Morgunblaðið - 05.10.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.1934, Blaðsíða 4
I 1 4 MORGUNBLAÐIÐ Ný kenslubók. Vald- V. Snævarr: Kirkjusaga. Hvað sem annars verður um kristna kirkju sagt, verður því ekki neitað, að hún hefir haft , margvísleg áhrif á menningu og þjóðlíf Vesturlanda, sum til ills, en áreiðanlega meiri til góðs- Hún hefir miidað siðina, haldið uppi mentun og listum um alda- raðir og haft djúptæk áhrif á menn til góðra verka, þótt af van- mætti hafi verið stundum. Það er því nauðsynlegt, einkum þar sem kirkjan er ennþá lifandi og starf- andi afl í þjóðfjelaginu, að vita nokkur cleili á sögu hennar og þróunarg'angi. Nii hefir Vald. V. Snævarr kennari samið ágrip af kirkjusögu handa barnaskólum og unglingaskólum, og er það þarfa- verk. Auðvitað ríður mjög á því í svona riti, að vera velviljaður og hlutdrægnislaus, að svo miklu leyti sem mögulegt er, og hvort- tveggja hefir höfundinum tekizt. Hvort sem hann ræðir um Mú- hameðstrú, katókka trú eða hinar ýmsu stefnur og' Jireyfingar inn- an mótmælendakirknanna að fornu og nýju, er hann velvilj- aður og skilningsgóður, þótt auð- vitað leyni það sjer ekki, að höf. stendur á grundvelli hinnar „rúmgóðu“ evangelisk-lútersku ]>jóðkirkju vorrar, enda er bað ekki nema sjálfsagt, Aðeins sjald- an fatast honum, t. d. þegar hann vfcls. 64) talar um „hina griumu og guðlausu" Tyrki, því að grimm- ir voru Tyrkir að vísu (ekki þó grimmari en Karl mikli við Saxa), — en „guðlausir“ voru þeir ekki, og það er .miæ: vafa- mál, lri ort, guðs-hugn»ynd þeirra hefir á krossf; :'i .timunnm verið íiofcknð ógiifugr', gnðs-lnur- mynd Evrópumanna á sama tíma. Hvern snefil að þjóða- eða trúar- bragðahatri ætti að útiloka, uin- fram alt í bókum, sem ætlaðar eru börnum. En jeg býst reynd- ar ekki við, að hjer sje um neitt slíkt að ræða, heldur hafi þetta orðalag komið svo að segja óvart hjá höfundinum. Þeir prestarnir og' fræðimenn- irnir sr. Magnús Helgason og sr. Ásmundur Gnðmnndsson hafa les- ið vfir handritið, og ætti það að vera trygging fyrir því, að ekki sjeu beinar villur í ritinu. Presta- fjelag íslands gefnr bókina út, or. útgáfan hin vandaðasta í ;d'a staði. Eina ieiðinlega prent- vidu rakst, jeg á (bls. 49), þar sem stendur „partíarkar“ (yfir biskupar) í staðinn fyrir „patrí- arkar“. Kver þetta á skilið mikla út- breíðslu og er vonandi, að menn kunni að meta það. Jakob Jóh. Smári- Hugheimar, Ijóðabok eftir Pjet- ur Sigurðsson, er nýkomin út. Hxin er 10 arkir að stærð, prentuð á góðan pappír, án als yfirlætis. -------««>»------- BÓKMEMTIR Tlmarit DiððræknWebgsins 19 ira Eftir prófessor, dr. Richard Beck. Sannþjóðræknum íslendingum heimafyrir er það eflaust fagnað- arefni, að frjetta af hverri þeirri starfsemi erlendis, sem miðar a.ð ankinni þekkingu á íslandi og ls*- lending'um, að varðveisln og út- breiðslu íslenskra menningar-verð- mæta. Og eigi mun það minna á- nægjuefni þjóðlega sinnuðum ís- lendingnm, þegar fregnirnar af svo þarflegri iðjn og ræktarsamri koma frá sjálfum ætthræðrum þeirra og systrum á útlendum vettvangi. Rauplaust má segja, að íslend- ingar vestan hafs hafi yfirleitt á ýmsan liátt sýnt hlýhug' og rækt- arsemi til landsins, sem ól þá, eða feður þeirra og mæður, t. d. með næsta almennri hluttöku í stofnun Eimskipafjelags Islands. I slíkri starfsemi og annari svip- •aðri hefir komið fram í verki rík ást alls þorra þeirra til íslands, er fjöldi kvæða vestrænu skáldanna íslensku vitna nm, fagurlega og kröftuglega. Svo öfluglega, að dr. iGuðmundur Finnbogason kveður það varla ofmælt, að télja meg'i sum þeirra til ,,hins fegursta, innilegasta og sannasta, sem kveð- ið hefir verið til Islands“. (Vestan um haf, Inngangur, bls. XXXII). Upp úr þessum jarðvegi er sprottin víðtæk þjóðræknisleg starfsemi íslendinga vestan hafs, sem sýnd er í hálfrar aldar kirkjulegu starf'i ]ieirra á íslensku, í útgáfn íslenskra blaða og tíma- rita svo tugum skiftir, þó eigi hafi nema fæst orðið langlíf, og í marg- víslegum öðrum þjóðernislegum samtökum og fjelagsskap. Um þessltonar fjelagsstofnanír ís- lending^ vestra farast síra ,Rögn- valdi Pjeturssyni svo orð í byrj- un ritgerðar lians „Þjóðræknis- samtök ineðal íslendinga í Vest- urheimi“ : „Samtökin, er hafin hafa verið í þeim tilgangi, fjelögin, er stofn- uð hafa verið, eru orðin mörg. Svo mikill er fjelaga- og fyrir- tækjaf jöldinn, að þó ótrúlegt megi virðast, . verður hann tæpast tal- inn. Ef í ýmsum atriðum að skort hefir hugsun og ákveðinn. tilgang með stofnun allra þessara fýrir- tækja, þá er hitt þó eins skýrt, að hvorki hefir skort vilja eða löng- un til þess að varðveita það, sem þjóðin liingað flutta átti dýr- mætast og best í eign sinni, og lýs ir það með hvaða hugarfari fólk flutti hingað og hvernig hugúrinn lá til ættjarðarinnar og þjóðarinn- ar heima. Það hafði ekki þjóðern- islega klæðaskifti um leið og leyst- ar voru landfestar nje gékk úr ætt eins og sauður úr reifi“. (Tímarit Þjóðræknisfjelags ís- lendinga, I. ár, 1919. bls. *98). Af fjelögum þeim, sem íslend- ingar vestan hafs hafa komið á fót, til viðhalds þjóðerni þeirra, og andlegum erfðum, mun Þjóð- ræknisfjelag þeirra, að flestra dómi, merkast og' áhrifadrýgst, ió það hafi, sem aðrar mannlegar stofnanir, stigið víxlspor á þroska- brant sinni, enda ekki af allra hálfu átt verðskulduðum skiln- ingi og styrk að fagna. Ýmislegt stórþarft liefir fjelagið haft með höndum, svo i sem íslenskukenslu barna og unglinga í Winnipeg og' víðar, sem mikinn og góðan árang- ur hefir borið. Þá er langt, frá ómerkileg eðá óþörf útgáfa hins myndarleg'a og' vandaða Tímarits fjelagsins, sem nú er orðið fimtán ára gamalt. Þar sem ritið fjallar uní mikilvæg íölensk menningar- mál og' hefir frá byrjun verið miklu meir en lestrarvert þykir mjer vel hlýða að draga athygli íslenskra lesenda að því á nefnd- um tímamótum í sögu þess ekki síst vegna þess, að því hefir hvergi nærri verið sýnd verðug eftirtekt. Úr ritgerð minni „Bókmenta- iðja íslendinga í Vesturheimi'í (Eimreiðin, XXXIV, 1, 1928, bl. 59—60) leyfi jeg mjer að taka upp eftirfarandi útdrátt iir sögu rits- ins, með einni eða tveim smá- breytingum: „Á stofnfundi Þjóðræknisfje- lagsins í mars 1919 var ákveðið, að gefa út einhverskonar rit, og stjórninni falin framkvæmd öll í því máli. Árangurinn var stofn- un Tímaritsins. Kom fyrsta hefti þess út 1919 og síðan árleg'a. Rit- stjórnin var falin síra Rögnvaldi Pjeturssyni, er gegnir lienni enn. Þar sem stefna Tímaritsins er grundvölluð á stefnu fjelagsins, er eigi úr veg-i að rifja hina síð- ari upp fyrir sjer, enda mun hún almenningi á íslandi harla lítið kunn. Samkvæmt grundvallarlögum Þjóðræknisfjelagsins er þessi til- gangur þess; 1. Að stuðla af fremsta megni að því, að íslend- ingar megi verða sem bestir borg- arar í hjerlendu (þ. e. kanadisku eða amerísku) þjóðlífi. 2. Að styðja og styrkja íslenska tungu og bókvísi í Vestnrheimi. 3. að efla samúð og sainvinnu meðal Is- lendinga austan liafs og vestan. í inngangsgrein sinni bætir ritstjór- inn við: „Þetta hljóta því að verða aðalmálin, er ritið setur sjer að vinúa að .eig'i það aldur fyr- ir höndum“. Þá lýsir stefna Tímaritsins og andi sjer eigi síður í góðkvæðum Stephans G. Stephanssonar, er birtnst í þessu fyrsta hefti þess- Fyrsta ljóðlínan í „Þing-kvöð“ er hlý og hrynjandi: „Gamla landið góðra erfða“. Hjer slær hjarta þrungið ættjarðarást. Og í þessu erindi er sigurhreimur og fagn- aðar: „Nú skal bera á horð með okkur bót við numinn auð, margar aldir ósáð sprottið íslensk lífsins brauð: Alt, sem lyfti, lengst á götu, lýsti út um heim, nú skal sæma sveitir nýjar sumargjöfum þeim — — sumargjöfum öllum þeim“. Ekki er þjóðræknistilfinningin óljósari. í þessum erindum úr „Gróðabrögð“ : „í tvent skiftast gróðabrögð: gæsl- una og aflann — -— en geymslan snýst brátti upp í vandræðakaflann, éins flókinn um menning sem fje Því byggja oft ættlerar frægustu feðra in fallandi vje. Að skreyta sig glingri frá erlend- uin álfum er örvasans fávit, en týna sjer hálfum. Því tap er hvert góðyrði gleyint. En manndáð sú hagsælir heimili og nágrend, sem hnoss sín fekk geymd“. Hjer fær enginn um vilst- Og stefnu sinni hefir tímaritið reynst trútt. Það liefir flutt marga.r prýðilegar hugvekjur, í bun.dnu máli og óbundnu, í Ijóðum, rit- gerðum • og sögum, um fjöregg hinnar íslensku þjöðar: tungu hennar og þjóðerni, um menningu hennar og bókmen.tir, líf hennar og' sögu. Nær alt, sem þar hefir birst, hefir beinlínis eða óbeinlín- is snert, þjóðrækriismálið. Og flestir hinir ritfærustu Islending- ar vestan hafs — og skáld — og margir þjóðkunnir rithöfnndar heima á ættjörðinni — hafa Ijeð ritinu stuðning sinn. Enda hefir það verið hið prýðilegasta að efni“. Þegar ofangreind lýsing á Tíma- ritinu var samin fyrir sex árum, •sar hún í engu orðnm aukin. Þeir árgangar þess,v sem síðan hafa bæst í hópinn, hafa g'ert hai.a ei n rjettmætari. Má til dæmis nefna iutið fyrir árið 1930, sem fcclgað var a-lgerlega sögu íslands og bók- meiiíum í tilefni. af Alþingishátíð- inni, og er í raun rjettri stær'tíar- bók, að kalla má tvö hundmð blaðsíður að lesmáli, að frátaidi! árlegri þingskýrslu fjelagsins. E,i hjer fóru saman stærð og k.iarn- gott innihald, því að átta sjer- fróðir og ritfimir fraiðimenn á ís- landi, og einn af málhögústu ls-' lendingum vestan hafs, lögðu til ritgerðir í þetta rnerka og fróð- lega miningarrit ættjörð þeirra til sæmdar og tírnamótnnum íniklu í sögu hennar. Niðurl. Bókfærsla. Kenslubók og handbók. STABILO eru bestir. Yið höfum allar 16 teg- undirnar frá 6B til 8H. BdkMaioh Lækjargötu 2. Simi 3736. Höfundur þessarar nýju bókar er Þorsteinn Bjarnason, kennari við Verslunarskóla íslands. Út- gefandi er bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Ritið er 11 arkir, 175 bls., að stærð. Bókinni er skift í XX kafla, auk erlends og íslensks orðasafns. Glög't yfirlit er aftast í bókinni. Pappír og allur frágangur er í besta lagi. Eins og titill bókarinnar ber með sjer, liefir hún tvenskonar tilgang: að vera bæði kenslu- og handbók. Enda þótt ekki. sje hægt um hönd að samrýma þær kröf- ur, sem géra verður til kenslu- og' handbóka, þá virðist höf. hafa tekist það mjög vel. í bókinni er margt skýrimynda, hefðu þó mátt vera fleiri, sjerstaklega frarnan- til- Við það hefði ritmálið getað stytst, svo að bókin hefði ekki þurft að lengjast, en hún '■ hefði orðið nemendmn hugþekkari og aðgengilegri. Með því að útskýra jöfnunarreikninginn sem vog, eins og' útlenda heiti þessa reiknings bendir til, og með því að sýna það, að sömu verðmætin ern færð til verðs á aktivu og passivu hlið jöfnunarreikningsins, á aktivu hliðinni eftir því, í hverjn þessi verðmæti eru bundin, en á passivu hliðinni með það fyrir augum, hver á þau, þá liefði höf. að minni hyggju hjálpað nemendum greið- legar að markinu. Einnig hefði jeg kosið, að bókfærslan væri skýrð sem einföld samlagning og frádráttnr. Með þessu móti hefði mátt skýra alla liðu passivu hlið- arinnar á einn og' sama veg, en ekki leita annarar skýringar á höfuðstóli eigandans. En höf. lætur annan konto „láta í tje“, sem hinn „tekur á móti“. Auðvitað leiða háð ar aðferðir að sama marki og hafa engin áhrif á bókanirnar. Hjer ræðir aðeins um það, hvernig liag- anlegast hókfærslan verði kend. Ilt mun í einstökum atriðum vera að kveða á um, hvar staðar skuli I numið með útskýringar, en mjer þykja þær ná of skamt er ræðir um bókun ógoldinna eða fyrir- fram greiddra gjalda, og fyrir- fram eða óinnheimtra tekna við uppgjör. 1 kaflanum um reikn- ingsléga gagnrýni er umsetning- arhraða veltufjárins ekki ætlað rúm sem skyldi- Vél Iiefir höf. tekist, að halda þræðinum út í gegnum bókina, enda nauðsynlegt í slíku riti. Sem kenslubók er ritið gott, vel og. liðlega, skrifað. Er það mikill munur fyrir kennara og nemend- ur, sem verslunarfræðum sinna, að eiga völ slíkrar bókrar á g'óðri ís- lensku, heldur en verða að sætta sig við kenslubók á útleudu máli, sem nýsveinum virðist oft torskil- in. En. bókin er líka handbók og það mjög góð- Þjer, sem verslun- arfræðum sinnið, ættuð a.ð eign- ast þessa hók. í henni má fá marg- ar góðar leiðbeiningar. Efnisyfir- litið vísar yður skjótt á það, sem að skal leitað. , Jón A. Gissurarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.