Morgunblaðið - 23.10.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.10.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Ginkasoluumræður i efri deild. liins og vita mátti rignir nú niður einkasalufrumvörpum. •— Einna stórfeldast er þó frumvarp það um einkasölu á bifreiðum. mótorvjelum og rafmagnsáhöld- nm, sem meiri hluti fjárhagsnefnd *r efri deildar (Jón • Bald. og Bernh. Stef.) flytur fyrir hönd ítjórnarinnar. Minni hluti nefnd- arinnar (Magnús Jónss.) var á móti. Mál þetta var til 1. ui^r. á laug- ardaginn. Framsög'jniaður (J. Bald.) mælti fyr’ir frv. en taldi þó vafasamt) 'að það myndi kom- ast í framlryæmd í hráð. Magnús Jónsson andmælti frv. Kvað hann einkasölu g'eta verið með tvennu »Q«} ánnars vegar einkasöln með óþarfavörur í þeim tilgangi einum að afla ríkissjóði tekna og g'ætu ■tundum þeir menn verið þessu fylgjandþ sem annars væru and* vigir ríkisverslpn. Hinsvegar væm •inkasölur, sem hygðust heinlínis a því, að ríkisverslun væri hag- stæðust, og af þessari tegnnd væri sú einkasala, sem hjer væri um «ð ræða, því hjer ætti að taka ■beinar nauðsynjavörur undir rík- ið. Lýsti hann því næst sinni skoð- aa á einkasöluiini. Pjármálarh. andmælti með nokkrum orðum, og var umræðuin frestað. Umræður um þetta mál hjeldu áfram í efri deild í gær og tóku mest af fundartíman- um. — Var Jón Baldvinsson fyrir svörum af hendi stjómarliðsins. Hafði stjómin sýnilega falið honum að sjá alveg um málið eins og nokkurskonar aðstoðar- ráðherra. Jón A. JónsSon, Magilús Guð mundsson og Magnús Jónsson andmæltu frumvarpinu og knúðu allfast á Jón. Meðal ann- ars spurðu þeir hann að því, hvers vegna jafnaðarmanna- stjórnimar í nágrannalöndun- um, Danmörku og Svíþjóð kæmu ekki á fót emkáisíiÍum þar á hinum og þessum vörum, en h.jer rigndi niður slíkum frum- vörpum svb að segja daglega. Varð Jóhi heldur svarafátt, en Ságði að þar væri erfiðara UTm vik vegna þess að þessi lönd hefðu talsverða ,,transitversl- un“. Eftir því verður líklega hvergi hægt að „þjóðnýta“ verslunina nema á íslendi! Þá var hann og brýndur allmjög á gömlu einokunarversluninni, sem var nærri búin að drepa þjóðina, en Jón taldi hana alt annað *en þetta, sem nú væri á ferðinni! Umræðum var ekki lokið kl. 4, er fundi var slitið. 20 ár. 20 ár. VeikiiMiEiiiiðimð FiunsEke heldur 20 ára afmælisháfíð sína íimlud. 25. oklóber n. k. i Alþýðuhúsinu Iðnó. Hálíðin faefst kl. 8 e.h. ntcð sameiginlegu borð- haldi. Auk þess verður margt Ii 1 skemlunar, svo sem: Einsongur: Krislján Krisljánsson, hljóð- færasláltur, ræðuhöld, dans. Hljómsweit Aage Loránge. Konum er heimilt að taka með sjer gesti og eru þær vinsamleffast beðnar að tilkynna þátttöku sína með því að skrifa sig sem fyrst á lista, sem li,e:g'ur frammi í Álþýðubrauðgerðinni, Lausraveg 61, hjá Jóhönnu Egilsdóttur, Ingólfsstræti 10, Sig- ríði Ólafsdóttur, Bergþórugötu 6, Áslaugu Jónsdóttur, Bræðraborgarstíg 38 og á skrifstofu Alþýðusambandsins, Mjólkurfjelagshúsinu. Aðgöngumiðar verða seldir í Iðnó, á miðvikudaginn, 24. okt., kl. 4—7 ogr á fimtudaginn, 25. okt., kl. 2—5. Þess er óskað, að fjelagskonur minnist 20 ára afmælisins með því að fjölmenna. STJÓRNIN. Ný þingmál. Ríkiseinokun á fóð- urmjöli og öðrum fóðurbæti. Sósíalistar í Ed., þeir Jón Baldvinsson og Sigurjón Á. Ólafsson flytja frv. um einka- sölu ríkisins á fóðurmjöli og fóðurbæti. Segir í 1. gr. frv., að ríkis- atjórnin skuli taka í sínar hend- mr innflutning á fóðurmjöli og fóðurbæti, svo sem: Olíukökum, baðmullarfræmjöli, sojamjöli, pálmakjarnamjöli og kökum, jarðhnetumjöli og. kökum, manioka og tapiokamjöli, mel- asse (sætfóður), klíði, hænsna- og fuglafóðri, svínamjöli, byggi, höfrum, mais, maismjöli, öðru fóðri og fóðurblöndu. Þessi nýja einkasala á að bera nafnið „Fóðurbætiseinka- sala ríkisins“ og skal ríkisstjórn in annast rekstur hennar, semja reglugerð um framkvæmd einka aölunnar, skipa forstöðumann o. *. frv. Þyki hentugra að leggja rekstur þessarar einkasölu und- ir þær sem fyrir eru, skal það heimilt. Breytt skipan á út- varpinu. Meirihl. allshn. í Nd. ber fram frv. um útvarpsrekstur rík isins og er frv. flutt að tilhlut- an atvinnumálaráðherra. Helsta breytingin, sem farið er fram á með frv. þessu er í því fólgin, að lagt er til að útvarps- ráð verði lagt niður, en í stað þess komi dagskrárstjórn skip- uð 7 mönnum. Skulu 3 kosnir hlutfallskosningu á Alþingi til fjögurra ára í senn og 3 kosn- ir hlntfallsk;osningu meðal út- varpsnotenda. Kenslumálaráð- herra skipar sjöunda mann í dagskrárstjóm og er hann for- l maður Tiennar. | Nokkrar fleiri breytingar eru gerðar á útvarpinu. Þannig er ákveðið, að tekjum Ríkisút- varpsins og þeirra starfsgreina, sem reknar eru á vegum þess, megi eingöngu verja í þágu út- i varpsins. Þá er og gert ráð fyr- ir, að dagskrárstjórn hafi nokk- ura íhlutun um val fastráðinna manna, sem að dagskrá vinna; að öðru leyti mun útvarpsstjóra | ætlað að ráða þarna mestu. Þrjú yfir stjórnar- „ráð“ til eftirlits með opinberum rekstri. I Skipulagsnefndin svo nefnda eða rauði rannsóknarrjetturinn, hefir samið frv. um „eftirlit með opinberum rekstri" og stjórnarliðar í allshn. Nd. tek- ið að sjer flutning þess fyrir tilmæli atvinnumálaráðherra. I 1. gr. frv. þessa segir svo: „Fyrirtækjum þeim, sem rík- ið hefir sett á stofn tíl þess að annast sjerstök samgöngumál, verslunarmál, verklegar fram- kvæmdir, ásamt verksmiðju- störfum, skal skifl. í þrjá flokka, eftir eðli þeirra og viðfangsefn- um, svo sem hjer segir: 1 fyrsta flokki er póstmála- kerfið, landssiminii, ríkisútvarp ið og skipaútgerð ríkvins. í öðrum flokki eru tóbaks- einkasala ríkisins, áfengisversl- un ríkisins, viðtækjaverslun rík isins og áhurðareinkasala rík- isins. 1 þriðja flokki eru skrifstofa vegamálastjóra, skrifstofa vita- málastjóra, skrifstofa húsa- meistara ríkisins, ríkisprent- smiðjan og landssmiðjan“. í 2. gr. segir svo: „Nú setur ríkið á fót fleiri stofnanir, til þess að hafa með höndum sjerstaka starfrækslu. Skal þá ríkiss. jórnin skipa þeim, jafnskjótt og þær taka t’l starfa, í þnnn flokk, sem þær standa uæst um starf- rækslu.“ í 3. gr. segir svc : „Yfir hvern flokk fyrirtækja, sem um getur í 1. og 2. gr„ skal skipa þriggja manna ráð, til þess að hafa með höndum yfirumsjón og eftirlit með starf rækslunni. Skal ráð hvert ávalt hafa rjett til að aðgæt^ reikn- ingshald og skjöl öll, er stofn- unina varða. Ráð skal eigi koma sjaldnar saman á fund en sem svarar einu sinni mán- uð hvern, en oftar ef þörf ger- ist. Forstjórum stofnana þeirra, sem ræðir um í lögum þessum, skal skylt að leggja fyrir ráð það, sem Stofnunin heyrir und- ir, öll mikilsvarðandi mál, sem starfræksluna -varða, gera grein fyrir innkaupum, starfsmanna- haldi, kaupgjaldi og tilhögun starfs, fjárhag, álagningu á vörum og öðrum meginreglum, sem' starfrækslan miðast við. Afrit af fundargerðum ráðs- fundar skulu jafnóðum send ríkisstjórninni, og er forstjóri sendir ríkisstjórninni tillögur, er varða stofnun þá, er hann Hú§ til §ölu. Ágæt húséign á eignarlóð í Vestnrbænnm er til sölu. ,h I 'U ■ • Upplýsingar gefur Þorgils Ingvarsson, Landsbankannm. Kjötsölumálið í efri deild. Breytingartillögur lágti fyrir frá Jóni A- Jónssyni, Pjetri Magnússyni og Þorsteini Briem. Urðu alllangar umræður, sjerstak- lega um tillögu Pjeturs Magnús- sonar nm það, að bændur mættu slátra á heimilum sínum og selja kjötið milliliðalaust. Þótti Her- manni Jónassyni það með öllu óhæfilegt, að menn kæmust þann- ig frarn hjá miHiliðunuui. Sýndi P. M. fram á. að með þessu væri alls ekki átt við það, að bændur mættu selja kjöt sitt á markað, utan við sölumiðstöðina, heldur væri hjer eingöngu um að ræða bein viðskifti. Forsætisráðherra varð sífelt að játa, að g.'allar væru á lögunum, og hefði nefndin orðið að veita ýmsar undanþágur. Magnús Guð- mundsson henti honum á, að þá væri rjettara að lagfæra þá galla, sem þegar hefðu komið í ljós en ekki vildi forsrh. heyra það. Þá varð enn deila milli Her- manns og Þorsteins Briem, um skipun kjötverðlagsnefndar, og sló í hart. Kom þá Jónas inn í deildina í fyrsta skifti þann dag og hvað sjer þegar hljóðs, en þá brá svo við, að umræður voru feld- ar niður og g'engið til .atkvæða. Fór frv. til 3. nmr., að mestu óbreytt. | veitir forstöðu, þá skal álit ráðs ! ávalt .fylgja tillögunum." | Yfir-„ráð“ þau, sem hjer pm ræðir, skulu kosin til þriggja ára á Alþingi með hlutfallskosfa ! ingu. Skal hver maður 1 ráðun- um hafa 400 kr. þóknun. Frá efri deild. Hermann og jarðarverðin. Umræðnr urðn talsverðar í efri deild á laúg'ardaginn, nm kaup á Laugalandi og sölu á Saurbæ í ^ Eyjafirði. Málið er í sjálfu sjer smámál, ekkert aunað en nokk- itrskönar makaskifti á þessum j tveim jörðuxh með lítilli milligjöf. j En sumir þingmenn geta ekki, fengið þá flugu úr höfði sínu, að . hjer þurfi að taka afstöðnJil þjóð- jarðasölumálsins í heild. . •/', , Hermann Jónasson kvaðst ekki láta skoðun sína á þjóðjarðasölu- málum, ráða sínu atkvæði í þessn máli. Meðal anuars væri það verð sem hjer væri nefnt, altof hátt. Og þó er það undir fast.eigna- matsverði- Það er þá svo að sjá, sem ekki eigi að láta hændur fá of mikið fyrir jarðirnar, þegar ríkið fer að kaupa þær, samkvæmt stefnuskrá rauðliða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.