Morgunblaðið - 08.12.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.1934, Blaðsíða 4
4 14 0 R •* »' N B L A Ð I Ð Laugardaginn 8. des. 1934, Þegar RjeBinn braut bílrúðuna. Þáftur iir baráltu „leiðtoganna i þágu verkalýðsins. Nýlega var kveðinn upp dómur í Hæstarjetti í máli, sem búið er að vera all-lengi á döf- inni, en fáir þó vitað um, enda á í hlut fátækur alþýðumaður, sem var beittur fáheyrðu of- beldi af einum háttsettum „leiðtoga“ alþýðunnar, Hjeðni Valdimarssyni og fjelagi því, er hann ræður yfir. Tildrög málsins. Þau eru tildrög máls þessa, að bílstjóri einn hjer í bænum, Gísli Hermann Guðmundsson að nafni, gerðist hinn 21. apríl 1931, meðlimur „Vörubílastöðv arinnar í Reykjavík", sem þá var nýlega stofnuð, og var stöð þessi mjög nátengd Dagsbrún- arfjelaginu, sem Hjeðinn Valdi marsson stjórnar. Mátti enginn vera meðlimur bílstöðvarinnar nema hann væri einnig í Dags- brún. Var nú Gísli H. Guðmunds- son um stund með bíl sinn RE 410 við „Vörubílastöðina í Reykjavík“, og fór alt friðsam- lega fram. I Dagsbrúnar- broddar fara á kreik. Ekki var þó Gísli lengi bú- inn að vera með bíl sinn við þessa bílstöð, er hann fekk að kenna á yfirgangi og frekju Hjeoins Valdimarssonar og ann- ara Dagsbrúnarbrodda. Gekk frekja Hjeðins og hans fjelaga svo langt, að Gísli sá sig tilneyddan að kæra fram- ferði þeirra til lögreglustjóra, sem þá var Hermann Jónasson, núverandi dómsmálaráðherra. Kæra Gísla er dags. 30. maí 1931 og lýsir hann þar viður- eigninni við þá Hjeðinn og fje- laga á þessa leið: • „Hinn 12. þ. m. (þ. e. maí 1931), vann jeg við vörukeyrslu hjá Þormóði Sveinssyni vestur á bryggjum með bifreiðina RE 410. Þá kom þar Stefán Björns- son, stjórnarmeðlimur Dags- brúnar og bannaði mönnum að vinna við bíl minn, því að hann væri brotlegur við Vörubíla- stöðina í Reykjavík og þar með tilkynti hann mjer, að jeg Væri, útilokaður frá allri vinnu í bæn- um. Þetta var hreinasta fjar- stæða, því jeg hefi í engu gerst brotlegur við stöðina enda gat hann ekkert ákveðið fært til síns máls. Jeg varð þó að fara úr vinnunni og hefi ekkert get- að keyrfc síðan, því sömu menn (þ.e. Dagsbrúnarbroddar) hafa elt m;g á röndum og símað í Jsá staði, sem jeg hefi fengið loforð fyrir keyrslu, og bann- að að hafa viðskifti við mig“. HjeSinn beitir handaflinu, Ennfremur segir svo í kæru Gísla: • „Þann 16. þ. m. (þ. e. maí 1931), er jeg kom hoiman að í bifreiðinni og niður að Varðar- húsinu, stöðvaði jeg bifreiðina við vegkantinn á meðan jeg fór inn í húsið, en lokaði þó bif- reiðinni. En þegar jeg kom út aftur, sá jeg að hópur manna safnaðist utan um Júlíus Lár- usson, sem og var þar með sína bifreið og sá jeg að Hjeðinn Valdimarsson og Kristínus Arn- dal (stöðvarstjóri á Vörubíla- stöðinni í Reykjavík) rifu merk ið frá Vörubílastöðinni í Rvík af bifreið Júlíusar og Þorvald- ar Guðjónssonar.*) Þá gengu þeir Hjeðinn og Arndal að bifreið minni og tóku í hurðina og fundu að bifreiðin var lokuð. Þá spurðu þeir mig, Arndal og Stefán Björnsson hvort jeg vildi opna hurð- ina, svo þeir gætu náð merkinu af bifreiðinni. Jeg neitaði því. Á meðan þeir spurðu mig að þessu, tók Hjeöinn Valdimars- con stein af götunni og braut rúðuna á bílnum til þess að ná merkinu. Síðan reif Arndal merkið af bifreiðinni — —“. Rjettvísin sofnar Þáverandi lögreglustjóri í Reykjavík, Hermann Jónasson, fekk í hendur kærur hinna þriggja bílstjóra, Júlíusar Lár- ussonar, Þorvaldar Guðjónsson- ar og Gísla Hei'manns Guð- mundssonar. Yfii'heyrslur fóru fram hjá lögreglustjóra út af þessum kær um og játuðu hinii* kærðu* það rjett vera, er í kærunum greindi. M. a. mætti Hjeðinn Valdimai'sson fyrir rjetti, og játaði að hafa brotið bílrúðuna, en kvaðst hafa boðið borgun fyrir! Einnig játaði Hjeðinn að stjórn Dagsbrúnar hefði ákveð- ið að útiloka bílstjórana þrjá frá vinnu, með því að banna Dagsbrúnarmönnum að af- greiða bíla þeirra eða vinna með þeim. En þrátt fyrir játning hinna kærðu, atvikaðist það svo, að -rjettvísin sofnaði á málinu. — Enda Voru þá verðir rjettvísinn- ar tveir pólitískir samherjar Hjeðins Valdimarssonar, Hei'- mann Jónasson í lögreglustjóra- embættinu, og Jónas fi'á Hriflu í dómsmálaráðherrasætinu. Gísli höfðar skaðabótarnál. Þegar nú sýnt var, að rjett- vísin hafoi blundað á þessu máli og ekki var mögulegt fyr- ir þá menn, er órjetti og of- béldi voru beittir, að ná rjetti sínum með því að fara þessa leið, var sá einn kostur fyrir þá að höfða skaðabótamál *) Þeir Júlíus Lárusson og Þorvaldur Guðjónsson kærðu einnig þenna verknað til lög- reglustjóra. Ritstj. Hjeðinn og matgoggs-nierkið. (einkamál) og reyna á þann hátt að fá leiðrjetting órjett- ! aiúns. Þessa leið valdi Gísli H. Guð- mundsson bílstjóri. Hann höfð- ar skaðabótamál gegn stjórn- endum Vörubílastöðvarinnar í Reykjavík og fær gjafsókn til þeirrar málshöfðunar. ! Með þessu komst Hjeðinn ! Valdimarsson út úr málinu, því hann var ekki formlega í stjórn bílstöðvarinnar. j I skaðabótamálinu, sem höfð- að var með stefnu út gefinni 16. júní 1932, krafðist Gísli áll hárra skaðabóta svo og þess, að honum yrði afhent merki bílastöðvarinnar og hann við- urkendur fjelagi þar, hvort tveggja að viðlögðum dagsekt- um. — Dómur undir- rjettar. Þetta mál Gísla var höfðað fyrir bæjai'þingi Reykjavíkur og sótti þar málið fyrir hans hönd Magnús Thorlaeius lög- ■ fi'æðingui'. Dómur var uppkveð- ! inn í málinu þ. 16. nóv. 1933 og vann Gísli þar málið til hálfs — þannig, að stjórnendur Vöru : bílastöðvax-innar í Reykjavík, voru fyrir fjelagsins hönd — i að viðlögðum 10 kr. dagsektum — dæmdir til að viðurkenna Gísla löglegan meðlim í bíla- ! stöðinni og afhenda honum fje- j lagsmerki stöðvarinnar. Hins- vegar var Vörubílastöðin í I Rvík sýknuð af skaðabótakröfu ' Gísla. I v I Dómur Hæstarjettar. Gísli H. Guðmundsson áfrýj- aði dómi lögmanns til Hæsta- rjettar, því honum þótti að i sjálfsögðu hart, að fá engar bætur fyrir atvinnutjón. Stjórn- endur „Vörubílastöðin í Rvfk“, I gagnáfrýjuðu og kröfðust sýkn- ' unar. Dómur Hæstarjettar var upp kveðinn 30. nóv. s.l. og er niður- staða dómsins svohljóðandi: Því dæmist rjett vera: Ákvæði hins áfrýjaða dóms um skyldu gagnáfrýjanda, stjórn enda „Vörubílastöðin í Rvík“, til, að viðlögðumdO króna dags séktum að viðurkenna aðaláfi'ýj anda löglegan meðlim nefndrar stöðvar og til að afhenda honum fjelagsmerki hennar, eiga að vera óröskuð, þó svo, að full- nægingarfrestur skyldunnar verði 15 dagar fi'á lögbirtingu dóms þessa. — Gagnáfrýjendur, stjórn „Vörubílastöðin í Reykjavík“, greiði f.h. nefudrar stöðvar, að- aláfrýjanda, Gísla H. Guð- mundssyni, kr. 2.100.00 með 5% ársvöxtum frá 10. júní 1932 til greiðsludags. Svo greiði gagnáfrýjendur f. h. nefndrar stöðvar, aðaláfrýj- anda allan kostnað málsins, bæði í hjeraði og fyrir Hæsta- rjetti, eins og málið hefði ekki verið gjafsóknai'mál, þar með taldar 120 kr. í málsóknarlaun til skipaðs talsmanns aðaláfrýj- anda í hjeraði, cand. jur. Magn úsar Thorlacius og 200 kr. í málsóknarlaun skipaðs tals- manns sama fyrir Hæstarjetti, hæstarjettarmálaflm. Bjarna Þ. Johnson. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum“. Eftirmáli. Þetta mál er vissulega þess vert, að því sje gaumur gefinn. Hjer á í hlut fátækur alþýðu maður, sem er að reyna að bjarga sjer og sínu heimili með heiðarlegri vinnu. Hann gengur í eitt stj^ttarfjelagið, sem hinir sjálfkjörnu „leiðtogai'" alþýð- unnar hafa stofnað til styrktar hinurn minni máttar. En í stað þess að njóta umhyggju og verndar í stjettarfjelaginu, er hann rægður og ofsóttur af leiðtogunum og að lokum beitt- ur svívirðilegu ofbeldi og svift- ur atvinnu og atvinnumögu- leikum. Um 31/2 ár eru liðin síðan þessi fátæki bílstjói'i og fjelag- ar hans voru beittir hinu sví- virðilega ofbeldi af Hjeðni Valdimarssyni og hans sam- herjum. Verkamaðui'inn var þegar kærður til þáverandi lög- í'eglustjóra, Hermanns Jónas- sonar, því vitanlega var hjer um glæpsamlegt atfei'li að ræða. En rjettvísin svæfði mál- ið. — Þetta framfei’ði lögi’eglu- stjóra og þáverandi dómsmála- ráðhei'ra, Jónasar fi'á Hi'iflu, verður til þess, að hinn fátæki bílstjóri verður að bíða í nál. 3ár eftir bóturn fyrir of- beldið og ranglætið. En þetta verður einnig til þess, að sá maður sem er mest sekur í þessu máli, Hjeðinn Valdimarsson, maðurinn sem braut rúðuna á bílnum, maður- inn sem sigaði sporhundum sín- um á fátæka alþýðumenn og gerði þeim ómögulegt að áfla brauðs til heimila sinna. — þessi maður sleppur undan rjett- mætri refsingu og hann skal engar bætur greiða! Skyldi þetta vera það sem Tímamenn og sósíalistar kalla „hvítbrystingarjettarfar“? EYKJAFOSS NVtftMVU’ C6 HIIIINUTISVORt) • Hafnarstræti 10. Sími 3040. Appelsínur. Epli, Vínber. Bananar. Melónur. Háskólafyrrilestrar á ensku. —- Næsti fyrirlesturimi verður flutí- ur í Kaupþingssalnum á mánudag- inn kl. 8 stundvíslega. Efni: Skáld söguhöfundar frá Hardy til Con- rad. Fufiíl soiaidi: Glóaldin stór kjavnalaus. Vínber, Almeria-golden. Ferskjur í dósum. Eiraldin í dósum. Fíkjur, svartar í dósum. Fíkjur, hvítar í kössum. Fíkjur allsk. í pökkum. Rúsínur ailar stærðir. Aðal'Rúsínur í pk. Mcndlur stórar, sætar. Sardínur í olíu og tómat. V Appetitsíkl. Síldarhringir. Grænar Ertur. Magnús Híaras. 8ímí 4643. BeinSauiír fuglar og spekkaðar rjúpur. Vænt dilkakjöt. . Nautabuffkjöt. Svínasteik og Kodelettur. Wienarpylsur og Miðdagspylsur. Nýreykt Kindabjúgu. Síldar og ítalskt salat. Svínasulta og Svínafeiti. Munið áleggspakkana á 25, 50 og 75 aura og 1 krónu. Illliershi. Laugaveg 48. Sími 1505. Nýtt og gotí Alikálfa og ungk,álfakjöt ásamt m. fl. til helgarinnar. Raupfjela^ Borgfirðinga. Sími 1511. Lifur og svið. ruutfsúð Refkinftnr, Sími 4769.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.