Morgunblaðið - 01.09.1934, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ
ðgwTOTOrsMBgas^
VBsklfU við ÞfsRaisnd.
Atvinmivegir íslendinga eru
þannig uppbygðir, að góð afkoma
þjóðarbeildarinnar er undir því
komin, að viðskiftin við útlönd
sjeu mikii og g'reið.
Iíin alvarlegasta afleiðing fjár-
málakreppunnar (milliríkjaskuld-
anna) í beiminum er viðskifta-
kreppan (stórum minkuð heims-
vérslun) í sínum mörgu myndum:
Sviknum gjaldeyri, hátollum, inn-
flutningsböftum,. yfirfærsluböml-
um, atvinnuleysi, kaupgetuleysi,
vöruskorti, vöruofgnótt, viðskifta-
stríði og ýmiskonar annari ónátt-
riru, sem lamað hefir allar þjóð-
ir, en þó einkum komið hart nið-
ur á þeim þjóðum, sem sam-
kvæmt eðli atvinnuvega sinna eru
mjög báðar millilandaviðskiftum
og hafa auk þess af ýmsum innri
ástæðum verið vanbúnar við áföll-
um.
Síðan íslendingar fengu versl-
un sína meira og meira í eig'in
hendur, hefir verslunarstjettin,
með vaxandi þroska og kunnáttu,
stöðugt fært út viðskiftasvið þjóð-
arinnar til nýrra viðskiftalanda.
Yiðleitnin hefir stjórnast af þeim
rjetta skilningi allra verslunar-
manna, að áríðandi sje að selja
framleiðsluvörurnar á hinum stóru
mörkuðum sjálfra neysluland-
anna og kaupa erlendu vörurnar
hjá sjálfum framleiðsluþjóðun-
úm eða á iielstu sölumörkuðum
þeirra, án ]iéss að nota miður
æskilega milligöngu þriðju þjóðar.
Þessi holla og sjálfsagða stefna;
rerslunarinnar hefir haft þær af-
leiðingar, að viðskiftin hafa færst
mjög' mikið frá Danmörku til
ýmsra landa, m. a. til Þýskalands,
sem er orðið á seinni árum stór-
vöruseljandi til íslands, beina leið
auk þess sem mikið af þeim varn-
ingi sem enn er keyptur frá Dan-
mörku er þýsk framleiðsla. Þýska-
land er auk þess all stór neytandi
flestra framleiðsluvara íslands og
innkaupsmarkaður ýmsra landafyr
ir þær. Viðskifti íslands og Þýska-
lands g'ætu þó og ættu, af eðlileg-
um ástæðum, að aukast mjög
mikið, éf rjett væri að farið, eink-
lim innflutningurinn frá íslandi,
sem framleiðir ýms þau hráefni til
iðnaðar og matvæli, sem Þýska-
land hefir þörf fyrir í stórum
stíl og flytur mikið inn frá ýmsum
löndum.
Samkvæmt íslenskum verslunar-
skýrslum um vöruverslunina
(reiner Handelsverkehr) milli
Þýskalands og fslands e'ftir ófrið-
inn mikla, hefir innflufningur frá
Þýskalandi og útflutningur til
Þýskalands verið svo sem hjer
seg'ir:
Innflutt Útflutt
1000 kr. 1000 kr.
1919 1254 96
1920 1866 285
1921 2368 395
1922 3972 238
1923 2599' 463
1924 2526 1454
1925 4013 1351
1926 6255 1896
1927 5982 4669
1928 8108 4841
1929 11620 5342
1930 11440 4937
1931 8612 4398
1932 5123 5006
75738 35371
Fyrstu 8 árin (191!k—1926) af
þessu tímabili hefir útflutningur-
inn til Þýskalands verið aðéins
24% af innflutningnum þaðan, en
næstu 6 árin (1927—1932) héfir
hann komist upp í 57%, en á öllu
þessu tímabili aðeins 47% (75,7:
35,4 milj. kr.). Þessi hlutföll eru
mjög óhagstæð fyrir Islendinga,
þó að þau, hafi lagast mikið síð-
an beinar skipagöngur hófust til
Hamborgar.
Innflutningur til íslands er, svo
sem kunnugt er, háður mjög
flóknu valutuleyfa-kerfi, sem ó-
mögulégt er að skýra frá í stuttu
máli. Takmarkanirnar hafa sök-
um vaxandi yfirfærsluörðugleika
Þjóðverja aukist mjög á þessu ári
og vissar vörutegundir heyra nú
undir sjerstakar nýjar reglur en
ekki hinar almennu reglúr, nema
ao nokkru leyti. Um hin ,,al-
mennu‘‘ leyfi, sem mest koma til
greina, er það að seg'ja, að þau
eru miðuð við vissa brútto-upphæð
fyrir hvern mánuð og gilda 6
mánuði í senn. í kontant-yfir-
færslur liefir mátt nota alt að
50% af mánaðarupphæðinni, þang-
að ti! í mars þ. á., að það var fært
niður í 45%, í apríl 35%, maí
25%, .júní 10%, júlí 10% og í á-
gúst á það að verá aðeins 5% sam-
] lcvæmt nýrri tilkynningu.
íslensk viðskifti í mikilli
hættu.
Þessi þróun sýnir glögt hve erf-
itt, er um allan innflutning hing-
að og að íslensk viðskifti eru hjer
í mikilli hættu. Vonir manna um,
að þetta mundi bráðlega breyt-
ast aftur til batnaðar, virðast
ekki ætla að rætast fyrst um sinn.
Vöruskiftum er sjaldnast hægt að
koma við, nema að nokkru leyti
og eru leyfin til þeirra einnig
mjijg takmörkuð.
Þar sém nú líður að þeim tíma,
að útflutningur byrjar á ýmsum
þeim vörum þessa árs framleiðslu,
sem hjer sel.jast helst. er brýn
nauðsyn að léita nýrra samninga
við Þýskaland sem fyrst. í þeim
samningum yrði að draga saman
í heild þau atriði, sem máli skifta
undir þeim skilyrðum, sem gilda
í báðum löndum sem stendur. Ut
í það skal ekki nánar farið h.jer,
en aðeins bent. á, að í greiðslu-
sk.iftunum (Zahlungsverkehr) milli
landanna verður að taka upp al-
veg nýja aðferð, sem farið er að
tíðka meira og meira í millilanda-
skiftum þeirra landa, sem legg’ja
hömlur á gjaldeyrisviðskifti. Það
hefir sýnt sig, að enga hækkun
er hægt að fá á hinum „almennu"
bruttö-leyfum (Kontingent) og ný
leyfi fást því síður, þó að um
innflutning sje að ræða eingöngu
frá löndum, sem hafa ,,aktivan“
verslunarjöfnuð við Þýskaland
eins og t. d. íslandi, svo að ein-
hverra annara aðgerða þarf með,
ef ekki á illa að fara um verslun-
arviðskiftin við Þýskaland.
Tf.jer er átt við þá g'reiðsluað-
ferð, sem kölluð er „clearing" og
ísland ætti að fara fram á gagn-
vart Þýskalandi, én þess ber vel
að gæta, að það „clearing‘£_fyr-
irkomulag' fáist, sem innan ramma
hinna þýsku valutu-ákvarðana,
hentar íslenskri verslun sem best.
Aðferðin eða „teknik“ fyrirkomu-
lagsins er í stórum dráttum þessi:
Vöruinnflytjendur þéir í Þýska-
landi, sem áður hafa flutt inn
sömu vörutegundir frá íslandi og
hafa „almennt“ valutuleyfi, geta
i'lutt inn meira af ísl. afurðum en
það, sem leyfisbrjef þeirra segir
ti] um, þe'gar leyfið nægir ekki,
með því móti að g'reiða vörurnar
inn á sjerstakan „clearing“-reikn-
ing Landsbanka íslands hjá þýská
Eíkisbankanum og á sama hátt;
greiða íslenskir vöruinnflytjend-
ur þýsk vörukaup á reikning Rík-
isbankans hjá Landsbankanum.
Aðrir bankar, sem leyfi hafa til
þess, taka auðvitað við greiðslum
til „cléaring“-banka síns lands.
Aðal bankarnir Landsb. og Rík-
bb. afreikna svo á vissum tímum
milli sín og borga útflytjendum
síns lands, þegar tilkynning um
innborgun er komin frá hinu land-
inu, svo að yfirfærslur (transfer)
eða sending' peninga (valutu) út
úr landinu koma ekki til greina
að því leyti sem viðskiftin eru
jöfn á báðar hliðar, Yms atriði
hjer að lútandi, t. d. um það,
hvernig fara skal með mismun á'
millireikningi, verða samningaat-
riði o g skipast eftir því, hve
viðskiftasamband þjóðanna er
vinsamlegt og hvað heppilegast
þykir til þess að leggja ekki ó-
þarfar hömlur á vöruskiftin.
Mjög líklegt má teljast, að
,,clearing'“-samningur fáist við
Þýskaland og að hann ætti að
vera báðum þjóðum í hag, því
að hann yrði, undir núverandi
kringumstæðum, besta étf ekki
eina úrræðið til þess að cuka við-
skiftin milli þessara skyldu
vina-þjóða eða a. m. k. að koma
í veg fyrir að þau minki óeðlilega.
í viðskiftum þessara þjóða. hefir
nú því miður þessa dagana komið
fram atriði, sem liætt er við að
trufli talsvert vinfengi þessara
þjóða, ef ekki fæst leiðrjetting á
því. Hjer er átt við leiðangur
þann, sem Þjóðverjar eru nú að
senda á íslensku síldarmiðin við
Norðurland, í þeim tilgangi að
riiinka eða hætta (seinna) síldar-
kaupum af íslending'um. Það eru
r.iikil vonbrigði, að þeir skuli á
þennan hátt taka þátt í því að
stofna tilveru íslensku þjóðarinn-
ar í voða. íslendingar skoða síld-
armiðin við landið sem sín eigin
og allir vita, að þeim er lífsspurs-
mál að geta stundað aukna síld-
veiði til útflutnings.
Síldin og síldarafurðir eru nú
all stór liður í útflutningnum til
X'ýskalands. íslenska matjes-síldin
á að fagna vaxandi markaði í
Þýskalandi. Að vísu fer nokkuð
af henni hjeðan til annara landa
á meginlandinu. Mjög nauðsyn-
legt, er að fá síldartollinn lækk-
aðan, hann er óheyrileg'a hár eða
yfir 50% af ijerðinu. Sjeu Is-
lendingar látnir njóta þess mark-
aðs, sem hjer er fyrir ísl. síld, þá
ætti að vera hægt að auka þann
innflutning mikið. Virðist ekki of-
ætlað, að Þjóðverjar gætu, ef kaup
íslendinga frá Þýskalandi aukast
að sama skapi, tekið árlega um
150—200 þús. tunnur af íslenskri
matjes-síld. Sömuleiðis mætti auka
sölu ísl. landbúnaðarafurða (hrá-
vöru) talsvert. Verslun íslands út
á við byggist á því, hve mikinn
og góðan markað það hefir fyrir
afurðir sínar, því að þjóðin á
enga varasjóði til að grípa til.
Með því gíeiðsluformi, sem hjer er
Haust úfsalan
hefst í dag
vomjmjsiÐ.
Grand HóteL
Þessi ágæta saga, sem þýdd hefir verið á
flest Evrópumál og alstaðar hlotið ein-
rórna lof er nú komin út á íslensku,
prýdd mörgum, fallegum myndum.
Kemnr í Iiókaver§anlr í dag.
stungið upp á, er aukning við-
skifía Islands og Þýskalands mjög
líkleg, ef ekki bætast við sjer-
stakar markaðstruflanir. Aukn-
íngin væri báðum þjóðum í hag.
Hin fjölbreytta framleiðsla Þýska-
lands er mjög við smekk íslend-
inga og þessvegna vel sjeð á ís-
I mdi, nægileg þekknig á viðskift-
unum er feng'in og viðskiftasam-
bönd líka.
I>ess er að vænta, að íslensk
stjórnarvöld taki upp þet.ta. mik-
ilsvarðandi viðskiftamál á um-
ræddum grundvelli, því að sú a.ð-
ferð, að fá undanþágur um inn-
Lutning til Þýskalands á einstök-
um vörutegundum nægir ekki
lengur.
Hamburg, 21. júlí 1934.
Björn Kristjánsson.
■ ■■ ------------—...
Sykur
til fultunar:
Demararasykur.
Púðursykur.
Toppasykur.
Kandíssykur
(dökkrauður).