Morgunblaðið - 07.10.1934, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Heilsufræðissýning
Læknafjelagsinsí
var opnuð i gær i Landa-
kotsspitala. Hún er i 17
herberg)um.
FLÁK
SLDTAVELTD
heldur st. „Víkingiir“, nr. 104 í Templarahúsinu í dag og hefst kl.5. — Á hlutaveltu
þessari verða margir ágætir munir, og skal aðeins bent á:
llveiti, Skófatnað, Sement, Kol,f|Trjávið, |Ný{-
an fisk, Prjónafatnað, Básáhold, Brauðvara!o. II.
m «
Drátturinn 50 aura. Inngangur 50 aura.
Allir I Tempíó kl. 5 i dag.
Heilsufræðissýning Læknafje-
lagsins í hinum nýja Landakots
spítala, var opnuð almenningi
í gærdag.
Kl. 1 var boðið þangað fjölda
fólks til þess að vera við opnun
sýningarinnar. Voru þar allir
læknar, sem hjer eru staddir,
alþingismenn, blaðamenn og
írírg'r aðrir.
Haraldur Guðmundsson heil-
brigðismálaráðh. var fenginn
til þess að opna hana. Hjelt
hann þar ræðu, sem var útvarp-
að.
Mintist hann fyrst á það, að
talið væri að um 1000 sjúkling-
ar væri að staðaldri í sjúkra-
húsum landsins, en sjer hefði
tjáð fróðir menn, að á heimil-
11 m myndi vera tvöfalt fleiri
sjúklingar, eða 3000 sjúklingar
á Iandinu að staðaldri. Væri
legukostnaður reiknaður 5 kr.
fyrir hvern mann á dag, þá
yrði sjúkrakostnaður hjer í
landi 5—6 miljónir króna á
ári, auk læknishjálpar, meðala
og atvinnutjóns — að ógleymdu
allskonar böli, sorgum og þján-
ingum, sem fylgir í kjölfar
sjúkdómanna.
Hann kvað það öllum vitan-
legt, að starf lækna og heilsu-
fræðinga væri tvískift — að
lækna sjúka og fyrirbyggja
sjúkdóma.Þótt gott sje að menn
fái lækningu, þá væri þó betra
heiit en gróið, og þess vegna
sje það miklu þýðingarmeira
að kenna mönnum heilsufræði,
hvað þeir eigi að gera og hvað
þeir eigi að varast. Sýning þessi
væri aðallega stofnuð í því
augnamiði og væri stórmerki-
leg á margan hátt. Óskaði hanm
þess að fólk kynti sjer hana
sem allra best og rækilegast.
Á sýningunni gæti fólk t. d.
lært að þekkja fyrstu einkenni
næmra sjúkdóma, og ætti það
að geta orðið til þess, að lækn-
is yrði í ýmsum tilfellum vitj-
að fyr en elli mundi verið hafa.
En það hefði stórkostlega þýð-
ingu um það að hefta útbreiðslu
farsótta og alt það böl og sorg
sem af þeim leiddi.
Þakkaði hann því næst
Læknafjelaginu fyrir framtaks-
semi þess og öllum þeim, sem
stutt hafa það í því að koma
upp sýningunni.
Formaður Læknafje-
lagsins talar.
Því næst hjelt dr. Helgi Tóm-
asson jrfirlæknir ræðu og mint-
ist með virðingu og þakklæti
þeirra, sem stutt hafa, að sýn-
ingunni. Nefndi hann þar fyrst
til dr. Skúla Guðjónsson sem
hjálpað hefði með ráðum og
dáð, Baader yfirlækni í Berlín,
heilsufræðiisstofnunina í Dres-
den, sem lánaði sýningarmun-
ina og hafði nú sent tilkynn-
ingu um að það gæfi Læknafje-
laginu 40 af þeim myndum, sem
eru á sýningunni, og fjelaginu
er mikið gagn að eiga.Þá mint-
ist hann á dr. Pernice, sem
hefði komið hingað til þess að
korna sýningarmununum fyrir,
Meulenberg biskup og Augusta
Victoria priorinnu, sem hafði
lánað ókeypis húsnæði í spít-
alanum; -Jens Eyjólfsson yfir-
smið, sem hefði hagað verkinu
við byggingu spítalans með það
íyrir augum; að sýninguna væri
hægt að opna nógu snemma,
og hefði jafnan verið boðinn
og búinn til þess að aðstoða
læknafjelagið á allan hátt. Þá
mintist hann á Eimskipafjelag-
ið, sem flutt hefði alla sýning-
armunina ókeypis frá Hamborg,
og landstjórnina, sem felt hefði
niður innflutningsgjald af þeim.
Seinast mintist hann með sjer
stöku þakklæti hins óeigin-
gjarna. starfs lækna og lækna-
efna við sýninguna. Sagði hann
að svo mætti að orði kveða, að
þeir -hefði unnið við sýninguna
sem sjálfboðaliðar nótt og dag
í heilan mánuð.
Enn fremur þakkaði hann
Rannsóknastofu Háskólans,
Rauða krossinum, Hjúkrunar-
fjelaginu Líkn og þeim öðrum,
sem stutt hefði að því að gera
sýninguna sem fullkomnasta.
Þá gat hann þess, að dr. Per-
nice hefði haft hingað með sjer
nokkrar kvikmyndir sem fjöll-
uðu um heilsufræði og yrði þær
sýndar almenningi á næstunni
fyrir mjög lágt gjald. Hefði
bæði kvikmyndahúsin lofað að
sýna myndirnar ókeypis eins oft
og læknafjelagið óskaði þess.
Yrði nú á eftir þrjár af þessum
myndum sýndar boðsgestum í
Nýja Bíó, en þangað til sú sýn-
ing byrjaði, væri ætlast til þess
að gestir skoðuðu heilsufræðis-
sýninguna. Gaf hann því næst
yfirlit um það hvernig sýning-
unni væri háttað, hvað væri
sýnt á hverjum stað og hvar
sýningarherbergin væri í hús-
inu.
Fóru n.ú gestir að skoða sýn-
inguna, en svo voru þeir margir,
að vart varð þverfótað neins
staðar fyrir þrengslum. En svo
mikið sáu menn þó, að allir
munu hafa verið ákveðnir í því
að koma þangað aftur.
Það er og ekki stundarverk
að skoða hana. í hverri deild,
svo að segja geta menn verið
tímunum saman áður en þeir
hafa fyllilega áttað sig á því
hvað þar er að sjá, og hvað
af því má læra. Það nægir því
ekki að koma á sýninguna einu
sinni eða tvisvar, og ætla sjer
að kynnast henni rækilega. —
Menn verða að koma oft og
ef þeir eru athugulir, munu
þeir í hvert skifti sjá eitthvað,
sem þeim hafði skotist yfir áð-
ur, en vildu þó fyrir hvern mun
ekki hafa farið á mis við.
Kvikmyndin.
Sá kafli kvikmyndarinnar, er
sýndur var í gær, var í þremur
köflum, eða í raun rjettri þrjár
sjálfstæðar myndir.
Hin fyrsta var um starfsemi
hjartans.
önnur um syfilis og syfilis-
lækningar.
Þriðja um bogna fætur og
hryggskekkju og hvernig hægt
er að laga það.
Voru myndirnar allar mjög
skýrar og stórfróðlegar.
Þess mun því mega vænta að
mikil aðsókn verði að þeim,
þegar þær verða sýndar fyrir
almenning.
Bankamaður hverfur.
Bankamaðnr í London var ný-
lega sendur með 32.000 krónur til
útbús Barcleys Bank í Moorgate.
A leiðinni hvarf liann- Hyggur
lögreglan að hann hafi verið
tældur upp í bíl og síðan farið
með hann eitthvað langt í burt tií
þess að ræna fjenu af honum.