Morgunblaðið - 01.09.1934, Qupperneq 7
m
MOBGUKBDAÐIÐ
fwmglWHlllUBM
Svoaa
hvítar
tennur
getið þjei
haft með
því að
n o t a
á v a 11
Rósól-tannkremið
túbum:
í þessum
illlstvrkur.
Umsóknum um ellistyrk úr elli-
/styrktarsjóði Reykjavíkur skal
skilað hingað á skrifstofuna
fyrir lok septembermánaðar næst-
komandi.
Eyðublöð undir umsóknir fást
hjá prestunum og hjer á skrifstof-
unni.
Borg'arstjórinn í Reykjavík,
31. ágiist 1934.
Tómas Jónsion
„Layarfoss"
fer hjeðan í kvöld kl. 10, um
V estmannaeyjar til Leith,
Noregs og Kaupm.hafnar.
nvtt diiiakiöt
afbragðs gott, hangikjöt, lifur,
hjörtu og svið. Ennfremur alls-
“Jkonar grænmeti.
Jóhannes Jóhannsson.
Grundarstíg 2. — Sími 4131.
Rabarbari
Off ódýrt
Rlómkál.
Verslunin
Kjöt & Fiskur.
Símar 3828 og 4764.
X/ifiir,
Svið,
Hjörtu.
Klein,
Sftldursgötu 14. — Símí 3073
Grænlandsleið-
angur horfinn.
J ---
f júnímánuði í sumar-j lagði
enskur leiðangur, undir for-
ystu þess manns, er Lindsay
heitir, á stað frá Jakobshöfn á
vesturströnd Grænlands og ætl-
aði að fara þvert yfir megin-
landsísinn til Angmagsalik. —
Hafði Englendingur verið þar
vestra í vetur sem leið, til þess
að búa alt undir ferðalagið,
kaupa hunda og venja þá við
að draga sleða. Ætluðu þeir f je-
lagar að fara frá Angmagsalik
með danska skipinu „Gertrud
Rask“. En nú segir í frjett frá
sendiherra Dana, að skipið sje
farið frá Angmagsalik og menn
viti ekkert um leiðangurinn.
» O —»
Qagbófc.
Veðrið (föstud. kl. 17): Kyrr-
stæð lægð fyrir sunuau ísland,
en háþrýstisvæði yfir N.-Græn-
landi. Vindur A og NA um alt
land. Stormur (9 vindstig') í Vest-
mannaeyjum og víða stinniugs-
kaldi á S. og V-landi. Þurt veður
suðvestán lands en þokusúld norð-
austan lands.
Veðurútlit í Rvík í dag: A. og'
RA-kaldi. Sennil. úrkomulaust.
Messur: í Dómkirkjúnni kl. 11
á morgun, síra Friðrik Hallgríms-;
son.
1 fríkirkjxmni á, morgun kl. 5,
síra Árni Sigurðsson.
I Ilafnarfjarðarkirkju á morg-
un kl. 2, síra Garðar Þorsteins-
son.
Eimskip. Gullfoss er á leið til
Kaupmannahafnar frá- Vestniánna
eyjum. Goðafoss fer frá Hamborg
í dag á leið til Huli. Brúavfps,s
kom frá Kaupmannahöfn í gær-
kvöldi. Dettifoss vár, á leið til
Sig'lufjarðar frá Isarirði í gær.
Lagarfoss var á Stykkishólmi í
gærmorgun, kemur hingað í dag.
Selfoss var á Vopnafirði \ gær-
morgun.
K. R. Fyrsti flokkur, æfiug á
morgun kl. 2 óg framvegis á sama,
tíma á sunnudögum í liaust jiegan
veður leyfir. ’ ■' ' tf
Bruni í Hafnarfirði. í fyhriuétt.
vakti köttur konu á Oldugötu 2
í Hafnarfjrði. Bar hann sig mjög
einkennilega að og hafði konan
engan frið fyrir honum fyr en hún
fór á fætur. Sá hún þá út um
g'lugga, að kviknað var í hlöðu,
sem Þorsteinn Björnsson kaup-
maður á, og er skamt þaðan.
Slökkviliðið var nú kvatt og tókst
að bjargá kúm ög liænsum úr
fjósi, sem er áfadt við hlöðuna. en
sennilega hefði alt[ brunnið inni,
ef kötturinn hefði ehki gert að-
vart. Eldinn tókst að slökkva, en
um 200 hestar af heyi öiunu hafa
óhýst. Eldurinn hefir komið upp
í heyinu.
Skátar (piltar og stúlkur) fund-
ur verður haldinn í Varðarhúsinu
mánudag kl. 8% e. h. Mál sem
varða öll fjelögin verða ra'dd
Mætið öll.
Bleikskjóna-málið. Út af grein-
iuni í blaðinu um daginn þar rem
sagt var frá því, að koáa úr
Reykjavík hefði tekið hest i.orð-
ur í Víðidal .og riðið á honum
suður í Borg'arfjörð, hefir maður
hennar beðið blaðið að geta þess,
að hún hafi álitið, að hún liefði
eignarrjetlt á hestinum, því að 16.
ágúst, eða viku áður en hún tók
hestinn, hafi hún skrifað- sjer á
þessa leið: „Skjóttan hp^t, sem
Gestur gamli átiti, hefi jég feng-
ið. Jeg sendi hann þegar jég get
suður, með markaðsmönnum helst.
Þú manst að hann er bleikskjótt-
Ávextir
allskonar.
ur“. — Þess má geta, að Gestur
elti konuna suður í Norðurárdal,
og þar náði hann þeim bleikskjótta i
og' fór með hanh norður.
50 ára afmæli (ekki 58) átti
Kristján Ó. Sveinsson, Laugavegi
128 í gær.
Jarðarför Antons sonar J. B.
Pjeturssonar blikksmiðs fer fram
í dag frá Fríkirkjunni og hefst
með húskveðju áð heimili foréldra,
hans, Vesturgötú 46A, kl. 1%.
Björgun frá druknun. í fyrra-
dag fell lítill drengur út af hafn-
arbryggjunni nýju á Ilúsavík.
Jóhann Havsteen, sonur Júlíusar
Havsteen sýsíumanns, var þar nær
staddur. Kastaðí liann sjer þegar
til sunds og bjargaði drengnum
frá druknun. (F.Ú.).
.Landnemar. Seinna hefti ,þessar-
ar kunnu skáldsögu eftir Fr.
Marryat er nú komið út í þýðingu
Sigurðar Skúlasonar magister.
Hýr skattstjöri. Halldór Sig-
fússon, sem verið hefir varaskatt-
stjóri að undanfömu verður sett-
ur skattstjóri hjer í Reykjavík í
staðinn fyrir Eystéin. Hann er út-
skrifaður af Samvinnuskólanum.
Sæsíminn komst í lag um há-
degi í gær.
Búðum verður ekki lokað í dag
fyr en kl. 7.
Bíóauglýsingar eru í dag á 8.
síðu blaðsins.
Útvarpið í dag: 10.00 Veður-
fresnir. 12.15 Hádegisútvarp. 15.00
Veðurfregnir. 19.10 Veðnrfregnir.
19.25 Grainmáfónitóhleikar; ,19.50
Tónleikar. 20.00 Klnkknsláttur.
Tónleikar (Útvarpstríóið). 20.30
Friettir. 21.00 Erindi. 21.30
Grammófónn: Kárlakórar. Dans-
lög til ld. 24.
K. F. U. M. og K. Hafnarfirði.
Útisamkoma verður í Kaldárseli á
morgun kl. 3. Bílar fara frá húsi
fjelagsins kl. ll f. m. og allan
daginn úr því.
Flugbátarnir ensku, sem skýrt
hefir verið frá; að kæmu hingað
í september, eru væntanlegir í
næstu viku.
Drotningin fór frá ísafirði í
gærkvöldi kl. 10 og ér væntanleg
um hádegi í dág.
Botnía kom til Leith uí fyrra-
kvöld. > Síbn
Til Rússlaoids eru nýlega farn-j
ir Bjarni . Guðniundsson stúdpnt,
Sigurður ísólfsson organleikar'i' b-r
Lárús Ingólfssón málari. Þeir ætla
f>ð vera á leiksýningaviku, scm
haldin er í Moskva.
Lagarfoss fer í kvöld til Leith,
Noregs og, Kaupmannahafnar.
Gullverð hækkaði enn f LÓhdo-
í gær upp í 140 sh. og 11% d-
tinsan. eða um 8% d- ifrá’ því í
fyrradag. Skuldabrjef Þjóðverj.a
fellu í verði, ,og ýgiis vérðbrjef
vegna verkfalísfrjettanna frá;
Bandaríkjunum.. Franki. dollar og
mörk hækkuðu enn.
„Maagen“, danskt eftirlitsskiþ
kom hingað í gaermorgun frá Græn
landi, hefir verið þar við land-
helgisgaasl^j í sumar,
g m Imþ-T > r *
Flóð í Noregi.
Osló 31. ágúst. F.B.
Miklar úrkomnr hafa verið að
undanförnu á Austur-Þelamörk og'
valdið flóðum. Flóðin sópuðu með
sjer fjórum húsum þar í hjeraðinu.
Unltea Press.
V erðlækkun.
Nýtt dilkakjöt er lækkað í verði. — Sömuleiðis flest-
ar tegundir grænmetis.
Matardeildin,
Hafnarstræti 5.
Matarbúðin,
Langaveg 42.
Kjötbúðin, Kjötbúð Austurbæjav,
Týsgötu 1. Hverfisgötu 74.
Kiötbúð Sólvalla.
Ljósvallagötu 10.
Strax l sumar
skaltu taka myndir
á frídögum þínum.
Haltu gleðistundum frídaganna nýjum um aldur og
æfi. Hvert sem þú ferð í sumar, skaltu taka þar myndir.
Það er auðvelt að ná góðum myndum með því að nota
„Verichrome“ — hraðvirkari Kodak-filmuna. Jafnvel þeg-
ar birtan er ekki sem best, gerir „Verichrome ‘ það að verk-
um að þú nærð gullfallegum myndum — myndum sem þú
hefir strax ánægju af og verða þjer eftir því dýrmætari
sem lengra líður frá.
Xfc
VERICHROME
Hraðvirka Kodak-íilinan.
Han§ Pelersen,
Bankastræti 4. Reykjavík.
Til Þingvalla, í Þrastarlund
og austur í Ölfus.
Áætlunarferðir oft á dag, bæði í dag og á morgun.
frá Steindóri.
Falaefni,
Frakkaefni
Nýtt úrval.
Ámi & Bjarni.
Ódýrustu skemtiferðirnar
um helgina eru austur í Hveragerði, Þrastalund og
Laugavatn kl. 10 árd. og 5 síðdegis. Til baka 5 og 9 síðd.
Bifreiðastöð íslands.
Sími 1540.
Ath. Okkar þægilegu 5—6—7 og 14 manna drossíur
ávalt til taks í lengri og skemri ferðir.
I