Morgunblaðið - 15.09.1934, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.09.1934, Blaðsíða 7
Bófar hóta að ræna prínsessu. Hinn 20. ágúst vakti sú fregn skelfingu um alt England, að her- toginn af York (næst élsti sonur Breta konungs) og kona hans höfðu fengið brjef frá einhverjuiu bófum, og hóta þeir því að ræna dætrum þeirra, Elísabeth og Margareth Rose, nema því_aðeins að gríðarhátt lausnargjald sje g-Teitt fyrir þær. Prinsessurnar, sem enn eru börn að aldri, dvelja nú sem stendur í Glamis-kastala í Skotlandi. Þang- að var áður öllum leyfilegt að koma, en nú hefir allur gesta- gangur verið bannaður og öll hlið harðlokuð. Er þetta svo strangt, að þjónar verða að sýna skilríki, ef þeir þurfa að komast inn í kast alann. Hertoginn og kona hans bjtiggu um þessar mundir í Gann- ochi, veiðihöll Pierpont Morgans. Yörður var þegar settur um þá höll og' lögregluþjónar og leyni- lögregluþjónar hafðir á öllum veg- um og stígum, sem að henni liggja. Mannrán. Þrátt fyrir allar íálraunir yfir- valdanna í Bandaríkjum til þess að koma í veg fyrir mannrán, eru þau framin hvað eftir annað. Um miðjan ágúst fór baptista- prestur frá Goldsboro í bíl og ætlaði til Smithfield til að messa þar. En á leiðinni hvarf hann og .vita menn ekki hvað af hohum hefir orðið annað en það að hon- iim var rænt. Kona hans fekk brjef frá bófunum og kröfðuslt þeir þess, að fá 25.000 dollara í lausn- arg'jald fyrir hann, ef hún vildi heimta hann aftur lifandi. Konan jsneri sjer til lögreglunnar, en hún gat ekkert gert. Nokkru áður hafði verið vellauðugum brnao unarmanni, ’-J-ohn Lhba'4- dö naíni- Bófarnir seiv, .^ndu honum símuðu tvívegis til bróður lians og kröfðust 15.000 dailara lausnargjalds. Settu þeir honum ákveðinh Trest til 4iCss að greiðá fjeð, og ef það yrði ekki greitt, hóltíuðu þeir að drepa bróð- ur Kans. Fjeð var ekki greitt inn- an liins ákveðna tíma. Arnoíd Földesy Innan skamms verður viðburð- •• % ur í músíklífi voru, sem telja má alveg einsdæmi, sem sje hljóm- leikar Ungverjans Arnold Földesy á þriðjudaginn kemur. Hingað til hafa erlendir celloleikarar lítt lagt leið sína liingað til lands, yfirleitt, og aldrei fyr hefir neinn hingað komið, sem heiinsfrægð hefir hlot- :ið fyrir leik sinn á það hljóðfæri. Og hver sá, sem verður svo lán- sarnur að hlusta á Földesy, mun sannfærast um, að hjer er óvenju- legur listamaður á ferðinni, og lieimsfrægðin, sém nefnd var, mun síst vera óverðskulduð. Enda bafa aðrar þjóðir, sem á listamanninn liafa hlustað, eltki sparað lofs- yrðin %ftir að liafa heyrt hann, og fáir munu þeir vera meðai helstu hljómsveitarstjóra álfunn- ar, sem ekki hafa einhverntíma haft liann sem einleikara á híjóm- leikum sínum. Mun því óhætt að hvetja Reykvíkinga til að lilusta á þessa fyrstu hljómleika, en eftir að menn hafa heyrt Földesy einu sinni, verður frelcari hvatningar ekki þörf. c. Qagbók. Veðrið (föstud. kl. 17): Ný lægð er að nálgast ísland úr Suðvestri,; Mun hún fyrst valda alllivassri S- átt og' rigningu um mestan bluta .landsins, en síðan mun ganga til SV-áttar. Veðurútlit í Rvík í dag: Stinn- ingskaldi á S. og SV. Skúrir. Messað í dómkirkjunni á morg- un kl. 11, síra Bjarni Jónsson, • Messað í fríkirkjunni á morgun kl. 5, síra Árni Sigurðsson. Messað í Ilafnarfjarðarkirkju á morgun kl. 2, síra Garðar Þor- 'einsson. — Messað í Bessastaða- kirkju á morgun kl. 4, síra Garðar Þorsteinsson. Nýir kaupendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókeypis til næsu mánaðamóta. 50 ára afmæli á Stefán Jónsson bóndi að Hlíð í Lóni á morgun. Einkalíf Hinriks áttunda, Hin- rik Vm var konungur í Englandi frá 1509—1547. Var hann ekki við eina fjöl feldur, sjerstaklega í kvennamálum. Ut af ævisogú, hans hefir verið gerð kvikmynd í Englandi, og verður hún sýnd í Bíó í kvöld. — Það liefir verið sagt að Ameríkumenn háfi farið fram úr Englöndingtjrn seinustu árum í kvikmyndagerð, en nii hafi Englendingar náð; þeim, og jafnvel skarað fram úr með þessari mynd um Hinrik VJTT., pví að hún sje sjerstaklega 'vel leikin, tjöld frábærlega vel g'erð, búningar færðir til þess tíma, og leikarar, sjerstaklega þó Charles Laughton, sém leikur kon- unginn, fari vel með hlutvérk sitt. Innanfj elagsmóti Sundfj elagsiim Ægis, sem átti að byrja 16. þ. m., verður frestað til 30. þ. m. Því eru þátttakendur beðnir að tala sem fyrst við sundkennarann við- víkjandi æfingum. Landsnefnd Hallgrímskirkju. Á Landsnefnd Hallgrímskirkju hef- ir orðið sú breyting, að Knútur Arngrímsson, sem nú dvelur er- lendis, hefir vikið þar sæti, en í stað hans er, kominn. í nefndina Guðmundur Gunnlaugsson kaup- maður, til heimilis á Leifsgötu 16 í Reykjavík. Sker hefir fundist um y2 sjó- mílu norðvestur frá Lágey (ann- afi af Mánareyjum út af Tjör- iesi). Eru sjómenn varaðir við því að fara leiðina milli Mánár- eyjar og Eyjarbrekku, og fara nær Mánareyjum en sem svarar sjómílu, Stúdentaskifti við Þýskaland. Á undanförnum árum hafa stúdenta- skifti farið fram milli Þýskalandá, og íslands, þannig', að einn eða fleiri íslenskir stúdentar hafá fengið ókeypis vist að þýskum háskóla gegn því að þýskir stú- dentar nyti sömu rjettinda hjer. Einn ísl. stúdent getur nú komist að við þýska háskóla í haust gegn í, að aðstandendur lians sjái þýskum stúdent fyrir uppihaldi hjer. Þeir, sem sinna vííja pesáu, getur orðið tU álitshnekkis í mannfjelaginu. TK JER þekkið hvílík óþægindi mað- ur getur fengið í hörundið eftir að maður hefir dvalið lengi í vondu lofti. Það er einnig óheilnæmt. Mað- ur á á hættu, að svitaholurnar stífl- ist, ef að svitinn sem þefurinn er af er ekki hreinsaður að fullu. Það er ekki aðeins að hörundið missi frísk- leika sinn heldur er þetta einnig óviðfeldið, fyrir aðra, — en sá sem svitalyktinni veldur hefir ekki hpgmynd nm hvaS Ticmn txefic gert. Eigðu ekkert á LIFEBUOY HANDSÁPAN hættu! Fyrirbygðu svitalyktina. Hin nýja Lifebuoy handsápa fjarlægir á- hrif svitans þægilega og að fullu. Þægilega vegna þess að hún er mild og freyðir vel og hefir hressandi áhrif. Og að fullu — því að löður hennar hefir sterk hreinsunaráhrif. Hún nemur á burt hinn leiðinlega svita, sem skapar lyktina — og verndar húðina um leið og hún hreinsar. Þjer fellið yður vel við hið hress- andi og heil- næma löður Lifefcuoy handsápunn- ar — fáið yð ur stykki í dag. i-EVER BROTHERS LIMITED, PORT SUNLIGHT, ENGLAN gerir úí af við svitalyktina. M-LBT 3 59-4 9A IC geta shúið sjér tiLpróf. Alexanders Jóhannessonar. Nf bók: Þorsteiiiift Jósefsson: Tindar. Sögtir. Þessi efnilegi og víðförli rithöfundur hefir áður birt sögur og ferðasögur í innlendum og erlendum tímaritum, en hjer kemur fyrsta bókin frá hans hendi. — Fæst hjá bóksölum. ísland í erlendiun blöðum. I á- gústhefti mánaðarritsins „Nieder- sachsen“, sem gefið er út í Hann- over, er grein sem nefnist „Vík- ingerfahrt nach Island“. — „Frei- heítskampf“. Dresden, 23. ágúst, birtir grein, sem nefnist „Island und die nordisch-germanische \Velt“. -— 1 „Völkischer Beo- bacbter“ 25. S.m. birtist grein, sehi nefnist ),In der Urheimat nordischer Bauernkultur“. — í „Berliner Tageblatt“ 26. ágúst: „Iálándische Pergament hand- schriften“. 1 „Berliner Tageblatt“ 26. s.m.: „Auf der Insel im Nord- meer“. í „Berliner Börsen-Zeituþg“ 31.’ s.m.: „Die erste Besiedelung Islands“. (F.B.). lEimskip. Gullfoss er í Reykja- vík. Goðafoss kom til Akureyrar í )gær. Dettifoss kom til Hainborgar í gærmorgun.. Brúarfoss er á leið tjb Leith. Lagarfoss er í Kaup- mannáhöfn. Sélfoss er í Reykjavík. Útvarpið í dag: 10,00 Veður- fregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,25 Grammófóntónleikar. 19,50 Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Tónleikar (Útvarpstríóið). 20,30 Frjettir. 21,00 Upplestur (Brynjólf ,ur Jóhannesson). 21,30 Grainmó- fónkórsöiígur (íslenskir kórar). 21,30 Danslög til kl. 24. Peiicanlitirnir í glösum og túbum, eru komnir. BÓKAVERSLUN Dór, B. Dorlðkssonar. Bankastræti 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.