Morgunblaðið - 17.01.1935, Síða 3
Fimtudaginn 17. jan. 1935.
MORGUNBI/AÐIÐ
3
Úrslitin í Saar valda
stefnubreyting í Evröpumálum.
Kýmileg fagnaðarlæti meðal Saarbúa.
Hvar eru þúsundirnar hans Clemenceau?
KAUPMANNAHÖFN I GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS.
Umsagnir blaða og stjórn-
málamanna víðsvegar um heim
benda til þess, að allir sje sam-
mála um það, að úrslit at-
kvæðagreiðslunnar í Saar sje
fjrrirboði þess, að mikið muni
lægja þær stórpólitisku æsinga-
öldur, sem verið hafa í Evrópu
að undanförnu.
I ræðum þýskra stjórnmála-
manna og greinum þýsku blað-
anna, er það friðarviljinn, sem
er undiraldan, og hinn sami
tónn kveður við í ræðu Flandins,
forsætisráðherra Frakka, þar
aem hann segist vona, að hjer
eftir geti öll viðkvæm deilumál
Þjóðverja og Frakka orðið l,eyst
með milligöngu Þjóðabanda-
lagsins.
í símskeyti frá París er sagt,
að úrslit atkvæðagreiðslunnar
í Saar boði algera stefnubreyt-
mgu í stjórnmálum og viðskift-
um Evrópuþjóða, að hún sje
algerlega ný opinberun í verald
arsögunni um friðsamlega sam-
vinnu þjóðanna í framtíðinni.
Blöð Beaverbrooks lávarðs í
Englandi segja, að nú hafi ver-
JS skorið á hið versta kýli Ver-
salasamninganna.
Sigurgleði í
Berlín.
í Berlín var sannkölluð sigur-
hátíð í gær, hinn langstærsti
mannfagnaður, sem nokkuru
sinni hefir verið þar í borg.
Náði fagnaðurinn hámarki
sínu í gærkvöldi. Þá safnaðist
hálf miljón gleðidrukkinna
borgarbúa saman á Königs-
platz til þess að hlusta á sigur-
ræðu Göbbels.
Göbbels.
Skrítin atvik í
fögnuðinum í
Saar.
Enginn maður getur gert sjer
í hugarlund hvað fögnuður
Saar-búa var mikill. Allan dag-
inn í gær var þar samfeld fagn-
aðar- og sigurhátíð.
í frásögnum um hátíð þessa
er getið um ýmis skrítin atvik,
sem komu fyrir og blönduðust
inn í aðalhátíðahöldin.
Frá því er sagt til dæmis, að
í rökkrinu í gærkvöldi hafi stór
fylking manna farið um göt-
urnar í Saarbrucken. í fylking-
unni voru karlmenn, konur og
börn og var hvert einasta manns
barn með vasaljós í hönd. En
í hinni höndinni báru þau spjald
sem á var letrað: „Vjer erum
að leita að þessum 150.000
Frökkum hans Clemenceau".
En eins og menn muna helt
Clemenceau því fram á Ver-
sala-fundinum, að Saár yrði að
taka af Þýskalandi vegna þess,
að þar ætti 150 þúsundir
Frakka heima.
Önnur fylking fór einnig um
göturnar, og voru þar allir sorg.
arklæddir. Báru þar allir spjöld
sem á var letrað:
„Hjer hvílir Status quo“.
K ommúnistar
og sósialistar
flýja.
Meðan hátíðahöldin fóru
fram í Saar og þjóðin var sig-
urreif út af úrslitunum, bjuggu
kommúnistar og sósíalistar
sig undir það að flýja land.
Unnu þeir kappsamlega að því
að búa um farangur sinn og
athuga með hvaða járnbraut-
arlestum þeir gæti komist til
Frakklands.
Sagt er, að nokkrir sje þegar
flúnir þangað.
Hin opinbera þýska frjetta-
stofa tilkynnir, að ótti Frakka
við það, að þangað streymi
múgur flóttamanna frá Saar,
sje algerlega ástæðulaus, því
að Þjóðverjar muni alls ekki
láta það bitna á neinum manni,
þótt hann hafi greitt atkvæði
með því, að fyrverandi stjórn-
arfyrirkomuiag í Saar heldist.
Um þá, sem greiddu atkvæði
með sameiningu við Frakkland,
sje ekki að tala. Bæði hafi þeir
verið svo fáir og Þjóðverjar
hafi þegar heitið því, í trausti
þess að góð vinátta takist með
Frökkum og Þjóðverjum upp
úr þessu, að þessir kjósendur
njóti fullra rjettinda í landinu.^
Páll.
Jafnaðarmenn
og Kommúnist-
ar börðust eins
og ljón, en
gugnuðu.
London 15. ján. F.tJ.
Sjónarvottur í Saar skýrir
þannig frá í kvöld: „Þá er eft-
irvæntingu undanfarinna daga
lokið. Flestir gerðu ráð fyrir
því, að Þjóðverjar myndu hljóta
meirihluta atkvæða, en fáum
kom víst til hugar, að sá meiri-
hluti yrði eins yfirgnæfandi og
hann varð, vegna þess að sam-
fylking Kommúnista og Jafn-
aðarmanna virtist hafa þó nokk
uð fylgi, og leiðtogar þeirra
lögðu ákaflega mikið á sig síð-
ustu dagana á undan atkvæða-
greiðslunni. Jeg hefi átt tal við
nokkra ieiðtpga þeirra í dag.
Max Bráuh er einn þeirra, sem
jeg hefi talað við. Hann er orð-
inn magur og framúrlegur.
Samfylkingin hafði lítið fje, en
því meiri áhuga. Þýska sam-
bandið hafði ógrynni fjár, og
ekki skorti áhugann að heldur.
Það hafði farartæki, prent-
smiðjur — alt sem þurfti til
þess að geta rekið útbreiðslu-
starfsemi sína á sem fullkomn-
astan hátt.
Nokkrir samfylkingarmanna
— Jafnaðarmanna og Komm-
únista — gáfust upp á síðustu
stundu, enda var alt gert, sem
hægt var, til þess að gera þeim
baráttuna sem erfiðasta. Nú
blasir við þeim útlegð, því að
þeir þora ekki að hafast við í
Saar; en útlegð nú er erfiðari
en nokkru sinni ,á<3ur, því nú
er atvinnuleysið hvarvetna fyr-
ir og erfitt fyrir aðkomumenn
að koma sjer fyrir.“
Jarðarför síra Guðmundar Guðmundssonar frá Gufudal, fer ■
fram laugardaginn 19. þ. m. og hefst kl. iy2 frá dómkirkjunni. j
Óskað að kransar verði ekki sendir.
Aðstandendur.
Jarðarför míns elskulega eiginmanns og föður, Tryggva
Guðmundssonar, fer fram föstudaginn. 18. þ, m. og hefst með
húskveðju að heimili hans, Öldugöfcu 13 í Haínarfirði, kl. lVz síðd.
Þorgerður Einarsdóttir og börn.
Þann 13. þ. m. andaðist faðir minn og tengdafaðir, Jón Sig-
urðsson verslunarm., á Fjarðaröldu í Seyðisfirði.
Elís Jónsson. Guðlaug Eiríksdóttir.
Happdrætti Háskóia Islands.
Umboð okkar er flutt af Sólvallagötu 9, á Túngötu 3.
inngangur í austurgaflinn.
F agnaðarhátíð
í Saar.
Hnna ðsmundsdðttir. Guðrdn Blðrnsdðttir.
„Saarbrucken hefir verið
með fagnaðarbrag í allan dag.
Hópar fólks hafa gengið um
göturnar, syngjandi, og í allan
dag hefir söngurinn „Deutsch
ist die Saar“ hljómað í eyrum
manns. Allar aðalgötur eru
troðfullar af fólki, en hliðar-
göturnar auðar. Fánar hylja
húsin sumstaðar.
„I kvöld hafa verið kynt bál
á hæðunum alt í kring, og þeim
hefir verið svarað með bálum
á hæðunum hinum megin við
landamærin, sem nú hverfa úr
sögunni.
„Lögreglan hefir verið á verði
en látið sem minst bera á sjer.
Enda hefir hennar ekki gerst
þörf. Minnihlutinn hefir lítið
látið á sjer bera. Hann er ekki
í því skapi í dag, því nú er að
hugsa um framtíðina, og eru
þeir, sem hafa beitt sjer fyrir
andstöðunni gegn Þýskalandi,
þegar að búa sig undir að
hverfa úV-landi.“
Fögnuður í
Þýskalandi.
Berlín 16. jan. F.Ú.
Mikill fögnuður var í gær í
Þýskalandi yfir úrslitunum í
Saar, en í géerkvöldi voru haldn
ir útifundir og farnar blysfarir,
í fagnaðarskyni. I Berlín var
mikill mannsöfnuður á götun-
um allan daginn. Stóð fólk í
þúsundatali allan daginn fyrir
framan kanslarahöllina og
hrópaði á kanslarann, en hann
Var þá staddur í Berchtesgaden
og þaðan var það, sem hann
ávarpaði þjóðina í útvarp í
gærmorgun.
Þjóðabanda-
lagið einhuga
um að Þjóðverj
ar fái Saar.
Berlín 16. jan. F.Ú.
Eftir lokaða fundinn, sem
Þjóðabandalagsráðið hjelt í
gær um Saarmálið, kom þriggja
manna Saar-nefndin saman á
fund. Um þenna fund gaf for-
maður nefndarinnar, Aloysi
Aknrneslngarl
Skíftið við fagmam í iðninni!
Jeg hefi ákveðið að lækka gjöld fyrir rakstur og klipp-
ingu sem hjer segir:
Rakstur 0.35 Dömuklippingar:
Klipping karla 1*25 Drengjakollur 1.25
Höfuðbað 1.00 Pagehár 1.00
Barnaklippingar allar 1.00 Telpnaklippingar 1.00
Allskonar Púður og Créme áyalt fyrirliggjandi.
Gísli Eylert. rakari.
barón,' út opinbera tilkynningu
í gærkvöldi, og segir þar, að
nefndin hafi komið sjer saman
um tillögur þær viðvíkjandi
Saar, sem hún ætlar að leggja
fyrir Þjóðabandalagsráðið í
dag. Enda þótt þess sje ekki
getið, er það á allra vitorði í
Genf, að nefndarmenn voru á
eitt sáttir um að leggja til, að
Þýsltaland fengi Saar aftur án
frekari skilmála.
Frakkar krefjast
afvopnunar Saeir.
L. R. P. 16. jan. F. Ú.
Fundi Þjóðabandalagsins var
frestað í dag, vegna þess að xneð
tilvísun til 42. til 44. greinar Ver-
salasamningsins, um að allar þýsk-
ar nýlendur vinstra megin Rínár,
skuli vera afvopnaðar, áður en af-
hending þess í hendnr Þjóðverj-
um færi fram.
Ennfremur krefjast Frakkar
þess. að þær járnbrautir í Saar
verði eyðilagðar .sem fyrst og
fremst hafi hernaðarlega þýðingu,
ennfremur allur sá útbúnaður, sem
finnast kyuni, til þess að greiða
fyrir hermannaflutningum um
landið.
Englandsför
frönsku ráð-
herranna.
London 15. jan. F.Ú.
Þeir Flandin og Laval munu
koma til London þann 31. þ.
m., og ræða við bresku stjórn-
ina næstu tvo daga á eftir. Um-
ræðuefnið verður ástandið í Ev-
rópu, og munu Bretar og Frakk
ar bera saman skoðanir sínar
á helstu málum, sem nú eru á
döfinni í evrópiskum stjórn-
málum.
Beðið fyrir
heimsfriði.
London 15. jan. F.Ú.
Páfinn hefir fyrirskipað
þriggja daga sjerstakt bæna-
hald, um heimsfrið.
Fjárhagur ítala
að batna.
London 15. jan. F.Ú.
Frjest hefir, að ítölsku fjár-
lögin fyrir komandi ár muni
gera ráð fyrir 1,657 milj. líra
tekjuhalla, og er það um helm-
ingi minna en búist hafði verið
við.