Morgunblaðið - 26.10.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.10.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Jón Vestdal gefur nánari skýr- ingar á rannsóknum sínum. Eiturefni sem ekki koma að sök. Benzoesýran var í erlendu smjörlíki. í gær vakti dr. Jón Vestdal efnafræðingiir máls á því, við líorgunblaðið, að skýrsla sú, er hann hefði gefið um matvæla- rannsóknir sínar, hefði aðeins ver ið ætluð landlækni og heilbrigð- iastjórninni og því hefði hann þar ekki gefið ýmsar þær skýringar, i«m þyrfti, til þess að almenn- ingur hefði möguleika til að skilja niðurstöður hans til fullnustu. Hann sagði m. a. Jeg hefi orðið var við, að mis- skilningur hefir átt sjer stað út af skýrslu minni, einkum út af þeim atriðum, er snerta það, að •iturefni hafi fundist í matvælum. Skoða jeg* það því skyldu mína, að g'efa á þessu nokkrar skýring- ar. — I fyrsta lagi út af því, sem sagt •r um akrolein, að þegar notað- ir eru bökunardropar, sem inni- halda glycerin, þá myndist akro- lein við bökunina. En undir venjulegum kringum- •tæðum er þetta akrolein svo lít- ið, að ekki mun koma að sök, enda er líkami manna þess megn- ugur að losa sig við þetta án þess að saka. En ef bakað skyldi vera deig með bökunardropum þessum við •venjulega mikinn hita, eða ó- venjulega inikið notað af bök- unardropum þessum, eru líkur til þess að einhverrar eitrunar geti orðið vart. Viðvíkjandi benzoe-sýrunni, sem fundist hafði í smjörlíki hjer, er það að segja, að í öðrum löndum er bannað að nota benzoe-sýru í smjörlíki, því hún er skaðleg. Hjer á landi er það líka bann- að. Er benzoe-sýran sett í smjörlík- ið til þess að það haldist betur óskemt. En hægt er að nota önn- ur efni til þess. Mjer er ljúft að geta þess, að smjörlíkistegundir þær, sem ben- zoe-sýra fanst í eru erlend fram- leiðsla. Um sesamolíuna vil jeg geta þess, að fólk má ekki halda að smjörlíkið sje neitt verra, þó í það vanti sesamolíu, því þegar hún er látin í smjörlíkið, þá er það gert til þess að auðvelt sje að rannsaka hvort smjör sje blandað smjörlíki. Ef sesamolia.fr. þar ekki, er hægt að blanda smjör með smjörlíki, án þess að vart verði við. Sterkju er líka hægt að setja í smjörlíkið til þessa. En þó þetta vanti, er smjörlíkið á engan hátt verra til' neýslu. Örverpið. Sigurður Einarsson, sem Ríkis- mtrarpið kallar enn sjera hefir mokkrum sinnum látið ljós sitt skína á Alþingi. Aldrei getur hann Þó talað um það mál sem á dag- skránni er, heldur kemur hann með skrifaðu ræðu um efni, sem ekkert á skylt við dagskrármálið ®g les upp, rjett eins og' hann sje »8 þylja eitthvað í útvarpinu. Aldrei getur S. E. farið svo í ræðustólinn, að hann ekki ' reyni að senda Sjálfstæðisflokknum skæting. Eitt sinn er S. E- hjelt upp- fcekmim hætti, kallaði Olafur Thors fram í ræðu hans á þessa leið: „í hvaða flokkum hef- ir þingmaðurinn verið' * ? Þessu svaraði S. E. þannig: „Meðan jeg var barn var jeg íhajdsmaður, en eftir að jeg kom til vits og ára varð jeg sósíalisti" — og hann bætti við: „Svo er það yfirleitt um alla nema einstaka Örverpi“. Upplýsti þá Ól. Thors, að ekki ræri lengra síðan en 1926, að þá hefi S. E. barist eins og ljón með kosningu hans (Ó. Th.) í Gull- hringu- og Kjósarsýslu. Sagði svo Ó. Th.: „Ekki var S- E. barn þá, en hvort hann hefir verið ör- verpi, læt jeg hann sjálfan um að svara‘“. Yarð þá almennur hlátur S deildinni, en S. E. kúrði sig sneypulegur niður í sætið og þagði eftir það þann daginn. fslajid kom til Kaupmanna hafnar í gærmorgUn. Kafbátur kemst í 109 metra dýpi. Berlin, 25. okt. FÚ. ítalskur kafbátur, sem var að gera köfunartilraunir í Mið- jarðarhafi, komst í gær í 109 metra dýpi, og er það lang- mesta dýpi sem kafbátur hefir komist á. Kirkjum lokað í Mexiko. Berlin, 25. okt. FÚ. Frumvarp um að reka alla kaþólska preláta úr landi var felt í gær í öldungadeild mexik- anska þingsins. Kirkjustríðið heldur þó áfram, og í einu hjer- aði í Mexíkó var tveimur síð- ustu kirkjunum, sem enn fóru fram guðsþjónustur í, lokað núna um helgina. Kirkjudeilan í Þýskalandi. London 25. okt. F.Ú. Nýja evaugeliska þjóðkirkjan í Þýskalandi hefir endurtekið á- skorun sína til klerkastjettar og almennings, um það að fylkja sjer fast. um málfrelsi og samvisku- frelsi í landinu. Smjör og egg hækka í verði. Kalundborg 25. okt. F.Ú. Smjör og' egg hækkuðu mikið ; og óvænt í verði í Danmörku í dag. Orsökin er vaxandi eftir- spurn í Englandi og Þýskalandi. VtiniVKlN NBQRCr NÝKOMIÐ ilmsprautur Púðurdósir Tlmvötn Púðurkvastar Kristall í miklu úrvali Moceastell Fermingargjafir í stórkostlegn árvali Burstasett Handtöskur Ferðaveski Lyklaveski Brjefaveski Peningaveski Peningabuddur. EDINBORG Auglýsing. Samkvæmt bráðabirgðalögum um meðferð og sölu mjólkur og rjóma o. fl., er óheimilt að selja ógerilsneydda mjólk og rjóma í mjólkurbúðum. Enn frem- ur er mjólkurframleiðendum, búsettum utan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur ó- heimilt að flytja ógerilsneydda mjólk og rjóma í bæinn til sölu beint til neytenda. Þeir, sem eftirleiðis brjóta gegn þessum ákvæðum, verða tafarlaust látnir sæta viðurlögum samkvæmt fyrgreindum lögum. Þetta er hjer með birt mönnum til aðvörunar. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 25. október 1934. Gústav A. Jónasson, settur. Skemlilegar sögubækur: Saga unga mannsins fátæka, eftir Octave Feuillet. Flóttamenn, eftir A. Conan Doyle. Dulklædda stúlkan, eftir A. K. Green. Húsið í skóginum, eftir Charles Garvice. Ofjarl samsærismanna, eftir Sapper. Þessar bækur eru ódýrar og skemtilegar aflestrar. Fást í BéhaversIiiD Sigfúsar Eymnndssonar. Erlendar kvikmyndir bannaðar í Tjekkoslovakíu. Berlin, 25. okt. FÚ. Stjórnin í Tjekkoslovákíu héfir lagt bann við innflutningi erlendra kvikmynda. Eigendur kvikmyndahúsa í ríkinu hafa j sent stjórninni eindregin mót- j mæli gegn þessu banni, og hót- j að að loka kvikmyndahúsunum ^ með öllu, ef það komi til fram- kvæmda. Þjóðernissiimar í Indlandi hóta handafli. Berlin, 25. okt. FÚ. Á fundi indverska þjóðernis- flokksins í Bombay var sam- þykt að breyta reglugerð flokks ins þannig, að hann framvegis „berjist fyrir sjálfstæði Ind- lands, ekki aðeins með lögleg- um og friðsamlegum hætti, held ur einnig með valdi ef þurfa þykir“. Til (erminsarinoar: Undiríöt, sokkar og margs fconar tækífœrísgjafír. §okk a búðin, Laugaveg 42. Námskeið fyrir loffskeyfamenii verður haldið hjer í bænum í vetur. Nánari upplýsingar gefur Ottó B. Amar, Hafnarstræti 11. sími 2799.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.