Morgunblaðið - 30.11.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Smá-auglý5ingar ifirænmeti Athugið! Hattar og- aðrar karl- mannafatnaðarvörur nýkomnar. — K ar lma nnahatt abúðin, Ha f n ar- stræti 18. Handunnar liattavið- gorðir, þær emustu bestu, sama stað. Hárstangir, Armbönd, eyrna- lokkar og hringir, nýkomið- Hár- greiðslustofa J. A. Hobbs. — Sem samviskusamur læknir vil jeg ráða yður til þess að borða eitt epli í staðinn fyrir hvert koníakstaup, sem þjer drekkið. — Hvernig í ósköpunum á jeg að borða 25 epli á dag? Bifreiðastöð íslands, sími 1540. B Ó K B A N D S-VINNUSTOPA mín er í Lækjargötu 6 B (g'engið inn um Gleraugnasöluna). Anna Flygenring. Mjólkurafgreiðsla Korpúlfs- staðabúsins, Lindargötu 22, hefir *ima 1978. BarnápúÁur Barnasápur Barnapelar Barna- svampar Gummidúkar ^ Oömubindi Sprautur 05 allar tegundir a( lyfÍasápuTO. er dýrt og oft erfitt að fá það. — Notið því Spín atín. SPÍNATÍN er búið til úr nýju grænmeti, og má nota í stað þess. SPÍNATÍN er auðugt að A, B, og C vítamínum. Vítamínmagnið er rannsakað og A og C magnið er undir eftirliti vítamínstofnunar ríkisins í Kaupmannahöfn. SPÍNATlN fæst í apótekum. Uernöið sjónina og látið ekki ljósið hafa skaðleg áhrif á augu yðar, þegar hægt er að forðast það, með því að not^, THIELE gleraugu. Austurstræti 20. Geymsla. JÖBðhjóI tekin til gejunslu á Laugavegi 8, Laugavegi 20 og Vesturgötu 5. Só'tt heim ef óskað er. • • Orninn, simar 4001 & 4161. Gott fæði. Ódýrt íæði. Góð húsakynni. Ingólfsstræti 9. Eldsins, sem ert orðinn var ef að saman skylli, Asbest láttu allsstaðar og það kemst á milli. ))te™MI©LSE^l(( Sl tMmm—mmmmm. IR, 1 1 r I M I UÐUGLE KlOlasilki. 0 t % " '■ JÉIÍ % Satin í mörgum litum og tegundum. Kjólakragar, nýkomið. MinGhester. Laugaveg 40. Aðalstræti 6. höfum við fyrirliggjandi. — Aðeins lítið óselt. Eggert Kristiánsson & Co. Þeir sem ðsks Oess fá ókeypjs hefti með lýsingu á tilhögun Fornriíaútgáf- unnar hjá bóksölum. Btkavarslnn Stgf. Eymnndssonar og Bókabúð Austurbæjar, BSE, Laugaveg 34 Sænskt útflutningsfirma í niðursoðnri mjólk, óskar sambands við duglegan mann eða firma tiJi að selja vora góðu vöru. Brjef tií Harlösa Mjölkindustri, Halmstad, Sverige. SYSTUKMR. 59. belti um mittið, var hann lítill og grannur, eins og irngt trje og virtist ekki vitund feiminn. — Eins og á stendur, verðið þjer að fyrirgefa, að jeg get ekki kyst yður á höndina, sagði hann við Irenu. Þessi fundur kom Irenu svo á óvart, að hún greip ósjálfrátt um hár sitt til að laga það. Hún stamaði eitthvað um það, að hún hefði heyrt svo mjög af honum látið, en aldrei fengið tækifæri til að sjá hann á leiksviði, og Klaus stóð þarna og brosti kurteislega og gaut augunum til Lottu. — Jeg ætlaði bara að sýna þjer einkasystur mína, sagði Lotta. — Það er með öðrum orðum, að jeg get lokið við að raka mig? Hann hneigði sig kurteislega og rakhnífurinn var eins og skylmingasverð í hendi hans. — Hann er töfrandi, sagði Irena, þegar hann var farinn. — Það finst öllum konum, sagði Lotta. — Það er bara leiðinlegt, að þú skulir ekki geta verið sam- visum við hann lengur. Þú hefðir gott af því að geta einu sinni haft karlmann til samanburðar við Alexander þinn. Irena brosti og hristi höfuðið. Síðán kvöddust systurnar innilega með kossi. — Og þú mátt ekki vera reið þó jeg hafi talað eins og bjáni, sagði Irena. Hún lagði allar myndirnar af Felix Iitla á borðið. — Vitanlega átt þú þæi', og þess vegna hafði jeg þær með mjer. Og .... og ef þig Iangar að heimsækja drenginn, skal jeg koma því svo fyrir, að Alexander .... Lotta hristi höfuðið, — Nei, það vil jeg ekki, hvort sem er. Líði þjer vel. Hún fylgdi Irenu til dyra. Þegar hún kom aftur, sagði hún. — Það er undarlegt, hvernig fólk fjarlægist, eftir því sem tíminn líður. Mjer fanst hvað eftir annað, að þetta væri ókunnug kona, og svo er það samt sem áður Irena og jeg get sjeð alla leið inn í góða, trygga hjartað hennar. Klaus, sem hafði nú lokið við að raka sig og var klæddur til að fara út, stakk höfðinu inn í dyragættina. — Heyrðu .... Lotta .... jeg ætl- aði bara að sjá hvort .... Lotta þaut upp og var hvöss 1 bragði. — I fyrsta lagi þarf Jeg að tala um nokkuð við Eulu .... og í öðru lagi .... þoli jeg ekki, að menn ani inn í herbergið mitt óboðnir. Þetta sumar á Helgolandi var rólegt og friðsælt. Þó var oft stormur og slagveður um sumarið og jeg var nokkrar nætur að venjast brimhljóðinu, en þá var líka eins og það og garðið í máfunum væri sjálfsagður hluti af þessari hressandi kyrð sumarsins. Oft fóru Klaus og Lotta út á fiskibát- unum fyrir fótaferð, en komu aftur fyrir morgun- verð. Síðan fóru þau í bað fyrir miðdegisverð og eftir miðdegisverðinn sváfu þau. Síðan fóru þau eitthvert og dönsuðu, eða drukku sterkt toddy, eða stór glös af einiberjabrennivíni. Þau voru sól- brend og falleg og grönn, og framkoma þeirra svo róleg og hávaðalaus, að þegar þau töluðu saman, hjelt fólk, að þau væri systkin. í miðjum ágústmánuði kom böggull í ábyrgðar- pósti, og hafði inni að halda bláa bók. Það var nýja leikritið, sem Lotta átti að leika í opinber- lega í fyrsta sinn. Við lásum það báðar með hálf- gerðri hitasótt af eintómum æsingi, en vorum báð- ar vonsviknar, að lestrinum loknum. Okkur fanst „Ferð Betty til Paradís“ vera ein af þessum upp- lognu leikritum, sem framleidd eru í þúsundatali. Klaus var á öðru máli. — Leikrit um fátæka unga stúlku, sem seinna verður rík, á altaf almenn- ingshylli vísa. Og ef unga stúlkan er leikin þannig, að maður telji ekki eftir henni auðæfin, fær leik- konan sinn hluta af vinsældunum. Hann fór sjálfur að fást við sitt verk; það var „Fiesco“, sem almenna leikhúsið ætlaði að leika í nýrri uppsetningu, hans vegna. Lotta öi'undaði hann af þessu stóra hlutverki. Honum gramdist þessi heimtufreka óþolinmæði hennar og þau pex- uðu oft í því tilefni. En hins vegar pexuðu þau aldrei þegar þau gengu sjer til skemtunar út í sandhólana ásamt ljóshærðri, hálfvaxinni stúlku. frá Hannover. Mjer gramdist það, en Lotta virtist ekki einu sinni taka eftir því. Og þegar svo skeyti kom, sem gerði það að verkum, að við urðum að fara, viku á undan Klaus, eftirljet hún Hannover- stúlkunni tennisspaðann sinn, til þess að Klaus skyldi ekki missa af daglegri æfingu sinni. Honum fanst þetta „aðdáunarvert“, en mjer fanst hann andstyggilegur að fara ekki með okkur. Það var þrem dögum fyrir frumsýninguna. Lotta var nýkomin heim eftir fimm stunda æfingu, og var þreytt og máttlaus. Þá komu tveir velbúnir ungir menn. Annar kvaðst vera blaðamaður, en hinn var ljósmyndari. Þeir voru komnir til þess að- búa í haginn fyrir hina „rísandi stjörnu“. — Jeg vil alls ekki láta auglýsa mig fyrirfram,. sagði Lotta. — Jeg vil helst, að fólk geti skapað sjer skoðun um mig, án allra utanaðkomandi á- hrifa. Blaðamaðurinn brosti, eins og sá, sem valdið hefir. — Almenningur hefir enga sjálfstæða skoð— un. Fólk fer í leikhúsin með fyrirfram skapaða skoðun, og henni verður svo elfrki haggað. Ef fólk hefir ekki heyrt yður nefnda fyrir frumsýninguna, bugsar það bara sef svo, að þjer sjeuð ekki annað en venjulegur viðvaningur, jafnvel þó þjer leikið eins og Duse sjálf. Þegar þjer komið inn á leik- -sviðið, verður fólk að vera í spnningi, sem snýst um persónu yðar. Fólk verður að vita, að það eigi * von á upprennandi snillingi. I sama vetfangi gaus upp blossi í stofunni. Ljós- myndarinn hafði brent magníumljósi. — Þakka yður fyrir, sagði hann við Lottu. — Talið þjer bara áfram. — Þjer verðið að gefa okkur einhverjar upp-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.