Morgunblaðið - 17.08.1934, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
Stjórn hinna „vinnandi stjetta".
Er helmingur landsmanna
iðjuleysingar og slæpingjar.
Bitt af vígorðum liins núverandi
stjórnarflokks, sem annars mætti
nefna „Hinar sameinuðu pólitsku
vérslanir“, er það, að í hinni nýju
stjórnarmyndun hafi hinar vinn-
andi stjettir í landinu tekið hönd-
nm saman.
Með þessu er reynt að læða því
inn meðal almennings, að öðru
megin standi í fylkingu þeir kjós-
«ndur landsins, sem vinna, en hinu
megin sje fylking iðjuleysingj-
anna. 1 liinni síðarnefndu fylk-
ingunni eru að dómi stjórnar-
flokksins — þar er engin ástæða
til að gera mun á Tímamönnum,
*ósíalistum og kommúnistum —
kjósendur Sjálfstæðisflokksins og
Bændaflokksins.
Samanlagður kjósendafjöldi
Sjálfstæðismanna og' Bændaflokks-
ins við síðustu kosningar var um
25.300, en samanlagður kjósenda-
fjöldi Tímamanna og sósíalista var
um 22.500. Vilji stjórnarflokkur-
inn ^innig telja sjer kommúnista-
atkvæðin — og það er honum vel-
komið — þá er líkt um atkvæða-
fjöldann.
Bf vit ætti að vera í hinu nýja
vígorði ætti því þáð að þýða, að
helmingur kjósenda landsins væru
vinnandi menn, en hinir iðjuleys-
e ingjar eða slæpingjar. Dýpra þarf
ekki að leggjast til þess að sjá,
að vígorð þetta er vitleysa ein,
enda er því slegið fram til þess að
villa liina grunnfærustu, því að
hug'sandi menn láta ekki af því
blekkjast.
En ef dýpra er lagst og spurt
hverjir sjeu hinir vinnandi menn
í landinu og hverjir ekki, þá verð-
ur ekki hetra uppi á teningnum.
Vígorðshöfundarnir hafa sjálfsagt
setJað sjer að fylkja öðru megin
þeim. sem vinna líkamleg stör? og
hinu megin þeim sem vinna and-
leg störf. Ef þessi hefir ekki verið
tilgangurinn er yfir höfuð að tala
ekkert vit í vígorðinu. En einmitt
þessi skilg'reining sýnir ljósast, að
vígorðið er vanhugsuð fjarstæða.
j Eftir þessari skilgreiningu er eng-
, inn sósíalistabroddanna í stjórnar-
| flokknum. Þeir eru þá útilokaðir
| allir, bankastjórinn Jón Baldvins-
son, kaupmaðurinn Hjeðinn Valdi-
marsson, málfærslumaðurinn Stef-
án Jóhann, titibússtjórinn Harald-
ur Guðmundsson og yfirleitt allir
þingmenn sósíalistaflokksins und-
antekningarlaust. Um Tímamenn-
ina verður svipuð niðurstaða; um
aðeins 2—3 af þingmönnum þess
flokksbrots má segja, að þeir hafi
líkamleg störf að aðalatvinnu-
grein.
Vilji vígorðshöfundarnir halda
því fram, að það skifti ekki máli,
hversu þessu sje farið um þing-
menn eða forustumenn flokksins,
heldur sje aðalatriðið hverjir sjeu
kjósendur þeirra, þá komast þeir
í sama bobbann. Ollum er sem sje
vitanlegt, að stjórnarandstæðingar
hafa meiri hluta kjósenda í sveit-
um og um helming allra kaupstaða
búa. Vígorðið ætti þá að þýða það,
að í sveitum væri sá maður, sem
kýs Framsókn, „vinnandi“ en sá
sem ' kýs Sjálfstæðismann „óvinn-
andi“ eða letingi. Slík skilgrein-
ing mundi vekja hlátur um allar
sveitir. Á sama hátt yrði sá verka-
maður í kaupstað „vinnandi“, sem
kysi/ sósíalista,., én.. starfsbróðir
hans, Sem kýs S.jálfstæðismann,
iðjuleysingi.
Niðurstaðan af athugun þessa
nýja vígorðs er því sú, að það er
jafnvitlaust hvernig sem á er litið
og hetri vígorð er ekki hægt að
kjósa andstæðingum sínum.
Friðun skfislenðls.
Það verður aldrei ofsögum sagt
af hinu ljelega ástandi flestra ís-
lenskra skóga. Lítið hefir verið
gert til þess að bjarga þeim frá
eyðileggingu, og frá því að skóg-
ræktarstarfsemin var hafin hjer
eftir síðustu aldamót hafa fram-
kvæmdir hennar aldrei verið
minni en einmitt á síðustu árun_
um. Það er almenn trú manna á
meðal, að fjárbeit í skógurn
skemmi þá lítið, og sumir hafa
jafnvel hlaupið með það í blöð og
þótst^ færa sönnur á að jafnvel
vetrarbeit ylli ekki verulegura
skemdum á skógargróðrinum. Sem
betur fer er þéssi trú manna að
hverfa úr sögunni þótt hægt
g'angi, en hún hyrfi á augabragði
ef unt væri að sýna öllum pær
framfarir, sem verða á skóglendi
við nokkurra ára friðun.
Undanfarnar vikur hef jeg vér-
ið á ferðalagi um Suðurland og
sjeð mikið af bitnum og kræklótt-
um skógum, sem varla eiga sjer
viðreisnar von og þess vegna
gladdi það mig mjög að sjá tvenna
skóga, sem eru að taka ótrúlegum
stakkaskiftum eftir fárra ára frið-
un. Sú friðun, sem þessar skóga-
leifar hafa notið, er þó lang't
J frá því að vera fullkomin friðun,
' en hún héfir samt verið nóg til
; þess. að breyta iitliti skóganna.
Þeir skógarteigar, sem hjer er
um að ræða, eru skógarnir innan
Þingvalla- og Þórsmerkurgirðing-
anna.
Á Þingvöllum hófst friðunin
1930 er bændur innan hins frið-
lýsta svæðis voru keyptir til þess
að hætta að halda sauðfje. Þótt
sumir þessara manna hafi gengið
| á orð sín og haldi ennþá nokkrar
| rollur, er beitin í Þingvallaskóg-
u.m svo lang’t um minni en áður,
að nú orðið eru það tiltölulega
fáír runnar, sem unt er að sjá
I bit á. Ársvöxtur birkisins er orð-
| inn langtum meiri en áður og
margir jarðlægi rrunnar eru farn-
ir að hefja sig á móti Ijósi og yl
sólar. Hvar sem litið er, er skóg-
urinn farinn að teygja úr sjer og
gróðurinn verður óðum samfeld-
ari. En það, sem mest er um vert,
er að nýgræðingurinn gægist nú
allsstaðar upp úr moldarbörðun-
um og' jöðrunum á mosaþembun-
um. Hækkar hann með hverju ár-
inu og verður frekar lítið vart við
bit eða skemdir á honum svo að
þessi ungu trje vaxa bein't í loft
100 ára afmæli
Ólafar Árnason,
17. ágúst 1834 — 17. ágúst 1934.
I
Hundrað ára afmæli á í dag
Olafur Árnason í Akurey í Vestur-
Landeyjum, og mun hann vera
einn af elstu mönnum hjer á landi.
Ólafur er fæddur á Bjólu 17. ágúst
1834 og rar tvíburi, (bróðir hans
Árni, dó um sextugt). Foreldrar
þeirra voru Árni Jónsson og' kona
bans Ólöf Einarsdóttir. Þau fóru
skömmu síðar að búa á Bakki í
Þykkvabæ og þar ólst Ólafur upp.
Þann 6. júní 1864 kvæntist hann
Önnu Gísladóttur frá Sumarliðabæ
og fór þá að búa á Bakka. Þar og í
Dísukoti bjó hann allan sinn bú-
skap. Gekk honum vel búskapur-
inn, og mátti telja hann allvel
efnaðan, hann var jafnan vel hey-
birgur og sandvorið mikla bjarg-
aði hann mörgum bændum frá
heyþroti, og oft liljóp hann undir
bagga með nágrönnum sínum.
Það, sem fyrst ,og fremst hefir
einkent. Ólaf, er framúrskarandi
fjör, lífsgleði og karlmennska.
Hann tók djarflega á hvérju við-
fangsefni, var kappsmaður mikill,
hjelt fast fram sannfæringu sinni
þótt við ofurefli væri að etja.
Hinsvegar var hann hjálpfús,
greiðvikinn og mildur í skapi og
eignaðist því marga og tryg'ga
vini. Fáorður hefir hann verið
á seinni árum, um sig og samtíð
sína, ,en hafði yndi af að tala um
nýjungar og framfarir síðustu
tíma, og harmaði það, að hann
héfði fæðst of snemma til þess að
taka þátt í þeim viðburðum, sem
nú eru að gerast.
Ólafur var karlmenni til burða
og ljettleikamaður með afbrigðum.
Hann hafði yndi af íþróttum þeim,
sem þá tíðkuðust, og voru þar
fáir hans jafningjar. Hann var
gleðimaður mikill og hrókur alls
fagnaðar, hvar sem hann kom. Vel
hefir honum endst andlegur og
jlíkamlegur kraftur.. Hann hefir
alt að þessu fylg'st með flestu
markverðu er gerðist, hann gekk
að heyskap níræður og' las á bók
þangað til fyrir tveimur árum.
Fótavist hefir hann haft að þessu.
Þann 28. maí 1891, misti Ólafur
konu sína og hætti að búa ári
síðar, en hefir síðan dvalið hjá
börnum sínum. Síðustu árin hefir
hann verið hjá Ólafi í Akurey.
Ólafur og Anna eignuðust 5
börn. Tvö dóu ung, en þrjú eru
enn á.lífi. Ólafur bóndi í Akurey,
Anna, ekkja Sveinbjarnar bónda
Guðmundssonar á Grímsstöðum
og Ingibjörg, gift Vilhjálmi járn-
smið Hildibrandssyni, er áður bjó
í Vetleifsholti, en er nú í Reykja-
vík. Einn son eignaðist Ólafur
eftir að hann varð ekkjumaður.
Alls á hann n?í á lífi 10 barna-
börn og' 8 barna-barnabörn.. í dag
koma afkomendur hans og vinir.
saman í Akurey, til þes^, að heim-
sækja öldunginn og þakka honum
fyrir langt og fagurt lífsstarf og
' óska honum friðsæls æfikvölds.
í,T ífí
-r—
N.
upp, og virðast þau ætla að verða
að fögrum beinvöxnum trjám.
Svona nýgræðings verður hvergi
vart utan girðingarinnar, því að
þar er alt bitið jafnskjótt og það
stingur kollinum upp úr jörðinni.
Þessi nýi gróður sýnir betur en
alt annað hvaða gagn hlýst af
friðun skóg'lendisins og hvers megi
vænta af skógargróðrinum í fram-
tíðinni. Þingvellir eru nii frið-
helgur staður og þar verður frið-
uninni eflaust haldið áfram. En
það getur ekki talist vansalaust
að friðunin skuli ekki enn vera
algjör og að mönnum skuli líðast.
að halda sauðfje innan girðingar-
innar Eftirlitsmaður Þingvalla
hefir oft kvartað úndan ágangi
sauðf jenaðarins við Þingvalla-
nefndina en hún mun aldrei hafa
tekið alvarleg'a i, taumana. En ef
vel ætti að vera ætti nefndin að
sjá um. aðallurfjárbúskapurinnan
hins friðlýsta svæðis væri lagður
niður sem allra fyrst. Friðunin
verður aldrei fullkomin fyr en
það er gert. Og það þarf ekki að
efast um að árangur slíkrar frið-
unar yrði prýðilegur, því áð í
ÞingVallalirauni eru skilyrði fyrir
vexti skógarins mjög góð oghvergi
nokkursstaðar hef jeg sjeð betriog
myldnari jarðveg en undir birki-
hríslunum þar.
Girðingin á Þórsmörk var sett
upp 1928 eða 1929 og var þá af
yiúsum talin vitleysa að koma þar
upp girðingu. Einkanlega töldu
sumir bændur þetta óráð, enda
mistu þeir margir mikið og gott
land sem töluvert mátti beita að
vetrarlagi. Og einstaka menn líta
girðinguna þar óhýru auga enn í
dag. En það gat ekki dulist nein-
um, sem fór um Mörkina, áður en
útigangUr hætti þar, að henni var
mikil hætta búin af uppblæstri.
Þess hefði ekki verið langt að
| bíða að þessi einltennilegi og fagri
! staður bljesi allur upp ogþarhefði
orðið auðn ein eftir eins og á Al-
menningi sem liggur fast að Þórs-
, mörk, en hinum megin Þröngár. Á
! Almenningi má sjá leifar af bæ
Steinfinns landnámsmanns og 3
fornmannadysjar, sem komið hafa
■j fram við uppblástur síðustu ára.
i En Almenningur og' löndin þar
| upp af eru afrjett Fjallamanna og
! því er farið svo fyrir þeim eins
og raun er á orðin.
Þótt útigangur sje nú horfinn
af Þórsinörk er þó altaf töluverð
sumarbeit þar sakir þess að ýms-
um hættir ti| þess að skilja hliðin
éftir opin og þess eru dæmi að
smalar hafi rifið girðinguna á
löngu svæði, svo að fje eigi hæg-
ar með að rása inn á Mörkina.
Slíkur óþokkaskapur er refsiverð-
ur, en það er þó ekki með laga-
vöndum sem græða á sár landsins
og vernda skógana og jeg býstvið,
G.s. Islind.
fer sunnudaginn 19. þ. m. kl.
8 síðd. til Kaupmannahafnar
(um Vestmannaeyjar og Thors-
havn).
Farþegar sæki færseðla í dag.
Tekið á móti vörum til kl.
12 á hádegi á morgun.
Skipafgreiðsla
Jes Ziœseau
Tryggvagötu.
Sími 3025.
Ný tískublöð:
Chic Parisien
Pariser Chic
Pariser Record
La Mode de Demain
Madame fait ses Robes
Modenzeitung
Elegante Welt
Weldons Ladies Journal
Home Fashions
Vogue
Romas Pictorial Fashions
Childrens dress
Mahs Fashions
Haust- og vetrarblöð:
La Parisienne
Star
Smart
Elegance Feminine
Confection Moderne
Le Enfant Star
Alb. d’ Enfant
Modes de Enfants
Splendid (kápublað)
Elite
La Mode de Paris
Astra
Favor A. Modenalbum
Lyons Modenalbum
L’art et la Mode (Hattablað)
Les Jolis Chapeaux (Hattabl.)
La Lingeris Modeme
Butterick
BokhtaiaH
Lækjargötu 2, sími 3736.
Ilvítkál
og Purrur koma í dag. Lifur og
hjörtu seljum við á laugardag.
Nýja kjötið er afbragðs gott.
Jón & Geiri.
Vesturgötu 21. Sími 1853.
að hvorki þessir smalar nje aðr-
ir menn vildu verða til þess að
auka beitina á Þórsmörk ef augu
þeirra upp lylrjust fyrir öllu því
gróanda lífi, sem þar hefir vax-
i'ö upp síðan útigangurinn hætti.
Haldist friðunin á Þórsmörk er
enginn vafi á, að Mörkin grær
upp á fáum árum og síðar eiga
Fagriskógur og aðrar skóglausar
brekkur undir Eyjafjallajökli eft-
ir að skrýðast skógi að nýju.
Hákon Rjarnason.
/