Morgunblaðið - 10.01.1935, Page 4

Morgunblaðið - 10.01.1935, Page 4
4 MORGTTNRI. AF)TF) __________ Fimtudaginn 10. jan. 1935. ——-~KVENÞÍÖÐÍM ÓQ HEIMILl>: Tíska. Nýjasta nýtt eru lituð skinn: blá og græn. Áður fyr var maður ekki í vafa «m, hvar skyldi setja skinnið, ef maður ætlaði að skreyta kápuna sína. Maður ljet það á kragann og ermarnar, og ef sjerstaklega var viðhaft, dálitla bríín neðan á kápuna. En nú eru engar reglur fyrir því hvar eða hvernig skinnið er sett á kápurnar. Sje því þannig fyrir komið, að það er óvenjulegt, virðist gera minna til, hvort það er fallegt eða ljótt. Nýjasta nýtt er litað skinn, sjerstaklega blátt og grænt. Hjer í Reykjavík höfum við ekki sjeð slík skinn, en þau þykja falleg. Tilbreyting er fyrir öllu. Að vísu má ávalt hafa skinn á ermum og kraga. En annaðhvort er, að það verður að vera agnar- lítið, eða afar mikið, þar er eng- inn meðalvegur. Þannig liggur heilmikið fje í öllu því skinni (persianer), sem hrúgað er á þessa treyju. En þó ódýrara skinn sje liaft þarf treyjan ekki að missa hinn snotra svip, ef það aðeins er haft í jafn ríkum mæli og hjer. Nýju hattarnir eru kollhærri en áður. Þegar nýr hattur, með nýju sniði kemur fram, rökræða stúlk- m nar jafnan um hann sín á milli. Fyrst í stað finst þeim hann gjarna „hræðilegur“, eru vissar um, að slíkan hatt setji þær aldrei i pp. En óðar en varir, eru þær sjálfar komnar með nákvæmlega olns hatt — harðánægðar með sig og hattinn. Flötu hattarnir, sem tíðkuðust svo mjög í haust þóttu all skringi- legir fyrst, En þegar þeir reynd- ust ltlæðilegir var öðru máli að gegna. En það verður varla sagt, að háu hattarnir, sem nú eru að koin- ast í tísku, sitja aftan á hnakka og ganga fram á enni, sjeu klæði- Itgir. Þeir geta jafnvel gert allrá laglegustu stiilku broslega. En hattarnir eru til allrar liamingju evo fjölbreyttir, að finna má klæði lcgt lag, með lægri kolli, án þess að vera of gamaldags. Það er nú eínu sinni skemtilegra að eiga hatt, sem fer manni vel, þó hann sje ekki af allra nýjustu tísku, en vera með hatt, sem misklæðir hrottalega, en kalla má „smart“. Hjer eru sýndir nokkrir ný- tísku hattar, þó er farinn meðal- vegurinn, þannig, að þeir virðast eklci of, afkáralegir, eins, og oft vill verða um nýja iiatta. Fyrsti hatturinn er mjög lát- laus, úr svörtum flóka með baðm- ullarsnúru. Nr. 2 er Marínu-hatt- vr, úr grænu flaueli. Sá þriðji svartur flókahattur, eins og sá fyi'sti, en sá síðasti er eins og lietta. Mótsett hinum lætur hann ennið sjást og er með slöri. Hann er svartur, silfurofinn að framan. Þetta er ljómandi fallegur kvöld- hattur. Kvöldkjóllinn: Krinolinkjóll fyrir ung- ar stúlkur. íburðarmikill lamé-kjóll. — Hentugur taftsilkikjóll. Þegar sauma á samkvæmiskjól- inn, þarf ekki að kvarta yfir því, að ekki sje úr nógu að velja. En það er gamla sagan: Sá á kvölina sem á völina. Reglulegur stílkjóll, krinolín- kjóllinn, er fallegastur á korn- ungar stúlkur. Lamé-kjóll, sem fellur þjett að er kjörinn fyrir hina háu, grönnu stúlku, sem er glæsileg á velli. En eigi að nota kjólinn oft, verður að vanda val- ið og gæta þess að ltann verði ekki leiðigjarn. Þessi kjóll á myndinni er úr gullofnu taftsilki, bæði fínlegur, fallegur og hentugur. Ermarnar cru óvenjulegar, 2 ryktir pokar, sem'tylt er saman rjett neðan við Matreíðsla. Ábætisrjetti r. Hjer á eftir fylgja leiðbeining- ar um nokkra mjög einfalda og írekar ódýra ábætisrjetti. Alla þessa ábætisrjetti má nota á eft- ir mat eða sem hressingu í eftir- miðdags- eða kvöldboði, og eru hinir þrír síðasttöldu mjög hent- ugir td þess. Sveskjuábætir. 150 gr. sveskjur. 3 dl. vatn. I matsk. sykur. 1 dl. rjómi. Sveskjurnar eru þvegnar og iagðar í bleyti í vatnið með sykr- inum yfir nóttina. Settar yfir eld og soðnar, þar til þær eru meyrar ,en þó enn þá heilar, og sykur látinn í eftir smekk. Helt í skál og kælt. Sje mikill lögur á sveskjunum, er hann soðinn leng- ur. Rjóminn er þeyttur og látinn yfir sveskjurnar, þegar þær eru kaldar. Sjeu steinar í sveskjunum, er rjettast að taka þá úr. Eplasnjór. 1 diskur eplamauk. í 2 eggjahvítur. Vanilludropar. Smákökur. Notaðar eru leifar af epla- graut. .Hann er hrærður vel, eggjahvíturnar eru stífþeyttar og hrærðar saman við eplagrautinn. Hrært í 10 mín., þar til það er orðið Ijett og líkist snjó. Sett í skál og borðað með smákökum. Ef vill má hafa þeyttan rjóma ofan á. Aths. Eplasnjó má nota í kram- arhús í staðinn fyrir rjóma. Mínútubúðingur. % 1. mjólk. 1 matsk. hveiti. 1 matsk. kartöflumjöl. 1 matsk. sykur. 1 matsk. smjörlíki. 8 saxaðar möndlur eða möndlu- dropar. tesk. salt. y2 egg. Hveitinu, kartöflumjölinu og sykrinum er hrært saman í potti. Smjörlíkið mulið þar í og mjólk- in hrærð út í smátt og smátt. Hit- að og hrært í, þar til sýður. Tek- ið af eldinum, möndlurnar (saxað- ar) og saltið hrært í búðinginn. Eggið er hrært saman, og búð- ingnum hrært smátt og smátt í eggið. Helt í pottinn aftur. Hitað og hrært í, en má elcki sjóða. Ilringmót er skolað innan úr höldu vatni, og er stráð á það sykri. Búðingurinn settur þar í. Borðaður með ávaxtasósu eða rauðri sósu. Ávaxtasósa. 1 dl. saft. 1 matsk. sykur. 1 dl. vatn. 10 gr. kartöflumjöl. 1 epH. axlimar. Þessi kjóll virðist jafn íburðarmikill og lamé-kjóllinn og engu síður snotur en krinolin- kjóllinn. Kartöflumjölið er hrært út í 1 dl. af vatni. Eplið er flysjað og skorið í 12 jafna bita, sem lagðir eru í kalt vatn. Saft, vatn og syk- ur er hitað og eplin sett út í. Þeg- ar sýður ,er jafningurinn settur út í, og hrært í, þar til sýður. Kælt. Hrært í við og við. Ávextir og rjómi. Ávexti og rjóma er hægt að bera fram á margvíslegan liátt, og er það ábætir, sem ætíð er góð- ur og fljótlegt að búa- til- Beri maður fram ferskjur, eru þær settar éftir endilöngu miðju steikarfati og sitt hvoru megin er sprautað þeyttum rjóma. Þannig er hægt að bera fram flesta nið- ursoðna ávexti. Einnig er hægt að sjóða þurkaða ávexti í sykurvatni og kæla þá, og eru þeir þá born- ir fram á sama hátt. Fljótlegt og gott er að brytja allskonar nýja ávexti saman Og láta syltur og gulaldin éftir smekk og þevttan rjóma ofan á. Glóaldinábætir. 5 makrónukökur. 2 mátsk. vín. 3 glóaldin (appelsínur). 1)4 dl. rjómi. Kökurnar eru látnar í glerskál og víninu helt yfir. Appelsínurn- ar flysjaðar og skipt í tvent. Skornar í sneiðar og látnar í aðra skál og sykri stráð á. Bíði um stund. Ilelt yfir í glerskábna. Skreytt með þeyttum rjóma. Súkkulaðifroða. )4 1. rjómi. 50 gr. súkkulaði. Makrónukökur. Sykraðir ávextir. Hnetur. Sykur. Ekki er nauðsynlegt að hafa Iinetur, en sjeu þær notaðar er kjarninn skorinn smátt. Kökurn- ar muldar. Ávextirnir brytjaðir smátt og súkkulaðið skafið. Öllu blandað í rjómann, sem þeyttur er. Sykur látinn í eftir smekk. Látið í topp á fat og skreytt með sykruðum ávöxtum og þeyttum rjóma. Helga Sigurðardóttir. Egg, gömul og ný. Það getur komið sjer illa að egg sjeu skemd, þegar búið er að sjóða þau, og á að fara að neyta þeirra. En í flestum tilfellum má við nokkra athugun sjá, Iivort eggin eruJiý eða gömul, áður en farið er að matbúa þau. Gömul egg fljóta ofan á, sjeu þau sett í saltvatn (10 hl. vatn, 10 hl. matarsalt). Fúl egg eða útungunuaregg fljóta líka ofan á ef þau eru sett, í hreint vatn. Aftur á móti falla ný og góð egg strax til botns. Það er líka reynandi að lýsa í gegnum eggin með vasaljósi, t. d. Ný egg eiga þá að vera glær, er fúlegg eru ógegnsæ með dökkum dílum. Sænsk ko^a í slökkviliði. Konurnar hafa smátt og smátt tekið fram fyrir hend- urnar á karlmönnunum og gegna nú ýmsum þeim störfum, sem mennirnir áður fyr töldu sig hafa einkarjett á. Þó eru einstaka stöður sem konunum hefir ekki hugkvæmst að gegna hingað til, sem þær hafa ekki verið taldar hæfar til. Meðal þeirra starfa er t. d. slökkvi- liðsstarfið. En maður skyldi ekki þvertaka fyrir neitt. Eftir því sem sænska blaðið Vecho Journalen segir hefir nú sænsk stúlka, ungfrú Thörnell lært alt sem til þess þarf að geta orðið slökkviliðsmaður. Og hún ætlar sjer líka að uppfræða fleiri stúlkur í þeirri grein. M U N I Ð ------— að matarsalt má nota til margs. Sje dálitlu salti stráð á smábrunasár, dregur það úr sársaukanum og kemur í veg fyrir að blöðrur myndist- Sára fætur er gott að baða úr saltvatni. Og salt- vatn er ágætt til þess að skola hálsinn úr, við hæsi og slíku. Þá á V2 tesk. af salti, uppleystu í dálitlu vatni, að vera gott við nábít. --------þegar slæmt er að opna í)át með skrúfuðu loki o. s. frv., er gott að hafa sandpappír. Með sandpappírnum er hægara að halda fast við lokið og skrúfa það til. — — — að venjulegt salt á að vera gott við hiksta. Nokkur saltkorn éru látin bráðna á tung- unni og rent niður. Að borða syk- urmola vættan í ediki á einnig að vera gott. — — — að vörtur eiga að liverfa, sje strokið yfir þær dag- lega og oft á dag, með þurri krít. Kínversk fegurðar- drotning. Þessi unga mær er frá Shang- hai. í fegurðarsamkeppni þar var hún kjörin fegurðardrotn- ing Shanghai. Hún heitir Liey Lee.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.