Morgunblaðið - 30.11.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.11.1934, Blaðsíða 4
4 M O K G U N B L A ÐI Ð mmm IÐNflÐUR VERSLUN SlGLINGflR Þrotabú Síldareinkasölu íslands Búist við að málaferlunum í Svíþjóð verði lokið snemma á næsta vori. Litlar líkur fyrir því, að almennir kröfu- hafar fái nokkuð upp í sínar kröfur. Það mun hafa verið í desem- bermánuði 1931, að Síldareinka sala Islands varð g’jaldþrota. Voru þá gefin út bráðabirgða- iög um skiftameðferð á þessu mikla þrotabúi og sjerstök skila nefnd skipuð til þess að fram- kvæma skiftin. t skilanefnd voru skipaðir þeir Lárus Fjeld- sted hæ^tarjettarmálaflm. og Svafar Guðmundsson fulltrúi. Þrjú ár eru liðin síðan þetta ástfóstur sósíalista og Tíma- manna, Síldareinkasala íslands, varð gjaldþrota. I þrjú ár hafa staðið yfir skiftin á þessu lang stærsta gjaldþrota fyrirtæki, sem verslunarsaga vor þekkir og skiftum er ekki lokið ennþá. Til þess að almenningi gefist kostur á að fylgjast með þessu mikla þrotabúi, hefir Morgun- blaðið snúið sjer til skilanefnd- arinnar og fengið hjá henni ýmsar upplýsingar. Eignir þrotabúsins. Samkvæmt upplýsingum skila nefndar, hefir þrotabúið nú í hasdbæru fje fyrirliggjandi í bönkum hjer um 300 þús. kr. Þetta má heita aleiga búsins hjer á landi. Segir þetta fje vitaskuld lítið upp j allar kröf- urnar. Skilanefndin í þrotabúi Síld- areinkasölunnar byggir í raun og veru allar sínar vonir á mál- um þeim, sem nefndin er í við sænska síldarkaupmenn út af kaupum á síld. Kröfur skila- nefndar í þessum málum nema um 300 þús. sænskar krónur. Er það því hvorki meira nje minna en rúmlega helmingur af öllu „aktiva“ þrotabúsins, sem liggur í voninni á þessum kröf- um. Veltur því mikið á úrslitum þessara mála. Hvað líður málun- um í Svíþjóð? Þessi mál í Svíþjóð eru rekin á tveimur stöðum — í Gauta- borg og Stokkhólmi. Málin hafa staðið yfir síðan Síldareinka- salan varð gjaldþrota og er ekki lokið ennþá. Samkvæmt upplýsingum, sem skilanefnd hefir nýlega fengið, eiga þessi na%ál síðast að koma fyrir um 20. janúar n.k., og verða þá lögð í dom. En vegna þess hve málin eru stór og um- fangsmikil, er ekki búist við að dómur geti orðið upp kveðinn fyr en eftir 2—3 mánuði. Skuldir þrotabúsins Skilanefnd getur ekki um það sagt, á þessu stigi málsins, hve miklu nema samtals þær kröf- ur, sem skuldheimtumenn Síld- areinkasölunnar hafa gert í þrotabúið. En þetta er geysi- mikið fje. Stærstu kröfurnar eru þessar, að sögn skilanefndar: Útbú Landsbankans á Eskifirði (Aust- fjarðavíxlarnir) ca. 63 þús. kr. Bæjarfóg:-Tá Siglu- firði, f. h. ríkissjóðs, útfl.gjald af Russa- síld frá 1930 . . ca. 28 — — Bæjarfóg. á Akur- eyri, f. h. ríkissjóðs, útfl.gjald, fiskv.sj.- gjald og vörut. ca. 100 — — Bæjarfóg. á Sigluf., f. h. ríkisstj., útfl.- gjald..........ca. 125 — — Bæjarfóg. á Akur- eyri, tunnur . . ca. 10 — — Fjármálaráðuneytið, skuld yið Land- mandsbanken í K,- höfn, sem ríkið er í ábyrgð fyrir . . ca. 391 — — Útbú Landsbankans á Akureyri . . ea. 355 — — Dansk Kaution For- sikring A/Sn. kr. ca. 130 — — Hanssen & Ösleby A/S í Kristians. ca. 34 — — Norska aðalkonsúl- atið, f. h. sama firma .......... ca. 10 — — Millisíldarsaml. ca. 22 — — Þetta eru stærstu kröfúrnar og taldar eins og þær voru, er þær voru gerðar í búið. Síðan hafa hlaðist á þær vextir og nema þeir vitanlegu hárri fúlgu. En auk þess hefir skilanefnd borist feiknin öll af kröfum frá útgerðarmönnum vegna and- virÖist síldar og frá verkunar- stöðvum, vegna verkunar síld- ar. Þessar kröfur nema vafa- laust samtals hundruðum þús- unda króna, en skilasefnd tel- ur þær svo vonlausar, að hún reiknar ekki með þeim. Þrotabúið (eða ríkissjóður) varð fyrir óvæntu happi, þegar danska krónan fjell. því við það lækkaði til muna krafa Landmandsbankans. Annars má geta þess um þessa skuld Síld- areinkasölunnar við Land- mandsbanken, að hún er þegar fallin á ríkið. því ríkissjóður hefir þegar orðið að greiða rúm lega 112 þús. kr. af skuldinni og er upphæð þessi á fjárauka- lögum fyrir árið 1933, sem nú liggja fyrir Alþingi. Verslunarstefmt Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórnin er nú sem stendur að undirbúa toll- samninga við fjölda ríkja. í sambandi við þetta hefir Cor- dell Hull utanríkisráðherra sent blöðunum álit sitt um þessi efni, og hefir nýlega verið vitn- að í ummæli hans hjer í blað- inu. Hjer á eftir birtast höfuðat- riðin í yfirlýsingu Cordell Hull: „Við getum verið ánægðir yfir því, hve vel hefir tekist að koma tíl framkvæmda tollsamn- ingastefnu þeirri, sem tekin var upp með lögunum 12. júní 1934. Samningur milli Bandaríkj- anna og Kúba, hinn fyrsti, sem gerður hefir verið samkvæmt hinum nefndu lögum, hefir nú verið í gildi á annan mánuð, Verslunin milli þessara tveggja landa hefir þegar aukist all- mikið, vegna þessa samnings. Nú er verið að vinna að samn- ingum við 11 önnur ríki. (Þessi 11 ríki eru: Spánn, Belgía, Sví- þjóð, Brasilía, Haiti, Columbia, Guatamela, Nicaragua, Salva- doi', Costa Rica og Honduras). Önnur ríki munu bætast við, eftir því sem áætluninni miðar áfram. Jeg verð að lýsa ánægju minni yfir, að svo mörg ríki eru fús að vinna með okkur að tilrauninni til að ryðja úr vegi þeim tálmunum, sem nú eru á Hver verður útkom- an? Á þessu stigi málsins er ekki hægt að segja með vissu, hver útkoman verður í þessu mikla þrotabúi. Landsbanki íslands hefir fengið dóm fyrir því, að hann heimsversluninni — ósapngjörn um tollum, skömtunum, að- flutningsbönnum og öðrum inn- flutningshöftum. Það sýnir, að sú skoðun hefir náð útbreiðslu, að slíkir samningar sem Banda ríkjamenn hafa stungið upp á, muni reynast haldgóðir til þess að draga úr viðskiftaerfiðleik- um heimsins. En samt sem áður — einmitt af því að góður árangur þessa fyrirkomulags er kominn undir þqim anda og þeim meginstefn- um sem ráða í samningagerð- unum er það hið mesta áhyggju efni, að við erum hvað eftir anpað að reka okkur, á sömu þröngsýnu skoðanirnar, sem va-ldar eru að því ástandi, sem við erum að leitast við að bæta úr. Með þessu á jeg við þá stefnu, að reyna einungis að auka útflutning síns eigin lands og samtímis að takmarka inn- flutninginn sem allra mest. Einhver óverjanlegasta að- ferðin, sem beitt er í sambandi við verslunarsamninga ríkja á milli, er sú, að hækka alt í einu tolla, eða koma á öðrum innflutningstakmörkunum, ein- mitt þegar svo stendur á, að samnúngaumleitanir eru fyrir lyrum. í viðskiftaheiminum þekkist þessi aðferð, að „skrúfa upp kröfurnar,“ til þess að geta síð- an látið líta svo út, sem verið sje að sýna einhverja tilhliðr- unarsemi, þegar slegið er af kröfunum. Hvort sem litið er til einstaklinga eða þjóða, þá hef- ir slíkt framferði aldrei leitt til annars en þess, að tapast hefir rjettsýnn viðskift^vinur eða besti markaðurinn. Það eigi lögveð fyrir sinni kröfu í eignum þrotabúsins. Fer því meginið af handbæru fje þrota- búsins, sem fyrirliggjandi er hjer í bönkum upp í kröfu Landsbankans. Hvað aðrir skuldheimtumenn fá, veltur alt á málunum í Sví- þjóð, en dómur í þeim er vænt- anlegur snemma^ á næsta vori. Sennilegt er, að ríkiss.jóður eigi forgangskröfurjett fyrir út- flutningsgjöldunum og. öði'um tollakröfum, og tekur hann þá bróðurpartinn af Svíþjóðarkröf- unum, ef málin vinnast. Skuld- in við Landmandsbankén er ekki forgangskrafa. Það má telja nokkurnveginn víst, að almennir kröfuhafar fá ekki mikið út úr þessu þrota- búi; sennilega fá þeir ekkert. Þrátt fyrir þessa dapurlegu útkomu hjá Síldareinkasölunni sálugu, eru rauðu flokkarnir á Alþingi enn að reyna að koma á áhættusamri ríkiseinkasölu — á saltfiski. Má slíkt heita furðu leg dirfska, eftir það, sem á undan er gengið. ætti að vera augljóst mál, að enginn fyrirhugaður samning- ur, sem byggist á einlægri ósk' ‘um alment áfnám á tálmunum viðskiftalífsins, getur komist til framkvæmda, þegar slík brögð eru höfð í tafli. Ekkert getur unnist við að semja þegar svo stendur á. Það getur þvert á móti gert ilt verra þegar hinar tilbúnu tálmanir eru ’áfram í gildi, af því að samningaumleitanir hafa orðið árangurslausar. Reynslan hefir sýnt að ekki er ósennilegt, að samningaum- leitanir sem gerðar eru, þegar þannig stendur á, verði árang- urslausar. Við munum fyrir okkar leyti forðast slíkar að- ferðir, og viljum reyna samn- inga við þá, sem líta sömu aug- um og við á þetta atriði. Framkvæmdin á tollasarnn- ingastefnu okkar byggist einn- ig á því, að okkur sje það sjálf- um fyrir bestu, að skora held- ur eindregið á önnur lönd að vinna að endurreisn heimsvið- skiftanna, vegna þess að á þeim veltur hagsæld hverrar þjóðar að- miklu leyti, fremur en að reyna að tryggja okkur hverf- ulan stundarhagnað, með því að þvinga viðskiftin inn á nýjar brautir. Hin síðai'nefnda leið yrði ein- ungis til þess, að auka enn á ósamræmið, sem þegar er orðið vegna tilbúinna tálmana, og veldur því, að svo er kom- ið, sem komið er. 1 stuttu máli, ætiun okkar er fyrst og fremst að auka heimsviðskjiftm, en ekki að leitast við að koma þeim inn á nýjar brautir, nje að draga úr þeim.“ Eins og áður hefir verið minst á hjer í blaðinu, yakti yf- irlýsing Cordell Hull geisilega athygli. Auðvitað var umtalið mest í Bandaríkjunum. Bentu sum blöðin á, að verið gæti, að sumar þjóðir, sem leita vildu samninga við Bandaríkin, teldu að ástandið, eins og það er nú, væri þeim mjög óhagstætt. — Eins og áður hefir verið frá skýrt, eru tollarnir í Banda- ríkjun-um einhverjir þeir hæstu í heimi, og jafnframt einna víð- tækastir. Tollamir ná þar til 3200 vörutegunda, og eru svo. háir á sumum hlutum, að þeir fyrirbyggja innflutning. Auk þess eru ákvæði um hegningar- toll, þar sem lítið er á framboð annara þjóða sem óleyfilega verðlækkun (dumping). Þá ei'U ákvæði um aci, tollurinn geti hækkað eða lækkað eftir fram* leiðslukostnaði innflutnings- landanna. Og loks hefir forset- inn vald til að ákveða skömtun á innfluttum vörum, eða jafnvel banna þær með öllu. Benda sum blöðin á að Bandaríkin hafi þegar „skrúfað upp“ toll- ákvæði sín svo sem frekast er unt. Eitt blaðið segir m. a. svo: „Besta tryggingin fyrir því, að aðrar þjóðir geti verslað við- okkur sjer til hagnaðar. er vissu lega ekki í því fólgin að tolla- löggjöf okkar sje frjálsleg, því hún er óneitanlega alt annað en frjálsleg. Tryggingin er fólg in 1 persónu fulltrúa okkar, Cordell Hull. Tvímælalaus ein- lægni hans, óbeit á þröngsýnni innilokunarstefnu, og ódrepandi áhugi fyrir viðreisn heimsvið- skiftanna, tryggir það, að toll- samningar þeir, sem gerðir verða af Bandaríkjunum, munu bygýjast á rjettlæti og sann- girn\“ Panlið í sunnudagsmatinn í dag. því eftir kl. 12 á laugardaginn verður lokað. Kaupffelag Borgfirðð nga. Sími 1511.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.