Morgunblaðið - 24.10.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.10.1934, Blaðsíða 4
4 «lf ORGUNBLAÐIÐ IÐMfíÐUR VERSLUN si<3linQrtR Verslunarsf fetlin oj* Alþingi. Þegar að afstöðnum kosning- um í sumar, varð það augijóst mái, að hagsmunir verslunar- stjettarinnar mundu eiga örðugt uppdráttar á hinni nýkjörnu þjóðarsamkundu. Þeir flokkar, sem nú mynda sameiginlegan meirihluta Alþingis, eru kunnir að litlum skilningi á þörfum atvinnurekenda yfirleitt og að beinni andúð til verslunarstjett- arinnar. Hugur þeirra til atvinnurek- enda alment kom þegar í Ijós eftir stjórnarmyndunina. Því að nýja stjórnin Ijet það vera eitt sitt fyrsta verk, að setja á lagg- irnar svonefnda skipulagsnefnd, einskonar fjárráðrmer.n allra atvinnurekenda í landinu. Og það var ekki nóg með það, að stjórnin gerði þannig atvinnu- rekendur landsins ómynduga, heldur fekk hún æðstu forsjá mála þeirra í hendur m. a. mönnum, sem hafa gert það að atvinnu sinni og æfistarfi, að níða alla þá atvinnurekendur, sem einhvers hafa mátt sín í landinu og þó alveg sjerstak- lega þá sem verslunarstjettina skipa.Lögfesting þessarar nefnd ar liggur nú fyrir Alþingi og þarf varla að efa framgang þess máls, þótt eitthvert hik kunni að vera á stöku manni. Fylkingarnar í stjórnarliðinu eru að nafninu til tvær, en þeg- ar um er að ræða aðstöðuna til verslunarstjettarinnar, er aðeins um eina fylkingu að ræða. Jafn aðarmennirnir hafa það á stefnuskrá sinni að draga allan atvinnurekstur undir ríkið. Ýmsir Framsóknarmenn munu enn sem komið er telja sig and- víga s vo víðtækum ráðstöfun- um. En takmörkun einkarekstr- ar 1 á verslunarsviðinu er engu síðúr áhugamál Framsóknar en Jafnaðarmanna. Og til þessa liggja þær orsakir, að þingmenn Framsóknarflokksins eru allir Loðskinnamarkaður. Haustsala Hudson Bay Company á loðskinnum í London hófst 3. okt- Þá var lítil eftirspurn að skinnum af bláref og mórauðum ref af Norðurlöndum, enda þótt þau væru góð. Ljeleg mórauð skinn voru seld með miklu verðfalli, miðað við hvað þau seld- ust j vor sém leið. Hvít refaskinn og minkaskinn seldust'líka ver en í vor og lítil eftirspum að þessum skinnum, sem komin voru frá Norðurlöndum. Uppboðið á silfurrefaskinnum byrj^ði 10. okt. og voru þar 6035 skinn á boðstólum. Af þeim vom þegar seld um 80%, en verðið i var heldur lægra en í vor. Meiri. eftirspurn var að góðum skinnum ! en ljelegum skinnum. með tclu fulltrúar eins og sama : fyrirtækis, Sambands íslenskra ' samvinnufjelaga. Þegar Fram- sóknarmenn hjálpa Jafnaðar- mönnum til að einoka ýmsar vörutegundir, eru þeir því að vinna sínum drotni, Samband- ; inu, þægt verk, með því að lama og útiloka keppinautana á versl unarsviðinu. Hjer haldast þannig í hendur alþjóðastefna Jafnaðai'manna og hagsmunastreita voldugs fyr- irtækis, sem telur sig eiga rjett á hverskonar afskiftum löggjaf arvaldsins sjer til eflingar. Hjer er ekki ætlunin að telja upp þau frumvörp, sem marka einokunarstefnu stjórnarflokk- anna, enda erfitt að henda tölu á þeim, því ný og ný bætast við með degi hverjum. En það er sýnilegt af öllu að stjórnarflokkarnir eru svo fjarri því að skilja hlutverk og nauð- syn frjálsrar verslunarstjettar, að þeir ætla henni ekki tilveru- rjett í þjóðfjelaginu frekar en verkast vill. Er hjer gengið miklu lengra á einokunarbraut- inni en í þeim löndum, þar sem Jafnaðarmenn hafa ráðið lögum og lofum um langt skeið. ,,Auð- lærð er ill danska“ segir mál- tækið. Ef stjórnarflokkarnir færu eftir hinni miklu fyrir- mynd, Stauning, þá gætu þeir lært hjá honum miklu betri dönsku í verslunarefnum. Stjórnarflokkámir stefna að því opnum augum að leggja alt einkaframtak í rústir. Þótt sann að sje að ráðstafanir þeirra rýri tekjur bæja og ríkis, auki dýr- tíð og atvinnuleysi, þá láta þeir sig það engu máli skifta. Svar- ið er altaf hið sama: meiri ein- 1 okun, meiri höft, meiri nauðung og áníðsla! Svona er sá þingmeirihluti, sem verslunarstjettin á mál sín l , ! undir að sækja á þessu þingi. „Dettifossu fer í kvöld kl. 10 vestur og norður um land, til.HuIl og Hamborgar. Kemur við í Bolungarvík, Húnaflóahöfn- um, Sauðárkrók og Aust- fjörðum. Stoppar í Dýra- firði aðeins vegna farþega. Farseðlar óskast sóttir fyr ir hádegi í dag. „Gullfoss“ fer á föstudagskvöld til Leith, Gautaborgar og Kaup mannahafnar. Farseðlar óskast sóttir fyr ir hádegi á föstudag. Haftgstefnsn 09 alHióðsviðsklftl. Sú stefna hefir undanfarið magnast í heiminum, að hver þjóð búi sem mest að sínu. Er nú svo komið, að erfitt er að selja vörur nema greiðsla sje tekin í vörum innflutningsþjóðar. Við Islendingar höfum þegar rekið okkur á galla þessa fyrirkomulags í viðskiftum. — Hjer fer á eftir útdráttur úr skýrslu Þjóðabandalagið hefir nýlega gefið út mjög fróðlega skýrslu um stefnu þá, sem alþjóðavið- skiftin hafa tekið síðan heims- kreppan hófst. Þó rekja megi rætur þessa meins æði langt aft- ur í tímarin, þá er ekki talið að kreppan hafi skollið yfir fyr en í árslok 1929. Þá fer ósam ræmið milli framboðs og eftir- spurnar að verða verulega til- finnanlegt. Framleiðslan hefir farið fram úr neyslunni, og afleiðingin verður skyndilegt og stórfelt verðhrun, einkum á kornvörum og allskonar hrá- efnum. Af þessu leiddu hinar mestu truflanir á greiðslujöfn- uði allra landa, og kom það jafnt niður á þeim þjóðum, sem þurfa að hafa hagstæðan versl- unarjöfnuð til þess að geta stað ið við fjárhagslegar skuldbind- ingar sínar, sem hinum, er höfðu vegið upp óhagstæðan verslunarjöfnuð sinn með lán- veitingum til annara. Hjer fer á eftir útdráttur úr nokkrum köflum þessarar fróð- legu skýrslu. 1. Aukin tollvernd. Fyrstu afleiðingar kreppunn- ar og verðhrunsins urðu auknir innflutnigstollar í öllum lönd- um. Hver þjóðin af annari gerði ráðstafanir til þess að hefta inn flutning erlendra vara, ýmist með því, að hagræða tollalög- gjöf sinni smátt og smátt eftir því, sem við þótti eiga, ell- egar með því að gerbreyta allri tollalöggjöfinni alveg frá rót- um. Fyrsta ráðið var þannig að taka upp hina gömlu og þektu stefnu, verndartollana. Bandaríkin. I ársbyrjun 1930 var haldin alþjóða ráðstefna í Genf til þess að reyna að finna sameiginlegan grundvöll fyrir milliríkjaviðskiftin. Ráðstefnan reyndi að koma á tollfriði með- al ríkjanna, en sú tilraun fór algerlega út um þúfur. Þetta var alvarlegt tímanna tákn og spáði engu góðu um framtíð- ina. Rjett á eftir Genfar-ráðstefn- unni lögleiddu Bandaríkjamenn svo háa tollskrá, að hún olli hinum mestu áhyggjum um all- an heim. Að vísu hófst undir- búningur þessarar tollskrár löngu fyrir kreppuna. Þá var ætlunin að koma á meira jöfn- uði milli hlunnínda landbúnað- arins og hlunninda iðnaðarins, en fram að þeim tíma hafði iðn- aðurinn notið ýmsra forrjett- inda fram yfir landbúnaðinn. Þessi nýja tollalöggjöf leiddi til aukinna landbúnaðarvernd- ar og herti jafnframt á vernd- arráðstöfunum iðnaðarins. Hún kom til framkvæmda einmitt ins um alþjóðaviðskiftin síðan þegar allar þjóðir voru farnar að stynja undan kreppunni. — Þetta hlaut því að auka enn á vandræðin, sem fyrir voru, eink um þar sem landið, er þannig var að girða sig tollmúrum, sem á sumum .sviðum urðu al- gerlega ókleifir, átti jafnframt kröfur á fjölda annara ríkja fyrir samtals yfir 20 miljarða dollara. Með því að neita að kaupa frá öðrum þjóðum, gerðu Bandaríkin skuldunautum sín- um ókleift að standa í skilum. Demókrata-flokkurinn hefir frá öndverðu beitt sjer gegn toll lögunum frá 1930, en fram að þessu hefir flokknum ekki tek- ist að benda á ákveðið ráð til að draga úr tollunum, enda hafa ýms aðkallandi vandamál örðið að koma til úrlausnar fyrst. Samt sem áður samþykti þingið í síðastliðnum júnímán- uði lög, sem heimila forsetan- um að gera viðskiftasamninga við aðrar þjóðir, á þeim grund- velli að jafnvifði innflutnings- ins verði keypt í amerískum vör um og má því vera að einhverr- ar tilslökunar sje að vænta á verndartollastefnu þeirri, sem fylgt hefir verið. Bretland. Annar atburður, er hlaut að hafa. hin mestu áhrif á milliríkjaviðskiftm í heiminum, var það, er Bretar yfirgáfu frí- verslunarstefnuna. Bretar höfðu árið 1931 lögleitt tolla til að koma í veg fyrir óeðlilegan innflutning á landbúnaðarvör- um, og í mars 1932, samþyktu þeir að leggja almennan 10% toll á erlendar vörur, þó á þann hátt, að gert er ráð fyrir aukn- um tolli, að fengnnm tillögum tollanéfndar. Slíkri tollaukning hefir oft verið beitt. Má eink- um benda á tollana, sem lagð- ir voru á í árglok 1932, sam- kvæmt Ottawasamningnum, til hagsmuna framleiðslu úr ný- lendunum og sjálfstjórnarríkj- um innan breska heimsveldis- ins og til þess a@ vernda jám- og stáliðnaðinn. Þessi tollvernd jám- og stáliðnaðarins var upp- haflega ákveðin til þriggja mánaða, en lögín hafa hvað eft- ir annað verið framlengd til bráðabirgða og lojks voru þau framlengd um óákveðinn tíma í síðastliðnum júnímánuði. Verndartollur og landbúnaður. Þegar athugaðar eru breyt- ingar þær, sem orðið hafa á tollalöggjöf ýmsra landa síðan 1930, koma ýms ;merkileg atriði í ljós. Það( er fyrst og fremst ó- mótmælanlegt, að í iðnaðarlönd um Evrópu, Þýskalandi, Frakk- landi, Italíu, Tjekkóslóvakíu, Svisslandi o. s. frv., snerta breyt stefna þessi ruddi sjer til rúms. ingarnar einkum landbúnaðar- framleisðluna. I öllum þessum löndum verður vart meira og minna ákveðinnar stefnu um eflingu Iandbúnaðarins.Átti hún upptök sín í verðhruninu á korn markaði heimsins og nauðsyn þess að vernda innanlandsfram- leiðsluna gegn yfirvofar.di, öfl- ugri samkepni frá útlöndum. En við þessa fjárhagshlið máls- ins bætast svo ýmsar aðrar á- stæður, þjóðernislegar og pólit- , ískar. Takmarkið er að koma á jafnvægi milli sveita og bæja, sem hefir mjög færst úr Iagi i vegna ofvaxtar borganna, og að skapa festu og frið í þjóðíjelag- inu, með því að vínna að efl- ingu velstæðrar, f jölmennrar bændastjettar. En jafnframt > hafa þær þjóðir, sem hingað til hafa haft hugann bundinn ! við eflingu iðnaðarins, og flutt hafa inn matvörur sínar frá ; öðrum þjóðum, orðið að hug- Jeiða, að eins og nú standa sak- ir, gæti það orðið mjög örðugt, eða jafnvel alveg ómögulegt, að fá matvörur annars staðar að, ef til ófriðar kæmi. Þess vegna hafa þjóðirnar ýtt undir innan- lands framleiðslu á matvörum, svo sem frekast hefir verið unt. Loks er nauðsynlegt að hafa í huga áhrif þau, sem bændurnir í öllum löndum hafa á stjórn- málin. Þetta hefir valdið ýmis- konar misbeitingu og mistökum, sem leitt hefir til míkilla vand- ræða í sumum iðnaðarlöndum, þar sem landbúnaðurinn hefir farið fram úr skynsamlegumtak mörkunum. Fyrst má nefna of- framleiðslu á hveiti í svo rík- um mæli, að lönd, sem altaf hafa flutt inn hveiti, hafa nú afgang til útflutnings, en sam- tímis er innanlandsverðið á hveiti tvisvar eða þrisvar sinn- um hærra en á heimsmarkaðn- um. Afleiðingarnar urðu aukin dýrtíð og hækkað verð á iðn- aðarvörum, sem veldur síaukn- um eiriiðleikum á erlenda mark- aðnum. Og þessir erfiðleikar magnast við það, að landbúnað- arlöndin, sem höfðu flutt út matvörur, og keypt í staðinn iðnaðarvörur, hafa snúist svo við viðskiftastefnu iðnaðarland- anna, að þau hafa lagt sem mestar hömlur á vörur þeirra, en lagt hina mestu áherslu á að koma upp sem öflugustum iðnaði heima fyrir. LandbúnaS- arhreyfingin í iðnaðarlöndun- um hefir. þannig orðið að iðn- aðarhreyfing í landbúnaðar- löndunum. Frh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.