Morgunblaðið - 17.08.1934, Side 5

Morgunblaðið - 17.08.1934, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ 5 Skrítnir menn. íV»\. ...... 1 «3óms left'ir sjerstökum reglum. íSama er um frávísunardóma. Þess ar reglur hníga í þá átt, að gera áfrýjun þessara dómsatliafna stór- um ódýrari en nú er og að flýta úrlausn um þau í æðra dómi. Nú er því svo varið, að úrskurði verð- ur venjulega ekki áfrýjað fyrr en í sambandi við aðalmálið, enda þótt meðferð þess hafi orðið að byggja á úrskurðinum. Bf hann hlýtur ekki staðfestingu í æðrá •dómi, þá verður niðurstaðan þar sú, að dómsniðurstaða lijeraðsdóm- .arans og 51] meðferð málsins eftir uppkvaðningu úrskurðarins verð- ur ónýtt, svo að fitja verður upp á málinu þar af nýju. Með þeirri aðferð, sem stung-ið er upp á, bvílir aðalmálið, meðan áfrýjun úr skurðar stendur yfir, og' verður síðan haldið áfram eftir að úr- :slit æðra dóms eru fengin og í því ástandi, sem það var í, þegar úrskurður var kveðinn upp. Þessi tilhögun, sem kölluð er „kæra til ; æðra dóms“ ætti því að spara mik- inn kostnað, tíma og fyrirhöfn. f) Loks þykir rjett að minnast ■ ofurlítið á reglur uppkastsins um uppkvaðningu dóma og úrskurða. Úrskurði ska] kc’eða upp þegar í stað eða að öðrum kosti svo fljótt sem unt er. • Þetta mun yfir- leitt vera venja nú, svo að hjer er varla um breytingu að ræða. Um dómsuppkvaðningu eru þar á móti nýjar reglur. Þegar mál er flutt munnleg'a, skal venjulegá kveða upp dóm áður en annað mál «er tekið til munnlegs flutnings. 'Gildir svi regla nú um liæstarjett ■ og þykir líklegt, að hún eigi einn- ig við í hjeraði. Og jafnan skal kveða upp dóm svo fljótt sem kostur er. Þegar mál er skriflega flutt skal dómur kveðinn upp þegar er þess er kostur og ekki . síðar en á vikufresti. Ef ekki er unt að halda þessar reglur, skal dómari gera nákvæma gTein fyrir því. Eftir gildandi skipulagi þarf ■ dómari venjulega ekki að kveða upp dóm í hjeraði fyr en 6 vik- mn eftir að mál hefir verið tekið til dóms. Þetta er óþarflega lang_’ ur frestur, og auk þess er ekki ■ ótítt, að hann líði án þess að dóm- ur sje upp kveðinp. Eins og væntanlega má s,já á því, sem hjer að framan hefir ver- ið sagt, er gerð tilraun til að ráða bót á tveimur höfuðgöllum á með- ferð- einkamála í hjeraði, drættin- um og vöntun á tryggingu fyrir nægum upplýsingum, með ákvæð- um þeim, sem nefnd liafa verið, auk ýmsra annara, sem ekki er tími nje rúm til að víkja að. Ef þau eða svipuð ákvæði vgrða lög- leidd, má þess vænta, að meðferð einkamála í hjéraði verði mjög með öðrum hætti en nú gerist: Og veltur þá afarmikið á hjeraðsdóm- urum landsins, að þeir leggi fyrst ■ og fremst alúð við að kynna sjer sem best nýja löggjöf um þéssi efni og reyni að framkvæma á- ' kvæði hennar með árvekni og' sam-, viskusemi. Er ekki ástæða til að • efast um, að þeir muni almennt rækja þær skyldur. En ný löggjöf. á þéssu sviðr skapar dómurum alt af aukið starf í upphafi. Hjá því V( rður aldreí komist, hvenær sem gildandi lög-gjöf er breytt. Og er því alls ekki fyrir það girt, að ýms vm núverandi dómurum kunni. að þykja sjer ofmiklar bvrðar á herð- ar lagðar með hinni nýju skipun • eftir uppkastinu, ef hún, eða. eitt- hvað henni svipað, verður leitt í lög. En það lilýtur að verða gert. Þó að gallar sjeu eflaust ýmsir á nýsmíði minni, mun uppkast mitt verða notað sem vinnugrundvöll- ur, enda sjálfsagt, að málflutnings menn og' dómendur leggi þar orð í belg með einhverjum hætti, áuk þess sem dómsmálaráðherrann að sjálfsögðu tekur ákvörðun um, Iivað fyrir þingið verði lagt. Opinberu málin. Þau mál taka til allra saka, sem höfðaðar eru af hálfu ákæru- valdsins gegn mönnum til refs- ingar fyrir brot á lögum. Lög- gjöfin um meðferð þeirra er að mestu gömul, frá síðara hluta 18. og- fyrra hlufa 19. aldar, og- svarar því t ekki til þeirra krafna, sem eru, gerðar um með- ferð slíkra mála annars staðar nú á dög'um. Mjer hefir ekki unnist tími til að gera neitt uppkast að frumvarpi um meðferð þessara mála, enda héfði þess tæplega \erið kostur, af því að svo lítið hefir verið rætt um skipun þeirra. En nú vill svo til, að dómsmála- ráðherrann núverandi er nýfar- inn úr lögréglustjóraembættinu í Reykjavík, og hefir því mikla reynslu um meðferð þessara mála. Og' auk þess: hefir núverandi stjórn endurskoðun allrar rjettar- íarslöggjafarinnar á stefnuskrá sinni. Má því vænta, að verkinu verði - haklið áfram með fullu kappi og viðleitni til að koma á nýrri og betfi ■ löggjöf, bæði um meðferð einkamála og' opinberra n áia. Sú breyting, á meðferð opin- berra mála, sem allir lijer á landi ruunn vera sammála um, er sú, að skipa þurfi opinberan ákæranda, er laus sje við stjórnmáladeilur og stjórnarvöldum óháður svo sem kostur er. Þykir víst öllum, sem ákæruvaldinu ætti að vera betur komið í höndum slíks embaattis- rnanns en í höndum, pólitískra ráð- herra. Um ýms önnur jneginat- i’iði varðandi meðferð þessara aiál.a er naumast slíks samkomu- lags að vænta. Þar til, má nefna það, hvort rannsókn þessara mála skuJi að einhverju leyti vera opin- ber, hvort sækjanda og verjanda skuli skipa jafnan í hjeraði í mál- um þessum, og hve'rsu umfangs- mikið hlutverk þeim skuli ætlað, og hvort leikmenn skuli taka þátt í dómstörfum í málum þessum. Sú þáttaka má verða með tvennum hætti: Leikmenn má nefna í kvið (jury), og dæma þeir þá aðeins um atriði, er varða sekt eða sýknu þess, er fyrir sökum er hafður, en löglærðir dómarar ákveða þá ein- ir refsingu, ef því er að skifta. En sa7o má hafa háttinn á, að leik- menn taki, ásamt löglærðum dóm- ara, einum eða fleirum, þátt í dómsuppkvaðningu að öllu ieyti, 'oæði um sönnunaratriðin og' á- kvörðun refsingar. Þetta er hvort- tveggja þekt sumstaðar erlendis. Og allskiptar eru skoðanir manna um þá reynslu, sém fengin er. En öll þessi atriði hljóta að koma hjer til meðferðar og úrlausnar mjög bráðlega, bæði það, livort og með hvorum hættinum leikmenn eigi að taka þátt í dómsmeðferð opinberra mála, og éf lausnin verður játandi, þá hvort öll opin- ber mál, eða að eins nokkrir til- teknir málaflokkar, skuli undir dómsvald þeirra lögð- Sennilega Foringjar flokkanna hafa að undanförnu skrifað um úrslit kosninganna og er ekkert undar- legt við það um flesta, þeirra. Það sætir þó furðu, að Bændaflokks- menn skuli hefja umræður þar um. Hefði mátt ætla, að þeim væri geðfeldast, að afdrifin-dægju sem mest í þagnargildi. Eigi hefði jeg að sinni heldur rofið þá þögn ef eigi væri gefið svo ríkt tilefni eins og gert er í grein Jóns í Stóradal í 28. tbl. Framsóknar 10. júlí; en í þeirri grein eru sum atriði þannig, að mjer þykir eig'i rjett að þegja við, þó ógeðfelt sje að ýfa( ógróin sár annara manna. Þegar Jón hefir skýrt frá fjár- ráðum Framsóknar s. s. styrk frá S. í. S. þá segir hann: „Mælt er, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þó margföldu f je á að skipa frá kaup- mönnum og stóratvinnurekéndum. Kom það gleggst fram á sumum fundum, að þá brast ekki fje“. Jeg veit nú ekki við hvaða fundi maðurinn á. Jeg var með honum á 9 fundum og við engan þeirra g'etur hann átt, enda hef- ir Sjálfstæðisflokkurinn, utan hjéraðs ekki látið einn eyri til pólitískrar starfsemi í þessu hjer- aði síðan hann var stofnaður. Það er mjer full kunnugt. Hvað ann- ars staðar hefir gerst, veit jeg- eigi eins vel um, en eftir því sem jeg hefi kynst starfsemi flokks- ins frá byrjun, þá hefir mjer virst hann skorta mjög fje til alls, sem nauðsynlegt er að gera til að halda uppi lifandi flokksstarfi um land alt. Andstöðuflokkar okkar Sjálf- stæðismanna hafa sýnilega lagt ólíkt meira í kostnað við sína starfsemi, og hafi þeir eigi liat't f je til þess, þá hljóta þeir að liafa safnað skuldum. Þá stendur litlu síðar í grein Jóns þessi merkilega klausa: „Ekki var lieldur annað sýnna, en að sumstaðar ynnu Tímamenn og Sjálfstæðismenn blátt áfram sam- an, þar sem mikils þótti við þurfa til að fella Bændaflokksmann, svo \ar það í Austur-Húnavatnssýslu. Þar bað Jón á Akri í lok hvers fundar alla þá, sem ekki g'ætu kosið sjálfan hann, að kjósa Tímamanninn o. s. frv.“ Alt er þetta ósatt og mun eigi kunnugum koma á óvart, þó eitt- hvað slæðist með af slíku frá lilutaðeiganda. •— Að Sjádfstæðis- menn og Framsóknarmenn, sem Jón kallar nú „Tímamenn" hafi unnið saman í kosningum, er f jarstæða, sem eigi þarf miklu að svara. Veit jeg að sfik samvinna hefir hvergi átt sjer stað á land- inu. Lítur út fyrir, að einhver sjúkleiki valdi slíkum ummælum. Hitt, að jeg liafi beðið alla menn í lok hvers f’rv'ir. að Tíma- manninn, er þcir gætu eigi kosið mig ,eru auðvitað einnig ósann- indi. En af umræðum hjer á fundum, veit jeg um tilefnið til þeirra ummælá, og' hef enga á- stæðu til að draga þar clul á. A fundi á Gilsstöðum í Vatnsdal 8. verða skiptar skoðanir um þessi atriði hjer sem að minsta kosti sumstaðar annars staðar liefir verið. E. A. júní bar mest á því að nokkrir Sjálfstæðismenn hefðu yfirgefið flokkinn. Töluðu þar þrír slíkir, og mjög1 á annan veg en þeir hafa áður gert. Jeg sýndi ljóst fram á, hvílík fjarstæða væri af Sjálf- stæðismönnum, að yfirgefa flokk sinn eins og á stæði, og fann enda ekkert eðlilegt tilefni. En þess ut- an tók jeg þetta fram: Ef Sjálf- stæðismenn, fleiri eða færri eru ráðnir í að fara úr flokknum, ef þeir trúa þeim umsögnum Bænda- flokks- og Framsóknarmanna, að okkar flokkur sje braskaraflokk- ur, sem liugsi eing'öngu um hag éinstakra manna, og' ef þeir trúa því sem sömu menn segja þeim, að jeg og aðrir Sjálfstæðismenn vinni gegn hagsmunum bænda og sveita, þá er meira vit í fyrir slíka menn að kjósa Hannes Páls- son en Jón í Stóradal og það eiga þeir. auðvitað að gera. Þá sýna þeir hreinleg'a að þeir hafi skift um skoðun og fallið frá sinni fyrri sannfæringu, en það getur fyrir flesta menn lcomið. A liitt er líka að líta, að Hannes bar ekki ábyrgð á óstjórn síðustu 7 ára. nema. sem óbreyttur kjósandi, og því eigi gott að fullyrða livern- ig hann mundi reynast. Um Jón er aftur vitað, að hann hefir und- anfarið buslað í spillingar hyl- dýpinu. Á honum er full reynsla. Bændaflokksmenn A’jeku nokkuð að þessu efni á síðari fundum, slitu ummæli mín úr samliengi og töldu sjer til inntekta, en eig'i munu þeir hafa grætt á þeim um- ræðum, frekar en öðru, sem á fundum gerðist. Þeir fara heldur eig'i dult með, að hjer liafi þeim brugðist 60—70 atkvæði skrásett éða lofuð, og \’ar engin furða, þó nokkrir yrðu til, að fælast rök- villur þeirra og mótsagnir, þó áð- ur hafi verið á báðum áttiun. Ann- ars gefur þetta ástæðu til að víkja nokkru frekar að þessu eini. Ef menn fara' úr flokki, sem þeir hafa áður starfað með, þá er eðlilegast. að ætlast til að sú ráð- stöfun sjé á einhverju viti bygð. Þó er eðlilegra að gera ráð fyrir því, ef Sjálfstæðismenn tapa trausti á sínum flokki, sem þeir hafa'lengi fylg't, að það komi af skoðanaskiftum, en elcki misskiln- ingi, eða fávíslegri trúgrni. Framsóknarflokkurinn er og hefir verið okkar aðal andstöðu- flokkúr í sveitum. ILann e*- stjórn- málaflokkur, sém hefir sýnt livað hann gerir og livert hann ætlar. Þeir, sem eru ánægðir með stefnu Lans og starf eiga að Ijá honum sitt fylgi. Hinir, sem telja hann og Alþýðuflokkinn ekki stefna rjett, eiga auðvitað að fylgja Sjálfstæðisflokknmn. Þá gera þeir gagn, ella ógagu. Bændaflokkurinn er ekki stjórn- málaflokkur, lieldur pólitískt vérsl unarfyrirtæki fáeinna manna. Ilann þykist ætla að sameina bændur, en hefir tvístrað þeim meirá en nokkru sinni fyr. Hann þykist hafa stefnu en hún er ekk- ert annað en uppsuða úr stefnu- skrá Sjálfstæðisflokksins annars- vegar og Framsóknarflokksins hins vegar. Hann þóttist eiga vísa 6—8 menn á þing' en fekk 3 og það fyrir ]>að eitt að honum tókst að fleka um % af kjósendum Sjálfstæðisflokksins í einu kjör- dæmi. Ella hefði hann engan feng- ið. Hann þykist ætla að fjölga bændum á þingi, én þeir 3, sem að komust eru alt ríkislaunamenn. Til að sýna að öðru leyti fram- komu þessara manna og samræmi í hugsun, er vert að drag'a fram á borðið nokkrar rúsínur úr þeirra eigin fæðu. Rúsínur, sem þeir hafa gefið Sjálfstæðismönnum og Fram sóknarmönnum. Af því hefir farið orð, að við Sjálfstæðismenn töluðum eigi um sltör fram vinsamlega um Fram- sóknarmenn, en flest hafa það mátt heita vinsamleg ummæli hjá sumu, sem Bændaflokksmenn hafa um þá sagt, þó undarlegt sje. Einn líkti Framsóknarflokknum við sinuna, sem væri að brenna og ætti að brenna. Annar líliti hon um við trje, sem véx í forsælu, og ætti að upþhöggva og í eld kasta. Þriðji sagði fund eftir fund að Framsóknarmenn lægju „hund- flatir“ undir sósíalistum. Þeir hefðu ætlað að leggja alt atvinnu- líf í rústir, þeir hefðu þingmenn sína í handjárnum o. s. frv. Fjórði hafði þau ummæli í blaða grein, að þeir sem eftir væru í Framsóknarflokknum væru allir » soramarkaðir jafnaðarmönnum. Bændum þætti það soramark Ijótt og vildu sem fæsta sauði með því eiga. Einn þessara g'ömlu Framsókn- armanna sagði þó á síðasta kosn- ingafundinum hjer, að Bænda- flokkurinn. væri eins og Framsókn- arflokkurinn hefði verið, að öllu leyti nema að hann hefði skift um nafn. Tveir þessara fjögurra: frambjóðendurnir í Húnavatns- sýslum, lýstu því yfir á fundum, að þeir mundu vera enn í Fram- sóknarflokknum, ef tillagan um að reka þá hefði fallið með jöfnum atkvæðum ) á þingmannafundi í des. s. ]. Annar þeirra, Jón í Btóradal, sag-ði á mörgum fund- um,' að það væri að kenna 20—30 kjósendum lijer í sýslu, að Fram- sóknarflokkurinn klofnaði, af því þeir kusu mig, en ekki Guðm. í Ási 1933. Á þessum ummælum mánnanna sjálfra getur þjóðin sjeð tvent. Fyrst það hvernig sam- ræmið er í hugsunarhætti þeírra, og í öðru lagi hve traustur er grundvÖllurinn, sem Bændaflokk- urinn byggir á og sem rjeði til- veru hans. Afstöðúna til Sjálfstæð ismanna má nokkuð marka á um- mælum sumra þessara naanna. T. d. stehdur í grein eftir Tryggva 12. maí meðal annars: „Það er eins víst og það að dagur fylgir nóttu, að stofnun Bændaflokks- ins dregur stórkostlega úr þeirri hættu að Sjálfstæðisflokkurinn fái meiri liluta við kosningarnar“. Jón í Stóradal sagði á fundi á Skag'aströnd 19. júní, að það væri hreinn voði, ef Sjálfstæðisflokkur. inn fengi meiri hluta í kosningun- um. Á fundi á Hvammstanga 4. s. m. ljet hann svo um mælt, að í Ixeild simvi hefði fjármálastjórn Framsóknarfl. værið þannig, að ekki væri aðfinsluvert. Þá má og minnast þess, að sámi maðúr hamraði á því á mörgum fundum sem hann helt fram 1931 og 1933 að skuldir ríkisins hefðu frá 1927 —’31 aðeins vaxið um rúmlega 1 miljón króna. Alt ]ietta sýnir hugsunarhátt þessara manna og afstöðu til stjórnmálastefnu Sjálfstæðis-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.