Morgunblaðið - 11.09.1934, Síða 2

Morgunblaðið - 11.09.1934, Síða 2
2 M O R G U N B T ' l) 1 £)' m Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjörar: J6n Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Rltstjðrn og afgrelSsla: Austurstrætl 8. — Slml 1600. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Auglýsingaskrif stofa: Austurstræti 17. — Sími 3700. Heimaslmar: Jðn KJartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3045. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuSi. Utanlands kr. 2.50 á mánuöl í lausasölu 10 aura eintakiS. 20 aura með Eesbök. Afurðasölumálið. . Blöð rauðliða stagast mgög á því, að Morgunblaðið sje andvíg't samtökum framleiðenda um hags- .munamál sín, svo sem um sölu af- urða sinna. Allar eru þær fullyrðingar gripnar úr lausu lofti. Aldrei hefir blaðið vikið að því einu orði, að óeðlilegt væri að framleiðendur bindust samtökum um hagsmunamál sín. Eins og á- standið ér nú í landinu, þar sem hver hagsmunaflokkur rís af öðr- um, er eðlilegt að framleiðendur bindist sínum samtökum um sína hagsmuni. Aðrir menn ákveða t. d. kaupgjald það, sem þeim er gert að gréiða. Af því er sú, af- leiðing eðlileg', að þeir fái ráð- rúm og tækifæri til þess að tryggja sjer sem besta afkomu, sem besta sölu á afurðum sínum. Þeir þurfa verð fyrir vör- una, er samsvarar framleiðslu kostnaði, sín laun fyrir sitt erfiði, engu síður en daglaunamaðurinn, sem að framleiðslunni vinnur. Er ekki nema gott, að sósíalistar viðurkenni þetta í verki. , En þar méð er það ekki sagt, að hver þau lagaboð, sem hægt er að nefna því nafni, að þau ákveði „skipulag“ afurðasölunn- ar, komi því til leiðar, að þess- um grundvallarskilyrðum sje fullnægt. Því, eins og' almenningi nú er kunnugt, eru þau bráða,birgðalög um afurðasölu, er stjórnin hefir gefið út þess eðlis, að þau gefa stjórn eða meira og minna stjórnskipuðum nefndum ráðsmenskuvald yfir afurðum bændanna og afurðaverði. Því er það gersamlega undir framkvæmdum þeirra komið, hvort framleiðendur geta við þau unað. Fyrsti „árangurinn“ af „skipu- lagi“ kjötsölunnar lofar t. d. ekki góðu, þar sem sú varð raun á, að kjötverðlag’snefnd ákvað heild- söluverð kjötsins svo hátt, að það lokaði fyrir þá sölu sem undan- farin ár hefir gefið bændum hæsta verðið. Nú er eftir að vita, hvernig vald höfunum tekst að efna loforð sín í mjólkursölúmálinu, og láta neyt- endur fá 8 aurum lægra mjólkur- verð, en framleiðendur 8 aurum hærra. Uerkfallið ágerist. Kglliðir skiDSbmní. Bráðabli'gðalogin tam mftllksirsllliaiMt Fföldi Knaiinss faras#. o (kuiiiai' UEii sfórfélda gfæpi.j 1 iflloi 1 London, 10. sept. FÚ. Verkfallinu í Bandaríkjunum linnir ekki enn, heldur munu hafa bætst við tölu verkfalls- manna. Tilraunir eru sífelt gerð- ar til þess að koma á sættum, en eru enn árangurslausar. í útvarpsfregn frá London á laugardaginn, er frá því skýrt, að stórt farþegaskip, Marrow Castle, hafi brunnið þá um dag’inn. Ökipið var á leið milli New York og Hawana. , Með skipinu voru 318 farþegar en 250 manna skipshofn. Þegar eldsins varð vart, var skipið 20 mílur suður af vitaskip- inu Seotland. , Eklurinn breiddist ilt um skipið með óskiljanlegum hraða. Farþegar flestir voru í fasta- svefni, og gátu skipverjar ekki vakið farþega öðru vísi en svo, að þeir hlupu eftir göngum skipsins. og brutu rúður í hurðum farþega- klefanna, , Rjett áður en eldurinn braust út, hafði skipstjórinn orðið bráð- kvaddur. Talið að hjartaslág hafi orðið honum að bana. Skip þustu að úr öllum áttum er neyðamerkin heyrðust frá skip- inu. Á laugardaginn var það mjög óvíst hve margir höfðu bjargast úr hinu brennandi skipi. , Marg'ir farþegar héntu sjer í sjóinn. Erfitt var að koma við björgunarbátum, vegna þess, að svo mikið eldhaf var við hljeborða skipsins. Hjón, sem voru farþegar björg- úðust á sundi til lands. Þau höfðu björgunarhringi. Þau voru 6 klst. í sjó, nær dauða en lífi er þau kömú til lands. Skipbroismenn koma til New York. Berlín 10. sept. F.Ú. f gær kom skip til New York með 150 af þeim, sem björguðust af skipinu Morrow Castle, er brann í hafi. Geysimikill mannf^öldi liafði safnast saman við höfnina, er skipbrotsmennirnir gengu á land, og kváðu við á hafnarbakanum kveinstafir þeirra, er eig’i fundu ættingja sína meðal þeirra e*' bjargast höfðu. Eimskipafjelagið, er átti Mor- row Castle hefir gefið út skýrslu um slysið, en ekkert er sagt þar að svo stöddu um orsakimar til slySsins, nje hvort nokkur sjer- stakur eig'i sök á því, að það varð svona stórkostlegt. 60 lík fundin. London 8. sept. F.Ú. Sextíu lík hafa nú fundist, þeirra sem fórust með eimskipinu Morrow Castle. En 70 eru þó eftir, sem engin vitneskja er fengin um, og líklegast talið, að þeir hafi flestir farist. Sjópróf út af slysínu. New York 10. sept. F.B. Sjópróf út af Morrow Castle skiptapanum byrjar sennilega í dag. Verður þar fyrst og fremst tekið til athugunar hvort það hafi við nokkuð að styðjast, að kveikt hafi verið í skipinu. í öðru lagi •verður rannsakað hvernig á því stendur, að fleiri skipverjum en farþegúm var bjargað. Einnig verður lögð mikil áhersla á að leiða í ljós, hvort nokkuð grunsamlegt hafi verið í sambandi við fráfall skipstjórans, en hann ljest stuttu áður en éldurinn kom upp. Einnig verður í’annsakað hvern ig á því stendur, að vjelarnar biluðu, en samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem fyrir hendi eru kom eldurinn upp á einu efri þil- fai-a skipsins. Loks verður reynt að komast að hvernig á því stend- ur, að eldurinn barst svq óðfluga um skipið, sem raun varð á, og hvers vegna dráttur varð á útsend- ingum neyðarmerkjanna. United Press. Síðustu fregnir: Skipverjar segja kveikt í skipinu. London, 10. sept. FÚ. Rjettarhöld út af skipsbrun- anum í Morrow Castle standa nú yfir. Ýmsir skipverjar hafa borið það, að eldurinn hafi komið upp af manna völdum. Þeir segja, að 27. ágúst, hafi þess orðið vart að eldur var í lestinni, og hafði verið borin þangað olía. En þá var eldurinn slökktur. Nú telja þeir, að eldurinn hafi komið upp í bókasafni skipsins. Þar hafði nýlega verið gengið um, þegar eldurinn gaus upp, og ekki orðið vart við neitt. Telja þeiri ]pví ‘líklegt að eld- fim efni hafi verið borin þar að, þótt einnig sje hugsanlegt, áð kviknað hafi út frá vindlingi. Samt telja þeir ólíklegra að svo sje, vegna þess hve fljótt eldur- inn gaus upp, og hve óðfluga hann breiddist út. Skipsflakið brennur enn og hefir ekki verið unt að komast um borð. Tekist hefir að þekkja 80 lík, sem fundist, hafa úr skipinu, en 60 vantar enn, bæði farþega og skipsmenn. 137 vantar. New York, 10. sept. FB. Ward-línan hefir birt endur- skoðaðan lista ,yfir þá, sem fór- ust er Morrow Castle brann. — Samkvæmt honum fórust eða vantar 137 menn, en á skipinu voru 318 farþegar og 240 skip- Verjar. — Sjópróf út af slysinu hófust í dag. United Press. •— ■ ——•—■» Blöðin eiga að vera frfáls. London, 10. sept. FÚ. Ársfundur enskra blaða- manna hófst í dag í Blackpost. Á fundinum er m. a. rætt um ástand frjettaflutnings í heimin- um nú. Fundurinn átaldi þá jám hörðu ritskoðun, sem nú færi fram í Þýskalandi, og samþykti ályktun um það, að blöðin ættu að vera frjáls. Nýir kaupendur að Morgunblað- inu fá blaðið ókeypia tál næ«t- komandi mánaðamóta. JafsifraKnf sskýrir Alþýðnblaffilf fra werÖlagsbreylingMfiKft. í gær gengu bráðabirgðalög- in um „skipulagningu“ mjólkur- sölunnar í gildi. Eru þau í aðal- atriðum eins og áður hefir ver- ið skýrt frá, um verðjöfnunar- skatt, sölumiðstöðvar, verðlags- nefndir og allsherjar mjólkur- sölunejmd. Jafnframt því, sem Alþýðu- blaðið birtir öll lögin, skýrir blaðið frá því, að útsöluverð mjólkur hjer í bænum lækki um 7—8 aura líter nú innan skams. En útborgun til framleiðenda eigi að hækka að sama skapi, um 7—8 aura. Gott er að eiga á góðu von, geta framleiðendur sagt, sem éiga að njóta verðhækkunar, og neytendur, sem eiga að njóta verðlækkunar. Að verðjöfnunarskatturinn og annað fyrirkomulag á mjólkur- sölunni eyðiieggi kúabú Reyk- víkinga, er mál, sem ekki virðist koma núverandi landsstjórn við. Hún ætlast e. t. v. til, að Reyk- víkingar, sem hafa lífsframfæri sitt af búrekstri og mjólkursölu, eigi að hlakka til þess að bæta*t í atvinnuleysingjahópinn. En meðal annara orða: Ætlaði núverandi landsstjórn ekki, með nýjum ,,skipulögum“ að afnema atvinnuleysið í skyndi? Benes gerir upp reikning Þjóðabandalagsins. Benes. London, 10. sept. FÚ. Ársfúndur Þjóðabandalagsins hófst í dag og var Benes kosinn forseti. Setningarræða hans sner ist um úrlausnarefni þau, sem framundan eru í heiminum, og afstöðu Þjóðabandalagsins til þeirra. Benes sagði, að heims- kreppa væri nú í hugsjónum, sið- gæði, trú, viðskiftamálum, þjóð- fjelagsmálum og í innanlands- málum þjóðanna og milliríkja- málum. I heiminum er nú al- menn óvissa á öllum sviðum um það, sem fram undan er. Svo sneri Benes sjer að því, að gera upp reikninga Þjóðabanda- lagsins. Tapsmegin á þeim reikn ingi taldi hann úrsögn Japana og Þjóðverja úr bandalaginu, stríðið í Suður-Ameríku, við- sjárnar í Austur-Asíu og það, að afvopnunarráðstefnan hefði mis hepnast. En tekjumegin taldi hann það, að Bandaríkin hefðu nálgast bandalagið meira en áður, og að horfur væru á því, að Sovét- Rússland gengi í það, Hann sagði, að engin von gæti verið um það, að Þjóðabandalagið nyti sín, eða að heilbrigt ástand kæmist á í heiminum fyr en full samvinna væri komin á milli þessara þjóða og bandalagsins. Tekjumegin taldi hann einnig það, sem hlutast hefði verið til um frið í Suður-Ameríku og samninga um samvinnu í Aust- ur-Evrópu. íkviknun í Siglufirði. Slökkviliðinu tókst að kæfa eldinn áður en verulegt tjón varð að. Siglufirði, mánudag.. (Einkaskeyti til Morgunblaðsins). Eldur kviknaði um kl. hálfsjö í morgun í kaffihúsinu Brúarfossi. Kviknað hafði út frá rafmagns- lögn á hanabjálkalofti. Fólk bjó í kjallara hússins og var alt sofandi, en aðkomustúlka sá reykjareim leggja upp um mæn irinn, og' vakti fólkið. , Slökkviliðið var þegar kvatt á vettvang. Hafði eldurinn þá ekki gripið um sig og tókst bráðlega að slökkva lxann. Urðxx skemdir litlar. Norskir leiðangrar. koma heim frá Austur- Grænlandi. Oslo, 10. sept. FB. Hoel docent er farinn til Ála- sunds til þess að taka móti leið- angursmönnum þeim, sem þang- að eru nú væntanlegir frá Aust- ur-Grænlandi. Eru það Ingstade Tollefssens, Giævers og „Arkt- isk Næringsliv“ leiðangrarnir, sem um er að ræða. Ellefu Norð- menn hafa vetursetu á norsku stöðvunum í Austur-Grænlandi. Otto keisaraefni í Ósló. Oslo, 10. sept. FB. Otto erkihertogi af Habsburg er nýkominn til Ósló og gistir á Grand Hotel undir nafninu von Bahr hertogi. \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.