Morgunblaðið - 23.10.1934, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.10.1934, Blaðsíða 7
M O hirU N B LAÐIÐ .vr.v m Þeir sem ,,egta‘‘ ofna vilja áthuga í sömu ferð. Jeg hef líka leir að selja, læt hann fyrir sanngjarnt verð. 6 Bor koata ágætar rafmagnsperur hjá okkur 15 — 25 — 40 — 60 watta- Kaffistell, ekta postulín, 6 manna 3 teg., aðeins kr. 10.00. Vehjarakl u kkur. ágætar 5,75 Tannburstar í hulstri 0,50 Rakvjelar á 1,00 íSjálfblekungar og skrúf- hlýantar, settið 1,50 Vasaljós með batteríi 1,00 Batterí, sjerstök 0,35 Vasaljósaperur 0,15 ög margt fleira ódýrt hjá l\mm i liSmsi Bankastrjski 11. N9lr kaupendur að Morgunblaðinu fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. Reiknivjel óskast til kaups, með tækifæris- Jverði. Tilboð merkf ,,Reiknivjel“ — liendist A.S.I ICrepe. Eephant — Venus, — de Chine, Taftsilki. Maicfenttr. ir>augaveg 40. Aðalstræti 6 EGGERT CLAESSEN i fcæstar jettarmálaflutningsmaður, Bkrifstofa: Oddfellowhósið, Vonarstræti 10. (Inngangur um austurdyr). Takmörkuti barneigna. Á að stuðla að fólks- fækkun í landinu? Frv. landlæknis ,,um leiðbein ingar fyrir kónur um varnir gegn því að verða barnshafandi og um fóstureyðingar“, kom til 3. umr. í Nd. í gær. Fram var komin ein brtt., frá 'VI. T., um að fella burtu 2. máls grein 1. gr., sem er svohljóð- andi: „Nú leitar kona til hjeraðs- iæknis, annars starfandi læknis eða sjerfræðings í kvensjúk- dómum eða fæðingarhjálp, og óskar leiðbeinjnga um varnir gegn því að verða baínshafandi, og er lækninum þá skylt að áta slíkar leiðþeiningar í tje“. M. Torfason kvaðst þúast við, að þeir sem hjer ættu hlut að máli myndu rata leiðina, án þess á hana væri bent, Hann kvaðst ekki vita í hverju þessar „leiðbeiningar“ væru fólgnar, en ekki kvaðst hann vera í vafa um, að með þessu væri stefnt til mikilla skemda. Af þessu myndi sem sje leiða útbreiðsla kyn- sjúkdóma og væri vissulega meiri ástæða að leggja ein- hverjar skyldur á lækna í þeim efnum. En höfuðatriðið væri þó það, að með þessu væri löggjafinn að hefja nýja mannfækkunar- öld, sem hann teldi ekki heppi- lega og ekki þörf á, eins og ástatt væri á okkar landi. Hjeðinn andmælti M. T. og taldi að keppa ætti frekar að því, að láta því fólki líða vel sem fyrir væri, heldur en að fjölga. Sagði svo mikið atvinnu- Ieysi í lapdinu, að eigi væri á- stæða til að æskja mikillar fólks fjölgunar. Hann kvaðst og líta þannig á, að hver kona ætti að ráða því sjálf hvort hún eignað- ist barn eða ekki. M. T. kvaðst játa að H. V. væri kunnugri þeim leiðbeining- um, sem hjer væri um að ræða, en ekki kvaðst hann geta fall- ist á það, að nauðsynlegt væri að skylda lækna í þessu efni. Svo væri komið hjá ýmsum öðr- um þjóðum, að þær verðlaunuðu barneignir. Hjer væri stefnt í gagnstæða átt. Og hann kvaðst fyrir sitt leyti líta svo á, að sú leiðin væri hollari, að koma þeirri hugsun inn hjá þjóðinni, að sú kona væri í heiðri höfð sem fjölgaði mannkyninu, hvern ig sem barnið væri undir komið. Hefði verið meiri ástæða að skylda lækna og aðra góða menn að örfa þessa hugsun, í stað hins, að skylda þá til að gefa leiðbeiningar um fækkun fólksins. Brtt. M. T. var feld með miklum atkvæðamun. Síldveiðin í Englandi gefur lítið af sjer. Yarmouth 22. okt. FB Síðastliðinn laugardag var síldin seld, 30 fyrir 1 penny. Fjöldi fiskimanna hefir haft undir 1 sterlingspund í hreinar tekjur frá því í júní. Dagbóþt. □ Edda 593410237 — Fyrirl. Atk^gr. Veðrið (mánudag kL 17): Stormsveipur við Fæifeyjar á hreyfingu norðaustur eftir. N og NA-stormur hjer á landi og liríð- arveður nyrðra og eystra. Veðurútlit í Rvík í dág: Mink- andi N-átt. Ljettskýjað. Útvarpið: Þriðjudagur 23. október. 10,00 Veðurfregnir. 12,05 Þingfrjettir. 12,20 Hádegisiitvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 19,25 Grammófónn: Píanósóló. 19,50 Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 Erindi: Heimskautaferðir, I: Tsjeljuskinleiðangurinn (Jón Eyþórsson). 21,00 Tónleikar: a) # Celló-sóló (Þórhailur Arnason) ; b) Grammófónn: íslensk lög; c) Ðanslög. Heimdallur heldur fund á mið- vikudagskvöldið kl. 8% í Varðar- húsinu. Til umræðu verður með- al annars. Er lýðræðisstjórn í landinu. Málsbefjandi er Bjarni Benediktsson prófessor. Aðalfundur Knattspyrnufjelags- ins Valur var haldinn s-1. sunnu- dag. Formaður var kosinn Frí- mann Helgason og' meðstjórn- endur Jóhannes Bergsteinsson, Axel Þorbjörnsson, Hólmgeir Jóns son og Einar Björnsson. U. M- F. Velvakandi heldnr fyrsta fund sinn á þessum vetri í kvöld kl. 9 í Kaupþingssalnum. Hjónaband. Síðastl- laugardag voru gefin saman í bjónaband af síra Eiríki Brynjólfssyni í Út- skálakirkju, Kristín Reykdal og Hans Christiansen forstjóri. Heim- ili brúðhjónanna er á Hávalla- götu 5. Strætisvagn ók á girðingu á Laufásveg'i í gær og brant bana talsvert. Kvaðst bifreiðarstjórinn hafa orðið að víkja snarlega fyrir hjólreiðamanni, sem ók glanna- lega á móti honum, en gat ekki stöðvað bílinn nógn fljótt, svo að hann rann á girðinguna. Fyrri hluta lyfsalaprófs luku nýlega Ingibjörg Guðmundsdóttir og Snæbjörn Kaldalóns, bæði með fvrstu einkunn. ÁHeit til Slysavarnafjelags ís- lands- Frá Sillu 2 kr., Fríðu g'ömlu 5 kr., H-f. Stokkseyri kr. 8.75, Sveitakonu 5 kr., Sigurði Þor- steinssyni Hrafnadal, Hrútafirði 10 kr., Gamalli konu 5 kr., Mæðg- inum 3 kr. — Kærar þakkir. — J. E- B. Heimilisiðnaðarfjelag fslands beldur tvö handavinnunámskeið fyrir konur núna fyrir jólin. Hið fyrra byrjar mánudaginn 29. okt- og verður þar kent að sauma og gera við allskonar fatnað kvenna og barna, og ennfremur að prjóna og hekla. Námskeið Heiðilisiðn- aðarfjelagsins eru mjög vinsæl. Nánari upplýsingar um þau gefur frú Guðrún Pjetursdóttir,, Skóla- vörðustíg 11. Hjúskapur. Gefin voru saman í hjónaband hjá lögmanni, laugar- daginn 20. þ. m., Guðrún Kristjáns dóttir, kaupmanns í Súgandafirði og Jón Gauti verkfræðingur, Sel- landsstíg 30. Iíeimili þeirra er á Sellandsstíg 30. Suðurland átti að fara td Breiðafjarðar á fimtudaginn kem- ur, en í þess stað verður Alden send þangað og verður afgreidd lijá Skipaútgerð ríkisins. Innbrot var framið í fyrrinótt í Landsmiðjuna. Hefir þjófurinn annaðhvort farið inn um opinn glugga, eða brotinn glugga, sem sennilega liefir brotnað þannig, að segl, sem liengt var þar til þerris, befir slegist í hann. Úr smiðjunni hefir þjófurinn svo komist inn í geymsluherbergi þar innar af, með því móti að opna vegghlera. Inni í geymsluherberginu var skrifpúlt og í því peningakassi’ með 40 krónum. Þær hafði þjófur- inn hirt, en ekki var neins ann- ars saknað- Varðskipið Ægir kom til Norð- fjarðar á laugardagskvöld með enskan tog’ara, Okino frá Grims- by, skipstjóri Adelsson. Togarinn var t'ekinn í Þistilfirði (F.Ú.) — Rjettarhöldum er ekld lokið. Málverkasýning Jóhanns Briem í Goodtemplarahúsinu verður op- in alla þessa viku, til sunnudags- kvölds. Aðsókn að sýningunni hefir verið ágæt. f fyrradag kom þangað á annað hundrað gesta. Tilkynning frá ráðuneyti for- sætisráðherra: Samskotafje vegna landskjálftanna 1934: Úr Hörg- landshreppi kr. 171.58. (F.B.). Blaðamannafjelag var stofnað hjer í bænum á sunnud^ginn. Stofnendur voru ritstjórar og' blaðamenn dagblaðanna og Fálk- ans. Áheit til Hallgrímski^kju í Saurhæ: Frá S- Þór 200 kr. Kærar þakkir. — Ól. B .Björnsson. Háskólafyrirlestrar á enskn- Annar fyrirlesturinn verður flutt- ur í kvöld kl. 8 stundvíslega. — Efni: Nokkrir enskir þjóðsiðir. Togaramir. Hafsteinn kom frá Englandi á sunnudag. Enskur togari kom með veikan mann. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. — Skrifstofa Bergstaðastræti 3, opin kl. 2—5 (mánud. kl. 2—7%)') — Skoðunarlæknar: Kristín Ólafs- dóttir, Laugaveg 40, kl. 4%—*6 og oriðjud. kl. 8—8% e• h. Þórður Þórðarson, Austurstr. 16, kl. 12% —2 og' föstud. kl. 8—8% e- h. Eimskip. Gullfoss var á Siglu- firði í gær. Goðafoss er á leið til Hnll frá Vestmannaeýjum. Detti- foss kom til Reykjavíkur, frá út- löndum kl. 1 í gær. Brúarfoss var í London í gær. Lagarfoss var í Osló í gær. Selfoss var í Kaup- mannahöfn í gær. Farþegar með Dettifossi frá útlöndum í gær: Jón Bergsson, ungfrú Hrefna Berg, ungfrú Clara Berg', Stefán Þorvarðarson og frú. Hjúskapur. Síðastl. laugardag, 20. þ.m., voru gefin saman á Mos- felli í Mosfellssveit, ungfrú Kristín Árnadóttir frá Vopnafirði og Ól- afur Þórðarson á Æsustöðnm í Mosfellssveit. Sama dag voru gefin saman í Reykjavík ungfrú Svanlaug Kristjánsdóttir frá Álfs- nesi á Kjalarnesi og Jón Þor- björnsson sjómaður í Reykjavík. Síra Hálfdan Helg'ason gaf brúð- hjónin saman. Germania heldur dansleik kl. 9y2 í kvöld í Oddfjelagahúsinu, fyrir foringja á þýska hafrann- sóknarskipinu „Meteor“. HerferS verður nú enn einu sinni hafin gegn rottunum hjer í bænum. Allir þeir, sem verða varir við rottur í húsum sínum eig'a að tilkvnna það skrifstofu beilbrigðisfulltnia við Vegamóta- stíg 4 kl. 10—12 og 2—7 daglega frá 23.—31. þessa mánaðar. Daglega ný(t. Lifur Off hjörtu, að eins kr. 0,45 % kg. Kaupffelag Borgfirðinga.]^ Sími 1511. Hvílið augun með gleraugum frá Thiele. Látið „refraktionist“ okkar at- huga sjónstyrkleika á augum yðar. Allar rannsóknir framkvæmd- ar á fnllkominn og nákvæman hátt- , Rannsóknin er ókeypis- „Refraktionist“ okkar er.til við- tals daglega frá kl. 10—12 og 3—7 F. A. Thiele Austurstræti 20. Baðherbergisðhöid. Sápuskálar, Svampskálar, Gler- hyllur, Handklæðastengur o. fl. nýkomið. " Ludvig Storr Laugaveg 15. Barnatúttur. Notið hinar viðurkendu crystal-túttur, þær eru upp- áhald allra barna. Snuðtútt- ur, margar teg. — Höfum einnig hina viðurkendubarna pela úr Jenar-gleri. G.8. HIOÍD fer hjeðan til Breiðafjarðar, í stað E.s. Suðurlands, fimtu- daginn 25. þ. m., kl. 10 síðd. Tekið verður á móti vör- um á morgun. Vjelstjórafjelagið heldur fund í Varðarhúsinu kl. 7 í kvöld. Bifreiðarslys í Hafnarfirði. Páll Hafstað nemandi við Flensborgar- skólann varð fyrir bíl á laugar- dagskvöldið- Fell hann á götuna og meiddist á höfði og fæti, en líður sæmilega. Bíllinn var R. 954. (F.Ú.). Sjómannakveðja. Lagðir af stað áleiðis til Englands. Vellíðan. — Kærar kveðjur. Skipverjar á Ven- usi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.