Morgunblaðið - 15.09.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.09.1934, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ KVEIÍÞJÓÐIN OQ MEIMILIN „Mey skal að raorgni lofa“. Matreíðsía. Svo segir gamalt spakmæli. Þetta datt mjer í hug am dag- inn, er kunningi minn sagði mjer þá sögu af sjer, að hann hefði á yngri árum orðið bráðskotinn í stúlku. Þetta var á dansleik. Vinur hans, sem stúlkuna þekti og sá hverju fram fór, sagði við hann: Farðu heim til hennar einhvern- tíma snemma dag's. Sjáðu hvernig hún er á morgnana, hvernig hún þá er í skapinu, og hvernig þjer þá líst á hana. Því á morgnana fær maður rjettust kynni af konuefn- imr sínu. Hann gerði svo, og' giftist síðar, annari. Hvað er ömurlegra en morgun- stúrin eiginkona, og hvað er ánægjulegra en sjá konuna sína vakna hressa og' káta að morgni dags? Karlmön unum oíaukið. Dr. Enid Charles, vísindakona ein mikil í Eng'landi, hefir gefið út bók, „The twilight af parent- hood“, þar lætur hún í ljósi þá skoðun, að tími sje til kominn fyr- ir konur að hafa hönd í bagga með stjórninni í heiminum. Hiín hefir tekið eftir því að íbú- ar jarðar eru að verða æ lítilfjör- legri og lítilfjörlegri með liverjum degi. Á því verður að ráða bót. En hvernig? Jú, frú Charles kann ráð. Hún segir að það eigi blátt áfram að taka öll völd af karl- mönnunum, reka þá úr öllum trún aðarstöðum og embættum, ræna þá eignarrjettinum og láta þá gæta barna og búa til mat. Þetta getur vel orðið þannig, segir frúin, og' hún spáir, að þeir tímar muni koma, þegar það sje aðeins hvers- dagslegur viðburður að börn komi í heiminn á vísindalegan hátt, og þá sje hægt að ráða, hvers kynt þau verði. En þá á að framleiða stúíkubörn aðallega, og eiugöngu það mörg sveinbörn, að konurnar hafi næg'janlega marga þræla til þess að stjana við sig. En það mun ekki líða á löngu áður en svo er komið að kárlmönnum er al- veg ofaukið í heiminum og þá .kemst regla á hlutina. Þetta segir frú Charles. En ætli henni hafi nú ekki yfirsjest í einu -og öðru ? Ný filmstjarna. Þetta er nýjasta filmstjarnan í Hollywood. Hún heitir Pat Paterson. Hagnýting berja. Nú eru berin komin, bæði blá- ber og ribsber. Þau eru annað- hvort borðuð ný, eða geymd á ýmsan hátt. Hjer eru nokkrar leið- beiníngar um hagnýting berja. Bláberjasaft. 4 I. bláber. 1 Vj: I. vatn. , Sykui'. Berin eru hreinsuð og soðin 44 klst. í vatninu. Síuð og löguriún mældur. í 1 I. af leginum þarf 44 kg. sykur. 'Sykurinn og lögurinn soðið saman í 44 klst. Froðan veidd vel ofan af. Tekið af eld- inum og helt á flöskur, tappi lát- inn í og lakkað strax yfir. Best er að g'eyma flöskurnar á þurk- lofti, og er þá ekki nauðsynlegt að lakka yfir þær. Bláberja- og rabarbaramauk y2 kg. bláber. y2 kg. rabarbari. . 1 kg. sykur. Bláberin hreinsuð, rabarbarinn þveginn og brytjaður. Sykur og rabarbari sett í pottinn og soðið í 1 klst. Þá eru berin sett út í og alt soðið þar til það er komið í mauk. Sett í hreinar krukkur og bundið yfir þær. Heil bláber (mauk). 44 kg. bláber. I44dl. vatn. 44 kg sykur. Berin eru hreinsuð mjög vel. Þau mega ekki vera marin. Syk- urinn látinn í vatnið, og þegar hann er runninn eru berin sett út í. Soðið í 15 mínútur. Berin síuð frá á gatasigti og látin í vel lireina og þurra krukku, saftin síðan soðin í 10 til 20 mín., og helt yfir beriri. Smjör- pappír settur yfir, eins og' annað mauk. Borðað með steik og öðrum kjötrjéttum, einnig er það gott með pönnukökum og brauði yfir- leitt. Niðursoði nbláber. Ný bláber eru þvegin vel og' í 1 kg. af berjum er blandað 150 til 200 gr. af sykri, á meðan berin eru vot eftir þvottinn. Síðan eru þau látin í vel hrein glös eða flöskur. Undir bláber getur maður vel notað venjulegar Jlöskur, vegna þess hve berin eru smá. Bómullartappi látinn í flöskurnar og þær settar niður í vatnspott, en pappír hafður í botninum á pott- inum. Síðan er vatnið látið komast alt að suðu (80—90°) og látið vera þannig í 20 mín. Maður getur einnig’ soðið bláber niður án sykurs. Tappi er settur í flösk- una og hún lökkuð. Þurkuð bláber. Bláberin eru hreinsuð vel, raðað á brjef og' þurkuð úti fyrst einn dag. Þá éru þau látin í bakarofn á brjefinu, og þurkuð við 50—60° hita, og er ofninn hafður opinn. Þegar þau eru alveg skorpin eru þau fuþ þurkuð, og eru þá geymd í blikkkassa. Digni þau aftur eru þau þurkuð betur. Berin eru lögð í bleyti, eins og aðrir þurkaðir ávextir, daginn áður en á að nota þau. Helga Siguiðardóttir. Tíska. Telpukjólar, Hlírapils og angóra-peysa. Rósóttur ullar-mouselin-kjóll. Litlu stúlkunum finst líka gam- an að fá kjóla, eins og þeim full- orðnu. Telpurnar hjer á myndinni eru ekki háar í lofti, en þær eru engu að síður harðánægðar með sjálfa sig, í nýju kjólunum sínum. Sú til vinstri er í angóra-peysu, Ijósri og einlitri, og ullarpilsi með hlýrum. En hin er í rósóttum ullar-mousel- ini-kjól, með hvítuin ermum og belti. Er hægt að sauma þann ltjól úr afgang, og kannske líka einlita treyju við. Eins er liægt að sauma treyju við hinn kjólinn, úr sama efni og' pilsið. Þá verður það haust-„dragt“ og í vetur kjól, ef blússa er notuð í stað peysunn- ar. Lítt áberandi, J— en smekklegt. ,Að vera látlaus í klæðaburði er bæði það fallegasta og ódýrasta. Reyndar verður kjóll með veru- lega fallegu og fínu sniði, upp- haflega nokkuð dýr, en hann end- ist líka helmingi lengur og verður ekki eins fljótt gamaldags og leið- inlegur og- sje hann með öllu mögulegri útfhiri. Grár ullar-jersey kjóll. Þessi kjóll er t. d. afar óbrotinn. Eina skrautið á lionum er silki- slaufa á annari öxlinni. Hann er úr gráu ullar-jersey, er fínlegur og smekklegur, og' hægt að nota hann bæði nú í baust og í vetur. M U N I Ð — —- — að látúnsmunum er hægt að halda fallegum, án þes.s að nota Jægilög, sem oft vill setj- ast í allar skorur, með því að nudda þá vel með sundurskorinni sítrónu. , -------að flókahatta má gera fallega með því að nudda þá með klút, vel vættum í steinolíu. Síðan verður að viðra þá í nokkra daga, svo að steinolíulyktin hverfi. — ----að ryðguð járn má gera falleg með því að hreinsa þau með vaxi og salti. Maður sker vaxmola í klút og nuddar járnið með því meðan það er Iieitt. Því næst er járnið nuddað með brjefi og' salti. —- — -— að komi sót frá ofnin- um á gólfteppið, má ná sótblett- unum úr með því, að strá matar- salti á blettina, þá hverfa þeir á skömmum tíma. -------að rauðvmsblettum og öðrum vínblettum má reyha að ná úr þannig: að dýfa blettinum í mjólk og láta hann vera í mjólk- inni uns hún er orðin súr. -------að maður gætir ekki að hreinlætinu á miðju gólfinu. Hins- veg'ar sjest það greinilega á því, hvort öll horn eru lirein, karklút- urinn vel þveginn og undinn, vaskurinn og uppþvottabalinn hreinn, sleifarnar hvítskúraðar o. s. frv. Fegurð og snyrtimenska. (Niðurl.) IX. Ilmvatn — í hófi fyrir alla muni. Lyktin má ekki anga uni al't, þó góð sje. Helst ætti hver að nota ávalt sína vissu teg'und. Þá verður hún sjerkennileg fyrir hann. En með tímanum liættir maður þá að finna lyktina sjálfur, og þá má varast að nota of mikið af ilminum, svo að hann verði ekki öðrum óþolandi. Og svo er það annað. Þeg'ar sín er lyktin af hverju fegrunar- meðalinu verður úr öllu saman óskemtilegur hrærigrautur. Þess- vegna er ráðlegt fyrir þá, sem hafa mætur á ilmvatni, að hafa önnur fegrunarmeðul lyktarlaus. Ilmvatnið má ekki setja í fötin. Það setur í þau bletti og lyktar illa þegar frá líður. X. Og að lokum: Klæðist látlaus- um, smekklegum og viðeigandi föt um. Þú mátt ekki vera eins og' þú sjert í nýjum kjól, sem þú kant ekki við þig í. Nei, að vera frjáls- leg og örugg um sig, hafa á til- finningunni að vera einmitt í þeim rjettu, viðeigandi fötum og- eins og skyldi hvað alla snyrtingu snertir, þannig á það að vera. Þannig' er konan, sem kann sig. Hún þarf ekki að hafa úr svo miklu að spila. Mörg konan hefir meira, sem elskar. að láta á sjer bera með tildurslegum klæða- burði en virtist þó aldrei fín. Nei, mestu ræður smekkvísin og hreinlætið, haldist það í hend- ur hjá manneskjunni, fær hún á síg menningarbrag og kemur ávalt fyrir sjónir jafn viðkunnanleg og snyrtileg, sjálfri sjer og öðrum til ánægju. Föt Mariu Antoinette. Fötin, sem Maria Antoinette drotning á að hafa verið í, skömmu áður en hún var líflá'tin árið 1793 eru á heimssýningunni í Chieago. Á myndinni er kona frá Chicago í búning'num,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.