Morgunblaðið - 16.11.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.11.1934, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ 5 »«. — Mun jeg síðar víkja að því livernig eðlilegast er eftir at- vikum að haga eftirliti þess op- inbera með stofnunum eins og !)eim er hjer um ræðir án auka- kostnaðar. Eins og kunnugt er þá er hjer enginn atvinnuleysistyrkur :greiddur atvinnulausum mönn- um af ríkinu í því formi er á sjer stað víða erlendis. Frá því sjónarmiði hefir ríkið því ekki sömu hagsmuna að gæta hjer í sambandi við ráðningarskrifstof ur og önnur ríki hafa, þar sem slíkir atvinnuleysisstyrkir eru greiddir. Ráðningarstofur, ef um þær er að ræða alment í kaupstöðum á Islandi, eru því meira hjeraðsmál er lúti hjer- aðsstjórn og eftirliti, en beinum afskiftum ríkisstjórnarinnar. Ef einhver sjerstjóm fyrir vinnumiðlunarskrifstofur væri álitin nauðsynleg í kaupstöðum hjer á landi væri eðlilegast, að því er virðist, að hlut.aðeigandi bæjarstjórn kysi hana og þá hugsanlega eftir svipuðu fyrir- komulagi og gjört er í kaup- stöðum í Danmörku (utan Kaup mannahafnar) og lýst hefir ver- ið hjer að ofan. Fráleitt er það, að haga vali ;á slíkri stjórnarnefnd með því fyrirkomulagi sem gert er í 3. gr. vinnumiðlunarfrumvarpsins þar sem stefnt virðist vera að því að tryggja ákveðnum stjórn málaflokkum yfirráð og umsjá skrifstofunnar og þar sem grundvallarreglur þær um stjórnmálalegt hlutleysi eru brotnar. f vinnumiðlunarfrumvarpinu er fjarri því að verkamönnum sjálfum og vinnuveitendum sje frygð aðstaða til að gæta hags- muna sinna í sambandi við starf semi nefndra stofnana, því ekk- ert er um það sagt þar, að hinir kjörnu nefndarmenn skuli vera :úr þeirra hóp, sem þó er sjálf- sagt ef farið væri strax í upp- hafi inn á stjórnarnefndartil- högunina. Þá væri og sjálf- sagt rjett vegna aðstöðunnar og ástandsins í atvinnulífinu í kaupstöðunum og með tilliti til þess að vinnumiðlunar- eða ráðningarstofur eru nýmæli sem mjög þurfa á samúð vinnuveit- enda að halda, að haga því þannig við nefndarskipun að þeir hefðu þar meirihluta. — Mætti þá vissulega vænta frek- ari velvilja af þeirra hálfu en það er frumskilyrði fyrir vexti og viðgangi ráðningarstofu. í þessu sambandi vil jeg með sjerstakri hliðsjón af ástandinu í Reykjavík vekja á því athygli að eitt af aðalverkefnum ráðn- ingarstofu hjer í bænum eins og ástatt er, er að stemma stigu við því ef unt er, að vinnukraftur sje sóttur út í önnur hjeruð landsins á sama tíma og megn- asta atvinnuleysi herjar á bæ- inn. Tel jeg á því efa að slíkt eigi sjer stað í nokkrum kaup- stað á Islandi í jafnstórum stíl og hjer er raun á. , Framkvæmd í þá átt yrði þó gerð ómöguleg ef andúð vinnu- veitenda væri í upphafi vakin gegn ráðningarstofunni, hver sem frumkvæði. ætti að stofnun hennar, hvort heldur að ríki eða bæjarfjelag ætti þar hlut að máli. Jeg hefi hjer að ofan vikið að því, að almennar ráðningar- skrifstofur hafa ekki verið rekn ar hjer á landi til þessa tíma, og að íslendingar af þeim á- stæðum hafa enga sjálfstæða reynslu um grundvöllun þeirra eða rekstur. Á hinn'bóginn hef- ir Reykjavíkurbær undirbúið slíka stofnun á þessu hausti. Getur ekki hjá því farið að í sambandi við nefnda ráðninga- stofu fáist sú reynsla um starfs- háttu og stjóm slíkrar stofnun- ar að þar út frá megi síðar grundvalla lagasetningu um vinnumiðlunarskrifstofur, ef þörf á þykir. Með tilliti til þess virðist því ekki rjett að flýta lagasetningu um of um þessi mál. Ef löggjafarvaldinu þætti þó ekki gjörlegt að bíða eftir slíkri reynslu, má á það benda að þar sem við í kaupstöðum landsins höfum bæjarstjóra og bæjar- stjóm, í Reykjavík borgarstjóra, bæjarráð og bæjarstjórn sem fara með velferðarmál kaup- staðanna, þá er undir öllum kringumstæðum gerlegt af lög- gjafarvaldinu að fela þessum að iljum yfirstjórn og eftirlit með vinnumiðlunarstofum og skap aðist þá hvorki ríki eða bæjar- fjelagi aukakostnaður við þá hlið starfseminnar. Gunnar E. Benediktsson. Úfgerð, álif og aðbúnaður. Frá tveimur aðal atvinnuvegun- um, sjávarútgerð og landbúnaði, koma flestar lífsnauðsynjar vor- ar. Þar eru uppsprettur allra tekjulinda þjóðfjelags vors og sameignarsjóða. Á þeim kvílir öll önnur atvinna kjer á landi, svo sem við iðnað, verslun, kenslu, embætti og bókleg störf, og þar með daglaun hvers einasta verka- manns- Allar þessar atvinnugreinar blómgast eða visna eftir afkomu þessara tveggja atvinnuveg'a, og eftir kenni fer gjaldþol þjóðar- innar- og atvinna öll eða átvinnu- leysi, frá moldarskóflunni að ráð- kerrastólnum. Líkja má þessum tveim atvinnu- vegum við grunnmúr, sem öll yfirby.gging og athvarf þjóðarinn- ar hvílir á. Nú hafa óhlutvandir menn um allmörg ár, verið að róta og rífa úr grunnmúrunum þeim, undan brekkunni, þeim megin sem aðalþunginn hvílir á. Er því engin furða, þó yfirbygg- ingin sje farin að hallast og ligg'i við hruni. Og samt er enn haldið áfram þeirri viðbjóðslegu og víta- verðu iðju, að blekkja fáfróða og trúgjarna alþýðu, m. a. með því að rægja og svívirða þá menn, er reynst hafa þróttmestir, ráð- vandastir og vitrastir til þess, að halda uppi þjóðarþunganum, og veita þúsundum manna ríflegustu atvinnu, um áratugi. Þetta ó- þokkabragð og undirróðursstarf reka skammsýnir menn, valda- þyrstir, öfundssjúkir og illviljaðir. Þeir helst sem þekkja minst það er þeir lasta, hafa forðast erfiði framleiðslunnar, og ekki heldur tímt að legg'ja eyrisvirði af ó- magaframfæri sínu í hættu, til þess að veita öðrum dugmeiri mönnum atvinnu. — Þó sannleik- urinn sje beiskur, er oftast best að segja hann án afdráttar. Reynsla mín. Hún ,er að vísu takmörkuð á landbúnaði, lítil1 á útgei'ð, og af- rek og þekking' því minni, en þó allra minst löngun til að miklast þar af. Eigi að síður þykist jeg hafa rjett til þess, að drepa á reynslu mína og segja hispurs- lausa sannfæring, ekkert síður en þeir málrógsmenn og blaðasnáp- ar, sem aldrei þreytast á því að heimta alt af öðrum. Nærri hálfa öld hefi jeg haft nokkur kynni af landbúnaðinum, og haft jarðir til ábúðar við f jall og sjó í 20 ár. En stórútgerðinni hefi jeg aðeins kynst lítið eitt síð- an, um F/2 áratug. Og það á þann hátt — eins og margir aðrir góðir bændur — að leggja í hana megin- hlutann af ágóða búskaparáranna, er þá nam (sem kaup mitt og kön- unnar), þó nokkrum' hxmduðum króna til jafnaðar árlega, með því að sparnaðar var gætt á Öllum sviðum og í engar gapaleg'ar vit- leysur ráðist. Utgerðin hefir gengið þannig: 4 fyrstu árin voru engir vextir greiddir af hlutafjenu, en þjen- ustan öll notuð til þess að grynna á skuldum, sem í byrjun urðxt miklu hærri en hlutaf jeð. Svo kom sjerstaka góðærið 1924, og eftir það til 1930, ekki lakari en svo að greiddir voru góðir vextir af hlutafjenu öll árin nema 1926. Síðan 1930 liefir hlutafjeð verið „dautt“. enga ársvexti borið; og ekki aðeins ávaxtalaust, heldur hafa skuldir aukist líka mikið síðan og lxlutafjeð þar af leiðandi lækkað í verði. Þetta hafa útgerð- armenn og' eigendur hlutafjár í útgerðinni orðið að láta sjer lynda, að fá engan eyrir ár eftir ár í vexti af hlutajljenu, og sjá það líka eyðast og hverfa smám sam- an. Þeir hafa ekki og munu ekki kvarta um það, meðan fjeð hverf- ur á óviðráðanlegan hátt til knýjandi nauðsynja þjóðarinnar og atvinnulausra vei'kamanna- Hitt vilja þeir ekki líða og ættti ekki að þola lengur, að ofan á ólijákvæmilegt tap nú um sinn (svo nemur mörgum tugum þús- unda kr. ái’lega, hjá flestum tog- arafjelögum a. m. k.) skuli vera teknir skattar ; þúsunda kr. tali. Og það með svo mikilli frekju ’og ósvífni, að í útsvarið eitt hefir verið tekið af því fjélagi er jeg þekki best, alt a.ð 1000 kr. af hverju 10.000 kr. tapi (6000 kr. af 60.000 kr. tapi, að öllu reiknuðu). Slík aðferð, sem gei’ð er xmdir yf- ingum þeirra og óskum. En þess ber einnig að geta, að því mið- ur er ekki auðvelt að gera mjer til tíæfis. Þolinmóður, góðlát- legur get jeg verið; en sje reynt .að dylja mig einhvers, segi jeg nei. Jeg vil skygnast inn í instu fylgsni sálar þeirra, rannsaka hana lengi og gaumgæfilega . . Nú ber það við um fleiri en <eina persónu, að við vissum spurningum mínum styggjast þær, malda í móinn og þrjósk- ast með ákafa, eins og þeim finnist kanske jeg vera að leika mjer að því að eyða þeim al- vöruhjúp, sem þær birtust mjer í. Með þolinmæði og glaðværð reyni jeg að sýna áþreifanlega fram á, að spurning mín sje ekki óþörf, því að það er hæg- ur vandi að vilja vera svona eða svona; alt er undir því komið, hvort vjer getum verið það, sem vjer viljum. Þar sem sú geta er ekki fyrir hendi, hlýtur þessi vilji að koma manni fyrir sjónir sem eitthvað fánýtt og broslegt. Persónurnar iáta ekki sann- færast um það. Og jeg, sem er brjóstgóður inn við beinið, finn þá til með- aumkunar með þeim. En er yfir höfuð mögulegt að hafa með- aumkun með vissum lánleysingj um, nema hlæja að þeim um leið? Hvað um það, þá bera per- sónúrnar í sögum mínum það út um alt, að jeg sje mjög harð- brjósta rithöfundur og hafi alla hluti að háði og spotti. Það þyrfti samviskusaman gagnrýn- anda til þess að sjá, hvílík með- aumkun dylst undir þeim hlátri. En hvar er að finna samvisku sama gagnrýnendur nú á tím- um? .... Vei't er að geta þess, að sum- ar persónur í þessum viðtals- tímum reyðjast fram fyx*ir hinar og vekja athygli á sjer með slíkum rembindi og fruntaskap, að jeg sje mig knúöan til að afgreiða jjær umsvifalaust. Margar sjá beisklega eftir því síðar meir að hafa sýnt slíka frekju og biðja mig auðmjúk- lega að færa til betri vegar einn eða annan löst þeirra. En jeg brosi og segi þeim stillilega, að nú skuli þær taka út refsingu fyrir erfðasynd 'sína og bíða, uns jeg hafi tíma og tækifæri til að sinna þeim frekar. Meðal þeirra, sem bíða sigi’- aðar aftast í hópnum, nöldra sumar, sumar draga sig í skugg- ann, og aðrar þreytast á þessu og berja að dyrum hjá einhverj um öðrum rithöfundi. Ekki sjaldan hefir það hent mig að finna í sögum ýmsra stjettarbræðra minna nokkrar persónur, sem áður höfðu leitað til mín; þar hefi jeg einnig kom ið auga á aðrar, sem höfðu ver- ið óánægðar með þá meðferð, sem þær fengu hjá mjer, og hafa viljað sjá, hvort þær tæki sig ekki betur út annarsstaðar. Jeg fæst ekki um það, því að hafa gert lag við — jeg man ekki hvaða ættjarðarkvæði, en kom svo aftur til Ítalíu eftir 45 ár, þá nálega áttræður að aldri* til að deyja þar. Hann var á- kaflega hátíðlegur í frainkomu, málrómur hans líktist suði í flugu, hann ljet alla fá af- greiðslu á undan sjer. Loks var það einn dag, þegar jeg var ný- staðinn upp úr þungri legu, að jeg sá hann gægjast inn í her- bergi mitt með fjarska auð- jafnaðarlegast bætast mjerjmjúkum svip og ofurlitlu bi’osi tvær til þrjár nýjar persónur á ! á vörunum: — Með leyfi .... Ónáða jeg yður .... — Nei, nei, kæri gamli mað- ur! Hann hafði valið rjettu stundina. Og jeg flýtti mjer að láta hann deyja í smásögu einni, sem jeg nefndi: Gamalt viku. Og oft er aðsóknin svo mikil, að jeg vei’ð að hlýða á margar í senn. Þá kemur að því, að hugurinn verður svo sundurskiftur og viðutan, að alt í einu spornar hann gegn þess- ari margföldu ofraun og krefst þess hamslaust, að annað hvort i sönglag“. skuli ein persóna. gefa sig frarn ! ------- í einu, hægt og rólega, eða þær i Frægastur hefir Pirandello megi allar fara til helv.. . ! orðið fyrir leikrit sín. Af þeim Jeg man altaf með hve mik-1 nægir að nefna ,,Sex persónur illi auðmýkt einn vesalings öld- leita höfundar“, sem mun hafa ungur, sem kominn var til mín j verið leikið hjer ekki alls fyrir langt að, beið þess, að röðin löngu, og „Hinrik fjórða“, eitt kæmi að sjer. Það var Icilxo af hans bestu verkum. Árið Sapoi’ini nokkur, tónskáld. sem 1925 stofnaði hann sjálfur leik- rekinn hafði vei’ið í útlegð til hús í Róm, þar sem sýndir hafa Ameríku 1849 við fall rtxm- verið nýjustu sjónleikir hans verska lýðveldisins, fyrir það að auk ýmsra annara. Sama ár fór hann með leikflokk. sinn til út- landa. Sýndi sá flokkur leikrit eftir Pirandello á bestu leik- sviðum í London, París, Basel og í 18 borgum í Þýskalandi, alstaðar við fádæma aðsókn og mikla hrifningu áhorfenda. Ful- ton-leikhúsið í New York var skírt upp og kallað eftir hon- um og ætlað fyrir sýningar á leikritum hans. Pirandello á heimsfrægð sína með fram að þakka því, að á- hrifamenn á sviði leiklistarinn- ar, eins og Max Reinhardt, Dullin, Pitoeff og Bernhard Shaw fengu þegar í fyrstu mæt- ur á verkum hans og lögðu alúð við að kynna þau almenningi hver í sínu landi. Hjer er enn eftir að kynna þau, svo sem þörf væri á, þar sem um einn af frumlegustu leiki’itahöfundum nútímans er að ræða, og ákjós- anlegt væri, að ekki liði á löngu áður hægt yrði að sýna á leik- sviði hjer eitthvert af nýjustu verkuiíi hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.