Morgunblaðið - 05.10.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.10.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ ]8rná-au^ýsmgnr| Notuð prjónavjel, óskast til kaúps. Upplýsingar á Kárastíg 6- Matur er mannsins megin. Hann fá menn hverg'i betri nje ódýrari en á Café Svanur, við Barónsstíg. Bílskúr til leigu í Þingholts- stræti 21. Upplýsingar í síma 3575. Bragi Steingrímsson, prakt. dýralæknir, Eiríksgötu 29. Sími 3970. ••••••••••€••••••••••••••• — Það er þá ekki annað en tóm púðurdós, eftir alla fyrirhöfnina. Fallegustu borstofustól- arnir og borstofuborðin fást á Vatnsstíg 3. Húsgagnaversítra Reykjavíkttr Dívanar, dýnur og allskonar »toppuð húsgögn. Vandað efni, vðnduð vinna. Vatnsstíg 3. Hús- gagnaverslun Reykjavíkur. Bíður tækifæris. ••••••••••••••»•«••••••••• Smart. Flutt í Kirkjustræti 8. Sími 1927. Píanókensla. Jakab Lárusson, Vesturgötu 17. Sími 4947. , Kökugerð Guðmundu Nielsen, Sel fæði og einstakar máltíðir Tjarnargöt.u 3, verður eftirleiðis mjög ódýrt. Aðalstræti 11. Áslaug opin tji ki 10 á kvöldin, bæði Maack. helga dag'a og rúmhelga. Wfit Barnapúður Barnasápur ^ ^ BarnapeLar mk/kffflK'Í Barna- svampar WT.Í I ifÍTm Gummldúkar jsT^JÍ Dömubindi Sprautur og allar tegundir ai lYfjasápum, HKEÖSÍS, /UJ sv 1580 — fimtán átta ntíll — er símanúmer sem auð— velt er að muna, enda kemur það sjer vel þegar á liggur 0^ bíl vantar frá ------- SteindórL i Skólabækiif | j og skólaáhöld!!i Btkaverslnn Slgf. Byuiudssanar og Bókabúð Austurbæjar, BSE, Laugaveg 34. Enskuskóli minn fyrir börn og Eraþá er hægt að fá leir'muni unnglinga, hefst um miðjan þenu- fyrir hálfvirði j Listvinahúsinu. an mánuð. Upplýsingar í síma ---------------------------------------- 3993. Anna Bj^rnardóttir fráSauða Gott og' ódýrt fæði fæst á Bar- felli, Grundarstíg 2. *ónsst-íg 19._____________________ Hafnfirðingar. Saumum alls-! konar drengja- og telpufatnað. Hábæ, Skúlaskeið 4. Gulrófur á 5 krónur pokinn í Versl. Vísir. Orgelkensla. Kristinn Ingvars- son, Hverfisgötu 16- Símanúmer Hárgreiðslustofunnar, Ásvallagötu 52 er 2621. Lína Jóns- dóttir. Skriifjámá jeg mikið mjó, margár góðar þjalir, reknir eru svo af sjó 70 grindahvalir. ; Ávaxtið og geymið fje yðar í Sparisjóði ■ • | ; Reykjavíkur og nágrennis. Afgreiðslan á Hverfis- • götu 23, hjá Þjóðleikhúsinu, opin 10—12 og 5—7U2 • virka daga. Venjið börnin á að kaupa spárimerkin. SYSTURNAR. 27. vfes um, að þetta beinir huga hans frá næturklúbb- utium og spilavítunum. Sökum ófriðarástandsins í landinu, veikinda hr. Kleh og þess, að fjölskyldan var svo dreifð, sem raun var á, var ekki haldin nein trúlofunarveisla. Baróninn gaf Lottu veiðihöll í Steiermark, ,,þar sem ungi keisarinn hafði verið tvisvar í heimsókn meðan hann var erkihertogi"; auk þess gaf hann henni smaragðsarmbandið, sem hún hafði sýnt honum forðum, þegar hann kom í búðina í fyrsta sinn, og auk þess fallegasta demantshringinn, sem til var í verslun hr. Kleh. Lotta gaf honum, sam- kvæmt beiðni hans, mynd, sem hún hafði málað af sjálfri sjer. Hún var ekkert listaverk. Þessar gjafir voru afhentar við rúmstokk hr. Kleh, við glas af • venjulegu rauðvíni. Þrátt fyrir þetta viðhafnarleysi, var eins og allur heimurinn vissi um trúlofunina samdægurs, og af- Ieiðingin varð heil runa af heimþoðum, heimsókn- um og brjefum. Fjarskyldasta frændfólki skaut upp á heimilinu; fólk, sem við þektum alls ekki, sendi blóm, greifafrú Tiirkheim bauð okkur heim, aðalsdæturnar, sem höfðu tekið þátt í leiksýning- unni með Lottu, vildu nú fá hana í tennis með sjer, hershöfðingjafrú Kessel sendi ,,uppáhaldsfrænku sinni“ langt símskeyti frá Bozen og frú Wagner frá Miinchen. Og í öllum skeytunum var stagast á þessari „miklu hamirigju“. Þetta var þá „mikla hamingjan"!! Mest var jeg þó hissa að finna sömu orðin við- höfð í brjefi Irenu. Það var mjög ástúðlegt. Alex- ander hafði bætt við það nokkrum þurlegum línum. Það voru fyrstu orðin, sem hann hafði beint til Lottu síðan hann kvæntist. Líklega hafa þeir líka verið fylgifiskar „miklu hamingjunnar“, allir umsækjendurnir, sem nú sett- ust að Lottu. Það var eins og hver maður hefði nú fengið eitthvert áhugamál, sem enginn annar en Ried barón gæti komið í kring. Erwin frændi vildi fá innflutningsleyfi fyrir ábreiðum frá Tyrklandi, og einhver fjarskyldur frændi þurfti að fá lyfsölu- leyfi; einn fyrverandi skiftavinur hr. Kleh, sem sat í steininum fyrir okur, ætlaði að hafa gott af þessu, og annar, sem þurfti að fá vegabrjefsáritun til Sviss, sömuleiðis. Allir þessir og margir aðrir hjeldu, að Ried barón gæti komið fram áhugamál- um þeirra, ef aðeins Lotta vildi mæla með því. Fólk smjaðraði fyrir henni og hreldi hana, eins og gert var forðum daga við ástmeyjar Loðvvíks kon- ungs XV. Oft sat þrent í dagstofunni í einu og beið eftir henni, því meðan hr. Kleh var veikur, varð hún að gæta búðarinnar og það varð mitt verk að taka við þessu fólki og spyrja það um er- indi þess, eftir því f\em jeg gat. ' Einn dag var meðal þeirra, sem biðu, kona, sem var einkennilega fögur, svo að'jeg gat ekki annað en tekið sjerstaklega eftir henni. Hún hafði dökk- rautt hár, sem umlukti töfrandi andlit með gagn- sæjum, fíngerðum litárhætti. Jeg hjelt, að þetta væri ung stúlka, en þegar jeg spurði hana nafns, sagði hún: — Jeg er móðir Martins Böttcher. Jeg leiddi hana strax inn í herbergið mitt, án þess að skifta mjer af hinum, og sendi eftir Lottu, sem kom um hæl. Frú Böttcher horfði lengi á hana áður en hún rjetti henni höndina. — Jeg ætti kannske að vera reið við yður, sagði hún, — en jeg sje, að þ.fer eruð ekki annað en barn. Þjer hafið víst enga hugmynd um, hvað þjer' hafið gert honum Martin? Lotta hafði roðnað, en þagði. — Þjer vitið kannske alls ekki, hvers virði þjer eruð í hans augum? Og þó þjer vissuð það--------- hvers virði væri það í yðar augum? Þjer hafið auð- vitað marga aðdáendur, sem von er til, svona fal- • leg. Og sennilega eruð þjer meir en falleg, því fegurðin ein væri sennilega ekki nægileg til að fá Ried barón til að kvænast..... Hún þagnaði alt í einu. Nú fyrst sá jeg á titr-- ingnum á hálsi hennar, í hve æstu skapi hún var,. og bað hana setjast. En hún virtist ekki heyra það.. — Jeg ætti að hata yður, ungfrú Kleh. Jeg hefi hatað allar konur, sem Wilhelm hefir lifað með,. síðan hann yfirgaf mig. Jeg átti auðvitað engan; rjett á honum, þar sem jeg var ekki lögleg eigin- kona hatis — en hins vegar á jeg barn með honum.. og hann er eini maðurinn, sem jeg hefi elskað. Jeg hefi ekkert þegið af honum — enga „borgun í eitt skifti fyrir öll“ og engan fjárstyrk, en mjer hefir altaf fundist, að jeg ætti hann með rjettú og að jeg væri rangindum beitt, þegar hann væri með öðrum konum. Jeg er hlægileg — finst yður það ekki? Jeg hefði átt að hafa út úr honum peninga og gera gys að honum, en jeg elskaði hann. í tuttugu ár .... og nú ætlar hann að ganga að eiga yður .... Þessi ræða hefði verið óþolandi ef hún hefði ver- ið framflutt í sársaukatón. En það var eins og til- breytingarlausa röddin í frú Böttcher væri dauð, eins og vaxandlitið á henni. Nú, er hún stóð úti við gluggann í sterku sólarljósinu, sá jeg allar hrukkurnar í andliti hennar, sem virtust helmingi grimmilegri fyrir þá sök, að andlitið var að öðru leyti svo unglegt og barnslegt. Einnig það, hve •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.