Morgunblaðið - 01.09.1934, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
fiamln Bíð
Fjorir
biðlar.
Afar skemtilegt íþrótta, ástar
og sakamálaæfintýri í 10
þáttnm, sem gerist í liinu
undurfagra vetrarlandslagi
við Stt. Moritz, — liin sanna
paradís vetraríþróttanna.
Myndin er leikin af þýskum
leikurum og aðalhlutverk
leika:
Hans Junckermann,
Grete Theimer,
Werner Fuetterer,
Peter Voss og
Fritz Rasp.
Myndin leyfð fyrir alla, og
hreinasta unun fyrir augað
að Imrfa á hana.
Pfinðkensla
ií
Helga Laxnes,
Lokastíg 22. — Sími 2529.
Grænmetl.
nýtt
daglega.
Notaður
Peninea-
skðnnr
Öskast til kaups nú þcgar.
Sími 1417.
Borgarljarðar*
dilkakjöt
Ný sending kom í gær.
Verðið lækkað.
Kaupfjelag
Borgíirðinga.
Sími 1511.
EYKJAFOSS
mViindíi- c-g
NflllMUíriSVDRi;^
VEUIVN
Ekki sólbrendar.
1 sumar þótti það ekki fínt
á amerísku baðstöðunum að stúlk-
ur væri sólbrendar. Aftur á
móti þótti sólbrúni prýði á karl-
mönnum. Það voru sólhlífaverk-
smiðjur, sem komu þessari tísku
á, og afleiðingin varð sú, að allar
stúlkur á baðstöðunum gengu
undir sólhlífum.
Eldingu
laust nýlega niður hjá Studkö t
Svíþjóð, og' kom hún fyrst niður í
ávaxtatrje, sem stóð rjett hjá
íbúðarhúsi, en þaðan fór hún í
boga yfir í annað trje. 1 því hekk
garðhrífa og mölbraut eldingin
hana og tvístruðust brotin á víð
og dreif, en trjeð sakaði ekki.
-----------——
Barnagiftingar.
Hvítársíðu-
dilkakjöt,
Hausar, lifur og hjörtu o. m. fl.
Símar 1834 — 2834 — 1636.
Kjötbúðin Borg.
Laugaveg 78.
Engiendingar hafa bannað barna
giftingar í þeim hluta Indlands,
sem þeir eig'a yfir að ráða. En
indverskir foreldrar kunna ráð
við því. Þeir fara með börn sín
inn á landsv'æði Frakka og láta
gifta þau þar, því að Frakkar
hafa ekki enn bannað barnagift
ingar. Stundum eru 90 lijón gefin
þar saman á einum degi. Eru það
stúlkur 5—8 ára og drengir 11—18
ára, sem giftast.
Ellen og
Jón Benediktsson
tannlæknar
eru komin heim
Hafnarstræti 4.
Sínii 3040.
Smjör.
Ostar.
Sardínur.
Kindakæfa.
Lifrarkæfa.
Sandw.spread.
Síld.
Asíur.
Agúrkur.
Tafjord-samskotin- Samskotum
þeim, sem gengist var fyrir handa
hinu bágstadda fólki í Tafjord, er
misti eignir sínar við skriðuhlaup-
ið og vatnsflóðið í vetur, er nú
lokið. Söfnuðust alls kr. 445.760-
Samskotanefndin hefir í blöðun-
nm látið í ]jós þakklæti sitt til
þjóðarinnar, og' sjerstaklega get-
ið hinnar miklu hjálpar, sem kom
frá norsku bygðunum í Vestur-
heimi.
dilkakjöl.
Ný verðlækkun.
Versítinín (
Kjöt & Fiskur.
Símar 3828 og 4764.
I matinn:
Nýslátrað dilkakjöt,
Verðið lægst.
Sviðin svið. Gulrófur.
Nýtt gróðrarsmjör. Soðinn og súr
hvalur og margt fleira.
Verslan
Sveíns Jóhannssonar
Bergstaðastræti 15. — Simi 2091.
Hjerna er pakning, hjerna er
kúlulega,
hjerna er ös í ákafa,
eins og á flugnaveiðara.
Wýja Btó
Riddðilon i
Draugadslnum
Spennandi og fjötug ame-
ríksk talmynd*
Aðalhlutverk leika »Cow-
boykappinn«:
Tom Keene og
Marena Kennedy.
Aukamynd:
Frá Kínaströndum.
fræðimynd í 1 þætti.
Börn fá ekki aSgang.
Nýr lax og
sjóbirtingur.
Nýtt dilkakjöt.
Svið.
Lifur.
Hangikjöt.
Margskonar pylsur.
Hjöt & fiskmetis
gerðin.
Reykhnsið.
Símar: 4467 og 2667.
Sig. Thoroddsen.
•
Landmælingar. Lóða- og halla»-
mæling'ar o. fl. verkfræðingsstörf...
Fljót og ódýr afgreiðsla.
Fríkirkjuveg 3. Sími 3227.
Heima 6—8 e. h.
SYSTURNAR. 14.
af verið í hennar augum eitthvert dásamlegt
undraland, sem börnin höfðu ekki fengið nema’
gægjast inn í. Og Lotta var að ýmsu leyti enn
ekki annað en barn.
— Nú fæ jeg loksins að vita það, sagði hún
við mig, áður en hún fór niður í búðina í íívít-
um upphlut og dökku pilsi. Það sem hún átti
að fá að vita var lejmimálið. Við hvern einstak-
an grip hjekk — eins og jeg held, að sje al-
gengt í slíkum verslunum — lítill hvítur miði
með verðinu á, en ekki í tölum, heldur í bókstöf-
um, og þessum stöfum var raðað eftir „leynimál-
inu“. En hingað til höfðu ekki aðrir þekt það cn
hr. Kleh og hægri hönd hans, hr. Schmiedel.
— Viltu sverja að segja það ekki neinum, ef
jeg segi þjer frá því? sagði Lotta um kvöldið,
þegar hún var háttuð. — Ef þú vilt sverja það,
skal jeg segja þjer það.
— En mig langar ekki nokkum skapaðan hlut
að vita það.
Hún var steini lostin af undruu. Hvernig var
það hugsanlegt, að nokkur vildi ekki alt til vinna
að fá að vita þetta töfraorð? — Jeg segi þjer
það samt, hvíslaði hún yfir öxlina á mjer. Orðið
er jasonirgot. Taktu eftir, það eru tíu bókstafir
í því og með því getur maður táknað allar tölur
upp í miljónir. Finst þjer það ekki sniðugt?
Og þetta var sama Lotta, sem hafði varðveitt
sitt eigið kvalafulla leyndarmál fyrir öllum heim-
inum. Svona er unga fólkið stundum sjálfu sjer
ósamkvæmt.
Hún stóð sig prýðilega í búðinni, svo hr. Kleh
var hrifinn af. — Þetta getur kannske nægt til að
eyða þessum heimskugrillum um háskólanám og
leikhús úr kojlinum á henni, sagði hann, — ef
hún nú kynnist versluninni út í æsar og getur tekið
við af mjer — er það kannske ekki nægilegt mark
fyrir framgirni hennar?
Honum skjátlaðist. Það, sem Lotta var hrifín af,
var alls ekki verslunarstarfið, heldur hitt, að hún
sá hvaða áhrif fegurð hennar gerði, tímann sem
mest var að gera og jólasalan náði hámarki sínu.
Því hingað til hafði ekki verið mikið tækifæri til
að láta sjá sig.
Á hverju kvöldi sagði hún mjer frá klaufalegum
smjaðuryrðum, meir og minna meinlausum tilboð-
um, símahringingum, brjefum, blómvöndum — alt
heimskulegum viðburðum, óg gerði gys að aðdá-
endum sínum, en hitt vissi jeg, að henni var það
ekki einskisvert að geta haft þannig áhrif á menn.
— Er jeg falleg? spurði hún mig einu sinni, —
eða finst þjer jeg hafa svona viðkunnanlega fram-
komu? Mig langar svo til að vita hvernig á þessu
getur staðið. Því það væri hræðileg tilhugsun, ef
þetta væri úti einn góðan veðurdag og karlmenn-
irnir færu að líta á mig eins og frú Scmiedel eða
þessháttar húsgögn.
Lotta var töfrandi í þessari fyrstu vímu, sem
fegurð hennar hafði valdið. En mjer fanst það nú
samt sem áður ekki heppilegt, að þessi brennandi
metorðagirnd hennar snerist upp í hversdagslega
umhugsun um karlmenn, af því aðrir þroskamögu-
leikar væru ekki fyrir hendi. ,
— Þú verður vonandi ekki vond og spillir fyrir
mjer ánægjunni, sagði hún við mig eitt kvöld. Jeg
lofaði því. í þetta sinn var það lítill dáti, sem hafði
hvorki orður nje skeggvöxt. Hann hafði þá uffl
daginn komið inn í búðina og spurt um verð á
kvenúrum.
— Það á að vera handa móður minni, hafði hann
sagt, þótt Lottu varðaði náttúrlega býsna lítið um
það atriði. Og þegar hún um tólfleytið fór í söng-
tímann (því hún hjelt áfram að ganga til Rachen-
macher gamla, þó ekki væri nema til þess, að hann .
misti ekki þær tekjur) — þegar hún, áem sagt,.
kom út á strætið, hitti hún litla dátann á næsta ,
götuhorni. Hann elti hana fyrst stundarkorn. en .
svo fór hann að ávarpa hana. Strax við fyrstu orð •
hans sannfærðist hún um það, að hann hjelt hana .
vera venjulega búðarstúlku.
— Það var bara þess vegna að jeg lofaði hon- -
um að ganga með mjer, skilurðu? — Mig langaði
svo til að vita, hvernig karlmenn hegða sjer við
fátækar stúlkur. Já, því pabbi á mikið til, og jeg •
er víst í rauninni góður kvenkostur — en hvernig
ætli það væri, ef jeg hefði ekki annað en andlitið?
við skulum nú snúa aftur að litla dátanum mínum..
Jeg taldi honum trú um, að jeg hefði sextíu
krónur á mánuði og af því fengi mamma fjörutíu :
og fimm, og að jeg væri svo hrædd við hr. Kleh . .
Lotta sat við búningsborðið sitt, meðan á þessari
frásögn stóð, og jeg var að greiða henni. Skæru,.
hlýju augun ljómuðu móti mjer úr speglinum. Hún
var ekki í öðru en náttkjól, því þarna var heitt í ;
herberginu.
— Það kom sjer náttúrlega vel, að Rachen-
macher gamli skyldi búa í svona fátæklegu húsi, .
því nú hjelt litli dátinn auðvitað, að jeg ætti þar
heima. Og þegar jeg svo kom aftur úr tímanum,
heldurðu þá ekki að litli dátinn hafi staðið þar og ■
hafði nú lítinn böggul í hendinni, og fjekk mjer
hann .... Hún tók lítinn brúnan böggul upp úr ■
tösku sinni: — Þarna skaltu sjá .... er það ekkl .
hrærandi?
í bögglinum voru vetlingar. Þeir voru úr grófri
og vondri ull, eins og fjekkst í þá daga: sannköll- -
uð stríðsvara. En þeir voru íóðraðir og víst vel
heitir.