Morgunblaðið - 28.06.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
Oran Caco stríðið
25 skotnir
— IOO hengdir.
milll Bolivíu og Paraguay.
Riddarar ur herliSi Boli viu í E1 Gran Chaco.
Enda þótt kunnugt væri um
að ríkin Bolivia og Paraguay
hefðu um hríð átt í stríði út af
Chaco-hjeraðinu í Suður-Áme-
ríku, hafa ekki miklar sögur
farið af því, fyr en Þjóðahanda-
lagið vakti nýlega athygli á þvL
Hafa um tuttugu og fimm þus-
undir manna nú þegar fallið
af liði Bolivíu og nokkrar þús-
undir særst. Af her Paraguay-
manna hafa um fimtán þúsund-
ir fallið. Og fangar eru um
fimmtán þúsundir af beggja
hálfu.
Viðbúnaður hermanna kyað
vera hryllilegur og telur Þjóða-
bandalagið mikið af þessu
mannfalli því að kenna. Hefir
það þess vegna skorað á allar
þjóðir, er vopn selji stríðsríkj-
unum að hætta því nú þegar.
Eru það margar þjóðir, þar á
meðal Bretland, Frakkland,
Austurrílkdi, Bandaríkin o. s.
frv. Hafa Bretar og Bandaríkja-
menn og ef til vill flestar hin-
ar þjóðirnar snúist mjög vel
við því að sjá um að hætt sje
að selja ríkjum þessum vopn
til þess að reyna að binda enda
á þetta hrottalega og kvala-
fulla stríð. Sjálf framleiða ríkin
sem berjast ekki vopn.
Um hvað eru ríkin að berj-
ast?
Chaco-hjeraðið liggur inii' í
miðri Suður-Ameríku, milli 'rncj-
anna Bolivíu og Paraguay. Það
er um 115,000 fermílur að
stærð, og því engu minna' en
alt norðaustur-hornið af Banda-
ríkjunum, alt Nýja-England og
New York ríki. Samt var larid-
flæmi þetta að heita mátti óþekt
fyrir stríðið, er enn mjög ó-
kannað og óbygt að mestu.
Landamæri að austan eru Para-
guay-áin og er bygð á strjál-
ingi fram með henni af Pára-
guay-búum. Að vestan eru
hálsar Bolivíu-fjallanna, að
sunnan Pilcomayo áin og að
norðan tekur við myrkviður
Brasilíu og takmörk Chaco-
hjeraðsins þar ókunn.
Sunnan og vestan til er Chaco
hjeraðið óslitinn myrkviður. En
austan til og inn í miðju hjeraði
eru sljettur og mýrarflóar, sem
talið er yrkilegt land. Og um
það fljúgast nú ríkin á. Para-
guay-búar hafa lagt járnbraut
um 100 mílur vestur og Bolivíu-
búar hafa lagt vegi inn í hjer-
aðið nokkuð að vestan. En alls
er þarna um 360 mílur yfir
þvert Chaco-hjeraðið. Hermenn-
irnir þurfa því yfir mikið land
| að ganga áður en þeir mætast.
I Qg það \7ersta við það er ekki
lófærðin og vegleysumar, skor-
| kvikinda veitan og eiturslöngur
j'O. s. frv., heldur hitt, að drykkj-
arvatn er þar ófáanlegt. Er t.
d. sagt, að á 24 klst. göngu,
hefði orðið að skamt*a hermönn-
unum vatnið svo, að hveT þeirra
mátti ekki drekka nema eitt
glas alla þá leið. Auðvitað ör-
magnast mikið af li,ðinu við
þessar þrautir áður en á vígvöll
kemur, og ýftjr það líklegast
einnig eigi síður af Ijelegum
aðbúnaði, en fyrir vopnurp óvin-
anna.
Chaco-h j eraðsins kref j ast
Paraguay-búar, vegna þess, að
þeir hafi fyrstir sest. þar að
meðfram ánni, og telja sig hafa
numið landið með' því. Krafa
Bolivíu-búa hvílir á samningum
frá sextiVridu öld, um einhver
yfirráð þessa hjeraðs eða hluta
þess.
Stríðið byrjaði 1932 milli
ríkjanna og hvorugt er nokkru
nær ennþá. Tilefnið var að her-
menn frá Paraguay hittu land-
mælingamenn á bökkum Chaco-
vatns frá Bolivíu. Sló í deilur
með þeim sem þá í svip lauk
þannig, að Bolivíubúar ráku
ráku hina úr búðum sínum og
settust sjálfir að í þeim.
I Bolivíu eru um 20 af hundr-
aði íbúanna hvítir, en um 80
af hundraði Indíánar. Hinir
hvítu ráða lögum og lofum. Og
Indíánunum beita þeír fyrir í
stríðið. Yfirmannsnefnan í Boli-
víu dvelur tímum saman í
Frakklandi. Er nú sagt að augu
Indíána sjeu farin að opnast
fyrir því hvernig með þá er
farið og sjeu farnir að lofa að
binda enda á þrælkun þá, er
þeir hafa átt við að búa, að
stríði þessu loknu, með því að
gera byltingu.
í Paraguay er sagður meiri
jöfnuður milli hvítra manna og
Indíána. Alþýðan þar og eink-
um hinir mentaðri í hópi henn-
ar vilja ekkert með þetta stríð
hafa, er það hefir leitt af meðal
annars, að æðri skólum öllum
er lokað og skólahúsin eru nú
Seinasta stórhneykslið í Rúss-
landi er það, að 25 menn úr leyni-
lögreglunni O. G. P. U. hafa verið
skotnir og 100 aðra átti að liengja,
almenningi til viðvörunar. Meðal
þessara manna voru nokkrir helstu
embættismennirnir í leynilögreg'l-
unni í Kiew, forstjórar ýmissa
fyrirtækja og samvinnnf jelaga.
Höfðu þeir abir notað stöSu sína
O. G. P. U. byggingin í Moskva.
■ til þess að auðga sjálfa sig á
sviksamlegan líátt. Þeir höfðu
stolið úr sjálfs síns hendi miklu
af mjöli og sykri og selt það með
okurverði. Er talið að ríkið hafi
biðið 13 miljóna rúbla tjón við
þetta. Enn fremur hefir það sann-
ast á þessa menn að þeir hefði
ineð valdi kúgað almenning til
þess, að afhenda sjer vörur, gull
og silfurgripi.
Þegar Stáfiib'Áarð áskynja um
þetta, sendf lihnn fulltrúa sinn
til Kiew. Vofti' menn þá teknir
fastir hver á eftir öðrum, og
dæmdir úmévifalaust. Engar
fregnir Irafa 'lyrii'ist um það hverjir
iiafi verið skotffir. Þeir eru aðeins
nefndir starfsiúénn O. G. P. U.
Mussolini og Hitler og v. Xeuratb. utanríkísráðherra Þjóðverja, hittust nyíega skamt fr-'
Feneyjum. Er þetta í fyrsta skifti sem þeir Mussolini og Hitler talast við, og fór aþ vel á með þeim,
eftir því, sem fregnir herma. Hitler og v. Neurath flugu suður til Feneyja, ög var mynd þessi tek-
in á flugvellinum þar, rjett eftir að þeir komu. ■»,.
notuð sem sjúkrahús fyrir hina
særðu í stríðinu. Mentalýður
landsins er á móti stjórninni
og hervaldjnu, er keyrir þjóð-
ina út í stríðið. Þannig er skift-
ingunni áttað í Paraguay. En
mentalýðurinn, sem auðvitað er
fámennur, og var rekinn úr
jskólunum út 1 stríðið, talar
ekki um byltingu heima fyrir
eins og Indíánar í Bolivíu, en
hann talar um endurbætur á
stjórnarskipun í Paraguay.
Hann kennir stjórnum begg.ja!
landanna um stríðið og ógæf-
una sem það hafi leitt yfir
þjóðirnar. Að þær verði fyr
eða síðar að víkja, er orðin |
ákveðin stefna í hugá þeirra.
Blóði 40,000 manna hefir
verið helt út í þessu ChacQ-
stríði. Með því er talið að því
sæði hafi verið sáð, er upp af
hljóti að spretta innan lands
bylting í báðum ríkjunum fyr
eða síðar.
En hvað sem byltingu ííður,
er hitt víst, að á böl það er
ekki bætandi sem herflokkar
þessara ríkja eiga nú vi-ð að
búa. Þjóðirnar sem stuðla að
því að lengja það böl, með því
að leggja til vopn, svo að þetta
miskunarlausa stríð endist sem
lengst, ættu að fara að sjá hvað
þær eru að gera með því.
( Heimskringla ).
j i í
Skógarelda,r í Englandi.
Miklir heiSa1 og skógareldar
geisuðu um nágrenni Aldershot í
Suður-Englandí' nýlega og voru
1000 iiermeniÁ kvaddir á vett-
vang' t il þess að reyna að
stöðva litbreiðslu eldsins. —
Var reykjarmökkurinn og hræl-
an svo mikil, að þeir urðu að
riot-a gasgrímur. Flugvjelar sveim-
uðu yfir eldasvæðinu og gáfu
merki til bendingar við slökkvi-
starfið. Þeg'ar framrás eldsins ]oks
var stöðvuð seint um daginn hafði
liann lagt í auðn skóg á átta
mílna svæði. Hermenn eru enn á
verði á svæðinn.