Morgunblaðið - 17.01.1935, Blaðsíða 5
IFimtudaginn 17. jan. 1935.
MORGUNBLAÐIÐ
b
sað koma þessu samræmi á utan-
iríkisverslunina við hin einstöku
’lönd. Af töflu þeirri, sem hjer
fer á eftir, má nokkuð ráða,
livernig gjaldeyris- og innflutn-
ingsnefndinni íslensku hefir
'Orðið ágengt í þessari skipulagn
ángu.
hefir nálega tífaldast frá því
árið 1932. Mun þetta einkum
stafa af auknum saltkaupum
þar í landi. Innflutningur frá
Þýskalandi hefir lækkað eftir
töflunni að dæma. Þess ber þó
að gæta, að mjög mikið var
veitt af innflutningsleyfum á
eða útflutningur erlends gjald-
Utfl. 1932 lnnfl. 1932 Innfl. jan.—nóv. 1934 eyris hjeðan að heiman hafi
í 1000 kr. I °/o i 1000 kr. í °/o í 1000 kr. i <Vo getað komið hjer til jafnaðar.
Danmörk 2.684 5.6 8.681 23.2 9.419 23.4 Einn vottur þessarar skulda-
Færeyjar 38 0.1 1 0.0 2 0.0 söfnunar er þegar opinber: 30.
Noregur 2.942 7.2 4.382 11.7 4.877 12.1 nóv. 1934 eru skuldbindingar
:Svíþjóð 2.405 5.0 1.246 3.3 2.158 5.4 bankanna út á við 3.6 milj. kr.
Finnland 1 0.0 50 0.1 205 0.5 hærri en á sama tíma á árinu
.Austurríki 0 0.0 25 0.1 64 0.2 1933. — I þessu sambandi ber
Belgía 52 0.1 408 1.1 768 1.9 að geta þess, að ekki er endi-
Bretland 6.356 13.3 12.304 32.9 11.887 29.5 lega víst, að hin 9—10 milj. kr.
Danzig 346 0.7 107 0.3 165 0.4 skuldaaukning verði byrði á
Frakkland 32 0.1 84 0.2 47 0.1 þjóðinni, má hjer vísa til skipa
Holland 424 0.9 621 1.7 892 2.2 þeirra, sem keypt hafa verið
trland 0 0.0 11 0.0 23 0.1 (að líkindum með erlendum
Átalía 6.643 13.9 109 0.3 1.050 2.6 lánum). Er ekki ólíklegt, að þau
Pólland 24 0.1 481 0.3 430 1.1 standi sjálf undir þeim afborg-
Portúgal 5.414 11.3 93 0.3 147 0.4 unum og vöxtum, sem af and-
Sovjet 0 0.0 394 1.1 340 0.9 virði þeirra verður að greiða,
Spánn 13.339 27.9 2.196 5.9 1.359 3.4 og ef til vill meira til.
“Sviss 0 0.0 35 0.1 46 0.1 Um afkomu utanríkisverslun-
Tjekkoslov. 0 0.0 144 0.4 233 0.5 aí ársins 1935 skal hjer fáu
Þýskaland 5.006 10.5 5.123 13.7 4.858 12.1 spáð — aðeins má benda á, að
U. S. A. 1.346 2.8 492 1.3 943 2.3 ekki er ólíklegt, að þeir verði
Brasilía 1 0.1 274 0.7 190 0.5 fyrir vonbrigðum, sem gera sjer
Kanada 0 0.0 26 0.1 45 0.1 vonir um hagstæðan verslunar-
Japan 52 0.1 51 0.1 103 0.2 jöfnuð. Á þessu ári mun Sogs-
'Önnur lönd 13 0.0 23 0.1 49 0.0 lánið verða „yfirfært“, auk
þess mun ríkisstjórnin ætla að
Samtals 47.785 100.0 37.351 100.0 40.316 100.0 nota hina 7 milj. kr. ,láns-
heimild, er síðasta þing
Samanburður á útflutningi Þýskaland síðustu mánuði árs- veitti. Þetta eru til sam-
og innflutningi ársins 1932 sýn- ins , svo að búast má við, að ans 12 milj. kr. Mikið af þessu
ir verslunarjöfnuð Islands gagri heildarniðurstaðan verði auk-
vart einstökum þjóðum. Skal inn innflutningur þaðan, sam-
ekki farið út í þann anborið við árið 1932. Innflutn-
samanburð sjerstaklega, ingur frá Englandi hefir lækk-
heldui> aðeins vakin at- að hlutfallslega, og er nú
hygli á tvennu: hinum mjög 29.5% alls innflutningsins. Inn-
svo óhagstæða verslunarjöfn- flutningur frá Danmörku hefir
uði íslands við Danmörk og hækkað, svo að Island kaupir
Bretland annars vegar, og hin- nú 23.4% af öllum innfluttum
um óvenju hagstæða jöfnuði vörum þaðan. Mikið af þessum
Islands við Suðurlönd (Spán, vörum er ekki af dönskum upp-
Italíu og Portúgal) hins vegar. runa. Það er ekki enn kunnugt,
Á þetta hvorutveggja hefir ver- hve Danmörk hefir tekið á
ið drepið hjer að fráman, en móti miklu af útflutningi árs-
samanburður þessi varpar enn ins 1934, en ólíklegt er, að
gleggra ljósi yfir þetta fyrir- mikil breyting hafi orðið á síð-
brigði. an 1932.
Um innflutninginnl934 ogþað,
hvernig hann skiftist á hin ein-
stöku lönd, mætti margt segja,
en hjer verður þó aðeins vikið
að hinu mikilvægasta. — Hjer
að ofan var þess getið, að þvi
væri haldið fram af mörgum,
,að hinn óhagstæði v,erslunar-
jöfnuður á árinu 1934 væri við-
skiftunum við Suðurlönd að
kenna, og þá því sjerstaklega,
að innflutningurinn þaðan væri
frjáls. Taflan hjer að ofan sýn-
ir, að þetta er ekki rjett. Inn-
flutningurinn frá Spáni, ítalíu
og Portúgal hefir til samans
aukist um einar 150 þús. kr., og
getur sú aukning aðeins átt
sáralítinn þátt í hinum 4 milj.
kr. halla. Annars er í þessu
sambandi sjerstaklega athygl-
isvert, og er það ef til vill það
ískyggilegasta við innflutning-
inn allan, að innflutningur frá
Spáni hefir lækkað um rúmar
800 þús. kr. móts við árið 1932,
og þó er heildarútflutningurinn
í ár mikið hærri, en hann var
þá.
Þá má í sambandi við við-
skiftin við Suðurlönd vekja at-
hygli á hinum mjög svo aukna
innflutningi frá Italíu. Hann
Á þeim erfiðu tímum, sem nú
eru, þegar hver þjóðin af ann-
ari gerir kröfu til Islands um
jafnvirðiskaup, er það alveg á-
reiðanlegt, að tími er til þess
kominn, að íslendingar endur-
skoði og lagfæri viðskifti sín
við Danmörku. Má það merki-
legt heita, hve íslenski hluti
dansk-íslensku Sambandsnefnd-
arinnar lætur sig þessi mál litlu
skifta.
Um innflutning frá öðrum
löndum verður ekki rætt hjer,
vísast í þeim efnum til töfl-
unnar að ofan.
Afkoma og
horfur.
Hjer að framan hefir í stór-
um dráttum verið drepið á eðli
og einkenni íslenskrar utanrík-
isverslunar og verslunarjöfnuði
ársins 1934 lýst. Eins og sýnt
hefir verið fram á, er afkoman
ekki góð. Verslunarjöfnuður-
inn hefir verið Islendingum ca.
4 milj. kr. í óhag. Sje gert ráð
fyrir, að ísland hafi á árinu
orðið að gr,eiða útlendingum
5—6 milj. kr. í ,,ósýnilegum
greiðslum“ fram yfir samskon-
ar tekjur, er það hefir haft,
þýðir það í rauninni, að skuld-
ir Islendinga við útlönd hafa
vaxið um 9—10 milj. kr. á ár-
inu (og er þá Sogslánið ekki
talið með). Þessi tilgáta
er því rjettari, sem vart mun
þurfa að gera ráð fyrir, að ís-
lenskar inneignir í útlöndum,
kemur beint fram í innflutn-
ingnum (vjelar, verkfæri o. s.
frv.), annað kemur fram sem
aukin kaupgeta á innlendum
markaði (verkalaun) og lýsir
sjer í eftirspurn ,eftir útlendum
varningi. Og loks mun eitthvað
ganga til þess að greiða með
lausaskuldir ríkissjóðs erlendis.
Eftir þessum sólarmerkjum,
munu fáir spá hagstæðum versl
unarjöfnuði — þrátt fyrir inn-
flutningshöft og gjaldeyris-
skamtanir.
t
Maríus Lund
póstafgreiðslumaður, Raufarhöfn.
Aðfaranótt 15. þ. m. ljest Mar-
íusu Lund að heimili sínu á Rauf-
arhöfn. Hafði hann iim nokkur ár
átt við vanhéilsu að stríða, og kom
andlátsfregnin vinum hans því
ekki að óvörum.
Hann var fæddur að Raufar-
höfn 27. sepember 1881.
Foreldrar hans voru Christian
&. P. Lund, af góðum dönskum
ættum, og kona hans Þorbjörg
Árnadóttir, óðalsbónda Ásmundar-
stöðum Árnasonar.
Maríus var maður fríður sínum,
hár vexti, vel limaður, sterkur vel
og góðum gáfum gæddur. Hann
var maður vinfastur, trygglynd-
ur, rólyndur og gleðimaður í
vinahóp. Hann var aldrei reikull
nje ósamkvæmur sjálfum sjer,
því festa, rjettsýni og hóglát gleði
auðkendu hina daglegu breytni
l.ans.
Maríus tók við búi eftir föður
sinn 16 ára gamall, er faðir hans
fell frá, og jók búið mjög, og þótt
ungur væri sást strax að hjer var
mikið mannsefni sem hann var,
og bjó hann síðan rausnarbúi á
Raufarhöfn.
Var þar jafnan mannmargit,
bæði af lijúum og gestkomandi,
því að fleiri vildu þar hjú vera
en gátu, og auðkendi það jafnan,
að þau lijú sem einu sinni vist-
uðust þar, vildu þaðan aftur síst
í burtu fara, og gestrisnin var
mjög mikil, enda var Maríus sá
maður er miðlaði öðrum af sían
góða hugarfari og sakláusu gleði,
og jafnvel eftir að hann var orð-
inn lasburða, þá var hann altaf
jafn ljúflyndur og skemtinn, jafr,-
vel þegar mest þrengdi að sjúk-
leik hans.
Hann kvæntist 1909 eftirlifandi
konu sinni, Rannveigu Laxdal,
dóttur Gríms Laxdal kaupmanns
á Vopnafirði og síðar í Ameríku.
Var hún samvalin manni sínum
hin rausnarlegasta búkona, kát og
skemtin, og jók glaðværð hermar
og myndarskapur brag heimilis-
ins. Studdi hún mann sinn einkar-
vel í veikindum hans, og ljetti non-
um síðustu stundirnar með Ijúí-
lyndi og umhyggju.
Börn þeirra hjóna eru fimm:
Lodvika ,gift Leifi Eiríks-
syni útgerðarmanni í Rauf-
arhöfn, Grímur Laxdal, Þorbjörg,
Árni Pjetur og Maríanna, öll ung
að aldri.
„Skyldur
sósíalista".
Á bæjarstjórnarfundi hjer á
dögunum talaði Stefán Jóhann
Stefánsson með nokkuð fjálg-
legum orðum um það, að það
væri skylda bæjarfulltrúanna
að ráða fram úr vandamálum
bæjarmanna. Til þess væru þeir
bæjarfulltrúar kosnir.
Ekki sagði bæjarfulltrúinn
það beinlínis, að hans flokkur
væri einasti flokkur bæjar-
stjórnarinnar, er fyndi til þess-
arar skyldu. En á þá leið áttu
orð hans að skiljast.
Það er ekki nema gott og
blessað, að sósíalistar, bæði í
bæjarstjjórn og annars staðar
reyni að sýna skyldurækni og
trúmensku í störfum. Fyrir slíkt
fá þeir verðugt lof.
Það er að segja, ef þeir láta
ekki sitja við orðin tóm. Ef þeir
ekki láta sjer nægja að tala
um það, að þeir eigi, þurfi og
vilji vinna að úrlausn vanda-
málanna, án þess á nokkurn
hátt að sýna þann vilja sinn
í verki.
Stefán Jóh. Stefánsson taliði
á fundi þessum, sem þeir sósí-
alistar ræktu best skyldur sínar
gagnvart bæjarbúum, leystu
bestu vandamál þeirra, með því
að ákveða nú þegar lántökur
til atvinnubóta, umfram það,
sem áður hefir verið gert ráð
fyrir, og girða um leið fyrir
það, að ríkissjóður yrði krafinn
um meira framlag til atvinnu-
bótavinnunnar, en eins þriðj-
ungs, eftir að Alþingi hefir enn
á ný stóríþyngt bæjarbúum með
nýjum sköttum.
Skyldur sínar gagnvart bæj-
arfjelaginu sem heild, ætlaði
St. Jóh. St. að rækja, með því
að hverfa frá öllum rjettmæt-
um kröfum fyrir bæjarins hönd
á hendur ríkissjóði.
En vandamál almennings,
„hinna vinnandi stjetta“, sem
hann svo nefnir, heldur Stefán
Jóhann, eða þykist halda, að
hann leysi, með því að auka
atvinnubótavinnuna jafnóðum
og ríkisvald og verkalýðssam-
tök vinna samhuga að því að
hnekkja atvinnulífi landsmanna
með hækkandi álögum, skött-
um og kröfum.
I stað þess, að ef Stefán JT6-
hann og þeir flokksbræður haus
meintu nokkurt orð af því s«n
þeir segja, að þeir vilji bæta úr
atvinnuleysinu vel og varan-
lega, þá myndu þeir kosta
kapps um, að ljetta svo undlr
með atvinnurekstri manna, að
atvinnan ykist og atvinnuleysi
minkaði sjálfkrafa.
En þetta dettur þeim aldjfei
í hug. Þeir þykjast ekki skyld-
ugir til, að leysa vandamál bæj
armanna á þenna hátt.
Úrræðaleysi þessara manna
lýsir sjer best í því, að ganga
út frá því sem gefnu, að at
vinnuleysi vaxi ár frá ári, og
þeim fækki jafnframt með
hverju ári sem líður, er sjálf-
stæða atvinnu geti rekið, þeim
fækki sífelt, sem atvinnubóta-
fjeð eigi að greiða, meiri þungi
komi af þeirri byrði á hvern
einstakan, svo enn hraðar halli
undan fæti, fyrir atvinnuveg-
um og sjálfstæði þjóðarinnar.
Grunsamlegur
rjómaflutningur
Hjer um bæinn gengur sú
saga að nú að undanförnu hafi
komið ofan úr Borgarnesi með
hverri ferð „Suðurlands“ hing-
að 2 brúsar, 30 lítra hver, með
rjóma úr Borgarfirði. Brúsarn-
ir eru merktir Alþýðubrauð-
gerð Keflavíkur. Þetta þykir
tortryggilega mikill rjómaflutn-
ingur til ekki stærri bæjar en
Keflavík er, því bæði eru þar
kýr allmargar og mjólkurflutn-
ingar úr nágrenninu.
Af þessum ástæðum og enn
fleira, er kominn upp ríkur
grunur um það, að brúsar þess-
ir fari ekki legra en hingað,
en ef svo er, hvað verður þá
um brúsana og innihald þeirra?
Gexrist það ólíklega, að brúsar
þessir fari suður til Keflavíkur,
er auðvelt að sanna það með
vottorði bílstjóra þess, er flytur
þá, og mætti ^styðja það með
vottorði viðtakanda í Keflavík.
Verði slíkt vottorð ekki birt.,
mun grunurinn um ferðalag og
ferðalok brúsa þessara, styrkj-
ast, og mun honum þá beint
x ákveðnari átt, en hjer er gert.
Ritað 12. jan. 1935.
Egill.
—.——-—
Eiffelturnixm.
Hinn fi'ægi Eiffelturn í París
hefi rrevnst dýr í rekstri. A8-
gangseyrir og ljósauglýsingar
standast nú ekki kostnað af við-
haldi hans og hefir því komið til
mála að rífa hann niður.