Morgunblaðið - 07.10.1934, Síða 3
'MJWS'
■Z%»SíiUJ!L . h!ll!ijlBM!!!IJ!!SHBiSHSBi<WMWBBBMBBBBSMBHBHI!!Sll!!l!BM .13LBHÍ
Stj órnarfrumvörpin.
Loksins í gær (6. okt.) fengu
þingmenn að sjá stjórnarfrum-
▼örpin. Þau eru 35 talsins og
var útbýtt í þinginu í gær.
Bar þar langmest á skatta-
frumvörpunum, þau eru um
þriðjungur allra stjórnarfrum-
▼arpanna.Þar eru auðvitað frum
▼örp um framlenging á öllum
þeim skatta- og tollalögum, sem
gilt hafa frá ári til árs. Auk
þess eru þar mörg ný skatta-
og tollafrumvörp, sem fara
fram á stórfeldar nýjar álögur.
Hefir áður verið sagt frá því
hjer í blaðinu, hverjir þessir
skattar eru, sem stjóm rauð-’
íiða boðar.
Næst skattafrumvörpunum
eru það Æn mörgu bráðabirgða-
lög stjórnarinnar, sem mest eru
áberandi í stjórnarfrumvörpun-
um, en það er skylda að leggja
bráðabirgðalög fyrir Alþingi.
' Af öðrum stjórnarfrumvörp-
»m má nefn'a frumvarp „um
leiðbeiningar fyrir konur um
varnir gegn því að verða barns-
kafandi og um föstureyðingar,“
sem samið er af landlækni.
Heiti frumvarpsins bendir til
hvert efnið er.
Ríkisútgáfa skólabóka nefn-
ist eitt stjórnarfrv., og er það
afturganga frá fyrri þingum,
um ríkiseinokun á skólabókum.
Breyting á fátækralögunum,
um afnám fátækraflutnings og
skyldu dvalarsveitar að greiða
Vs hluta fátækrastyrks veittuin
utansveitarin.anni.
' Frumvarp um verkamannabú
staðí, þar sem lagt er til, að
hinir einstöku byggingarsjóðir
kaupstaða og kauptúna leggist
niður, en í þeirra stað komi
einn byggingarsjóður fyrir- att
landið. Með þessu á sýnilega að
reyna að bæta fyrir vanrækslu
syndir sósíalista á ísafirði og
Hafnarfirði.
Frumvarp um vinnumiðlun
virðist sett til höfuðs ráðning-
arskrifstofu þeirri, er Reykja-
víkurbær ætlar að koma á, sem
sósíalistar áttu uppástungu að,
en snerust á móti vegna þess
að þeir fengu ekki að ráða hver
yrði forstöðumaður stofnunar-
innar. Eftir frumvarpi stjórn-
arinnar á 5 manna nefnd að
stjórna „vinnumiðlunarskrif-
stofu'' í hverjum kaupstað og
skal einn (formaður) tilnefndur
af ráðherra, tveii* af bæjar-
stjórn, einn af verklýðsfjelagi
innan Alþýðusambandsins og
einn af fjelagi atvinnurekenda.
Laun þessara manna skulu á-
kveðin af bæjarstjórn með sam-
þykki atvinnumálaráðherra, en
kostnaður allur skal greiðast
að % hlutum úr bæjarsjóði og
Vs úr ríkissjóði.
Áður hefir hjer í blaðinu
verið skýrt frá frumvarpi
stjórnarinnar um rannsóknar-
vald handa Rauða rannsóknar-
rjettinum og um hið víðtæka
frumvarp um gjaldeyrisverslun
o. f 1., þar sem svifta á íramleið-
endur öllum umráðarjetti yfir
gjaldeyrinum og setja alla inn-
flutnfngsversíun landsmanna
undir eina stjórnarskrifstofu.
Einnig hefir verið skýrt frá
fjárlagafrumvarpi Stjófnsíi'Íhn-
ar, sem lagt ef fýrír þingið með
um tveggja miljóna króna tekju
halla.
Rannsékn
heyafla
á óþurkasvæðum.
I
Jón A. Jónsson flytur svohljóð-
andi þáí.till. í Ed-:
„Efri deild Alþingis skorar á ;
ríkisstjórnina að láta þeg'ar í stað |
safna skvrslum um heyöflun !
bænda á síðasta vsumri, einkum áj
þeim svæðum vestan. austan og \
isorðan lands, þar sem óþurkarnir s
hafa gert mest tjón, og leggja I
skýrsl ur þessar fyrir deildina hið |
bráðasta“.
Ennfremur flytja þeir Sigurður 1
Kristjánsson og Jón Pálmason
svolilj. þál.till. í Nd.:
„Neðri deild Alþingis ályktar |
að skora á ríkisstjórnina að láta ’
nú þegar fara fram rannsókn á I
fóðurbirgðaskorti í óþurkasveitum |
landsins. Einnig því, hve miklar \
keybk’gðir muni vera aflögu í i
öðrum sveitum, og hver verða
mundi flutningskostnaður, ef þær
birgðir eru fluttar til óþurkasveit- í
anna. Ennfremur sje aflað upp-
lýsinga um það, livað kosta mundi
hey, flutt frá Skotlandi og Nor-
egi“.
I
Rauðliðar telja mál þetta
Alþingi óviðkomandi!
Báðar þessar þingsályktunar-
trllögur voru til umræðu á Al-
þingi í gær.
I báðum deildum kom það1
skýrt fram hjá rauðliðum, að
tillögurnar væru óþarfar, því
stjórnin hefði falið Páli Zop-
honiassyni að safna þessum
skýrslum og' mqð bráðabirgða-
lögum bannað útflutning á síld-
armjöli.
Flm. bál.fill. bentu á, að það
eitt væri ekki nóg að fá vitn-
eskju um fóðurbætisþörf bænda.
í sumum sveitum væri ástandið
þannig, að þar væru ekki not-
hæf hey til, nema af mjög
skornum skamti. Þar nægði því
ekki fóðurbætir; þangað þyrfti
að útvega nothæf hey. Væri því
fylsta ástæða til fyrir Alþingi
að gera gagngerðar ráðstafanir
nú þegar.
En rauðliðar reyndu í báðum
deildum að svæfa tillögurnar
með því að vísa þeim til stjórn-
arinnar.
í efri deild tókst þeim þetta;
en í neðri deild var samþykt
að vísa tillögunni til landbún-
aðarnefndar.
Nýjar
símalinur.
í sumar hefir verið unnið
mikið að stækkun símakerfisins
Óg hafa verið lagðar sjö nýjar
símalínur.
1. Aðallína frá Borgarnesi
yfir Brattabrekku til Búðardals
og þaðan h.jeraðslínur upp í
Haukadal og til Miðdala
(Sauðafells).
2. Lína frá Staðarfelli að
Skai’ði á Skarðeströnd, með
álmu að Dagverðarnesi.
MORGUNBLAÐIÐ
iwpiiii
mwcHimg
Enginn drykknr
fafnast á vlð gott kaifll
HIÐ SJERKENNILEGA KAFFIBRAGÐ
ER SYO AÐLAÐANDI, AÐ ÞEIR SEM
EINU SINNI HAFA KYNST ÞYÍ, ERU
KAFFIVINIR TIL ÆFILOKA.
ÞESSI ÁGÆTI DRYKKUR ER SJER-
LEGA VINSÆLL, HAUST- OG VETRAR-
MÁNUÐINA, ÞEGAR HINNA HRESS-
ANDI ÁHRIFA ER MEST ÞÖRF.
ENGINN DRYKKUR
ER EINS HRESSANDI
ÁRLA MORGUNS.
ENGINN DRYKKUR
EINS ENDURNÆRANDI
FYRIR STARFSKRAFTA
OG VINNUGLEÐI.
EKKERT SÆLGÆTÍ
KÆRKOMN AR A GÓÐUM
GESTI.
3. Lína frá Arngerðareyri að
Melgraseyri.
4. Lína frá Stóra Fjarðar-
horni til Broddaness við Kolla-
fjörð í Strandasýslu.
5. Lína frá Sauðárkróki út
að Hrauni á Skagatá. Jafn-
framt voru aðallínurnar færðar
af Kolugafjalli ofan í Laxár-
dal.
6. Lína frá Egilsstöðum á
Völlum um Hróarstungit til
Fossvalla, og þaðan upp Jökul-
dal til Skjöldólfsstaða.
7. Lína frá Torfustöðum í
Biskupstungum að Geysi.
Einkasímar hafa verið lagð-
ir til ýmsra bæja, þar á meðal
frá Efra-Hvoli að Keldum og
að Odda og Móeiðarhvoli á
Rangarvöllum.
Enn fremur stendur til að
lagðir verði í haust símar til
Hjörseyjar og að Stráumfirði
á Mýrum. Þá hefir landssím-
inn í sumar tekið við innanbæj-
arsímakerfinu á Akranesi, reist
þar hús og lagt neðanjarðar-
síma. Hefir símanotendum þar
jafnframt fjölgað um hjerum-
bil helming, og sími og póstur
TEIKNIBESTIK,
TEIKNIBLOKKIR,
TEIKNIPAPPÍR,
TEIKNIBLEX or pennar,
REGLUSTIKUR og Linealar,
RISSFJAÐRIR og SIRKLAR
í miklu úrvali.
Verzlunin Biörn Hrlstjánsson
Ritfangadeildin.
hefir verið sameinaður þar um
leið.
Á Siglufirði hefir verið sett
upp firðtalstöð, sem sjerstak-
lega annast samband við fiski-
skip, er hafa talstöðvar. Sams
konar firðtalstöð mun verða
sett upp á Isafirði í hausc og
á Austfjörðum næsta ár.
Konungshöll brennur.
Berlín 8. okt. FÚ.
Eldur kom upp í konungshöll
inni í Lissabon, sem áður var
aðsetur Manuel konungs, og
brann meiri hluti hennar, áður
en hægt yrði að slökkva. Litlu
tókst að bjarga af listaverkum,
dýrgripum og gimsteinum þeim
sem voru í höllinni, og er tjónið
talið ómetanlegt.