Morgunblaðið - 24.10.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.10.1934, Blaðsíða 3
V—rC 3 Sigurvegarar í Asíralíullugi hyltir i Melbourne. London, 23. okt. FB. Frá Melbóurne er símað, að Scott og Campbell Black hafi íent þar kl. 5.34 f.h. (G. M. T.). Flugu þeir 11.323 enskar mílur á 2 dögum, 18 klst. og 9 mínút- um. Parmentier, Turner og keppinautar þeirra eru ekki enn komnir til Melbourne. (UP.). Kalundborg, 23. okt. FÚ. Ensku flugmennirnir Scott og Black eru nú komnir til Mel- boume, þeim var tekið með tak- markalausum fögnuði. Meðal þeirra, sem voru viðstaddir til þess að taka á móti þeim, var Mac Pherson Robertson, sá sem gaf verðlaunin, sem kept var nú um, kringum 200 þús. kr. Einnig fengu flugmennimir stóran gullbikar. Síðasti áfangi flugsins yfir Ástralíu var flugmönnunum sjerstaklega erfiður, og reyndi mest á taugastyrk þeirra, og tvisvar sinnum fór önnur hreyfi vjelin úr lagi á þeim tíma. Hollenski sendiherrann var meðal þeirra, sem tók á móti þeim í Melbourne og færði þeim blóm, en Hollendingamir eru næstir í fluginu. Er afrek þeirra einnig talið mjög mikið, því að þeir fljúga í almennri farþega- flugvjel með 7 farþega. Þeir viltust í myrkri á síðasta áfanganum til Melbourne og urðu að lenda í bæ um 200 km. frá Melbourne, en hjeldu bráð- lega áfram. Japanar heiinla jaín- rjelti í flolamálui Fundnr í London. London, 23. okt. FÚ. Umræður um flotamálin hóf- ust í dag milli Japana og Breta í nr. 10 Dawning Street. Fyrir hönd Englands tóku þátt í umræðunum utanríkis- ráðherra og flotamálaráðherra, auk forsætisráðherrans, Mac Donald, sem stýrir fundinum. En fyrir hönd Japana eru aðal fulltrúar á ráðstefnunni, Mat- sudara, sendiherra í London, og Jamamoto aðmíráll. Þeir skýrðu frá því í dag, hver væru aðalatriðin í tillög- um Japana, en ekki hefir verið frá þeim skýrt í einstökum at- riðum. London, 23. okt. FB. Að afloknum fundinum ljetu fulltrúarnir í ljós, að ástæðu- laust væri að hverfa frá þeirri ákvörðun að flotamálaráðstefn- an skyldi haldin samkvæmt á- ætlun 1935. — Samkvæmt á- reiðanlegum heimildum ljet sendiherra Japana svo um mælt á fundinum, að Japanar væri staðráðnir í að afneita Washing ton-flotamálasamþyktinni og krefjast jafnrjettis í flotamál- um. (UP.). Færeyingar heimta Grænlandsmiðin. Osló, 23. okt. FÚ. Ákveðið hefir verið í lögþingi Færeyinga að verja 25 þús. kr. til rannsókna á fiskigöngum við Austur- og Vestur-Grænland, og rannsókna á fiskiveiðamögu- leikum Færeyinga við Græn- land. Lögþingið hefir endurtekið kröfur sínar til Dana um rjett Færeyinga til óskoraðra fiski- veiða hvar sem er á grænlensk- um miðum. Rætt hefir verið um stofnun nýs sjúkrahúss fyrir sjómenn þar í eyjum. Fugladráp bannað. Eigendur jarðanna Fjósakots, Fug'lavíkur og Norðurkots í Miðneshreppi hafa bannað öllum áð skjóta fugla, hverrar tegundar sem er og á hvaða tíma sem er, í landar- eignum sínum. Jeppi á Fjalli verður sýndur næst á föstudag. Aðgöngumiðasal- an hefst á morgtm kl. 4. Herstjórn á Spáni. London, 23. okt. FÚ. Herrjetturinn á Spáni hefir dæmt 6 menn til dauoa fyrir uppreisnarþátttöku. — Fjórir þeirra voru frá Oviedo, en tveir frá Leon. Enn er verið að hand- taka helstu leiðtoga Jafnaðar- manna. Einnig hefir foringi verkamannasambands syndikal- ista verið tekinn fastur. Madrid, 23. okt. FÚ. Búist er við því að herstjóm komist á á Spáni. Hafa herfor- ingjar verið að undirbúa þetta nokkra daga. —« »••• Síldarverðið ákveðið í Englandi. Lowestoft, 23. okt. FB. Verðlag á síld hefir í dag ver ið ákveðið 10 shillings málið. — Walter Elliott landbúnaðar- og útgerðarmálaráðherra, Godfrey Collins og Sir John Gilmour inn anríkisráðherra koma saman á fund á fimtudag til þess að ræða um síldarútgerðina. (UP.) MORGUNBLAÐIÐ Lindbergh býsf við lang- flugi i hólolti. Lindbergh hefir nú sent Bandaríkjastjórn skýrslu og til- lögur um væntanlegar fastar flugferðir yfir Kyrrahaf og þvera Asíu til Evrópu. Lindbergh segir m. a. í þess- ari skýrslu sinni, að líklegast sje, að í náinni framtíð fari millilandaflug fram með mjög hraðfleygum vjelum í mikilli hæð. 25 kílomefra i loft upp. London, 23. okt. FÚ. Jean Piccard, bróðir prófess- orsins, sem frægastur varð fyrir háloftsflug sitt í Sviss, lagði í dag af stað upp frá Detroit í loftbelg og kona hans með hon- um. Þau ætluðu sjer að komast í 25 km. hæð, til þess að gera þar ýmsar athuganir um háloft in. Eftir 40 mín. sendu þau frá sjer skeytl með stuttbylgjutækj- um, og voru þá komin í 2.40 km. hæð og sögðu alt í lagi. Hálfum öðrum klukkutíma seinna sáust þau yfir Pennsylv- ania. Gandhl §egir af sjer. Osló, 23. okt. FÚ. Gandhi hefir nú ákveðið til fulls, að segja af sjer forustu þjóðernissinna í Indlandi, og mun einnig hætta allri þátttöku í starfi þeirra. Kirkjudeilan í Þýskalandi. 1 t ' .rdí^Kiii, ’ I Þýska kirkjudeilan veldur nú kirkjumönntíöi vax an í öðrum londum styður þaun hluta þýsku kirkj- unnar, sem þær telja vera að heyja stríð, til þess að halda við grundvallarkenningum kirkjunnar, segir í áskoruninni, og ennfremur að evangalisku kirkjumar muni beita sjer gegn því, að guðfræðilegum grundvelli • þýsku kirkjunnar sje breytt til þess að láta hann þoka fyrir átrúnaði fomra germanskra ættbálka. (F.Ú.) andi áhyggjum í Englandi og annarsstaðar. Ráð bc' bandalags evangelískra kirkna hefir nýl. ályktun um það, að biðja Hitler þess, að varðyeitji samvisku óg trúfrelsi í Þýskalandi. Evangeliska kirkj- London 20. okt. FÚ. Klofningurinn í evangelisku kirkjunni í Þýskalandi er nú algjör. I dag var stofnað Al- þjóðar sýnóda þýsku evangel- isku kirkjunnar, undir forustu Kochs biskups, og gefin út yf- irlýsing að loknum stofnfundi. Þar segir meðal annars: „Með því að kenning Dr. Miillers: „ein kirkja, eitt ríki, ein þjóð“ hefir verið sett í öndvegi fyrir kenningargrundvelli evangel- iskrar kirkju, og kirkjan hefir þannig verið fengin stjórnar- völdum þessa heims í hendur, stofnum vjer á alþjóðar sýnodu þýskrar evangeliskrar kirkju, nýjan fjelagsskap kristinna safnaða.“ Þá er sagt, að stjórn hins nýja fjelagsskapar krefjist þess af öllum prestum evangel- iskrar kirkju, söfnuðum hennar og safnaðarráðum, að þeir neiti að hlýða skipunum Ríkiskirkj- upnar. Ennfremur var samþykt að neita að greiða kirkjuskatta frá 1. nóv. að telja, þar til rík- isvöldin viðurkendu hinn nýja kirkjulega fjelagsskap. Hitler, Hess, og dómsmála- ráðherrann áttu í dag fund mpð sjer, til þess að ræða um þetta mál, en engin yfirlýsing var gefin út að þeim fundi loknum. Það átti að staðfesta dr. Muller í embætti sínu sem Rík- isbiskup næstkomandi þriðju- dag, en fórst fyrir. Bornin hennar Þuríðar mistu fötin sín. Þuríður Sigurðardóttir hefir fengið Franska spítalann fýrir barnaheimili * síðan ,,Vorhlómið“ brann. Þar hefir hún komið börn- iinum fyrir. Húsnæðið er hvergi nærri hentugt. En við það -verður að baslast fyrst um sinh. í brunanum um daginu miStu börnin mestöll föt sín. Einkum vant ar þau ullarnæröft, sokka og yfir- liafnir, svo og rúmföt. Því sáralitlu var bjargað úr brunanum. Nú ættu bæjarbúar, sem hafa í fórum sínum föt, sem ef t.il vill kunna að vera komin úr notkun, en vel má nota, að hugsa til barna- hópsins í Franska spítalanum. og taka fram föt þessi og senda Þuríði, eða hringja til hennar i síma og spyrja hvað hana eða börniii van- hagi um. Hún hefir síma 3614. v'O ■$(>} Kirkjukvöld guðfræðinema. Nemendur guðfræðideildar Há- skólans hafa undanfarin ár efnt til samkomu í dómkirkjunni einu sinni á vetri og verja ágóðanum til kristilegra starfa. Hafa þeir viljað vanda sem best til þessára kirkju- kvölda, lagt á sig mikla fyrirhöfn og erfiði og einnig orðið gott til m aðstoð ýmsra annara. Nú í kvöld verður slík samkoma haldin í dómkirkjunni, og er þess að vænta, að þeir, sem meta þetta starf og tilgang stúdentanna, sæki liana og eigi þar ánægjustund, því að prýðilega er til alls vandað. Dr. Magnús Jónsson próíessor mun flytja erindi, sjera Garðar Þor- steinsson og ungfrú Ásta Jósefs- dóttir syngja einsöngva, Helgi Sveinssou stud. theol. frá Hraun- dal lesa upp frumsamið kvæði og Sigfús Einarsson organleikari leika lög á kirkjuorgelið. Við öll, sem þykir vænt um á- huga og starfslöngun ungu guð- fræðinganna, eigum að koma í dóm- kirkjuna í kvöld og votta þeim þannig samhug okkar og styðja með þeim að góðu málefni. Asmundur (iuthmn.ndAon. Fimmbnrarnir dafna. London, 23. okt. FÚ. Dionne-fimmburarnir í Cana- da eru riú orðnir 21 viku gaml- ir. Samkvæmt frásögn læknis þeirra, dr. Dafoe, eru nú allar litlu stnlkurnar búnar að ná þeim þroska sem venjulegt er með 21 viku gömul börn, og álítur hann, að úr þessu sje þeim alveg óhætt. Nýkomið únal af Oardínuefnum (Rifs).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.