Morgunblaðið - 24.10.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.1934, Blaðsíða 2
2 MORG H N B 1, A f; T Ð ðtlref.: H.f. ÁmlKir, Reykjavflt. RIIMJtrtr: J6n KJartnnuon, Taltfr 9te(4u»i. Httatjðm o<t afKrelSaU: Aoatnratrætl 8. — Slmi 18W>, ilglfilngutlðrl: EL Hafberg. Aasiýtrloftaeltrlfatofa: AoMoratnBU 1T. — Slml 8760. BrtOftBktar: 10n KJartansaon nr. 8768. Valtýr Steftoasan nr. 4220. Arni Aln nr. S04B. BL Hafberg nr. 2778. ihkrlftagjal4: Innanlanda kr. 2.00 & nánfltL Dtanlanda kr. 2.B0 & mAncOl 1 lausaaðiu 10 aura elntaklB. 26 anra meB Leabtk. Alþingi og einræðisbölt Hjeðins. Þeir menn, sem vanið hafa kom- ur sínar í þinghúsið undanfarið og hlustað þar á umræður og fylgst með afgfeiðslu mála, munu varla hafa komist hjá að hugsa eitthvað á þessa leið: Er hjer virkilega samankomið hið virðuleg Alþingi ,skipað fulltrúum hinn- »r íslensku . þjóðar, eða er hjer aðeins samankomnir menn til þess að sitja og standa eins og hinum ofstækisfulla og van- stilta einræðisherra, Hjeðni Valdi- marssyni þóknast! Þessi orð eru sögð hjer í fylstu alvöru. Því að ef áfram verður haldið á þeirri braut, sem stefnt hefir verið undanfarið, hlýtur að því að reka, að þjóðin haéttir að viðurkenna Alþingi sem sína stofnun, skoðar það sem einka- stofnun einræðisherrans Hjeðins V aldima rssonar. Einræðisbrölt Hjeðins Valdi- marssonar hefir á margan hátt: siðspillandi áhrif á Alþingi. Þessi vanstilti ofstækismaður er langt frá því að vera frambærilegtir fulltrúi á löggjafarþingi þjóðar- imiaj". Hið vanstilta og stjórn- lausa skap hans setur skrílsbrag á þingið. Umræðurnar verða per- sónulegar og óþinglegar á allan hátt. Leyfi þingmaður úr stjóm- arflokkunum sjer að greiða at,- kvæði öðruvísi en einræðisherran- um þóknast, er hinn vanstilti of- stækismaður óðara rokinn upp úr sæti sínu og steytir hnefann fram- an í þann þingmann, sem slíka ósvinnu hafði leyft sjer, að greiða atkvæði eins og sannfæringin bauð honum að gera. Mikið af starfi Alþingis að þessu sinni fer í það, að setja lög til þess að brjóta á hak aftur á- kvarðanir meirihluta bæjarstjórn- ar Reykjavíkur. Einræðisherrann Hjeðinn Valdimarsson leggur sýnilega höfuð áherslu á það, að nota. hið rangfengUa meirihluta- vald stjórnarflokkanna á þingi, til skipulagðrar herferðar á hend- ur þeim borgurum Reykjavíkur, sem ekki vilja hlíta einræði hans. Enn er ekki til fulls sjeð hvað Hjeðni Valdimarssyni verður á- gengt í þessari herferð. En það skal sagt Pramsóknarmönnum á AJþingi í fylstu alvöru, að ef það er ætlan þeirra að svifta Reykja- víkurbæ sjálfsforræði sinna mála, vegna þess að meirihluti hæjarbúa ekki fylgir Hjeðni Valdimarssyni í stjóramálum ,munu Reykvíking- iar líta svo á, að hafin sje sú her- íferð gegn þeim, að ekki sje að- eins þeirra rjettur heldur skylda, að verja sitt sjálfstæði og sína tilvern , Fiskiráðið og Framsóknarflokkurinn. Þess er ekki vænst að Pram- sóknarflokkurjnn hafi forystu um nýjungar og umbætur á sviði sjávarútvegsins. Hins væntir í sjálfu sjer heldur enginn, sem til þekkir, að Framsóknarflokkurinn hafi skynsemi eða skaplyndi til að lúta forystu sjer fróðari manna í þessu efni nje öðrum. Frumvarp Sjálfstæðismanna um fiskiráð hefir hlotið öijög almenn- ar vinsældir meðal útvegsmanna. Sjá þeir, sem er, að með stofnun fiskiráðsins er þjóðinni fengin hin öflugasta og ákjósanlegasta for- ysta í hinni örðugu lífsbaráttu, sem framundan er. Þessar vinsældir, sem Fram- sóknarflokknum auðvitað er kunn ugt um, hefði mátt húast við að yrðu fiskiráðs frv. skjöldur gegn ófrægingarhneigð Framsóknar- flokksins. Svo hefir þó ekki reynst, því nýverið birtist löng árásargrein um þetta þarfa mál í dagblaði Tímamanna. Enginn, sem grein þessa les, getur gengið þess dulinn að höf- undur hennar er undir niðri hrif- inn af þessari hugmynd Sjálfstæð- ismanna. En þessi hrifning' leiðir ekki til viðurkenningar á ágæti málsins, heldur til heifta gegn flutningsmönnum þess, og þessi heift magnast því meir, sem höf- undi verður ljósara hversu rökin' til andmæla eru fátækleg. Hjer skal nú hirt orðrjett úr gerininni það sem máli skiftir: „Þótt leitað sje með logandi Ijósi um alla þessa ritsmíð O. Th. (fiskiráðsfrv.) fyrirfinst ekki ein einasta frumleg hugsun eða til- lag'a um fiskiveiðar íslendinga eða fiskiverslun. . . . Það er öllum kunnugt, að viðskiftamálin og þá ekki síst sala framleiðsluvaranna er aðalviðfangsefni okkar nú á tímum.. Það er því gremjulegt að sjá formann stærsta stjórnmálafl. í landinu vera að hafa þessi mál að fíflskaparmálum til að leiða at- hyglina frá þeirri aðkallandi nauð syn að reyna að ráða fram úr ! fisksölumálnnum af skynsemi og stillingu. • . . Það er ekki tilgangur þessarar greinar að bera fram fullgerðar tillögur um úrlausn þeirra vanda- mála, sem hjer hafa verið gerð að umtalsefni. En þó skal bent á nokkur viðfangsefni, sem bíða bráðrar úrlausnar. 1. Verndun þeirra fiskmarkaða, sem við nú höfum. 2. Öflun nýrra markaða fyriv saltfisk. 3- Aukning framleiðslu og sölu á freðfiski. 4. Skipulagning á sölu ísfiskjar | og fiskiveiðunum í sambandi við þá sölu. 5. Aðrar þektar aðferðir til fisk- ' verkunar, sem kynnu að gefa i nýja möguleika.“ (Leturbr mínar)_ Til samanburðar ætla jeg' nú að fletta upp í greinargerð minni, og vita hvað þar finst, enda þótt höfundur segi að þar sje „ekld ein einasta frumleg hugsun“. f greinargerðinni segir: 1. líldri markaðir; Heilar tvær síður grg. eru um þá hættu, sem yfir vofir um missi eldri markaða, og um nauðsyn þess að vernda þá sem best. (Samanber og frv. Sjálfstæðismanna um matsstjóra). j 2. Nýir saltfiskmarkaðir: Þessar tillögur eru í greinagerðinni: a) íslen’dingar geta aukið sína. : eigin saltfiskneyslu án þess það! ! dragi úr neyslu nýs fiskjar eða> annarar framleiðsluvöru þjóðar-, innar. Yrði sú aukning ein máltíð . í viku, nemur neysluaukningin j um 1100 smálestum árleg'a. b) Saltfiskjar er neytt í Grikk- landi, Norður- og Suður-Ameríku, Cuba, Afríku og víðar. Salan er í öllum þessum löndum vandkvæð- um bundin. En hversu miklum? Það er rannsóknarefni. e) Tilraunir ber að gera til að skapa saltfisknevslu þar, sem hún ekki er fyrir. Reynslan sannar, að slíkar t.ilraunir geta vel borið mikinn árangur.“ Ver s lunarm ál. f dag birtist hjer í blaðinu í fyrsta sinn sjerstakur bálkur um verslunarmál, þar sem ennfremur verða birtar greinar er snerta iðn- að og sig'Hngar. Þessi hálkur birt- ist í blaðinu við og við framveg- is, a. m. k. einu sinni í viku. Verð- ur lögð áhersla á að birta þar yf- irlitsgreinar og frjettir um það helsta, sem gerist á þessum svið- um utanlands og innan. Mafvælarann- i sóknirnar. Hjer í blaðinu í gær var skýrt frá niðurstöðum rannsókna þeirra, er Jón Vestdal verk- fræðingur hefir gert á nokkr- um matvælategundum innlend- um og erlendum. En það sem vantar tilfinnanr. legast í skýrsluna er, hvaðan þær vöntegundir eru, og hvar framleiddar, sem reyndust vera ©ðru vísi en til er ætlast. Jón Vestdal hefir gert rann- sóknirnar að undirlagi heilbrigð isstjórnarinnar, og hans verki er lokið. Það er heilbrigðisstjómarinn- ar að halda máli þessu áfram. Eins og nú borfir við, er þeirri ásökun slengt út á inn- lenda iðnrekendur yfirleitt, að þeir framleiði og selji vörur, er hafa annað inni að halda en upp er gefið. Iðnrekendur, sem hjer eru allir sem einn ásakaðir, hljóta að krefjast þess, að málinu sje fylgt fram, undirferlis- og dylgjulaust. Hjer í bænum er starfandi fjelag iðnrekenda. Er eðlilegast að það fjelag beiti sjer fyrir því, að hafin sje ítarleg og gagngerð rannsókn í fram- leiðslu þeirra, og þeir einir, sem haft hafa svik í tafli verði látn- ir gjalda fyrir — en þeir sak- lausu losni við ómaklegan grun. 3. Frystur fiskur: Hjer birtist upphaf og endir þess kafla grein- arg., sem fjallar um frysta fisk- inn: „Það hefir lengi verið skoðun framtakssamra manna í framleið- endahópi, að hinar nýju aðferðir til að frysta fisk opnuðu nýja og ótæmandi möguleika fyrir íslenska fiskframleiðslu. Hafa einstakir menn þegar fyrir nokkrum árum gert stórfeldar tilraunir á því sviði og' kostað til þeirra svo nemur hundruðum þúsunda króna, en ekki treyst sjer til að fylgja þeim tilraunum eftir sem skyldi, og því ekki uppskorið sjáífum sjer til handa og þjóðinni, svo sem líkur benda til að hægt muni, ef nægilegt fje væri fyrir hendi. Með þessu hefir þó fengist mikil og dýrmæt reynsla, sem sjálfsagt er að hagnýta. — Skal ekki dul á það dregin, að margvíslegir örðugleikar eru á þessari leið. Hitt er víst, að hinar nýju frysti- aðferðir fela í sjer möguleika til þess að brúa dýptir milli heimsins auðugustu fiskimiða við strendur íslands og þeirra miljónatuga, sem fisk skortir, bæði í Evrópu og öðrum heimsálfum.“ 4. ísfiskur: Um ísfisk eru þessar tillögur í greinag.: ,,a) Betri hagnýting' á markaðn- um í þessum löndum. Kemur þá til greina að takmarka innflutning ódýrari fisktegunda til Bretlands, eins og raunar þegar hefir verið hafist handa um, svo og hvort ekki þætti ráðlegt að flaka fisk- inn. Með því nýtist betur af inn- flutningsheimildinni, sem miðuð er við mag'n, en ekki verð, og jafnframt nýtast hausar og bein til vinslu fiskimjöls. b) Að leita nýrra markaða, t. d. í Frakklandi, Belgíu, Hollandi og víðar, en í nefndum þremur lönd- um fer fram nokkur sala ísfiskj- ar. c) Norðmenn hafa að undan- förnu selt í ýmsum löndum Ev- rópu, utan Bretlands, nýjan fisk ísaðan og frystan. Hefir sú sala farið stöðugt vaxandi og nam á síðasta ári um 12 þús. smálestum, eða sem næst % hlutum allrar ísfiskframleiðslu íslendinga. Væri ástæða til að kynna sjer þá versl- un og athug'a, hvort og að hve miklu leyti ísl. fiskur getur selst í þeim löndum.“ 5. Fyrir „Aðrar þektar aðferðir o. s. frv.“ hef jeg í greinarg. sett: „Hertur fiskur. Niðusuða. Síld- Aðrar sjávarafurðir“, sem nátt- úrlega vel má draga saman í „Aðrar þektar aðferðir". Af þessum samanburði sjest, að greinarhöfundur hefir tínt til- lögur sínar, eina fyrir eina upp úr greinargerð minni, og engu þar við bætt, hvorki smáu nje stóru. Hann hefir stilt sig um að taka upp tillögur mínar orðrjett- ar, og á einum stað raskar röð, þar eð jeg nefni ísfiskinn á und- an frysta fiskinum í grg'. minni, en þetta verður ekki talin stór- vægileg „yfirsjón“. Jeg vek nú aðeins sjerstaka at- hygli lesenda á þeim orðum grein- arhöfundar, að þótt „leitað sje með Iogandi ljósi“ í greinargerð- inrii fyrir fiskiráðsfrv. mínu „þá finst ekki ein einasta frumleg hugsun eða tillaga". Ennfremur : „þaS er gremjulegt aS sjá for- mann stærsta stjóramálafl. í land- inu vera aS hafa þessi mál aS fíflskapannálnm“. Loks biS jeg svo menn aS athuga, að tillögurn- ar, sem höfundur ber fram, eru allar teknar úr greinargerð minni. Vænti jeg nú að öllum sje ljóst, að foystumenn Frams.fl. hafa í þessu máli gengið fram úr öllu hófi langt í því að ófrægja og kveða niður mikilsvarðandi um- bótaviðleitni, einungis af því að andstæðingar bera hana fram. Að lokum vil jeg svo leiða at- hygli að því, að enda þótt mjer hafi þótt rjett að sýna fram á að bendingar þær, er jeg gef í grein- argerð frumvarpsins, eru a. m. k. það ,,frumlegar“ að Famsóknar- menn hafa engu þar við getað bætt, þá er þetta samt ekki merg- ur málsins. Kjarni málsins er þessi: Þjóð- inni er búinn augljós voði af hafta stefnu viðskiftaþjóða hennar. Það er frámunalegt glapræði að láta undir höfuð leggjast að biiast öfl- uglega til varnar, — freista hihs ítrasta til að bjarga hag sínum og' þar með lífi sínu sem menningar- þjóð. Þegar svo stendur á er ekk- ert sjálfsagðara en að kalla til samvinnu þá menn, sem færastir eru til forystu og úrræða- Það er þetta sem ætlast er til með fiskiráðinu. Það hefir ekki verið hent á neitt annað alment og víðtækt úr- ræði til þess að reyna að sjá hag útgerðarinnar horgið. En nú kem- ur dagblað Tímamanna og segir, að vísu óbeint, en þó svo að allir skilja: Þetta mál er borið fram áf Sjálfstæðismönnum, og þess vegna er rjett að vera móti því. Um þetta hefi jeg það að segja, að ef svo væri komið drengskap og ábyrðartilfinning allra flokka í landinu, þá fengh engin öfl forð- að þjóðinni frá siðferðilegu og efnalegu hruni. Ólafur Thors. 6*.. EinkaiBlur oq herferðln genn Revkiavík. Frv. stjórnarinnar um verka- mannabústaði var til 3. umr. í Nd. í gær. Umr. urðu ekki miklar að þessu sinni. Atkvgr. um framkomnar brtt. fór sem hjer segir: Brtt. Thor Thors og Garðars um að tvö byggingarfjelög mætti starfa í kaupstöðum með fleiri en 10 þús. íhúa var samþ. með 16 :15 atkv. Með till. voru allir Sjálfstæð- ismenn, Hannes og B. Asg. Við at- kvgr. vantaði*2 þm.. þá Gísla Tíma ritstj' og Þorb. í Hólum. Brtt. Asg. Asg. um að heimila stofnun deilda innan byggingarfje- lags var samþ. Nokkrar fleiri hrtt. voru samþ. Frv. *j)armig hreytt var samþ. og afgr. til Ed. Kvaðst H. V. mundu sjá um, að Ed. „lagfærði“ frv. í gær var loks lokið 1. umræðu í Ed. um einkasölu á bifr§iðum o. fl. og var málinu vísað til 2. umr. Tillagá um það, að vísa málinu til fjárhagsnefndar til framhaldandi rannsóknar, var feld. r Þá kom til 1. umræðu frumvarp þeirra Jóns Baldvinssonar og Sig- 'irjóns Ólafssonar nm einkasölu á 'fóÚurmjöli og foðurb'œti. Mælti Jón fyrii* því á þann hátt, að hann tal- aði mest um nauðsyn þess að koma FRAMH. Á 7- SfÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.