Morgunblaðið - 03.11.1934, Síða 3
MORGUN BLAÐIÐ
að sjer f lutning frv. um vátrygg
ingu opinna vjelbáta.
— En atvinnumálaráðherra
„hinna vinnandi stjetta“ kvaðst
ekki sjá sjer fært að leggja
til, að frv. um Skuldaskilasjóð
og Fiskveiðasjóð næðu fram að
ganga á þessu þingi, nema því
aðeins, að ríkissjóði væri sjeð
fyrir tekjuauka í stað útflutn-
ingsgjaldsins.
Rauðliðar hlýða.
í sjávarútvn. Nd. eiga sæti
tveir úr milliþinganefndinni,
þeir Jóhann Þ. Jósefsson og
Sigurður Kristjánsson.
Eftir að fullreynt var, að at-
vinnumálarh. vildi ekki greiða
fyrir þessum málum, fóru þeir
Jóh. Jós. og S. Kr. fram á, að
sjávarútvegsnefnd flytti frum-
vörpin. — En rauðliðar þrír í
nefndinni, þeir Finnur Jónsson
(form.), Bergur Jónsson og
Páll Þorbjörnsson feldu þá til-
lögu.
Flytur því sjávarútvn. aðeins
frv. um vátrygging opinna vjel-
báta, en þeir Jóh. Jós. og Sig.
Kristjánsson flytja hin frumv.,
ásamt nokkrum fleiri Sjálfstæð-
ismönnum.
Þessar urðu þá undirtektir
stjórnarinnar og rauðu fylking-
arinnar, þegar um er að ræða
lang-stórfeldustu umbótamálin,
sem nokkru sinni hefir verið
farið fram á til viðreisnar hin
um hrynjandi sjávarútveg
Iandsmanna.
Þessir umboðsmenn ,,hinna
vinnandi stjetta“ fengust ekki
einu sinni til að koma málun-
um á framfæri á Alþingi!
Þó á öll þessi mikla umbót
sjávarútvegnum til handa
að byggjast upp af atvinnu
rekstrinum sjálfum. Ríkið
ekki að leggia fram einn eyri í
beinum útgjöldum, aðeins að
leyfa þessum atvinnureksti að
reisa sig við, með því að sleppa
hinum beina skatti á framleiðsl
unni — útflutningsgjaldinu.
Einokanir sófalista
sigla hraðbyri á Alþingi
Herferð rauðliða ólafur Thors sjer hljóðs og
Eitt
gengur
T illöguuppd rættir
af Hallgrímskirkju í Saurbæ.
Bygging kirkjunnar
stendur fyrir dyrum.
Landsnefnd Hallgrímskirkju
hefir nú um 73 þús. kr. til
kirkjubyggingar í Saurbæ að
meðtöldum 5 þús. kr. er Saur-
bæjarsöfnuður hefir lofað.
En um 100 þús. kr. er ætlað
að kirkjan kosti.
Því telur Landsnefnd nu
tíma til kominn að afla sjer
uppdráttar og áætlan um bygg
inguna.
Hefir nefndin komist að sam
komulagi við Arkitektafjelag
Islands um það hvernig kepni
skuli haga um uppdrætti að
kirkjunni. Eiga þeir, sem ætla
sjer að taka þátt í kepni þess-
ari að skila tillöguuppdrætti
fyrir 15. jan. næstk.
1 dómnefnd verða tveir frá
Arkitektafjelaginu, tveir úr
Landsnefnd Hallgrímskirkju og
dr. Jón Helgason biskup.
Nánari upplýsingar gefur
Matthías Þórðarson um kepni
þessa.
gegn innlendri
framleiðslu.
af frv. stjórnarinnar
út á það, að afnema
tollívilnun þá, sem veitt er inn-
lendum iðnaðarfyrirtækjum í 3.
gr. 1. nr. 50, 1927 og 1. nr. 42,
1931.
Afleiðing þessa lagasetning-
ar verður sú, að tollur á innl.
kaffibæti og innlendu öli hækk-
ar verulega og er áætlað, að
sú tollhækkun nemi um 150 þús.
kr. á ári, miðað við þá fram-
leiðslu sem nú er.
Fjárhagsnefnd Nd. klofnaði í
þessu máli. Rauðliðar vildu sam-
þykkja frv., þó með þeirri breyt
ingu, að nokkuð er dregið úr
tollhækkuninni á kaffibæti.
Sjálfstæðismenn í fjhn. (Ól.
Thors og Jak. M.) vildu hins-
vegar fella frv. og gerðu þeir
í nefndaráliti svohlj. gréin fyr-
ir sínu máli:
,,Við getum ekki fallist á
það, að fært sje að fella niður
tollívilnun þá, sem veitt er inn-
lendum iðnaðarfyrirtækjum í
(3. gr. greindra laga og 1. nr.
42 8. sept. 1931. Við lítum svo
á, að ákvæði nefndra íaga verði
sð skilja þannig, að jafnframt
því sem þessi ívilnun var ákveð-
in, hafi verið gefið loforð um,
að hún skyldi haldast óbreytt
til ársloka 1935, og var þá ekki
aðeins ósæmilegt að gera
nokkra breytingu á þessu fyrir
þann tíma, heldur einnig vafa-
samt, að það fengi staðist. Hjer
við bætist svo, að það má telja
’alveg fullvíst, að sú tollhækk-
un á innlendri framleiðslu, sem
af þessu mundi leiða, hefði þær
afleiðingar, að innlenda fram-
leiðslan minkaði ,en innflutn-
ingur færi að sama skapi vax-
andi á erlendum vörum, sem
komið gæti í stað innlendu vör-
unnar. Næg:r í þessu sambandi
að benda á kaffibæti og kaffi,
öl og aðfluttar drykkjarvörur.
Og verður þá ekki hjá því kom-
ist að vekja alveg sjerstaka at-
hygli á því, hvílík fásinna það
er, að hækka að miklum mun
framleiðslutollinn á kaffibæt-
inum, sfem framleiddur er í land
inu, en samtímis, með niðurfell-
ingu gengisviðauka á kaffitoll-
inum að lækka innflutningstoll
á kaffibaunum og hvetja þann-
ig til óþarfa influtnings og
gjaldeyriseyðslu.*-
Talsverðar umræður urðu um
þetta mál í deildinni ,en sljórn-
arflokkarnir voru innilega sam-
mála um, að ráðast hjer enn á
ný á innlenda framleiðslu og
samþyktu frv., með þeirri breyt-
ingu þó, að tollurinn á innl.
kaffibæti verði 2/5 aðflutn-
ingsgjalds.
Nýjar einokunar-
viojar.
Finnur Jónsson og Bergur
Jónsson flytja frv. um síldar-
verksmiðjur ríkisins og kom
það til 1. umr. í Nd. á fimtudag.
Er fyrsti flm. hafði mælt með
frv. með fáum orðum kvaddi
mælti á þessa leið:
Með frv. þessu á að banna að
reisa síldarverksmiðjur hjer á
landi eða stækka þær verk-
smiðjur sem fyrir eru, pema
leyfi atvinnumálaráðh. komi til.
Ennfremur segir í frv., að ríkið
skuli hafa forkaupsrjett að
þeim verksmiðjum, sem fyrir
eru.
í þéssu sambandi þykir mjer
rjett að minna á, að þegar fyrst
var borið fram á Alþingi frv.
um það, að ríkið ljeti reisa og
starfrækja síldarverksmiðju,
voru þau rök færð fyrir því
máli, að þetta væri nauðsynlegt
vegna atvinnu sjómanna. Þetta
var rjett, enda voru allir flokk-
ar sammála um, að verksmiðjan
skyldi reist. Ágreiningurinn var
aðeins um framkvæmd málsins.
Sjálfstæðismenn vildu að útgerð
armenn gerðu þetta sjálfir, með
aðstoð ríkisins. Hitt varð ofaná,
að ríkið sjálft reisti verksmiðj-
una og starfrækti að nokkru
leyti.
Síðan hefir mikil breyting
orðið, sagði Ól. Th. Nú væri
brátt svo komið, að nægar verk-
smiðjur væru til í landinu til
þess að vinna úr síld, þótt afl-
inn yrði 30—40% meiri en s.l.
ár. —
Þetta út af fyrir sig væri full-
komlega heilbrigt. Af þessu
leiddi eðlileg og heilbrigð sam-
kepni um hrávöruna; en af því
myndi leiða hækkað verð og
af hækkuðu verði, myndi leiða
aukin útgerð og meiri atvinna
fyrir sjómennina.
En nú kæmu sósíalistar og
litu meir á hagsmuni verksmiðj-
unnar, en sjómannanna; nú
vildu þeir rígskorða þenna at-
vinnurekstur í viðjar einokunar
og þar með girða fyrir eðlilega
framþróun hans.
Benti Ó. Th. á hve háskaleg
þessi stefna sósíalista væri ein-
mitt nú,' þar sem útlit væri að
við þyrftum mjög að minka
þorskframleiðsluna; en það
myndi koma hart niður á sjó-
mannastjettinni, ef ekki tækist
að færa út kvíarnar á öðrum
sviðum.
Pjetur Halldórsson tók mjög
í sama streng. Frv. var vísað til
sjútvn. til athugunar.
\
greinargerðinni, að enginn fái
spiritus . til þessarar efnagerð-
ar nema áfengisverslunin. Hjer
væri verið að seilast inn á nýtt
einokunarsvið, sem sje það, að
draga iðnaðinn undir ríkið. —
Kæmi þetta einkennilega heim
við þann áhuga, sem þessir
herrar þættust hafa fyrir vexti
og viðgangi iðnaðarstjettarinn-
ar. Fyrst ætti að styrkja iðnað-
armenn sem nokkurskonar til-
raunadýr, en svo ætti ríkið að
hirða það, sem reyndist arð-
vænlegt.
Fjármáíaráðherra dró rann-
sókn Jóns Vestdals inn í um-
ræðurnar, en var króaður svo
illilega af M. J. að hann varð
að almennu athlægi. —- M. J.
sýridi fram á, að annað hvort
væri landlæknir sekur um svo
ógurlegt athæfi, að honum
bæri þegar að víkja úr em-
bætti, ef hann hefði hugsað
sjer að láta fólk eta eitraðar
kökur í marga mánuði, eða þá
að hann hefði með þessu ger-
samlega afneitað eiturkenning
um Jóns Vestdals. Fjármála-
ráðherra sagði að það væri
fleira eitur en það, sem væri
bráðdrepandi, en M. J. þótti
ítið betra ef landlæknir ljeti
viðgangast að menn væri látnir
neyta seindrepandi eiturs!
Frv. var svo samþykt með
8:6 atkv. og vísað til 3. umr
Falleyar
Hventöskur
verða teknar upp í dag.
KQtrinViðap
Hljóðfæraverslun.
Lækjargötu 2.
Einokun
á bökunardropum.
í efri deild voru allmiklar
umræður í gær um frumvarp
stjórnarinnar um það, að láta
áfengisverslunina fá einokun á
innflutningi og tilbúningi bök-
unardropa, hárvatna, essensa
o. fl. Hafði fjárhagsnefnd klofn
að. Jón Bald. og Bernh. voru
með frv. en Magnús Jónsson
móti. Áttust þeir mest við J.
Bald. og M. J.
Magnús Jónsson sýndi fram
á, að ástæður stjómarinnar
fyrir frumvarpinu væru eins-
kisverðar, svo sem sú aðal-
ástæða, að þetta gerði eftirlit
með iðnaðaráfengi auðveldara
því að stjórnin játar sjálf í
Tíma-Gísli
ætlar að verða þjóð>
inni dýr á Alþingi.
Frumvarp Gísla Tímaritstjóra
um frystihúsastyrkinn kom til
2. umr. í Nd. í gær.
Eins og fyr hefir verið skýrt
frá, komst öll landbúnaðar-
nefnd Nd., sem fekk frv. til
athugunar með þeirri niðurstöðu
að það væri gildandi lög, sem
Tíma-Gísli fór fram á með
frumvarpinu. Var Gísla marg-
bent á þetta við 1. umr,, máls-
ins, en 'harin þverskallaðist við
öllum leiðbeiningum.
Landbúnaðamefnd lagði því
einróma tíl, að frv. Gísla yrði
vísað frá með rökstuddri dag-
skrá, þar sem frv. yrði að telj-
ast algerlaga óþarft.
Þegar málið kom til 2. umr.
sýndi Gísli enn á ný fákunn-
áttu sína. Hann hjelt því enn
fram, að frv. ætti fylsta rjett
á sjer, en kvaðst þó láta sjer
nægja ef samþ. yrði dagskrá-
tillaga landbúnaðarnefndar. —
Benti þá Thor Thors Gísla á,
að gildandi lögum yrði eigi
breytt með rökstuddri dagskrá,
en ekki tókst að koma Gísla í
skilning um þetta. Þvældi hann
málið enn með látlausu málæði
og fóru 2—3 klst. í algerlega
gagnslausar umr. Um þetta fár
ánlega frumvarp.
Þegar svo loks var gengið
til atkvæða hvarf Gísli skyndi-
lega út úr deildinni, en rök-
studda dagskráin frá landbn.
var samþ. með 23 samhlj. atkv.
Það verður dýrt fyrir þjóð-
ina, að hafa slíkan þingmann,
sem þenna Tíma-Gísla.
Smölun.
Bæjarlandið verður smal-
að á sunnudagsmorgun. Þeim
sauðfjárei.o:endum, sem vdja
fyrirbyggja rekstur á fje
sínu upp í rjett, er ráðlagt.
að hafa það í húsi til
kl. 11 f. h.
Piltur
16>18 ára
getur fengið atvinnu við eina af
stærstu verslunum bæjarins, nú
þegar.
Þarf að hafa þessa hæfileika:
Efnilegur,
siðprúður,
ábyggilegur,
skrifa vel,
góður 1 reikningi.
Sjerstök áhersla lögð á góða
söluhæfileika ,og lipurð.
Eiginhandar umsókn,
meðmælum ef til eru, mynd
kaupkröfu, sendist A. S.
merkt: vGóður seljari".
ásamt
og
í..
Tömatar.
Hvítkál,
Rauðkál,
Gulrætur,
Gulrólur
Rauðrófur,
Blaðlaukur
fdtst í
Hekla fór í gærkvöldi kl. 10 til
Vestuiv og Norðurlands.
nierpoofj
Astrakan
svart og grátt nýkomtð,
mjög ódýrt.
Einriig Skinnhanskar í g:óðu
úrvali.
Nýi-Bazarinn.
Hafnarstræti 11.