórðarson, 2) Karlakór K.F.U. M„ söngstj. Jón Halldórsson, 3) Karlakór iðnaðarmanna, söngstj. Páll Halldórsson, 4) Karlakór ísafjarðar, söngstjóri Jónas Tómasson, 5) Karlakór- inn Vísir, Siglufirði, söngstjóri Þorm. Eyjólfsson, 6) Karlakór- inn Geysir, Akureyri, söngstjóri Ingim. Árnason, 7) Karlakórinn Bragi, Seyðisfirði, söngstj. Jón Vigfússon. Aðalsöngstjóri: Jón Halldórsson. Væntanlega verða haldnir 3 innikoncertar og einn útikoncert, ef veður leyfir. Til- högunin verður þannig, að hver einstakur kór syngur sjerstak- lega og svo allir saman (lands- kórinn) og syngur landskórinn eitt lag undir stjórn hvers söng- stjóra. Á söngskránni verða 60 —70 lög eftir innlend og er- lend tónskáld. Kórar þeir utan af landi, er sækja söngmótið, eru væntanlegir hingað síðari hluta dags þriðjudag 26. þ. m. (F. B.). Síldarverð Alþýðusambandsins. í vetur ljet Alþýðusamband íslands það „boð“ út ganga, að verð á ferskri síld til söltunar skyldi hækka úr kr. 5.00 (eins og verið hefir undanfarin ár) upp í krónur 7.00, miðað við grófsaltaða tunnu. Mátti eng- inn sjómaður skrá sig á síld- veiðiskip, nema trygt væri að 7 króna verðið yrði greitt. Það ræður nú að líkum, að það er ekki á valdi Alþýðusam- bandsins, þótt voldugt sje, að ákveða verð síldarinnar í mark- aðslöndunum. En það er ein- göngu ’gangverðið í markaðs- löndunum, sem skapar verðið hjerheima. En það mun nú komið á dag- inn, að þetta frumhlaup Alþýðu sambandsins með 7 kr. verðið, hefir þegar haft mjög alvarleg- ar afleiðingar fyrir síldarútgerð landsmanna. Byrjuð var fyrir- framsala á síld í markaðslönd- unum, en sú fyrirframsala stöðv aðist algerlega þegar boð Al- þýOusambandsins var birt. Af- leiðingin varð sú, að íslendingar mistu markaðinn, því viðskifta- mennirnir erlendu leituðu til annara um kaup á síld. Enn er ekki sjeð, hvaða tjón hlýst af þessu frumhlaupi Al- þýðusambandsins, en svo getur 'farið, að þeir með tiltæki sínu útiloki meginþorra íslenskra báta og skipa frá síldveiðunum í sumar. Skrípaleikur Alþýðuflokksins. Þegar fram liðu stundir, og burgeisar Alþýðusambandsins sáu fram á, að þeir myndu engu fá áorkað um síldarverðið á er- lendum markaði, hvað svo sem þeir ,,samþyktu“ hjer heima og þegar þeir urðu varir mikillar óánægju hjá sjómönnum út af frumhlaupi þeirra, hugkvæmd- ist ,,leiðtogunum“ að afgreiða kvartanir sjómannanna með blekkingum og lygum. Og þá var það, sem Alþýðublaðið fór að skrifa um síldartollinn. Alþýðublaðið gat þess, að Al- þýðuflokkurinn hefði „beitt sjer fyrir“ því, að síldartollurinn yrði afnuminn þegar á þessu sumri. Á þann hátt átti nú að tryggja það, að sjómennirnir gætu fengið 7 kr. fyrir hverja tunnu saltsíldar. Sjómönnunum var nú sagt það, að Alþýðuflokkurinn hefði snúið sjer til fjármálaráðherra um þetta mál, og að fjármála- ráðherra hefði tekið því vel, að afnema síldartollinn með bráða- birgðalögum, ef miðstjórnir flokkanna væru því fylgjandi. Þessum skrípaleik Alþýðu- flokksforingjanna er ekki þar með lokið. Næst kemur Alþýðubl. með þá fregn, að miðstjórn Alþýðu- flokksins hafi gert íyrirspurn til „þingflokkanna“ (enginn þingflokkur var þá til) um það, hvort þeir væru því fylgjandi að síldartollurinn yrði afnum- inn. Var því svo bætt við, að nú hefðu ,,leiðtogar“ sjómannanna gert hreint fyrir sínum dyrum. Nú væri alt undir því komið hvað hinir flokkarnir gerðu! Svikráðin komast upp. Þegar hjer var komið, þótt- ust „leiðtogar“ Alþýðuflokks- ins hólpnir. Þeir höfðu sagt Sjó mönnunum, að nú gætu þeir fengið 7 kr. fyrir síldartunnuna, svo framarlega, sem ,,íhaldið“ vildi drattast með. En upp koma svik um síðir. Útgerðarmannafjelagið á Ak- ureyri sendi 20. þ. m. forsætis- og fjármálaráðherra svo hljóð- andi símskeyti: „Útgerðarmannafjelagið á Akureyri leyfir sjer að skora á ríkisstjórnina að gefa út bráðabirgðalög er afnemi út- flutningsgjald af síld en í stað þess komi hundraðsgjald, sem af saltfiski, annars yfirvofandi vandræði á komandi vertíð.“ ■Þessu símskeyti svarar ráð- herra samdægurs svohljóðandi: „Ríkisstjórnin telur ekki rjett mætt að gefa út bráðabirgðalög sem efnislega breyta skattalög- gjöfinni.“ Og nú getur Morgunblaðið bætt þessu við: Forsætis- og fjármálaráð- herrann skýrði foringjum Al- þýðuflokksins þegar í upphafi frá því, að ríkisstjórnin sæi sjer ekki fært að afnema síldartoll- inn með bráðabirgðalögum. Alt, sem Alþýðublaðið hefir verið að segja um vilyrði af hálfu ríkisstjórnarinnar, um að afnema síldartollinn, ef flokk- arnir væru því fylgjandi, eru því vísvitandi lygar, sem ein- ungis eru fram settar til þess að blekkja sjómennina og dylja frumhlaupið með 7 kr. síldarverðið. Hve lengi ætla íslenskir sjó- menn að lúta forystu þeirra manna, sem fyrst gera sjer Ieik að því, að svifta þá atvinnu og svo blekkja þá með vísvitandi ósannindum ? Sjálfstæðismenn! Munið fundinn hjá Varðarhúsinu í kvöld kl. Sy2. Lánabrask Landsverslnnarinnar. Er það kaupQelag Jónasar frá Hrífítt og forkólfa sósíaíísta, sem ábyrgð ber á okarlánina? Kvörtun til fjármálaráðu- neytisins. Þess hefir verið getið hjer í blaðinu, að handiðnaðarmaður sá, sem fekk 15 þúsund króna lánið hjá Landsversluninni sál- ugu, og sem hann varð að end-i urgreiða með 18 þúsund krón-l um, hafi í febrúar í vetur skrif-i að fjármálaráðuneytinu og kvartað yfir meðförunum á sjer. Morgunblaðið hefir í höndumj afrit af þessu brjefi og er það; svohljóðandi: Við undirritaðir eigendur hús-j eignarinnar nr. 19 við Þórsgötu tókum á sínum tíma lán hjá Landsverslun íslauds og er skulda-j brjefið fyrir láninu dags. 28. jan.1 1929. Skuldin var samkv. skulda- brjefinu að upphæð kr. 18000.00 og er trygð með 2. veðrjetti í Þórsgötu 19, næst á eftir og með uppfærslurjetti á eftir áhvílandi veðdeildarláni. Skyldi skuldin greiðast upp á fjórum árum og fjell síðasta afborgunin í gjald- daga 28. f. m. Af upphæðinni fengum við út- borgað kr. 15000.00 og greiddum þar af kr. 800.00 í þóknun fyrir að útvega lánið. Eru því hrein af- föll á láninu kr. 3000.00. Vextir og vaxtavextir, sem við höfum greitt af þessum kr. 3000.00, nema til 28. f. m. kr. 573.00. | Við teljum nú, að ef^við þyrft- um að greiða alla síðustu afborg- unina, þá væri hjer um hreint okur að ræða og teljum við það lítt sæma opinberri stofnun ein.s og Landsverslun Islands, enda búumst við við, að hið háa ráðu- neyti muni ekki telja rjett nje heiðarlegt að krefja liana alla af okkur. Afborgunin er samkv. skuldabrjefinu kr. 4.500.00. Sam- kvæmt þessu leyfum við okkur að fara þess á leit við hið háa ráðuneyti, að það felli niður af skuldinni afföllin kr. 3000.00 og' vexti af þeim kr. 573,00, þannig að skuldabrjefið verði kvittað gegn greiðslu á kr. 927.00 auk vaxta af þeirri uppliæð, frá 28. jan. f. á., til greiðsludags. Afrit af skuldabrjefinu fylgir hjer með. Reykjavík, 12. febrúar 1934. Vir ð ingarfylst. Filippus Guðmundsson. Guðm. Þorleifsson. Framsal Haralds. Morgunblaðið hefir einnig í höndum frumritið af skulda- brjefinu. Er það handhafa- skuldabrjef og dagsett 28. jan. 1929 og að nafnverði 18 þús. krónur. Lántakandi Kefir tjáð blað- inu, að hann hafi sjálfur þenna dag (28. jan. ’29) selt Lands- ver^Juninni skuldabrjefið, og feng^ð 15 þús. kr. útborgaðar, enáfót brjefsins er þetta skráð: Framanritað skuldabrjef framselst hjermeð Landversluit íslands Reykjavík, og hefir hún áð fullu greitt andvirði þess. Reykjavík 29. jan. 1929. F.h. Kaupfjel. Reykvíkinga H. Guðmundsson, formaður. Af þessu sjest, að skuldabrjef ið, sem lántakandi sjálfur sel- ur og afhendir Landsverslun- inni 28. jan. 1929, er næsta dag framselt sömu Landsverslun og er framsalið undirritað af Har- aldi Guðmundssyni, þáverandi form. Kaupfjel. Reykvíkinga. Þetta ,,framsal“ staðfestir, sem reyndar er nú fullkomlega upplýst, að þær 3000 krónur — mismunurinn á því, sem lán- að var og greiða átti — hefir verið variðitil þess að greiða með skuld Kaupfjel. Reykvík- inga við Landsverslunina. Haraldur segist hafa fengið andvirði brjefsins að „fullu greitt“, og ber sennilegá að i skilja þetta þannig, að kaup- |fjelagið hafi tekið 3000 króna | afföllin, af láninu. Hvað segir (lántaki um þetta? Við hvei;n | samdi hann? Að þessu Kaupfjel. Reykvík- inga, sem nú er sálað, stóðu : ýmsir máttarstólpar rauðliða, ! eins og Jónas frá Hriflu, Hjeð- inn, Haraldur Guðmundsson o. fl. o. fl. Vafalaust hafa allir þessir herrar verið ábyrgir fyr- ir skuld kaupfjelagsins við Landsverslunina. En í stað þess sjálfir að greiða skuldina, hafa þeir fengið Landsverslunina inn á braskverslun þá, sem upplýst er, að átt hefir sjer stað. Mál þetta er þannig vaxið, að krefjast verður að ýtar- leg rannsókn fari fram. Meðal annars verður að rannsaka, hverjir voru ábyrgir fyrir skuld kaupfjelagsins. Enn fremur verður að rannsaka hvernig hef ir verið háttað öðrum. útlánum Landsverslunarinnar, hvort svip að Krask hefir einnig átt sjer staðnþar. Öfi v. Papen vill fara en fær það ekki. Berlín FB. 21. júní. Eins og áður hefir verið get- ið var bannað af útbreiðslu- málaráðuneytinu, að útvarpa eða birta í blöðum ræðu þá, er von Papen hjelt um rjettindi til þess að gagnrýna gerðir rík- isstjórnarinnar. Út af þessu hefir von Papen beðist lausnar frá starfi sínu sem varakansl- ari, en Hitler hefir þverlega neitað að taka lausnarbeiðnina til greina. v. Papen lagði af stað í dag áleiðis til Neudeck, til fundar við Hindenburg, þeg- ar honum var kunnugt um á- kvörðun Hitlers. Hefir þetta alt vakið mikla eftirtekt, ekki síst meðal stjórnmálamanna. (UP) /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.