Morgunblaðið - 26.10.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.10.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ |5má-auglý5ingar| Jeg óska sambands við íslensk- an stórkaupmann, sém vill kaupa t'lufrnaveiðara beint frá clanskri verksmiðju, til afg'reiðslu í mars 1935. Lövenstein. Kolding, Dan- mörk. Rakari — hárskeri (danskur) óskar atvinnu strax. Kann alt í starfsgr. Unnið 6 ár á þelctum stað í Kaupmannahöfn, Svar í brjefi eða skeyti. Adr. Gerhard Westergaard, Yaldemarsgade 15, Köbenhavn. Annan mótorista vantar. Upp- lýsingar um borð í m.b. Bangsi. Skrifstofumaður: Þetta brjef get jeg ekki lesið. Skrifstofustjóri: Komið lijer með j)að — þetta getur hver asni lesið. Fæði selt í Ingólfsstræti 9, 1. hæð. Sigríður Hallgr-íinsdóttir. : Divanar, dýnur og allskonar j ttoppuð húsgögn. Yandað efni, í vónduð vinna. Yatnsstíg 3. Hús ^agnaverslun Reykjavíkur. Athugið. Hattar og aðrar karl- mannafatnaðarvörur nýkomnar. Dömusokkar, Alpahúfur. Hafnar- stræti 18- Karlmannabattabúðin. Einnig' handunnar hattaviðgerðir, j)ær einustu bestu, sama stað. Húsmæður og stúlkur. Saumið ! s.jálfar jólafötin. Síðasta sauma- námskeiðið* fyrir jól, byrjar 1. j nóvember. Upplýsingar í síma 14940, eða Austurstræti 12. Tískan. Tapast hefir drengjahúfa úr leðri frá Reykjavíkur Apóteki að Ásvallagötu 31. Finnandi geri að- vart í síma 4124. Látið okkur búa til stækkanir eftir bestu filmunum yðar. Lágt verð, fljót afgreiðsla. Mikið úr- val af fallegum myndarömmum ög' albúmum. Amatördeild Sigr. Zoega & Co. Er fluttur í Tjarnargötu 10 B. Dr. Max Keil. Allskonar viðgerðir á grammó- fónum. Aage Möller, Austurstræti 17, uppi, Nýir kaupendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókeypis til næstu mánaðamóta. kaupendur að Morgunblaðinu fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. BaSherbergisðhSld. Sápuskálar, Svampskálar, Gler- hyllur, Handklæðastengur o. fl. nýkomið. Ludvig Storr Laugaveg 15. Hár. Heri altaf fyrirliggjandi hár við íslenskan búning. Verð við allra hæfi. Versl. Goðafoss, Laugaveg 5. Sími 3438. Barnatúttur. Notið hinar viðurkendu crystal-túttur, þær eru upp- áhald allra barna. Snuðtútt- ur, margar teg. — Höfum einnig hina viðurkendubarna pela úr Jenar-gleri. Martha Sahl’s1 Husholdningsskole I modtager Blever med ell- uden Pen- slon. tll det 5. Mdr.s Husholdnings- kursus 1. Januar. Statsunderst0ttelse s0ges lnden 1. Decbr. Skoleplan tlls. HeleneveJ 1 A. Kbhvn. V. Tlf. 12424. Mm«f« Oilsem (( adolln & - oliDölad ALT. hað hesta sem að málningu Wtui. i Sbólabækur og skdlaáhðld & Békaverslnu SSgf. Efmundssonar og Bókabúð Austurbæjar, BSE, Laugaveg 34- Kúðugler. Víð höfum fyrírlíggfandí rúðugler 4 og 5 míllímetra. Eggert Kristjánsson & Co. SYSTURNAR. 35. kallaði hann inflúensu. En um þessar mundir höfðu menn hræðst inflúensuna eins og hverja aðra drep- sótt, sem hún líka var, en það var bara bannað að kalla hana það opinberlega til þess að vesalings fólkið, sem var hungrað, máttlaust og örvæntingar- fult eftir fjögur ófriðarár, skyldi ekki ganga af göflunum af hræðslu. En það getur líka verið sama hvað sjúkdómur er kallaður. Um hádegið hafði hr. Kleh 40 stiga hita og um kvöldið hafði hann hryglu, eins og hann ætlaði að kafna; hann hafði mist meðvitundina. Jeg sat hjá honum; gluggarnir voru galopnir, eins og læknirinn hafði skipað fyrir, þrátt fyrir vetrarkuldann; jeg reyndi oft að koma nokkrum dropum af víni inn fyrir skrælþurrar var- ir hans og hlustaði á hvern andardrátt — en jafn- vel svona nótt tekur enda. Um fjögur leytið settist hann alt í einu upp í rúminu, dökkgrár í framan og með sokkin augu. Hann sagði með veikri og mæðulegri rödd: — Hver ér þama? Jeg varð hrædd og hallaði honum aftur niður á koddann. Hann streittist á móti með ákafa; ham- ingjan má vita hver hann hefir haldið, að jeg væri; ef til vill engill dauðans sjálfur. Jeg stóð lengi þannig álút yfir honum, til þess að hann skyldi ekki rísa upp aftur frá koddanum og verða fyrir köldu næturloftinu, og smátt og smátt varð mótstaðan minni og friðarsvipur kom á andlit hans. — Eula, sagði hann með sinni venjulegu rödd, og lyfti upp hendinni og snerti andlit mitt, ef til vill til að klappa mjer, en ef til vill aðeins til að finna að lifandi vera væri hjá honum. Hann Ijet höndina liggja þannig við kinn mína og jeg hreyfði mig ekki. — Þú hefir altaf verið mjer góð kona, sagði hann. Hvað kæri jeg mig um, þó öðrum finnist þetta hlægilegt? Engan varðar um það og enginn fær nokkru sinni að vita það; með þessu eina orði — „Þú‘‘ — hafði hann gefið ’mjer alt, sem jeg hafði farið varhluta af í lífinu. I tuttugu löng ár hafði jeg staðið við hlið hans og fyrst við banabeð hans fekk jeg að vita, að það hafði verið ham- ingjusamt „hjónaband". Mjer hafði hlotnast það sem margar konur fara á mis við; að þjóna manni, sem jeg elskaði og virti og dáðist að — jafnvel veikleika hans. Að jeg hafði aldrei borið nafn hans eða lifað með honum — hversu lítilfjörlegt atriði var það ekki, samanborið við þá óendanlegu gæfu að hafa tekið þátt í öllum vonum hans og áhyggjum. Hversu lítilf jörlegt var það ekki í raun og veru, að jeg átti ekki telpurnar með honum, þegar við höfðum elskað þær. og alið upp saman, og hundrað sinnum staðið saman við rúm þeirra og liðið saman, þeii-ra vegna. Já, jeg hefi haldið á- fram að vera piparkerling, en hinn fegursti þáttur ástarinnar hefir þó hlotnast mjer. Jeg hefi elskað þig án afbrýðissemi og án þess að heimta af þjer, elskað börnin og heimilið, andrúmsloftið, sem kring um þig var — jeg hefi elskað þig frá fyrstu stundu og til dauðans, eini maðurinn, sem jeg hefi elskað. Það er tilviljunin ein, að jeg skuli vera í lifenda tölu. Læknirinn sagði það við Lisbeth og það voru fyrstu orðin, sem jeg heyrði, eftir að jeg rankaði við mjer. „Unga og hrausta fólkið lifir það sjaldn- ast, .og það er hrein tilviljun, að hún skyldi sleppa lifandi“. Jeg var enn of veikluð til þess að geta talað nokkuð. En smátt og smátt heyrði jeg alla söguna, án þess að spyrja. Jeg hafði fengið spönsku veik- ina og verið milli heims og helju í fjóra sólar- hringa. Hr. Kleh hafði verið jarðaður í kyrþey, og Lisbeth hafði enn ekki tilkynt dætrunum lát hans. Hún hafði óttast, að það hefði ill áhrif á Irenu, sem barnið svo yrði að súpa seyðið af. Hún hafði skrifað systrunum, að faðir þeirra væri mjög veik- ur, og að jeg væri önnum kafin að hjúkra honum. Systurnar símuðu á hverju'm degi óg féngu hugg- andi svör frá Lisbeth. Jeg frjetti einnig, á sama hátt, að hr. Kleh hefði í erfðaskrá sinni ætlað mjer lífeyri æfilangt og skipað gamlan vin sinn, Tucher málfærslumann, fjárhaldsmann Lottu. Að- eins eitt skildi jeg ekki: hvers vegna forsjónin hafði látið mig, ræfilinn, lifa áfram. Lisbeth heimsótti mig daglega, einnig eftir að jeg fór að fylgja fötum, og þjáðist ekki af öðru en djúpri örvæntingu og hryggð, sem gerði mig óhæfa til allrar vinnu. Þessar fyrstu vikur eftir andlát hr„ Kleh sje jeg; jafnan fyrir mjer eins og gegn um þykka þoku, en altaf sje jeg Lisbeth við hlið mjer. Hún sat þar grafkyr með handavinnu eða bók. Einnig hún varð til þess að segja systrunum. sannleikann að lokum. Jeg fekk hvorki að lesa brjeí' hennar nje svar þeirra. Jeg spurði heldur einskis, en einu sinni sagði Lisbeth óspurð: — Nú. eru þær komnar til Munchen. Mjer finst á brjefi. Lottu, að hún vilji gjarna vera tímakorn enn hjá. Irenu. Á jeg að sþgja henni að koma heim, eða að þú komist af með mig, fyrst um sinn? Hafði Lisbeth engan grun? Eða fannst henni! það kannske eðlilegt, að Lottu langaði ekki til að vitja ógróins leiðls föður síns og gráta yfir því með mjer, eða taka við stöðu sinni í búðinni? — Barnið er henni sjálfsagt til afþreyingar,. sagði Lisbeth. — Jeg held við ættum að lofa henni. að vera þar dálítið enn. Lisbeth hafði samskonar hendur og góðú dísirn-- ar, því ef hún snerti eitthvað þungt og mótdrægt,- varð það Ijettara og þolanlegra. Þegai Lína frænka kom og var að furða sig á því, að Lotta skyldi ekki koma heim, kom Lisbeth með sömu skýring- una og áður við mig. — Ung og hraust stúlka unir- sjer betur í barnaherberginu en á syrgjandi heim- ili, sagði hún. Og þetta virtist jafnvel Lína frænkai skilja. Felix litli var mikil huggun, — jafnvel mjer.. Irena skrifaði: — Hann er eins og pabb-i væri Ilf- andi kominn; meira að segja hefir hann erft brúnu blettina bak við vinstra eyrað. Jeg varð harla glöð < er jeg heyrði þetta. Ef til vill vegna þess, að mjer/ fanst Kleh lifa áfram 1 ^essaid litlu veru — en ef til vill líka vegna þess, að þá líktist barnið síðar öðrum forfeðrum sínum. Jeg hefði viljað gefa heilt ár af lífi mínu til að mega kyssa litlu brúnu blettina bak við litla rauðleita eyrað,.en jeg var langt um of veikluð og sinnulaus til að hugsa um nokkurt ferðalag, enn sem komið var. Dr. Tucher kom heim til okkar hvað eftir annað, en jeg man ekki nema óljóst eftir samtali okkar.. Hann hafði samið skrá yfir eignir búsins. Hann sagði, að þær væru talsverðar, en að mestu leyti í vörum. Aðeins hundrað þúsund voru í verksmiðju—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.