Morgunblaðið - 13.12.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.1934, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐI® Fimtudaginn 13. des. 1934 Ötgref.: H.f. Átvakur, Reykjavlk. Rltatjðrar: Jðn KJartansson, Valtyr Stefánsson. Rltstjðrn og afgrelðsla: Austurstrœtl 8. — Slml 1Í00. Auglýsingastjðrl: E. Hafberg. Auglýslngaskrlfstofa: Austurstrœti 17. — Slmi 8700. Helmaslmar: Jön KJartansson nr. 8742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Arnl 6la nr. 8046. E. Hafberg nr. 8770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.09 á mánutSi. Utanlands kr. 2.50 á mánutil í lausasölu 10 aura eintakiö. 20 aura meO Lesbðk. Skipulag - kyrstaða. Með framfarahug og fram- kvæmdaþrá hafa íslendingar bygt upp land sitt, á tiltölulega fáum árum. Atvinnuvegirnir hafa blómgast og afrakstur þeirra hefir getað tífaldað tekj- ur ríkissjóðs. Allar þessar framfarir, öll velgengni þjóðarinnar á und- anförnum árum hefir bygst á frjálsu framtaki landsmanna, athafnafrelsi til lands og sjáv- ar. — Hver einasti maður hlýtur að viðurkenna þessa staðreynd, er hann lítur yfir liðið 30 ára fiamfaraskeið þjóðarinnar. Á þessu tímabili hafa menn komið auga á gæði lands- ins, framfara-, framleiðslu- og atvinnumöguleika — og notað sjer þá, eftir því, sem getan hefir leyft. En nú koma menn og segja, að hjer þurfi að taka upp al- veg nýjar aðferðir, Fólkinu geti ekki liðið vel í landinu nema það sje ,,skipulagt“. —- Framfarir og framkvæmdír, er fengið hafa að þróást í friði hafta- og hindrunarlaust, eiga nú að leggjast í rauða fjötra hins sósíalistiska skipulags. Mennirnir, sem framvegis kunna að vilja stunda hjer fisk- veiðar, eiga að 'sækja um leyfi til þess að mega gera fiskinn að verslunarvöru. Eða svo er talað í frumvarpi stjórnarinnar um fiskimálanefnd. Og um allar sveitir á bless- un „skipulaganna“ að vernda fólkið gegn allri villu og ó- göngum; mjólk og kjöt er skipu lagt, svo alt verði þetta fram- leitt eftir „kunstarinnar regl- um“ og eftirlitsmenn geti verið í hverri sveit og hverju kaup- túni, launaðir af landsins fje til þess að sjá um að alt fari fram eftir reglum og forskriftum rauðliða. Islendingar áttu eitt sinn við „blessun skipulags“ að búa. —- Það var þegar þjóðin dró fram lífið með handjárnum einokun- arhaftanna. Hörmungar þess ,,skipulags-‘, þeirra hafta og ófrelsi og þeirr- ar tortímingar á öllu frjálsu fiamtaki eru mönnum í fersku minni. Kyrstaða og afturför var ár- angurinn af öllu samán. Verður ekki slíkt hið sama upp á teningum á hinni nýju og upprennandi ófrelsisöld? Geir koro frá Englandi ■, fvrra- kvöld’ Júgoslafar og Ungverjar ánægðirjmeð sættagerðina Berlín 12. des. FÚ Flestöll blöð álfunnar láta í ljós ánægju sína yfir úrslitun- um í Genf. Ungversku blöðin telja þessa lausn málsins mjög heppilega fyrir báða aðila. Blaðið „Pester Loyd“ í Buda- * pest segir,. að Ungverjar hafi fengið fulla uppreisn æru sinn- ar, og að laúsn málsins sje ekki móðgandi fyrir þá. En aðalat- riðið sje, að allri ófriðarhættu sje afstýrt. Itölsku blöðin lýsa einnig á- nægju sinni yfir samkomulag- inu. Segir m. a. „Giornale d’ Italia“ að það sje gleðilegt, að Ungverjaland hafi verið losað undan ljótum grun, hafi heiður sinn óskertan og að löghlýðni þess í alþjóðlegum ^ skilhingi hafi verið viðurkend. Blöðin í Júgóslafíu telja úr- slitin stórsigur fyrir uiálstað Júgóslafa og segir eitt, að betri úrlausnar hafi Júgóslafar í rauninni ekki getað vænst. Anfhony Eden hjartsýnn. Júgóslafar hjartan- lega þakklátir. London 12. des. FÚ. Mr. Anthony Eden kom1 til Cröydon, í dag í flugvjel frá Sviss. I blaðaviðtali segir hránn áð það sje eihiæg von að nú verði bjartara framundaii i a.lþjóðamálum1 en áður, og renni nú upp nýr timi vináttu og sam vinnu.- » Þegar Mr. Eden kom til Lon- don tók sendiherra Júgóslafíit á móti honum, - tók innilega í hönd hans'og sagði:„Jég þakka -yður mjö*g hjartanlega“. Banöaríkjri hafa 5elt Japönum udpn. ■ ' • ' H‘;ij jAÍ '/tjr; ' Uppljóstranir senatsnefnödr. Fágæt bókagjöf. §íra Magnús Helgason gef- ur Stúdentagarðinum alt bókasafn sitt. Magnús Helgason fyrverandi |Cénnaraskólastjóri, hefir á- náfnað bókasafni stúdenta á Garði allar bækur sínar. Sumar bækurnar Verða afhentar nú þegar. en hinar að gefandanum látnum. Hjer er eigi aðeins um að ræða stórgjöf handa hinum nýa sjtúdentagarði vorum.t heldur éinnig mjög dýrmæta gjöf, því áð það vita ; allir, sem síra Magnúsi hafa eitthvað kynst, að hann safnaði ekki að sjer neinu bókarpsli, heldur aðeins úrvalsbókum. Og bókasafn hans er stórt. Það mun vera á annað þúsund binda. Þar á meðal eru margar fágætar bækur, eins og t. d. Ferðabók Eggerts Ólafssonar, Árbækur Esphólíns, Fornbrjefasafnið alt og fjöldi bóka, sem varða sögU Islands og menningu. Af erlendum bókum má nefna öll rit Holbergs, Schill- 1 ers, Ruriebergs og Tegnérs. I stúdentagarðinum eru sjer- stök bókasafnsherbergi og skáþar hafa verið smíðaðir í þau. Verð.ur unnið að því næstu dagai að koma þar fyrir þeim hluta bókasafns Magnúsar Helgasonar, sem mú verður af- hent,, Strakufanginn á UEÍðum. Scerist á hanölegg af uoðaskoti I og fluttur til loeknis í Keflauík. Hann kom í á þnðjuöag heim til sín að Kirkjubóli á fTliðnesi. London 11. des. FÚ. Fleiri markverðar uppljóstranir voru gerðar í dag við rarmsókn senats-nefndar Bandarík janna á vopnasölu og vopnaframleiðslu einkafyrirtækja. Skýrslur og brjef í vörslum Du Pont fjelagsins báru það ' . r, ■ -s,- . • • . j. w með sjer, að árið 1922 hafði hermálaráðuneytið selt fjelaginu allmikið af skotfærabirgðum sínum, til þess að Du Pont end- urseldi þær Japönum. ! I brjefi frá flotamálaráðu- neytinu til Du Porit fjelagsins er tekið fram, að fjelaginu sje ekki aðeins leyfilegt að selja hergögn til Japan, heldur sje æskilegt að þeir geri það, ai tveimur ástæðum: • " Fyrst og fremst sje æskilegra að Bandaríkin njóti sjálfra sín vegna, heldur en in í Evrópu; og í öðru geti Bandaríkjastjórn með því móti betur fylgst með vígbún- aði Japana — vitað hvaða yopn og hve mikil, Japanar kaupi, og í hvaða tilgangi. Roosevelt. Roosevelt|vilFgirða fyrir ófriðargróða. London 12. des. FÚ. Roosevelt forseti hefir í dag tilkynt, að skipuð verði nefnd til þess að undirbúa löggjöf um það, að gi.rt sje fyrir ágóða af stvrjöldum. Kuldar í Bandaríkjum. London ll. des. FÚ. Miklir kuldar ganga nú í norður og austurhluta Banda- ríkjanna. I New York var í dag 7 stiga frost. I Chicago var í kvöld 10 þumlunga þykkur snjór, og fylgdi mikið frost snjó komunni. ÍIO Abyssiníu- menn ffellu. London 12. des. FtJ. I opinberri tilkynriingu, sem ítalska stjórnin gaf út í dag, er sagt, að 110 Abyssiníumenn hafi fallið í viðureigninni á landamærunum. Þar segir, að j vígvöllurinn hafi verið þakinn föllnum og særðum’ mönnum. Nú er rjett vika síðan at- burðir þessir skeðu, og hafa stjórnirnar síðan verið að skift- ast á orðsendingum út af mál- inu og bera hvor annari á brýn ofbeldi og ágengni. En það er erfitt að ákveða með vissu, hvor ábyrgðina ber, af því að landamærin hafa aldrei verið skýrt ákveðin. , ; ‘ 4 j« > 6 íStrokulangínn, Magnús Gísla- ioþ ’ Korxi í leitirnar í gær með eijhlsennijegum hæt.ti. Hann hafði fárið alla leið suður að Kirkjubóli á M’iðnesi, til Þorsteins bróðiu- síns, slasaðist liann þar ai voða- skjoti *í gærdag og var fluttur inn iþili Keflavíkur, til Helga læknis GuSmundssóriar sem gérSi við sárið. Mof«?unblaðið náði samtali við Keflavþjf seint í gærkvöldi og var 'ffví sagt þannig frá ferðalagi pilts- ins: A Þegár hann fór frá Brennu við Bergstaðastræti gekk hann niSur á Lánfásveg og suður hann, nokk- urn spöl, en belt svo niður á Vatnsmýrina og fór eftir henni suSur að vegamótunum hjá Hlíð- Þar staðnæmdist hann góða stund og horfði á lögregluþjóna, sem voru að stöðva híla og rannsaka hvort liann mundi vera í þeim. Helf hann síðan áfrarn utan veg- arins, og snemma aðfaranótt \ þriðjudágs gekk hann í gegnum Hafnarfjörð. Var þá enginn mað- ur þar á flakki og komst hann ósjeóri ’suður úr. Fór hann nú aftur út. af veginum og niður að 's.jónurii, og segLst hafa tekið þá ákvörðun að rekja ströndina þang að til að liann kæini heim til sín. strður að Kirkjubóli. Snemma á þriðjudagsmorgun- inn var hann kominn suður í Hraun og var þá bæði þreyttur og syfjaðnr. Lagðist hann þar til hvíldar og sofpaði góða stund. Síðan helt liann áfram alla leið suðlir að Kirkjubóli, og liafði ))á hvorkj bragðað vott nje þurt, frá því að hanri strauk. Kl. 4-—5 í gærdag, tók hann haglabyssu þar heiriia á, Kirk.ju- bóli Og gekk með hana niður í fjöru, til þess að skjóta. fugla. Fjaran er þarna nokkuð stór- ' t' , grýtf o'g segir hann að sjer hafi skrikáð fótur á steinunum og fall- ið, en við það hafi skotið einhvern veginn hlaúþið úr byssunni og lent í ■ ;rinstri - handlégg sjhr fy¥ii*i"ífe neðan alriboga. Svona á sig kominn gekk hann heim að Kirkjubóli og var þá ]>eg- ar sendur maður þaðan* suður í Sandgerði til þess að riiá í bíl — 1 en þangað er nm 4 kílómetra veg- ur. Náðist nú í vörubíl og flutti hann hinn særða strokufanga inn til Keflavíkur og til Helga Guð- mundssonar læknis. Segir læknir- inn sárið stórt og muni maðurinn lengi eiga í því. Jafnframt þessu var lögreglunni hjer í Reykjavík gert aðvart, og var þegar sendur lögreglubíll suð- iir tii Keflavíkur að ná í manninn flytja liann hingað. En Helgi Guðmundsson læknir hafði þegar áðui' símað til Landspítalans og beðið 'fvrir sjúklinginn þar, að tekið vrði á móti horium í nótt hvenæi' sérii lögreglubíllinn kæmi með hariri til bæjarins. Frímerki vegna rikisstjórnarafmælis. London 12. des. FÚ. Sjerstök frímerki verða gef- in út í Englandi á næsta ári, vegna aldarfjórðungs ríkis- stjórnar afmælis Georgs V. Heyrnarlausum börnum kent að hiusta. London 11. des. FÚ. I sjúkrahúsi fyrir börn í Lon don, var í dag sýnt nýtt raf- magnstæki sem nota á til þess að kenna heyrnarlausum og mállausum börnum að tala. — Tækið er notað með höndunum og leiðist hljóðið um beinin til eyrnanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.