Morgunblaðið - 28.07.1934, Page 8
MORGUNBLAÐID
8
f Smá-auglýsmgrarJ
Glænýr harnflettur lnndi er
handhægasti maturinn. til sunnu-
dagsins. Soðin dilkasvið, reyktur
lax, sultaðar - rauðrófur. K.jötfars
aðeins 45 aura y2 kg. til mánaða-
móta. Farsgerðin, Laugaveg 58.
Sími 3464.
Vestfirðingar! Ósöltuð, kæst
skata til sölu hjá Hafliða Bald-
vinssyni. Sími 1456.
Silkinærföt, undirkjóll og' hux-
ur, frá kr. 6,00. Náttföt frá kr.
10,75. Náttkjólar frá kr. 8,50.
Buxur kr. 2,75. Bolir kr. 1,40.
Sloppasilki kr. 3,75. Hannyrða-
Bíló er fljót-
andi bílabón,
sem hefir þann
eiginleika að
hreinsa öll
óhreinindi af
bifreiðum,
reiðhjólum og
öðrum far-
tækjum, sam-
tímis og það
gerir þau fag-
urgljáandi.
Bíló er eins
ágætt hús-
gagna-bón á
lakkeruð hús-
gögn og allskonar vax- og linole.
verslun Þuríðar Sigurjónsdóttur, Bankastræti 6. um dúka. H.f. Efnagerð Reykjavíkur. Kem. tekn. verksmiðja.
Annálaður Strammi. Púðaborð, inusetningar, veggteppi o. fl. ný- komið. Einnig Teppagarn í öllum litnm. 'Hánnyrðaverslun Þuríðar Sigurjólisdóttur, Bankastræti 6.
Blómaverslunin Anna Hallgrfmsson Túngötu 16. — Sími 3019. Fallegar rósir, Gladiolur, Levkoj og: Ilmbaunir, fást daglega, verðið lækkað. — Sent heim ef óskað er. —
Otsprungnir rósaknúbbar fást hjá Vald. Paulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024.
Hálverk, veggmyndir og mar^d- lanar ramraar. Freyjugðtu 11.
Kaupi flöskur af öllum stærð- um. Benóný, Hafnarstræti 19.
« Hýtísko hannyiðir:
Efnalítill eltast má
ýmsa við að tala,
flest í rolskinn fæst þó hjá
Fossberg vjelasala.
Webefix og Persiavæv er
fallegt og fljótunnið.
Fyrirmyndir og efninýkomið
Hannyrðaverslun
Þurfðar SiBurjönsdðttur.
Bankastræti 6. — Sími 4082.
Sðlmahðknrviðlæt
Kynníð yðar sáímabókarvíðbætírinn, ogþjermantið sam
færast am, að margt af sálmunum era með því fegarsta:.
sem ort hefar veríð um trúarefní á íslenska tunga.
Kostar aðelns 2 krónur í góðn kandi
Ef þfer hafíð ekki notað
Seíof
áðnr, þá reynið þær nú.
þær eru viða seldar.
af ungu.
Verslunin
KJot & Fiskur.
Símar 3828 0£ 4764.
-rwm—n—iiMiinr iiiiiwími i m hiimh ii i inninmi ui m __.il u_iu._j
KLEINS
kjötfars reyníst hest.
Baldursgötu 14. — Sími 3073.
)) i Ols m (C
NÚ ER HVER SÍÐASTUR
AÐ FÁ SJER:
HRHBSLiIIUUlEL
<-----------«
Nckkur stykki óseid.
SYSXURNAR. 5.
óbrotin saga, og enn hafði rnjer' aldrei dottið í
hug, að hún hefði getað farið öðru vísi en hún fór.
Þegar Irena kom út úr baðherberginu, spurði
hún:
— Hvar er Lotta?
Hún ætlaði alveg að sleppa sjer, þegar hún
heyrði að Lotta hefði farið með föður sínum.
— Langaði hana þá ekkert að sjá mig. spurði
hún. — Eða er hún kannske reið mið mig — vegna
Alexanders?
Hún varð ékki róleg fyr en jeg hafði sagt henni,
að hr.' Kleh hefði álitið það rjettast eftir atvikum
að segja Lottu ekkert.
— Jeg held líka, að þú ættir að þegja yfir því,
þegar hún kemur heim. Það er að segja, þú náttúr-
lega segir henni, að þú sjert trúlofuð Alexander.
Og vitanlega yrði hún ekki reið við þig fyrir að-
farir þínar, en hinsvegar er hætta á, að hún teldi
þær aðdáanlegar og eftirbreytnisverðar.
Jeg sá það vel á Irenu, að hún átti bágt með að
fara að þessu ráði mínu. Systurnar elskuðust svo,
að jeg hefi ekki vitað dæmi til annars eins nema
einstöku sinnum hjá tvíburum — ef til vill hefir
það stafað af því hve snemma þær mistu móður
sína. Jeg held að þær hafi ekki haft nokkurt leynd-
armál, hvor fyrir annari. Og í sambúð þeirra var
mitt og þitt ekki til, því ef önnur eignaðist eitthvað,
var það eins og eign hinnar. En jeg held þó, að
systurástin hafi verið á enn hærra stigi hjá Irenu,
því hún hafði miklu meira en Lotta af blíðu og móð-
urlegri viðkvæmni. Og það var einmitt þessi eigin-
leiki hennar, sem jeg ætlaði nú að nota mjer.
— Annað eins og þetta getur hæglega farið illa.
Ekkert er auðveldara en að hitta á vondan og ljett-
úðugan mann.
Og mjer tókst loks að sannfæra hana. Hún lofaði
að þegja.
—- Þú verður að muna, að þú ert ekki lengur
telpukrakki, lauk jeg ræðu minni, — heldur ertu
lítil fullorðin kona.
Annars var þessi lýsing ekki sem heppilegust. —
Irena var alls ekki lítil kona, hvort sem litið var á
hennar ytra eða innra mann. Hún var há vexti eins
og faðir hennar og andlit hennar var eins og á róm-
verskri stúlku. Hörund hennar bæði í andliti og
annars staðar, var gulleitt. Hún hefði verið undur-
fögur kona — meira að segja fegurri en Lotta —
ef ekki hún hefði öll verið heldur löng: hún var
ofurlítið of hávaxin til að vera liðleg, en hálsinn,
nefið, hendurnar, fæturnir — þetta var alt eins og
ofurlítið of langt. En augun og munnurinn var svo
fallegt, sem á varð kosið.
Þegar við höfðum lokið máltíðinni, gerði hún
ekki annað en bíða eftir Alexander sínum, og jeg
tók eftir því, að hún var utan við sig og var altaf að
líta á armbandsúrið sitt. Frá klukkan þrjú, stóð hún
úti við gluggann. Klukkan hálffjögur spurði hún
mig, hvort hún gæti hringt heim til Winterfelds.
Það fanst mjer ekki hún geta. Klukkan fjögur kom
Alexander. Hann kysti kurteislega hönd okkar
heggja og bað okkur afsaka, að hann kæmi svona
seint. Jeg sagði að hann hefði getað hringt til okk-
ar. Hann játaði, að hann hefði sofnað dálítið eftir
mat; því ferðin hefði þrátt fyrir alt, reynt talsvert
á hann.
— Það var rjett að þjer að sofa dálítið, sagði
Irena.
— Já, en þjer hefðuð getað hringt fyrir því, sagði
jeg þrálátlega.
Hann hugsaði sig um eitt augnablik með alvöru-
svip og brosti síðan hreinskilnislega eins og krakki:
— Það er alveg rjett hjá yður, sagði hann. —
Fullkomlega rjett. Þjer megið gjarna ala mig dá-
lítið upp, ungfrú Eula, mjer er ekki vanþörf á því.
Jeg hefi sem sje ekkert uppeldi fengið, sem telj-
andi sje.
— Hvernig getur á því staðið? spurði jeg. —
Þjer haíið þó átt foreldra?
— Eiginlega.... eiginlega ekki, svaraði hann.
Hann var mjer enn of ókunnugur til þess að jeg
gæti farið að leggja fyrir hann nærgöngular spurn-
ingar um svo viðkvæmt efni. Það var ekki fyr en
löngu síðar, að jeg fekk að vita — og minst frá hon- •
um sjálfum — hvernig foreldrum hans var varið.
En fyrst jeg nú fer klaufalega með efnisskipunina
á annað borð, er mjer best að skjóta því hjer inn í.
Faðir hans hafði verið taugalæknir í Mtinchen,
Hann hafði annars öllu fremur litið út eins og tauga
sjúklingur, langur og mjór, með úfið hár og flökt-
andi augnaráð; á öllum tíma árs var hann í sama
frakkanum, sem enginn hefði getað sagt lit á; hann
var illa til fara og grófgerður í framkomu sinni, og
það svo, að hann var enn þá að orðtaki í Miinchen.
En þrátt fyrir alt þetta var hann — þótt undarlegt
megi virðast —. tískulæknir. 1 biðst’ofu hans sátu .
helstu og ríkustu menn, og fallegustu bílar stóðu
fyrir utan húsið, og hann var spurður til ,ráða frá
ýmsum löndum, og einu sinni var hann meira að
segja sóttur til Chicago til auðkýfings þar.
Þessi einkennilegi og vafalaust færi maður var -
kvæntur brúðulegri, lítilli konu, sem aldrei á ævi
sinni hafði klætt sig eða afklætt hjálparlaust. —
Það er mjer ráðgáta, að hún skuli sjálf hafa alið
okkur börnin, hafði Alexander einhverntíma sagt.
Og hvernig þessar gjörólíku persónur hafa tekið
saman — fær sennilega aldrei neinn að vita. En
þar sem móðir Alexanders var af auðugum komin,
en gamli Wagner hinsvegar mat ekki peninga meir -
en þó þeir hefðu ekki verið til, hafa þau sennilega
gifst af ást. En hvað sem öðru leið, hafði þessi ást
síðar orðið að beisku hatri. — Jeg hefi aldrei vitað
foreldra mína tala saman, sagði Alexander.
Foreldrar hans höfðu gengið hvort sína götu en
hvorugt hafði tekið börnin með sjer. Meðan þau
voru á lífi, voru þau samt stundum kölluð inn íu'