Morgunblaðið - 15.09.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.09.1934, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ sa B IDROTTIR Meistaramót Í.S.Í. Yftrllt — Frífinitíðarhorfur. Með þessu móti er }já lokið skeppui íþróttamanna okkar í frjálsum íþróttum á þessu ári. K. K. hefir staðið fyrir þessu :imóti og’ einnig' allsherjarmótinu í sumar. Skal stjórn K. R. og •.starfsmönnum, sagt það til verð- iugs lofs, að þeim hefir farist :;stjórnin prýðilega. Sjerstaklega þó umsjón og stjórn meistaramóts ins. Þar var Kristján Gestsson iéikstjóri og með sínum mikla Mugnaði tókst honum að láta ihverja keppni ganga svo vel og „greiðlega að öllum var.til gleði og Anæg'ju. Það er afarerfitt verk að .•stjórna svona mótum vel, því sum- ár íþróttamannanna keppa í mörg- íim íþróttum sama daginn. Yeldur :slíkt eðlilega miklum töfum. Að Jessu sinni tókst alt þó svo vel og' jgreiðlega að menn voru ekki varir Iþess að nokkuð tefði. Kristjáil og K. K. á því skilið þakldæti og heiður fyrir stjórn mótánna í sumar. Hvað er þá að segja um árangur «og framfarir í frjálsum íþróttum á sumar 1 , -,í þeim efnum verðum við, eins og •annarsstaðar að liorfast í augu við það raunverulega — sannleikann. Arangurinn er ekki glæsilegur: :2—3 ný met, og það er sára lítið þeg’ar þess er gætt, að öll metin ■<eru lítilfjörleg, Þetta væri þó ekki sem verst ef íþróttaiðkanirnar í þessari grein (frjáls. íþr.) næðu til fjöldans — alls almennings —- •yngri manna. Það er svo langt ;frá því að svo sje. Á hverju móti, sem haldið er hjer í Reykjavík, ikeppa um 40 menn og færri í drengjamótunum. Bærinn telur ;yfir 30 þús. íbúa. Geta því allir sjeð að þátttakan er altof lítil — nálega til skammar. Áður fyr var keppendafjöldinn miklu meiri og árangurinn tiltölulega ' betri. Yið verðum að horfast í augu við sannleikann. Frjálsar íþróttir eru hjer í megnustu afturför. Þátttak- ■endafjöldinn er minni en áður og í fjölda mörg'um íþróttum Ijelegri >en áður. Hið eina nýja met setti einn ,,af þeim eidri“, Karl Vilmundarson •t>g varð meistari í 3 öðrum íþrótt- um. Garðar Gíslason setti met í 100 metra hlaupi fyrir 8 árum. Hann sigrar alla keppinauta sína ■enn í dag. Varð meistari í 100 og 200 metra hlaupi. Karl Sigurhans- son sigraði enn í 10 km. lilaupi og Helgi Eiríksson, sem fyrir mörgum árum var einn okkar bestu spretthlaupara og sem á metið í hástÖkki, 1 m. 75,5 em. (stökk 1 m. 81 cm. í Kaupmanna- ’höfn, en það met var þá ekki hægt •að staðfesta), hann hlýtur nú meistaratignina í hástökki (óæfð-1, ur þó) með 1 m. 59 cm., og enginn hinna stekkur yfir 1 m. 57 cm. Þetta sýnir svo mikla afturför, æfinga- og áhugaleysi, að það er til stórskammar. Nú getur verið að mönnum finnist of lítið gert úr hinum yngri mönnum. Því miður •er það ekki svo. Jóhann Jóhannes- .son vann rnörg verðlaun á þessu móti og fyrstu verðlaun á alls- herjarmótinu, og’ er óhætt »að telja hann til þeirra eldri. Þá má benda á það að methafinn í kringlukasti, Þorgeir Jónsson, sem að vísu er einn okkar bestu kast- ara, og íþróttamaður í bestu merk- ingu þess orðs, kemur þarna óæfð- ur og vinnur til vérðlauna. Á allsherjarmótinu hlaut Magnús Guðbjörnsson verðlaun og hann er þó víst allra elsti keppandi, sem til er í bænum. Hefir kept yfir 15 ár. Samt hlýtur hann verðlaun á allsherjarmótinu. Nei, góðir íþróttamenn. Það er ekki óeðlileg't þó bent sje á þessar staðreyndir. Það er um mikla aft- urför að ræða í frjálsum íþróttum. Haldi þessu áfram og neðar getum við varla komost, þá er dauðinn vís fyrir frjálsar íþróttir hjer, en fari svo mun fleira fylgja á eftir. er ekki því að leyna að ástandið er hörmulegt — og Olympiuleikar framundan, eftir að eins 2 ár (tæp þó). Hvað á að gera? Hvar eru þeir ungu, sem taka eiga við. Fjelög og einstaklingar, sem á- huga hafa fyrir frjálsum íþrótt- um verða að taka höndum saman um það, að efla áhuga sem flestra íþróttamanna — sjerstaklega þeirra yngri, fyrir frjálsum íþrótt- um. Fá þá til að ganga í íþrótta- fjelögin. Útvega þeim kennara og skapa þeim skilyrði til æfinga. Einnig að efla áhuga eldri íþrótta- manna og annara bæjarbúa til að styrkja þetta mál, beint og óbeint. Forystu í þessu máli ætti í- þróttaráð Reykjavíkur að taka í sínar hendur. Getur það kvatt sjer til aðstoðar alla þá menn, sem þörf er á. Og fjárhagslegan og skipulagslegan stuðning á stjórn f. S. í. að veita eftir því, sem hægt er. „ Þó frjálsar íþróttir standi illa sem stendur, er þó til sá grund- völlur sem liægt er að byggja á glæsilega framtíð. Meðal hinna eldri eru til nægir færir menn, sem geta ef 'viljann ekki vantar, tekið að sjér kenslu-, „agitations“, og skipulagsstarfið. Þrátt fyrir deyfðina og miður góðan árangur er þó til „grindin" í efnilegan og afrekaríkan flokk íþróttamanna, sem ættu að geta gengið á undan f jöldanum — þátt- takendum og keppendum. Þar má nefna: , Garðar S. Gíslason, Stein Guð- mundsson og- Daníél Loftsson, í stutthlaupum. Ólaf Guðmundsson, Gísla Kjærnested, Stefán Guð- mundsson og Þórarinn Guðmunds- son í hlaupum, 4—1500 metra. Sverrir Jóhannesson, Magnús Guðbjörnsson, Karl Sigurhansson, Gísli Albertsson, Jóhann Jóliann- esson o. fl., til hlaupa fró 1500 m. og' alt til maraþonshlaups. Kringlukast, kúluvarp og spjót- kast: Sig. T. Sigurðsson, Ingvar •Ólafsson, Júlíus Snorrason, Kristj- án Jónsson, Þorgeir Jónsson, Karl Vilmundarson o. fl. f stökkum: Karl Vilmundarson, Helgi Eirílrss., Steinn Guðmundss., Daníel Loftsson, Hallstein Hinriks- Jóhann Jóhannesson, Garðar Gísla- son, Sigurður Ólafsson, Sig'urður Gíslason o. fl. í göngu: Hauk Einarsson o. fl. Þessir menn allir vel æfðir og áhugasamir, géta ef þeir vilja aukið mjög áhuga ungra manna, hjálpað þeim og stutt þá á leið þeirra til keppni og í keppni í frjálsum íþróttum. Eggja jeg hjer með lögeggjan alla þá menn, alla eldri íþrótta- menn, stjórnir fjelaganna, íþrótta- ráðið og í. S. í., til þess að vinna sameiginlega og í friði og ein- lægni að því að efla hinar frjálsu íþróttir, svo þær geti blómgast í landinu og svo að við getum sent minst 4—6 menn til Olympíu- leikanna í Berlín 1936. Olympíunefnd í. S. í., er nú tek- in til starfa. Hún á meðal annars að safna fje til þátttöku íþrót.ta- manna hjeðan. í ]>ví starfi vonast hún eftir þátttöku og aðstoð allra íþróttamanna. Það fje, sein safnast, verður út- hlutað til íþróttamanna, sem hæfir reynast t i I keppni í leikjunum. Eins og nú standa sakir er ekki einn einasti íþróttamaður í frjáls- um íþróttum hæfur til keppni þar. Mennirnir eru þó til. Þá vantar áhuga, dugnað, þjálfun og kepnis- kunnáttu. Tvö ár eru til stefnu. Tiltölulega ódýrt verður að senda mennina. Á sú skömm að henda fsland, að engan ykkar, þjer frjálsu íþróttamenn, verði hægt að senda sökum ræktarleysis ykk- ar við ykkar eigin íþróttagrein? K. Þ. Jósep Scherens, sigurvegarinn í „Grand prix“ hjól réiðunum, sem fóru fram í Kaup- mannahöfn í byrjun ágústmánað- ar. 2. verðlaun hlaut Albert Riehter og 3. vcrSlcim ■ daninn Willy Falclc llauscn. Kcpninni um heimsmeistaratignina í hjólreiðum er lokið, en hún fór fram í Leip- zig. Sigraði Schérens þar glæsi- lega og er nú heimsmeistari at- vinnumanna í hjólreiðum. -----—-------------- Heimsmet. Gangur 30 km. Delinsj frá Lata- viu á 2 tím. 30 mín. 6 sék. Sund, frjáls aðf. 800 metra. Negami frá Japan 10 mín. 4,2 sek. Sund, frjáls aðf. 1000 metra. Negami frá Japan 12 mín. 41,8 sek. íþróttayf irlit. Heimsmet. Glen Hardin, einn þeirra Ame- ríkumanna, sem nú ferðast um Ev- rópu, setti nýleg'a glæsilegt heims- mét í 400 metra grindahlaupi á 50,6 sek. Þótti met þetta afburða gott eins og von er til og var mik- , ið talað um hvort það væri ekki besta met, sem nokkurntíma hefir vérið sett. Það er metið ekki, þó gott sje. Sjest það ef reilmað er eftir tugþrautartöflunni, að ýms önnur met eru enn betri: 1. (Walter Marty, U. S. A. Há- stökk 2 m. 0,7 cm. gefur 1122,5 stig. 2. M. Jarvinen, Finnland. Spjót- kast 76,10 m. 1122 stig. 3. R. Metcalfe, U. S. A. Hlaup 200 metra á 20,4 sek. 1120 stig. 4. Graber, U. S. A. Stangar- stökk 4,37 metra 1110 stig. 5. Nambu, Japan. Langstökk 7.98 metra 1092,4 stig. 6. Torrance, U. S. A. Kúluvarp 16,89 metra 1089' stig'. En hann hefir nú varpað kúl- unni 17,40 metra svo hann hækk- ar í tigninni. 7. Jessup, U. S. A. Kringlukast 51,73 metra gefur 1081,9 stig. 8. Glen Hardin, U. S. A 400 m. grindahlaup á 50,6 sek. gefur 1081 stig. Nær Glen Hardin því aðeins þv íað vérða sá 8. í röðinni, af þeim, sem sett hafa heimsmet í frjálsum íþróttum. Kúluvarp. Síðan Jack Torrance setti hið ágæta met 17.40 í kúluvarpi, lief- ir verið mikið talað nm það, að slíkt væri engin furða, þar sem maðurinn er 138 kíló að þyngd og eftir því sterkur. — Til gamans var gerð tilraun með sænskan kraftajötunn, sem var enn þyngri og' að margra áliti sterkari en Torrance, og hann látinn varpa kúlunni. Auðvitað var hann óæfð- ur' og átti að eins að reyna live mikið kraftarnir og þyngdin ein út af fyrir sig gerði. Tókst jötni þessum að eins að varpa kúlúnni rjett yfir 9 metra (miklu styttra en margir hjer heima). Geta má þess einnig að hinn frægi afl- raunamaður Dana, Sven Olsen, tókst: aldrei að varpa kúlú nema rúma 11 metra. — Þó það auðvit- að lijálpi i-l að vera þungur og sterkur, er það ekki nóg. Kúlu- varp er íþrótt, sém krefst með- fæddra hæfileika, stöðugúa æfinga og „teknik“. Þegar ósigurinn er af- sakaður. Nýlega fór fram keppni í frjáls- u míþróttum milli Oslo og Kaup- mannaliafnarbúa. Unnu þeir í Oslo glæsilegan sigur, svo mikinn að Danirnir sigruðu í einum 2—3 íþróttum, en norðmenn í öllum hinum. Eftir heimkomu hins danska flokks, afsakar fararstjóri þeirra þá á alla lund. Þeir voru mjög sjóveikir á leiðinni, völlurinn var slæmur, eftir stöðugar rigningar (sennilega þó eins fyrir Norð- mennina), óhepnin elti þá í hlut- kestinu um brautaval o. fl. o. fl. Og' svo bætir hann því við að sénnilega mundu Danir sigra, ef kept væri í Kaupmannahöfn. Norðmenn taka þessu með hinni mestu ró. Segja að eins að íþrótta- menn „geti ekki kjaftað sig frá ósigrinum“. Vonandi fér það ekki að verða tíska hjá dönskum íþróttamönn- um að afsaka sig svo mjög er þeir bíða ósigur, en þess gerast þó nokkur dæmi upp á síðkastið. Hneyksli. Það koma víðar fyrir „skan- dalar“ en á íþróttamótum hjer í Reykjavík. — Stérhenberg fursti í Austurríki hefir nú neit- að öllum Austurrikismönnum um leyfi til að keppa í Þýska- landi. Þýðir það útilokun Aust- urríkismanna frá að keppa um Evrópumeistaratignina í sundi í Magdeburg og um heimsmeist- aratignina í hjólreiðum, sem fer fram í Leipzig. Það var uppi fótur og fit hjer í Reykjavík í því tilefni að senda menn á íþróttamót í Par- ís, en það mót var haldið til þess að mótmæla fasisma og stríði. Nú berast heldur sóðalegar frjettir af þessu móti. Þar á alt að hafa lent í uppnámi, slags- málum og alvarlegum bardög- um við lögregluna. Nánari fregn ir eru ókomnar af þessu móti, en víst er um það, að íslend- ingar virðast hafa átt þangað lítið erindi. K. Þ. ------ Maraþonsund. Rússneskui’ sundgarpur Nikolaj Malin hefir í Svartahafinu synt 40,2 ldlómötra (sama vegalengd og Maraþonhlaupið) ,á 13 klst. 52 mín. Er það vel af sjer vikið. Rússar eru nú aftur farnir að láta frá sjer heyra á íþróttasvið- inu, enda er nú mikið að lagast samband þeirra við „borgaralégu íþróttamennina“ hjá öðrum þjóð- um. Væri öllum það gleðiefni, en Rússum til hins mesta gagns, ef þeir færu nú aftur að keppa við aðrar þjóðir i íþróttum og vinna með þeim að íþróttamálum. Heimsmeistarakepni í knattspyrnu var báð fyrir nokkru og' sigraði landsfloklmr ítala. Nú liefir orðið að sámkomulagi að þeir keppi við Englendinga (en Engl. tóku ekki þátt í fyrri kepninni). Fer sú kepni fram í London 14. nóv. Verður þá fróðlegt að vita hvort ítalir verða meistarar nema að nafninu til. H. I. K. Þegar þetta er ritað, liefir flokk ur H. I. K. kept tvisvar eftir heim- komuna ,frá íslandi. Töpuðu þeir fyrir K. B., sem nú mun besti flokkur Dana, en sigruðu A. G. F. Jótlandsmeistarann. Börge Petersen frá B. 93, sem var með H. I. K. er nú genginn í fjelagið og keppir með því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.