Morgunblaðið - 07.12.1934, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudaginn 7. des. 1934.
Smá-aughísingar
Athng'ið! íifittar og aðrar kari-
luannafatnaðarvörur nýkomnar.
Dömusokkar, Alpaliúfur og- fleira. |
Alt með besta verði. Einnig' hand- ;
unnar hattaviðgerðir, þær einustu,
sania stað. Karlmannahattabúðin,
I iafnarstræti 18.
B Ó K B A N D S-VINNUSTOPA
inín er í Lækjargötu 6B (g'engið
inn um Gleraugnasöluna). Anna
Flygenring.
Vil kaupa notuð bóltbands-
a nnutæki. Upplýsingar lijá A. S.
í
Jólatrjeskerti, Jólaborðkerti.
Sápubúðin, Laugaveg 36.
Jólaborðsdrenglar,- Jólaserviett- í
v r, Jóladiskar. Sápubúðin. Lauga-i
veg 36.
" í
Jólakertastjakar, nýjar gerðir. j
Sápubúðin, Laugaveg 36.
Bifreiðastöð íslands, sími 1540.
Mjólkurafgreiðsla Korpúlfs-
♦iíaðabúsins, Lindargötu 22, héfir :
?íma 1978.
Meccano er besta jólagjöfin
banda dreng yfiar. Verð frá kr.
1.65. Verslun Ingibjargar John-
f>on, Lækjargötu 4.
. Xcætt' |
Langar yður til að heimili yðar ljómi
af þrifnaði? Vim gefur þennan Ijóma
af því að það hefir sjerstök gæði, sem
kölluð eru „tvívirku áhrifin“. Vim er
þannig, það vinnur tvent samtímis.
Þegar þjer strjúkið því um þá losar
það óhreinilidin og nemur þau burt!
Það skilur blátt áfram ekki nokkurn
blett eftir. Yfirborðið verður blikandi,
Látið venjulegt. hreinsi engar rispur eða óhrein horn. Vim
dHfí..e!tki hie^a y^lir veitir aðstoðina sem þarf!
— biðjið um Vim, tví-
virka hreinsiduftið.
KaupmenD og lcaupflelog!
VIM
1) losar óhreinindin,
2) og hirðir þau svo.
góHa,
e a* k o m I ð aftur.
Stór stofa, með sjerinngangi, í
Hafnarfirði, óskast til leigu. Upp-
fýsingar í síma 4090, kl. 6—7
síðdegis.
M.V. 258-50IC
UVER BROTHERS UMITEO. PORT SUNUGHT. ENGLAND,
Kjötfars og fiskfars, heimatilbú-
18, fæst daglega á Fríkirkjuvegi
S. Sími 3227. Sent heim.
Nýjar bæknrs
Sögur frá ýmsum löndum, þriðja bindi, 10 sögur, 330 blaðsíður,
verð kr. 7.50 í bandi, kr. 10.00; áður komið 1- og’ 2. bindi við sama
....' verði. Sögur handa hörnum og unglingum. Síra Friðrik Hallgríms-
Kenslukona: Anna litla, geturðu son safnaði fjórða hefti. Verð í bandi kr. 2.50, áður lcomu út fyrsta,
nafnt mjer nafnið á einhverri annað og þriðja hefti.
stjörnu ?
Anna: Greta Garbo.
0
'0
Btkaverslmi Sigf. Eyanmissraar
og Bókabúð Austurbæjar, BSE, Laugaveg 34
Vínber,
ágæt tegund. — Aðeins lítið óselt.
Eggert Kristjdnsson & Co.
§¥STURMR. 63.
pund, var ekki hægt að halda versluninni áfram.
í meira en öld höfðu fimm ættliðir af góðum og
duglegum mönnum unnið og sparað, eins og iðnir
íuaurar. Þeir höfðu beitt allri sinni skynsemi og
dugnaði tll að grundvalla verslunina sem best og
færa út kvíarnar, smátt og smátt. Nei .... jeg
get ekki hugsað til þess.
Hr. Kraal kvaðst fús til að kaupa húsið og meira
að segja talsvert yfir sannvirði, ef hann gæti feng-
ið það, eins og það var, með öllum innanstokks-
munum. Hann var fyrir skömmu orðinn auðugur
og hefir sennilega langað til að eignast hús, sem
væri merki gamallar auðlegðai’, sem kynslóðir
höfðu safnað saman.
Systurnar höfðu ekki annað ráð til þess að kom-
ast hjá algerðu hruni, — skuldlausar og meira
að segja með svolítinn eignaafgang í reiðum pen-
ingum. Lotta fjelst fyrir sitt leyti tafarlaust á
þetta fyrirkomulag og Irena símaði, að hún sam-
j-ykti það fyrir sitt leyti.
Við fluttum okkur í ódýrt gistihús. Ekkert höfð-
v:m við með okkur nema fötin, fáeinar bækur og
fíðluna. Tvö stór fei’ðakoffort nægðu undir al-
eiguna.
Lotta tók breytingunni með ró. Mjer liggur við
að segja háleitri ró. Ef til vill hefir hún viljað
þugga mig með kæti sinni. Jeg hefði svo sem líka
viljað hugga hana með því að vera glöð á svip-
inn, hefði jeg treyst mjer til þess. Enn í dag, þeg-
ar jeg skrifa þessar línur, skelfur hönd mín við
tilhugsunina um þennan búferlaflutning okkar. —
Jeg blygðast mín að vísu fyrir það, því það er
ekki rjett að festa þannig hugann við dauða muni.
jeg veit heldur ekki, hversvegna jeg tók mjer
það svona nærri, því ekkert átti jeg sjálf af því,
sem í húsinu var. En jeg hafði verið þar tuttugu
ár ævi minnar. Það var ekki til það horn eða arða
á húsgögnunum, sem jeg hafði ekki farið þúsund
sinnum yfir með rykþurkunni. Jeg vissi hvað var í
hverri dragkistu, í hverjum skáp og á hverri hillu
— og auðvitað var jeg ekki bundin við þessa hluti
af öðru en því, að jeg hafði haft það svo lengi
með höndum. En líklega hefi jeg elskað þá meir
en nokkur eigandi hefði getað gert, af því öll mín
óuppfylta þrá eftir mínu eigin heimili hafði komið
fram, er jeg var að fást við þá.
Timmermann-bræðurnir Voru látnir lausir eftir
hálfsmánaðar tíma, gegn mjög hárri tryggingu.
í blöðunum stóð, að lögfræðingur þeirra hlyti að
hafa lagt fram tryggingarfjeð úr eigin vasa, því
eftir bankahrunið ætti þeir ekki bót fyrir skóinn
sinn. Mörð blöð voru harðorð gegn rjettvísinni
fyrir harkalega framgöngu í málinu, því enda þótt
bræðurnir væri ekki annað en „snýkjudýr og blóð-
sugur á þjóðfjelaginu,“ þá hefði þetta gengið um
of út yfir saklaust fólk, sem hefði mist alt sitt. —
Timmermanns-bræður væru ekki verstir, því enda
þótt þeir hefði gert sjer mat úr peningahruninu
á skammarlegan hátt, heldur væri aðrir verri til,
sem rjettvísin þyrði ekki að hrófla við, o. s. frv.
Um nokkurt skeið var sagt hvað eftir annað,
að höfðað yrði sakamál gegn bræðrunum, en lík-
lega hefir það verið svæft, því aldrei las jeg neitt
um Timmermanns-mál í blöðunum. Tveim árum
síðar heyrði jeg, að þeir væru komnir til útlanda.
Þeir höfðu löngu fyrir rannsóknina átt að vera
byrjaðir að lauma peningum út úr landinu, og nú
var sagt, að þeir ættu stórt gistihús suður á Mið-
jarðarhafsströnd. Ekki veit jeg, hvort nokkuð var
til í þessu.
En eins og altaf vill verða, þegar svona stendur*
á, höfðu sumir hagnað af falli þeirra bræðra. Þar
á meðal hr. Schmiedel. Þegar firmað Kleh, hafði
lokið skuldum sínum og var útstrykað af firma-
skránni, leigði hr. Schmiedel búðina, sem nu var
auð, og stofnaði. firmað Schmiedel. Hann heim-
sótti Tucher gamla, aðeins til að skaprauna hon-
um og njóta sigurs síns. — Munið þjer, þegar þjer
bönnuðuð mjer að kaupa vörur? Og þegar jeg
svaraði, að jeg ætlaði að leggja hvern eyri, sem
jeg ætti afgangs í vörur. Nú á jeg vörur. Jeg
keypti gegn staðgreiðslu og upp á lán, meðan
hægt var að fá lán í krónumynt. Jeg rak versl-
unina Kleh eftir yðar viti og mína eftir mínu
viti. Hvor hafði svo á rjettu að standa?
t mínum augum var Schmiedel glæpamaður.--------
í tuttugu og fimm ár var hann í þjónustu föður
þíns, endurtók jeg hvað eftir annað við Lottu.
— Hann var góður þjónn meðan hann átti
húsbónda, sem hann vissi, að gætti hans. — Að
heimta meira, sýnir aðeins of litla mannþekkingu.
Ef til vill hefir hún haft rjett að mæla. En í
mínum augum var Schmiedel drottinssvikari. —
Hann er eini maðurinn, sem jeg hata. Aðeins hugs-
unin um nafn hans yfir gömlu búðinni okkar, er
mjer slík andstygð, að jeg geng aldrei um götuna
þar sem gamla húsið okkar er. Jeg fæ aldrei fram-
ar að líta það augum.
Á þennan hátt varð starf Lottu við leikhúsið,
— sem fyrst var draumur og síðan vonbrigði —
alt í einu lífsnauðsyn.
Kannske var það fyrir bestu. Það lagði í bili
taum við metorðagirnd hennar, og í staðinn fyrir
stórt takmark og fagnaðarlæti áhorfenda, komu
nú smærri takmörk og hagstæðir ráðningarsantn-