Morgunblaðið - 24.10.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.10.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ | /sngarj Sloppar Íivít. og misl. —'Ftmmt- ur — Mergunkjólar — Morgun- kjólatau. — Ljereft — Flúnel 02 Tvistar_ Versl. „Dyngja", Banka- stræti 3. Rvenpeysur — Golftreyjur — Bvefntreyjur — Drengjavesti. Versl. ,,Dyngja“. Iáfstykki við Peysuföt — MilU- pifó við peysuföt — Sokkabanda- etrengir — Corselet — Kvenboíir frá .175 — Buxur frá 1.25. Versl. „Dyngja‘\ Púðurkvastar í silkilralstri 0.95. Versl. „Dyngja* \ „Satin Beauty“ hvítt, svart og misl. á 5-50 m. — Kjólacrepe á 3-50 mtr. — Mata-Lita Crepe í mörgum litum — Lakksilki — Taftsilkí og margt fleira í kjóla. Versl. „Dyngja'*. Angoraefni í Pils og Kjóla. UIl- artau í mörgum litum. Skotsk efni í góðu og ódýru úrvali^ Versl. „Dyngja* \ Kjólaspennur — Kjólatölur — Clips — Beltí — Nælur og alls- konar smávara. Versl. „Dyngja' \ Munstruð efni í Svuntur og' Upphlutsskyrtur. Georgette með flöjelisróspm í úrvali. Slifsi — Slifsishorðar — Slifsiskögur. Versl, „Dyngja* \ Móðir: Því ‘þarftu mt að ó- lireinka þig svona Pjetur! Þú ert lítið svín; veistu hvað það er ? Pjetur : Já. það er afkomandi stórs svíns. Ensk stúlka, vel mentuð, óskar þess að geta dvalið á góðu ís- lensku heimili gegn því að kenna þar ensku. Upplýsingar gefur próf. Guðm. Hannesson, Hverfis- götu 12. Regnhlífar teknar til viðgerðar. Breiðfjörð, Laufásveg 4. Við lireinsum fiður úr sængum vðar frá morgui til kvölds. Fiður- hreinsun íslands, Aðalstræti 9 B. Sími 4520. Pæði selt í Ingólfsstræti 9, 1. hæð. Sigríður Hallgrímsdóttir. Daglega nýlt. Lifur off hjörtu, að eins kr. 0,45 % kg. Kaupfjelag Borgf!rðinga.| Sími 1511. Sápuskálar, Svampskálar, Gler- hyllur, Handklæðastengur 0. fl. nýkomið. Dýralæknir; Hvað er» þjer á höndum, drengur? — Komið þjer undir eins heim til pabba. Hann hefir tekið inn meðalið, sem þjer ætlnðnð handa kúnni og nú er hann farinn að bíta gras. Ludvig Storr Laugaveg 15. Dívanar, dýnur og allskonar doppuð húsgögn. Vandað efni rðnduð vinna. Vatnsstíg 3. Hús aragnaverslun Reykjavíkur. Rúgbrauð, franskbrauð og nor- malbrauð á 40 anra hvert. Súr- brauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykja- víkur. Sími 4562. Slysavamafjelagið, skrifstofa við hlið hafnarskrifstofunnar í hafnarhúsinu við Geirsgötu, seld minning'arkort, tekið móti gjöfum áheitum, áFstillögum m. m. Nýir kaupendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókeypis til næstu mánaðamóta. kaupendur að Morgunblaðinu fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. Skólabækur og skólaáhöld i Biknverslnn S!|L Efmnndssonar 0g Bókabúð Austurbæjar, BSE, Laugaveg 34L Lftfur og lijörfu, altaf nýtt. Kleftn. Baldursgötu 14. Sími 3073. Væntanlegt næstn daga Vinber, Laultur, Melónur, Cilrönur, Gráfíkjur, Rúsínur. Eggert Kristjdnsson & Co. SYSIURNAR. 33. gerðu mig hrædda. Hvaða hættu var Martin í? — Hann er þó sonur hans, hvað sem öðru líður, svaraði jeg. — Það heldur pabbi líka sjálfur, og allir, sem sjá hann hljóta að játa, að margt bendir til þess. Pabbi hefði líka altaf elskað Martin eins og son sinn, ef Martin hefði ekki gert honum það ófært. Hann hefði líka viljað gefa — segjum — tíu þús- und krónur á mánuði fyrir að heita „rjettlátur‘‘ faðir. En það var ekki hægt með peningum. Martin er stoltur. Það hefir altaf hrifið pabba feikilega, en jafnframt ert hann. Það er nú líka óþolandi fyrir mann eins og pabbi er, að einhver náungi vilji vera meiri maður en hann. Og þjer skiljið kannske, að hann er ekkert fíkinn í að taka sjer- stakt tillit til þessháttar náunga. — Hvað ætlar hann þá að gera honum? spurði jeg. — Gera honum? Ekki vitundar ögn. Martin hef- ir komist á eftirsóttasta staðinn við birgðastöðina. En svo situr gamall maður við bókhaldið í Wien, sem á að fara á eftirlaun hið bráðasta, en væntir þess þá, að komast á laun hjá pabba. En það verð- ur bara ekkert af því. Hann spyrst fyrir en heyrir þá sjer til undrunar, að ekkert getur úr því orðið. 9íðan skrifar hann frænda áínum, sem er yfir- lautinant á vígvellinum og segir honum, að hjeðan af sje honum ekkert áhugamál, að foringjaefni að nafni Martin Böttcher, verði kyr við birgðastöðina. . . Viljið þjer heilsa ungfrú Lotth og segj'a henni, hvað jeg sje gramur við hana fyrir hönd bróður míns, sagði hann að skilnaði. — Jeg vil ekki leng- ur hata hana fyrir það að snúa bakinu við gamla manninum. Jeg hefi þegar náð í litla dansstúlku handa honum .... sextán ára .... rauðleitt hár .... hvítasta hörund, sem til er, og blá augu .... og hún heimtar ekki einu sinni, að hann giftist henni. Þetta vissi jeg þegar. Lína frænka hafði þegar sagt mjer, að þessi kornunga stúlka, sem hafði fengið að sýna sig í Volksoper, eftir að hafa verið auglýst ákaft, væri nýjasta frilla Rieds, og að hann hefði gefið hanni veiðihöll „þar sem keisarinn hefði gist meðan hann var erkihertogi . .. . “ Búið — búið! Jeg gat ekki néitað því, að mjer varð hverft við þegar jeg heyrði þessa sögu. Ekki einungis var Ijóti draumurinn búinn heldur líka þessir miklu framtíðarmöguleikar, sem Lotta hafði haft. í byrjun nóvembermánaðar fór hr. Kleh að óska þess, að Lotta færi að koma heim. En hún fann alt- af upp á einhverri átyllu til að fresta, heimkomu sinni. 1 miðjum þeim xpánuði fjekk frú Wagner nýtt kast, og tveim dögum seinna dó hún. 1 desem- berbyrjun skrifaði Lotta, að Irena væri frá sjer numin af sorg, því hún hefði ekki frjett neitt frá Alexander í þrjár vikúr. Og í miðjum desember skrifaði Irena okkur, að Alexander víeri fangi suð- ur í Ítalíu. Nú heimtaði hr. Kleh ákveðið, að Lotta kæmi heim. Hún átti að vera komin til Wien fyrir jól, og ef Irena vildi koma líka og dvelja um hríð hjá föður sínum, yrði það indæl jól hjá gamla manri- inum. Við efuðumst ekki um, að báðar systurnar yrðu hjá okkur um jólin, og jeg var þegar farin að laga til herbergin þeirra, og hr. Kleh að kaupa jóla- gjafir handa þeim, en þá kom brjef frá Irenu, sem jeg ætlá að taka upp orðrjett, þar sem jeg hefi frumritið í höndum enn og hefi lesið það þú§und sinnum: „Elsku pabbi, — hversu gjarna vildi jeg ekki koma til þín og halda jól hjá þjer, eins og áður fyr, en það er því miður ekki hægt. Jeg hefi ekki viljað skrifa það fyr til þess að gera þjer ekki á- hyggjur, fyr en alt væri afstaðið, — en nú þegar þú ætlar að taka Ijottu frá mjer, neyðist jeg til að segja þjer, að jeg get enn ekki án hennar verið, og ekki fyr en eftir nokkra mánuði. Læknunurri hefir, guði sje lof, missýnst, og nú á jeg von á barni. Elsku pabbi, þú veist, að jeg er ekki fim með pennann, en jeg held heldur ekki, að jeg þurfE að útskýra það mikið fyrir þjer, að jeg get ekki verið án Lottu svona einmana eins og jeg er. Þú-, hefir Eulu til að sjá um þig, og jafnvel þó þið verðið ein um þessi jól, þá veistu samt, að hugs- arnir dætra þinna, sem þykir svo vænt ura þig, eru altaf hjá þjer Þegar við hr. Kleh höfðum lesið brjefið, urðum. við hrærð og grjetum af gleði. Um nóttina fór jeg á fætur, náði í brjefið og las það bæði tvisvar og þrisvar, og loksins var jeg í engum vafa lengur, að stíll Lottu væri á því;: Ir?na, sem var heldur treggáfuð hefði aldrei get- að sett svona brjef saman. En hvað gerði það til? Lotta hlaut að hafa lesið Irehu brjefið fyrir — en þar fyrir gat þetta eins verið satt. Hugsunin, sem greip mig snögglega, og vildi ekki leyfa mjer svefns, var svo fjarstæð allri skynsémi .... nei, það gat ekki verið .... Var það nú víst, að það gæti ekki verið? Jeg gat ekki losnað við þessa hugsun. Allam daginn fanst mjer hún ekki ná nokkurri átt, en á nóttunni fór hún að taka á sig mynd, og varð eðli-- leg, sannfærandi og augljós. Jeg sá í anda systurnar tvær; Lottu með barnið,- sem hún vildi ekki eiga og Irenu — Irenu, sem vissi, að Alexander var tapaður henni fyrir frilt og alt. „Ef jeg aðeins ætti barn með honum, yrði hann kyr hjá mjer“. Jeg heyrði þessi orð fyrir eyrum mjer. Hún sagði þau við Lottu, aftur og aftur, eins og forðum, þegar hún svaf hjá okkur. Og Lotta-------? Var það þá óhugsandi, að Lotta vildi taka að sjér að færa þessa fórn? Enga veru í víðri veröld elskaði Lotta eins og Irenu. Alexand- er var fangi einhversstaðar suður á Italíu. Frú Wagner var dáin. „Ef jeg bara ætti barn með hon- um Jeg hafði engan til að tala við um þetta vanda- mál mitt. Jeg var nú sjálf farin að eiga leyndar- mál. Oft fanst mjer sjálfri jeg vera fífl. Stundum hjelt jeg, að jeg ætlaði að missa vitið, svo mjög kvöldu áhyggjumar mig, og auk þess varð jeg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.