Morgunblaðið - 28.06.1934, Blaðsíða 4
4
M0RG13NBLAÐIÐ
I D ROTTIR
Kappleikarnir við H. M. S.
Nelson og H. M, S. Crcscent
I. kappleikur.
íslendingar 3. H. M. S. Nelson 0.
Það var auðsjeð, er leikurinn
hófst, að Bretar þeir, sem mættir
voru á vellinum til að liorfa á
.leikinn, gerðu sjer góðar vonir
um sigur landa sinna. — Hin-
ir íslensku áhorfendur voru meira
í óvissu um hvernig okkar mönn-
um mundi takast að þessu sinni.
Því miður var veðrið mjög óhag-
stætt til knattspyrnu, og er Bret-
ar unnu í hlutkestinu um marka-
val og kusu auðvitað að leika
fyrst undan vindi, tók menn að
ugga, að ekki mundi sigurvæn-
legt hinum íslensku knattspyrnu-
mönnum. En „Landsflokkur"
okkar ljet engan; bilbug á sjer
finna, heidur hóf sóku mikla
þegár í upphafi leiksins geg'n
Bretum og hvassviðri, og þrá.tt
fýrir hina erfiðu aðstöðu heldu
þeir þeirri sókn að mestu allan
fyrri hálfleikinn. Bretar vörð-
ust þó ail-vasklega lengi vel og
náðu þó nokkuð mörgum „upp-
hlaupum“, en öll strönduðu þau
á hinni knálegu viirn okkar
manna. Lengi vgl mátti ekki á
milli sjá um það hverjum fyrst
mundi taka-st að skora mark, því
samleikur og dugnaður „lands-
flokksins“ var í besta lagi, en
Bretar ljeku vel ög leikni margra
þeirra var ág'æt.po imr þar meir
a leikni einstaklinga, en flokks-
íns í heild og allfast Ijeku þeir
oftast, en þó að vísu fullkomlega
löglega, eins og Bretum er títt.
White, hinn ágæti miðframvörð-
ur þeirra sýndi oft frábæra
leikni og kunnáttu og var liann
þeirra besti maður. Margir fleiri
ljeku einnig mjög vel, en auðsjeð
var þó, að þeir allir mundu hafa
notið sín betur á grasvelli. Kriött-
urinn hoppar meira á hinum harða
malarvelli okkar, en Bretar eiga
að venjast og' því mistókst þeim
stundum á föstudagskvöldið.
Eftir hinn drengilegasta leik af
beggja hálfu, ’tókst Björgvin
Sehram loks að skora mark hjá
Bretunum. Kom skot lians á mark-
ið langt að, (utan frá vit.ateigs-
mörkum), en svo var það fast og
hnitmiðað, að knötturinn lenti í
efra horni marksins og markverði
var ómögulegt að verjast því. Var
þetta markskot Björgvins mjög
fallegt. Dundu við luirraóp, og
hinir bresku áhorfendur klöpp-
uðu kröftuglega. A7ar það ekki í
síðasta sinni, að þeir klöppuðu
fyrir því, sem þeim þótti vel gert
af íslendinga hálfu, því það gerðu
þeir þráfaldlega. Sýndu þeir þar,
að því er ekki á þá logið, að þeir
eru íþróttamenn í bestu merkingu
þess orðs, og láta það ávalt koma
fram, hver sem í hlut á, er þeir
horfa á leik eða taka þátt í í-
þróttakepni. — Fleiri mörkum
var ekki skorað í þessum hálf-
leik. — Dómari ljet flokkana
skifta um mörk þegar eftir að
fyrri hálfleik var lokið. —
í síðari hálfíeik var öll sóknin
Islendinga. megin. Attu þeir nú
undan að sækja, en þrátt fyrir
það skoruðu þeir eklci nema. 2
mörkum. Framherjarnir „brendu
af“ mörg mörk. Skutu framhjá
markinu, eða hleyptu knettinum
of langt á undan sjer og' mistu
hann síðan. Má kenna vindinum
það, að mestu. Fvrra marki okk-
ar manna skoraði Þorsteinn Ein-
arsson, en hinu síðara Björgvin
Schram. Bretar vörðust vel
þennan hálfleik, en þó var leik-
urinn ekki eins skemtilegur og í
hinum fyrri hálfleiknum. Lauk
kappleiknum með sigri Islending-
anna með 3 mörkum gegn engu.
•Jeg sje ekki ástæðu til að
„ltritisera“ leik Breta að þessu
sinni. Flokkur þeirra var yfir-
leitt góður. Svo góður að hann
er sennilega besti flokkur, sem
kejit hefir hjer af erlendum skip-
um. Verða menn í því sambandi
að minnast þess að þeir ljeku nú
gegn „Iandsflokki“ okkar.
Erfitt er einnig að gagnrýna
knattspyrnumenn okkar. Þeir voru
úr 3 fjelögum og hafa ekki haft
tækifæri til samæfinga undanfar-
ið. svo neinu nemi. En það litla.
sem það hefir verið, má fullyrða
að hafi verið mjög got.t, eftir
samlei kþeirra að dæma ög leikni
allri að þessu sinni. Markvörð
revndi lítið á, en hann gerði hekl-
ur enga skyssu, svo það verður
að bíða að segja frá afrekum
hans. Bakverðirnir voru mjög
traustir og virtust eig'a vel saman,
og- hjá þeim var ekki um nein
mistök að ræða. Framverðirnir
voru allir mjög leiknir, bæði í
vörn og sókn. Voru þeir, eins og
framverðir eiga að vera megin
stoð flokksins. Það eitt vil jeg
benda á, að þeir og innri fram-
herjar heldu knettinum heldur
mikið á miðju leikvallarins, en
það gerir mótherjum Ijettari
vörnina. Framlierjarnir voru g'óð-
ir, Ijeku sæmilega vel saman, en
brást mjög skotfimi, að þessu
sinni, en þar á veðrið aðal-sökina.
— Ef nefna ætti nokkurn mann
sjerstaklega í þessum leik, þá er
það Björgvin Schram, sem ljek
ágætlega allan leikinn, skoraði 2
mörkum og var höfuðstoð flokks-
ins í vörn og sókn.
H. kappleikur.
íslendingar 3.
H.M.S. Nelson&H.M.S. Crescent 1.
Veð^ir var líkt og á hinum
fyrri kappleiknum, Vindur all-
snarpur og frekar kalt. Áhorfend-
ur voru margir að þessu sinni.
Mun það hafa aukið aðsóknina,
að nú ljelc 35 manná hornaflokkur
af H. M. S. Nelson á undan leikn-
um ágætlega vel og skemtilega,
og milli hálfleika. Allur ágóði
af leiknum rann til þeirra, sem
biðið hafa tjón af jarðskjálftun-
um nyrðra. Kappleikprinn fór vel
fram og var oft vel leikið af báð-
um flokkum, en þó var þessi
leikur í daufara lagi, ekki eins
skemtilegur og kappleikurinn
kvöldið áður. — Jeg vil geta ]>ess
hjer strax, að mjög spillir það á-
nægju áhorfenda, sjerstaklega
Alsherjarmót l,S,l
i
YFIRLIT.
(Urslitin í hverri einstakri í-
þróttag'rein, sem kept var ’í á
þessu móti hafa verið birt jafnóð-
um hjer í blaðinu).
Þegar athugað er nánar það
helsta, sem skeði á þessu síðasta
allsherjarmóti, sjest að þar skeðu
engir stórviðburðir. ‘Þátttaka í
mótinu var frekar lítil. Aðeins um
40 keppendur, þegar alt er talið
með. Við þetta bætist það, að
mjög fáir „nýir menn“ komu fram
að þessu sinni. Flestir keppend-
urnir voru góðir íþróttam., en þeir
voru líka margir af eldri árg'ang-
imim „gamiir“ sem íþróttam. Það
er því auðsýnilegt að það vantar
nýtt blóð, ungu mennina, sem eiga
i taka við af þeim eldri. Þetta er
slæmt, mjög slæmt. Hjer í bænum
er fjöldi ungra manna, sem gætu
staðið framarlega, sem íþró.tta-
menn, ef þeir aðeins ljetu ekki
eitthvað „annað“ glejoja sig frá
því, að elfa og' stæla líkama sinn,
og'taka þátt í íþróttakepni. Menn-
irnir eru því til. Það er fjelaganna
að ná til þeirra og beina áhuga
þeirra inn á íþróttabrautina.
Þá skal litið nánar á árangur-
inn í hinum einstöku íþróttagrein-
um. —
Með afrekum á þesu móti rná
telja 100 iuj hlaup Garðars Gísla-
sonar. Hljóp liann þessa vegalengd
á 11.3 sek. Er það sami tími og
met hans, er hann setti 1926. Það
er vel gert að ná slíkum hraða
aftur eftir'8 ár. En það sjest líka,
að Garðar er einn af þeim „eldri“,
og að ungu mennirnir hafa enn
ekki náð honum. Af þeim kepptu
þrír, sem telja má efnilega sprett-
hlaupara, Georg L. Sveinsson,
Steinn Guðmundsson og Baldur
Möller. Þeir verða nú að æfa af
kajipi, til þess að sig'ra Garðar og
helst að bæta met hans.
Gísli Kjærnested bar af öllum
keppendum í hlaupum frá 400—
1500 m. Þar er ungur maður og
mjög efnilegur. Hann er líklegur
til afreksverka á þessum vega-
lengdum. Olafur Guðmundsson er
einnig ágætur hlaupari og má
telja víst, að liann lætur ekki á
sjer standa um æfingar og kepni
á þessum vegalengdum (sjerstak-
lega 400 og' 800 m.), þegar hann
fær betri skilýrði til, en hann átti
kost á. fyrir og á þessu móti.
í 5 og 10 km. hlaupi báru Borg-
firðingarnir, Gísli Albertsson og
Bjarni Bjarnason langt af hlaup-
urunum hjer. Gísli hljóp svo að
segja keppnislaus, og varð 2 hring-
um á undan jafn góðum lilaupara
og Magnúsi Gfeðbjörnssyni. Og þó
hljóp Gísli með „sting“ meiri hluta
leiðarinar í 10 km. Þar mun.hann
geta náð mikið betri árangri en
að þessu sinni. Um Magnús má
segja, að hantn gerir þeim yngri
skömm til. Hann héfir nú kept í
hlaupum minst 15 ár og þó nær
hann verðlaunum enn bæði í 1500
m. og 10 km. hlaupunum. Það
verður að segjast, þó hálf skamm-
arlegt sje, að það er til mikillar
vanvirðu fyrir íþróttamenn bæj-
arins, að láta ut.an-bæjarmenn,
sem lítil skilyrði hafa til æfinga
og enga kenslu, sigra hvað eftir
annað í hlauþum. Nú verða fje-
lögin að skera upp herör og fá
hina ungu menn til að æfa hlaup
á lengri vegalengdunum.
Tími Hauks Einarssonar í 10
km. g'öngu er mjög góður, þegar
tillit er tekið til aðst.öðunnar, sem
er mjög slæm. Fái hann tilsögn og
æfi vel, getur hann sómt sjer vel
í kappgöngu hv*>r sem er.
Stökkin og köst.in, er best að
skrifa sem minst um. Þar er um
afturför að ræða frá því sem áður
var. Svo að segja engir „nýir
menn“ koma fram í þessum í-
þróttagreinum. Þó mun einna
hægast. að iðka þessar íþróttir af
öllum þeim, sem hjer tíðkast. —
Þarna verða því hinir ungu menn
einnig að koma fram, fjelÖgin að
sjá þeim fyrir kenslu og svo verða
þeir að æfa af kajipi.
Fimleikaflokkur drengja frá
Vestmannaeyjum sýndi á þessu
móti undir stjórn LoftS Guðmunds
sonar. Flokkur þessi var prýði-
lega vel æfður og vel stjórnað.
Drengirnir „gerðu stormandi
lulrku“ hjá áhorfendum sem klöpp
uðu í sífellu fyrir þessum ungu
snáðum, sem þarna komu fram
eins og „akrobatar“. Þeir sýndu
meir en fimleika. Þeir bentu í-
þróttamönnum okkar á það, að
stöðug og fullkomin þjálfun, sam-
fara ótæmandi áhuga er leiðin,
sem hver íþróttamaður verður að
fara ef liann ætlar að ná góðum
árangri. Get jeg ekki stilt mig
um að nefna hjer þessa fræknu
drengi. Þeir heita: Borgþór .Jóns-
son, Jón Gunnlaugsson, Adolf
Sveinsson, Vjemundur Jónsson,
Leifur Þorbjörnsson og Geir Geirs
son. —
íþróttamenn Reykjavíknr! Á
næsta allsherjarmót að fara svo
að flest stig liljóti maður, sem
fengið hefir aðal-æf'ingu sína og
ken.slu uta nRéykjavíkur, eins og
Karl Vilmundarson (Á.) nú! Eiga
hlauparar frá litlu f’jelagi uppi í
sveit að geta komið hipgað og
sigrað ykkur eftirvild? Ádreng'ja-
flokkur utan af landi að kenna
ykkur að æfa og þjálfa líkama
ykkar? Svar óskast á næsta alls-
herjarmóti. --
K. R. stjórnaði mótinu og tost
])að mjög vel eins og búast mátti
við af þeim.
Kejipniri fór vel f'ram og eins
greiðlega og hægt var að, búast
við. Var því mótið K. R. lil sóma.
K. Þ.
þeirra, sem keypt hafa stúkusætin,
að drengir og unglingar ryðjast,
í sætin og eru þar með allskonar
strákapör og' ólæti. Þetta er ó-
hafanrli og verður að gæta þess,
að þetta komi ekki fyrir aftur.
Fjórir menn höfðu verið fengnir
til að halda þarna uppi reglu, en
fengu ekki við ráðið og hættu því.
Dugi ekki fjórir, verður að fjölga
þeim. sem gæta eiga reglu, og
lögreglan verður að'gæta-þess að
allir haldi sig utan við g'rind-
urnar.
I. hálfleikur.
íslendingar áttu undan vindi að
sækja í fyrri hálfleik og heldu þeir
knettinum nálega allan tímann á
vallarhelming Bretanna. Samleilt-
ur þeirra var ekki sem bestur
fyrst í stað, en batnaði er leið á
leikinn. Sami gallinn kom einnig
fram nú í leik okkar manna og
kvöldið áður, þ. e. að þeir halda
knettinum of miltið inni á vell-
inum, nota ekki útframherjana,
sem skyldi. Einnig vantaði á að
skotfimi væri góð, en afsökun
liggur í því, að framherjarnir voru
vel „passaðir" af Bretunum. —
Hólmgeir Jónsson skoraði fyrsta
markið, en .Jón Sveinsson skallaði
knöttinn inn í mark úr hornspyrnu
(mjög vel tekinni) frá Þorsteini
Jónssyni. Unnu íslendingar þenn-
an hálfleik því með 2:0.
II. hálfleikur.
Nú höfðu Bretarnir vindinn með
sjer og því var leikurinn jafnari.
Yfirleitt var liann samt, daufur og'
fylgdi lítil skerpa leikmönnum í
báðum flokkum. Þegar nokkuð
var liðið á leikinn, komst Jón
Sveinsson upp með línunni og
miðjaði knö'ttinn til Jóns Magnús-
sonar. Hann komst þegar í gegnum
vörn Bretanna og skaut í mark.
— Bretar sófctu sig nú töluvert,
svo að síðari hluti þessa hálf-
leiks var betur leikinn, og þó
jafn. Að lokum komust þeir í
gegn um vörn okkar manna og
sltoruðu mark. Fleira skeði ekki
að þessu sinni og endaði því hálf-
leikurinn 1:1.
Þessi „B-landsflokkur‘‘ íslend-
inganna er skipaður mörgum góð-
um knattspyrnumönnum, en auð- -
sjeð er að þeir eru enn lítt sam-
æfðir. Með góðri æfingu getur
þessi flokkur orðið all-sterkur.
Vörnin var þó best. Markvörður-
og bakverðir eru allir ungir og
því íramtíðarinnar menn. Fram-
verðirnir heldu Bretunum alveg
„niðri" og voru fljótír, dug'legir og
sterkir í vörn. Ilelst skorti á, að
þeir fylgdu framherjunum vel
og „g'æfu þeim góða, bolta“. En
þetta mun lagast með æfing'-
unni. Framherjarnir Ijeku vel og
íiðlega, skoruðu 3 mörkum, en
samleiknum og skotfiminni var
ábótavant. Þetta i'æst aðeins með
góðri tilsögn og stöðugum æfing-
um. Efast jeg ekki um að þessi
flokkur á framtíð fyrir sjer. Ilann
fær nú að leika gegn úrvalsflokkn-
um (A) næsta hálfa mánuðinn og
mun þá taka miklum framförum.
Það er auðsjeð á þessum kapp-
leikum, að aðsókn bæjarmanna að
knattspyrnukappleikum er mjög
að aukast, enda veitir fátt betri
og heilnæmari skemtun en vel leik-
inn knattspyrnukappleikur. Vona,
jeg því að almenningur haldi á-
fram að fjölmenna á íþróttavöll-
inn á næstunni, sjálfum sjer til
ánægju, en knattspyrnumönnun-
um til gagns. og stuðnings. Mun-
ið að þeim eykst kraftur og leikni
er þeir finna að landar þeirra
fylg'ja leiknum með áhuga og at-
hygli. Því er það, að áhorfendur
eiga sinn góða þátt í því þegar
knattspyrnumennirnir leika vel og
drengilega. K. Þ.