Morgunblaðið - 05.10.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.10.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Kjötsalan. Fra,msóknarflokk,urinn hefir frá upphafi vega verið miklu ósparari á loforð en efndir. — Fyrir kosningarnar í vor lofuðu blöð flokksins og frambjóðend- ur bændum landsins gulli og grænum skógum, ef flokkurinn fengi aðstöðu til stjórnarmynd- unar að afstöðnum kosningum. Sjerstaklega var bændum heit- ið stórfeldri hækkun á aðal- framleiðsluvöru sinni, kjötinu. Þeir sem bygðu á loforðum þessum hafa vafalaust fagnað kosningaúrslitunum. Og líklega hefir enn hækkað brúnin á þeim hinum sömu, þegar stjórn- in þeirra tók sig til og hækk- aði verðlagið á kjötinu svo sem raun hefir á orðið — á papp- írnum. Því þess verða bændur vel að gæta, að hin raunverulega verðhækkun kjötsins er enn sem komið er, sýnd veiði en ekki gefin. Því þótt Framsókn hafi lofað hækkuðu verði, þá hafa efndir til þessa ekki orðið aðr- ar en hækkuð verðskráning. — Ekkert liggur fyrir um það! hvort su hækkaða verðskráning ! leiðir til hækkaðs verðs þegar ölí kurl koma til grafar. En það er öllum aðiljum fyrir bestu að horft sje nú þegar í augun við staðreyndir í þessu! efni, en varast sem mest að gera það að tilfinninga- eða æsingamáli. Það má vel vera að fyrirj kosningar í vor hafi menn trúað | því í fullri einlægni, að hægt j væri að hækka kjötverðið tili verulegra muna.Enginn gat sjeð j fyrir hina óskaplegu óþurkatíð! í mestu f járræktarhjeruðum landsins. Enginn vissi þá heldur < um öll þau höft, er síðan hafa | verið lögð á fiskverslun vora í, markaðslöndunum. En hjer eru j tvö atriði nefnd, sem óhjá- kvæmilega verða hin þýðingar- mestu fyrir kjötverslunina inn- anlands. Það er víst engin von um það j að útflutningur kjöts geti auk- ist frá því, sem verið hefir á' undanförnum árum. Afleiðing-1 in af óþurkunum hlýtur þess j vegna að verða sú, að meira framboð verður á kjötinu inn- anlands en undanfarin ár. Hinsvegar hlýtur kaupgetan að minka en ekki aukast við < þær ráðstaf anir, sem viðskifta-! þjóðir vorar í Suðurlöndum hafa gert til takmörkunar á innflutn ingi fiskjar frá íslandi. Hjer helst því í hendur auk-! ið framboð og minkandi kaup-! geta. Það er erfitt að breyta svo lögmálum viðskiftalífsins, að á slíkum grundvelli verði reist j stórkostleg verðhækkun. Eina leiðin til þess að draga úr hinu kalda viðskiftalög- máli um framboð og eftir- spum, var sú að leita sem mestr- ar samvinnu milli framleiðenda og neytenda. Þetta hefir ekki verið gert. Ríkisstjórnin hefir beist fyr- ir þessu kjötsölumáli. Landbún aðarráðherra hefir gerst ,,sölu- maður“ íslenskra bænda á kjöt- markaðnum innanlands. Hann hefir misskilið þetta hlutverk sitt alveg herfilega. Blöð hans hafa veist að neytendum með getsökum og svívirðingum. Bændum var þörf á fylstu góðvild neytendanna. En ráð- herrann hefir gert alt til að vekja andúð mikilsþorra þeirra. Hann hefir hnigið að því ráði að gera kjötneysluna pólitíska. Blöð hans heímta aukna kjöt- neyslu, ekki vegna nauðsynja bænda, heldur vegna nauðsynj- ar landbúnaðarráðherrans, — pólitískrar nauðsynjar Fram- sóknarflokksins —- Hermanns Jónassonar. og stjórnar hans. Vel má vera, að til sjeu þeir menn, sem þykir kjötið betra á bragðið, af því, að neysla þess kynni að lengja valdatíð Her- manns Jónassonar. En hitt má fullyrða að þeir eru engu færri sem finna engan bragðbæti í slíkri meðvitund. Hermann Jónasson verður að skilja það, sem „sölumaður“ kjötframleiðanda, að hann er að svíkja þá, þegar hann gerir alt sem unt er til að vekja and- úð mikils hluta neytendanna. Og honum helst tæplega uppi að þakka sjer ef vel gengur, en kenna öðrum, ef illa fer. Bændum er þörf á samúð neytenda nú, fremur en nokkru sinni fyr. Sá maður, sem nú hefir gerst oddviti þeirra, er ekki til þess fallinn að auka þá samúð. dóttir, Bernharð Stefánsson, Páll Hermannsson. Allsherjamefnd: Pjetur Magn ússon, Sigurjón Ólafsson, Ingvarj Pálmason. j Mentamálanefnd. Guðrún Lár-! usdóttir, Jónás Jónsson, Bern-! harð Stefánsson. Régur RIMéublaiíins um starfsmenn bæjarins. Fyrir nokkru birti Alþýðu- Maðið dylgjur og svívirðingar um þá Ragnar Lárusson fá- tækrafulltrúa og Jón Daníels- son. Ekki gat blaðið neinna- heim- ilda í þeim söguburði, nje nefndi néin ákveðin atvik máli sínu til stuðnings. Út af þessu hafa þeir Ragn- ar Lárusson og Jón Daníelsson beðið Morgunblaðið fyrir eft- irfarandi Orðsendingu til Alþýðublaðsins: Við undirritaðir lýsum hjer með þau urnmæli Alþýðublaðs- ins, sem lúta að því, að við höfum átt að „hæða, svívirða og hreyta illyrðum" að þeim mönnum, sem leituðu atvinnu í atvinnubótavinnunni, tilhæfu- laus ósannindi. Jafnframt skorum við á AI- þýðublaðið að birta nöfn þeirra manna, sem það hefir sögum- ar eftir, því annars stendur rit- stjóri þess ber að ósannindum. Jón Daníelsson. Ragnar Lárusson. Atvínnubætur kvenna Frá umræðum á bæj- arstjómarfundi. Bæjarráði bárust um daginn til mæli frá verkakvennafjelaginu Framsókn, um að bærinn tæki í þjónustu sína 15 stúlkur er verkakvennafjelagið tilnefndi, og yrðu þær fengnar tií þess að annast heimilisstörf á bág- stöddum heimilum. Út af erindi þessu spunn- ust nokkrar umræður á bæjar- stjórnarfundi í gær. Um atvinnubætur kvenna, sagði borgarstjóri m. a.: Það er alment viðurkent, að konur eiga jafnan rjett til at- vinnubóta sem karlmenn. En tvent ber til þess, að bæj- arráðið hefir ekki gert neinar sjerstakar tillögur út af þessu. í fyrsta lagi það, að kven- fólk hefir ekki gefið sig fram til atvinnuleysisskráningar. Og annað er það, að ekki hefir tek- ist að benda á þá tegund verk- efna, sem hentug væri til at- vinnubóta fyrir kvenfólk. En áður en konur gefa sig fram til atvinnuleysisskráninga, er erfitt að átta sig á hvaða störf það væru, sem þeim helst hent- aði. Atvinnuleysi mun ekki vera meðal einhleypra kvenna hjer í bænum. Að minsta kosti bera auglýsingar blaðanna, eftir stúlkum til húsverka, vott um að svo sje ekki. Jóhanna Egilsdóttir mintist á, að þar sem ekki væri fundið verkefni til atvinnubóta handa konum, vildi hún leggja til, að þær sem atvinnulausar væru og hefðu fyrir einhverjum að sjá, fengi atvinnuleysisstyrk. En atvinnuleysi væri ekki með- al einhleypra kvenna. Yildi hún að ráðnar yrðu konur, sem heim ili hefðu, til að annast heimil- isstörf á bágstöddum heimilum. En út af þessu benti borgar- stjóri á, að þar sem atvinnuleys- isstyrkir væru veittir, væri það ríkissjóður er stæði straum af þeim að mestu leyti,’ en hjer værí ekki um neinar slíkar fjár- veitingar að ræða. En hvað snerti hjálp til hús- verka á bágstöddum heimilum taldi hann eðlilegt, að ráðn- ingaskrifstofa sú, er bærinn stofnar innan skamms, annaðist milligöngu í þessu efni. Þegar hún tekur til starfa er líklegt að konur, sem atvinnu- lausar eru, gefi sig þar fram. Ólafur Friðriksson stakk upp á því, að bærinn stofnaði sauma stofu, þar sem konur fengu at- vinnu við að sauma barnaföt. Aðalbjörg Sigurðardóttir bar fram tillögu um að kosin yrði þriggja kvenna nefnd til að koma fram méð uppástungur um verkefni til atvinnubóta fyr ir konur. Var tillagan samþykt, en frestað að kjósa í nefndina til næsta fundar. Hindenburg sjóður. Hindenburg-sjóðurinn svonefndi, sem var stofnaður eftir andlát Hindenburgs, befir núna um mán- aðamótin litbýtt 425-000 mörkum til 2-900 örkumla hermanna úr « heimsstyrjöldinni. (I Ó. J. & K.-KAFFI MUN ALDREl BREGÐAST YÐUR. tl kennarar munið að gefa börnum yðar Barnaversin. Þau munu verða börnunum til gagns og ykkur til gleði. §jálfblekungar feikna úrval nýkomið. Ágætir, með gulJpenna, frá 5 krónum. Munið, að þjer fáið nafn yðar grafið ókeypis á þá sjtdf- blekunga, sem keyptir eru hjá okkur. leiknibesiik afbragðsgóð, einnig nýkomin. — Líka einstakir cirklar og rissfjaðrir. — Verð og gæði útiloka- alla samkeppni. INGÓLFSHVOLI —SÍMI 2Jf4-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.