Morgunblaðið - 10.01.1935, Side 3
Fimtudaginn 10. jan. 1935.
MORGUNBL'AÐIÐ
Tvð skip sfranda
í höfninni
i ofviðrina i gær.
Annað þeirra, líoiiirelðarimn
„Noniii64 sokkinn.
Suðvestan rok gerði hjer í
fyrrinótt og hélst fram á miðj-
an dag. — Tveir linuveiðarar
Nonni og Sigríður, sem lágu
Tið norður hafnargarð'r n drógu
festar sínar og rak upp 1
ítafnargarðínn um kl. 10 í gær-
morgun.
Dráttarbáturinn Magni náði
línuveiðaranum Sigriði út og
mun skipið ekki mikið skemfl
En þegar fjaraði út rann Nonni
af garðinum og sökk til hálfs.
Skipið hallast mikið, þar sem
það liggur, og á flóðinu í gær
fell sjór yfir það alt. Líkur
eru þó taldar til að hægt veroi
að ná skipinu, en það er mikil
og erfið vinna og mun skipið
all-vskemt.
Strangar uavú0arrEglur 'uici
atkuæöagrEÍ0sluna í Saar.
Vafamálið mesfa:
Hvað gera kaþélskir?
Nazisfar undfrbúa sigurháfíð.
Kpmh. í gær
Einkaskeyti til Morgunblaðsins.
Þrjú hundruð Þjóðverjar
ættaðir frá Saar komu í dag
samtímis til Saarbrlicken, til
þegs að taka þátt í atkvæða-
greiðslunni á sunnudaginn kem
»r.
Tekið var á móti ferðamanna
hóp þessum með miklum fögn-
uði.
Þessa daga sem eftir er til
helgarinnar, er bannað að
draga fána á stöng í Saar, og
bannaðir allir útifundir.
En hvarvetna í búðum eru
miklar birgðir af Nazistafán-
um, sem eiga að vera til taks
við hátíðahöld þau, sem Naz-
istar búast við að halda eftir
væntanlegan kosningasigur
slnn. Feiknin öll eru þar af
myndum af Hitler, sem eiga
þá að koma fram á sjónarsvið-
ið. —
Þessa dagana eru allar vín-
veitingar bannaðar í Saar eftir
kl. 9 að kvöldi. Hafa erlendir
blaðamenn, sem staddir eru
þar, verið óánægðir yfir því, að
geta ekki vætt í góm að kvöldi
dags, og hafa beðið um und-
anþágu fyrir sig frá veitinga-
banninu.
En því hefir verið stranglega
neitað.
Mjög er það brýnt fyrir kjós-
endum að þeir megi á engan
hátt gefa neitt til kynna um það
hvernig þeir ætli sjer að kjósa
þegar þeir koma á kjörstað.
Ef menn t. d. láta sjer þar
um munn fara „Heil Hitler“
eða eitthvað þess háttar þá
missa þeir umsvifalaust kosn-
ingarjett sinn.
Svo mikillar varúðar verður
gætt í meðferð atkvæða kass-
anna, að þeir verða t. d. fluttir
til Saarbriicken á brynvörðum
járnbrautarvögnum, en vopn-
aðir hermenn halda um þá
vörð.
Hvernig greiða ka-
þólskir atkvœði?
Stærsta vafamálið í atkvæða
greiðslunni er það, hvernig ka-
þólska kirkjan snýst i málinu.
Um 70% af öllum ibúum 1
Saar eru kaþólskir.
I ræðu og riti hafa Nazistar
haldið því fram, að Þjóðverjar
í Saar megi ekki í þessu máli . tr
í bregðast skyldu sinni gagnvart
föðurlandi sínu. Það sje skylda
þeirra að greiða atkvæði með
því að Saar sameinist Þýska-
| landi.
Þeir hika ekki við að nefna
þá föðurlandssvikara sem at-
kvæði greiði með því að stjórn-
; arskipun Saar verði framvegis
I hin sama og hún er nú.
( En nýstofnaður flokkur borg
aralegra kaþólskra manna held-
ur því fram, að með því að
greiða atkvæði með „status
| quo“, sje frelsi Saarbúa borgið,
bæði í stjórnmálum og trú-
málum.
Þá heldur og þessi flokkur
því fram, að enda þótt Saar-
búar kjósi í þetta sinn að alt
verði við hið sama, þá megi
koma því svo fyinr, að síðar
fari fram atkvæðagreiðsla um
i málið, þegar henta þykir, og þá
geti hjeraðið sameinast Þýska-
| Iandi.
Flokkur þessi segir:
Greiðið atkvæði gegn Hitler,
gegn kúgun og heiðindómi
þeim, sem nú ríkir í Þýska-
landi. Munið blóðbaðið 30. júní
í sumar, er merkir kaþólskir
menn voru drepnir!
Páll.
Frakkar flytja
fje sitt frá 5aar.
London 9. jan. FÚ.
Mikið er nú farið að flytja
af frönskum peningum í Saar
til Frakklands. Sagt er að meir
en hundrað miljónir franskra
frahka hafi verið fluttar þang-
að sl. hálfan mánuð, Menn sem
eiga þetta fje óttast þáð að ef
atkvæðagreiðslan verður með
Þjóðverjum, muni Schacht taka
franska peninga í Saar, en þeir
eru gulltrygðir, en láta í stað-
inn þýska seðla, sem engin gull
trygging er fyrir.
ÍTlÍ5sa þeir
borgararjett sinn.
Kalundborg 9. jan. FÚ
Margir Þjóðverjar frá Banda
ríkjunum hafa farið til Saar,
til þess að taka þátt í atkvæða-
greiðslunni þar. Nú er sagt, að
komið hafi til orða í stjórninni
vestra, að svifta þessa menn
amerískum borgararjetti, ef
þeir gerðu alvöru úr því að
neyta atkvæðisrjettar síns. Ef
úr þessu verður nær það til 5
þúsund manna.
Talning atkuœða
Berlín 9. jan. FÚ.
Kjörstjórn Þjóðabandalagsins
í Saar tilkynnir, að talning at-
kvæða eftir atkvæðagreiðsluna
á sunnudaginn kemur, verði
sennilega lokið á mánudags-
kvöld, og muni úrslitin þá sam-
tímis birt í Saarbriicken og
Genf.
Hertogahjónin.
£
BKlpl
Hertogahjónin af Kent á hveiti-
bra uðsdaga-f erðalagi.
London 9. jan. FÚ.
Hertogahjónin af Kent ætla
að lúka hveitidrauðsdögum sín-
um með ferð til Vestur-Ind-
landseyja. Þau fara frá South-
ampton 25. jan. og koma aftur
um mánaðamótin mars og ap-
ríl.
Herbúnaður
Japana
rannsakaður.
London 8. jan. FÚ.
í Öldungadeild Bandaríkja-
þingsins var samþykt áskorun
á stjórnina um að láta fara
fram rannsókn á vígbúnaði Jap
ana á eyjum þeim í Kyrrahafi,
sem eru undir þeirra umsjá,
en Þýskaland átti áður.
Ennfremur, að láta rannsaka
það, hvort Japan hefði ekki,
með framkomu sinni í Kína,
brotið Kellogg- og níuvelda-
samningana.
3
Með Lyru komu í gær:
Bananar,
Appelsínur, 3 stærðir.
Epli, 3 tegundir.
Sítrónur
frá 8 aurum stk,
Bardagi út af
gróðursetn-
ingu trjáa.
London 9. jan. FÚ.
Mikið uppblaup varð í dag
í Colapor í Indlandi og börðust
þar Múhameðsmenn og Hind-
úar. 9 menn f jellu, meðal þeirra
tvær konur, og jnargir særðust.
Söfnuður Múhameðsmanna
hafði plantað trjám meðfram
veginum að musteri þeirra í
banni yfirvaldanna, sem höfðu
synjað um leyfi til þessarar
trjáplöntunar. Þegar verkinu
var lokið, komu eftirlitsmenn
til þess að skoða það. Mikill
mannfjöldi safnaðist saman og
bjóst við því að rífa ætti trjen,
og tókst bresku yfirvöldúftum
með naumindum að afstýra upp
hlaupi. Seinna kom hópur af
Hindúum á staðinn og sló þá á
skömmum tíma í tryltan bar-
daga, og var alt haft að vopni,
sem í náðist, axir, grjót, sigðir.
Lögreglan neyddist til þess að
skjóta á múginn áður en það
tókst að dreifa honum og lágu
þá fallnir menn og særðir eftir
á götunni.
Yfirvöldin hafa fyrirskipað
rannsókn á málinu.
Engir breskir embættismenn
voru við þetta riðnir.
Fólk uill flýja Eyju
uegna jarðskjólfta.
London 9. jan. FÚ.
1 dag hafa komið til Istam-
bul frjettir um landskjálftana
sem urðu í vikunni sem leið í
nokkrum tyrkneskum borgum
og einnig varð vart við í Istam-
bul. Landskjálftarnir virðast
hafa verið verstir á Marmora
eynni. Sagt er að 15 þorp hafi
eyðst algerlega, og hundruð
manna heimilislausir. Þó er
ekki enn vitað um nema 5 menn
sem hafa farist.
íbúamir á eynni eru svo ótta
slegnir af þessum atburðum, að
þeir vilja helst flytjast þaðan
bui*tu. Fyrsti jarðskjálftinn sem
vart varð við að sinni, er tal-
inn sá snarpasti, sem komið
hefir í Tyrklandi á þessari öld.
í Istambul flýði margt fólk
húsin, af því að það óttaðist
að þau myndu hrynja, og hefst
við undir beru lofti.
Esja fór í gærmorgun í hring-
ferð vestur og norður um land-
í matioD
i dai:
Nýtt hrossabuff.
Reykt hrossabjúga.
Reykt hrossakjiít.
HIBtbúðln
Njálsgötu 23.
Sími 2648.
J5f Smjör,
nýtt og gott,
frá ýmsum heimilum i Borgarfirði,
Haupiielsg Borgfirðlnga,
Sími 1511.
Ný blðð
og magasin, ensk, þýsk og
dönsk, einnig
Dönsku
dagblöðin
Politiken,
Social-Demokraten,
Ekstrabladet,
Dagens Nyheder,
Berlingske Tidende
komu i gær.
BákUÍúdúH
Lækjargötu 2, sími 3736.
Bifreið huolfir.
t fyrrakvöld fekk unglingspilt-
ur lánaða bifreiðina RE. 117. Var
hann með, nokkrum fjelögum sín-
um og óku þeir inn fyrir bæinn
sjer til skemtunar. Fóru þeir inn
eftir Suðurlandsveginum og síðan
á afleggjara, sem liggur niður að
Sundlaugunum. Síðan óku þeir
Laugarnesveginn og ætluðu niður
í' bæ. En er þeir ætluðu að beygja
á Suðurlandsveginn mun bifreiðin,
sem aðeins var með keðju á einu
hjóli, hafa runnið til. Valt bún úfc
af veginum og hvoifdi. Lögreglan
kom þarna að skömmu síðar og
hjálpaði piltunum út úr bílnum.
Bíllinn er ekki mikið skemdur.