Morgunblaðið - 17.01.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.01.1935, Blaðsíða 8
ð MORGUNBLAÐIÐ Fimtudaginn 17. jan. 1935, |smá-augljí5ingar| Notið tækifærið. Á útsölnnni í Ninon fást nú hvítir fermingar- kjólar á 18.00 st. Ennfremur nokk- ui stk. eftir af ljósu samkvæmis- kjólunum á 10—18 kr., sem eiga að seljast í dag og á morgun. — Ninon, Austurstræti 12, 2. kæð. Cfpið 11—12% og 2—7. Kjötfars og fiskfars, heimatilbú- it, fæst daglega á Fríkirkjuvegi % Sími 3227. Sent heim. Barnavagnar teknir til viðgerð- ar. Verkstæðið Vagninn, Laufás- vég 4. , Ung stúlka kemur í bókabúð ög segir: Jeg vil gjarna kaupa heppi- löga gjöf handa manni sem yrldr Ijóð. Afgreiðslustúlkan: Þá er sjálf- sagt fyrir yður að kaupa brjefa- körfu. Nýir kaupendur að Morgun- Waðinu fá blaðið ókeypis til næst- kémandi mánaðamóta. Tóbaksdósir, ýmsar tegundir,, fást í Tóbakshúsinu, Austurstræti 1& Kaupum gamlan kopar. Vald. Poalsen, Klapparstíg 29. Sími 3024 Ódýct. Epli, ítölsk. Appelsínur, mismunandi stærðir og verð. Haupfjelag Borgfirðinga, Sími 1511. Biiieiðar iii sttiu. BifielðasUið Steindlrs. Kosninp í nfvarpsráð. Ríkisstjórnin hefir 15. þ. m. gefið út reglugerð sam- kvæmt 4. gr. laga frá 28. des. 1934 um útvarpsrekstur rík- isins, þar sem fyrir er mælt um kosningu af hálfu út- varpsnotenda í útvarpsráð. Kjörstjórnin hefir í dag gefið út auglýsingu um framboð til kosningar þessarar. Fjelög útvarpsnotenda eða einstakir útvarpsnotendur, sem hafa í hyggju að bjóða fram kjörlista, snúi sjer til skrifstofu Ríkisútvarpsins um allar upplýsingar viðkomandi fram- boðunum og ákvæðum reglugerðarinnar. Reykjavík, 17. jan. 1935. '■*' Kjörstjórnin. Jónas Þorbergsson, formaður. Vilmundur Jónsson. Þor'steinn Þorsteinsson. Búnaðarsamband Kfalarnesþings. Aðalfundur Sambandsins verður haldinn í Reykjavík, þriðjudaginn 12. febrúar og hefst kl. 1 síðdegis. Þýðingarmikið mál á dagskrá. Reykjavík, 15. janúar 1935. STJÓRNIN. Allir naima A. S.I. m iiiiiiiiiiiiiinimMiaiiniaiHaiiffliiiiMiiiniiiiiiiiiniiniiniiiBiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiininiiiiiiiiniiiiiiiiíiiiiiiii jf M • | =n JVEorgunstund =!: —■ gcftir gtiíí í mund ■_ SB þeím, ín •=£ sem atigíýsa í SSSK c= Morgtinbíaðintic ■fc 11 iiiiiiiiiiiiiiniiniiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiuiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiliiiiiniii Babylon. 2 ferðaðist samt aldrei neitt, og sömuleiðis gat hún g'efið allar hugsanlegar leiðbeiningar um leikhús oig skemtistaði, enda þótt hún kæmi þar aldrei sjálf. Hún virtist eyða allri ævi sinni á þessum eina stað, sem henni var ætlaður, og var þá annað hvort að síma til hinna ýmsu deilda eða gefa gest- unum upplýsingar, eða þá að tala við hina fáu vjldarvini, sem hún átti þarna — eins og nú. — Hver er númer 107? spurði Jules konuna í svarta kjólnum, Ungfrú Spencer gáði í bækur sínar. — Hr. Theodore Racksole frá New York. — Mjer fanst hann hljóta að vera þaðan, sagði Jules eftir dálitla þögn, sem gat þýtt bæði eitt og annað, — en hann talar eins góða ensku og hvort oíckar sem vera skal. Hann pantaði englakoss — það er blanda af maraschino og miparmyntulíkör — hvað finst þjer? — og sagðist vilja fá það á hverju kvöldi. Jeg skal sjá um, að hann verði hjer ekki alt of lengi. Ungfrú Spencer brosti ergilega til svars. Þetta að tala um hr. Raeksole og auðkenna hann ,frá New York“, fanst henni skrítið og hún var ekki blind fyrir því, sem skrítið var. Auðvitað vissi hún að Jules vissi, að þessi maður hlaut að vera hinn eini rjetti Theodore Racksole, þriðji rík- asti maður í Bandaríkjunum og þar með líklega í heiminum. Engu að síður gekk hún strax í lið með Jules. Rjett eins og ekki væri til nema einn Rack- sðfle, var ekki til nema einn Jules, og ungfrú Spen- cer tók þegar þátt í þykkju hans yfir því að nokkur maður, hvort sem hann var miljónaeigandi eða keisari eða hvað hann var, skyldi viðhafa þá ósvífni að panta „englakoss", þessa auðvirðilegu blöndu, á landareign Hótel Babylon. I gistihúsa- heiminum var alment álitið, að í Hótel Babylon væru þrír guðir fyrir utan eigandann — Jules yfir- þjónn, ungfrú Spencer og þó þeim framar Rocco hinn frægi yfirmatsveinn, sem hafði þúsund pund á ári og átti sumarhús við Luxernvatnið. — Öll stærstu gistihúsin í Northumberland Avenue og Thames Embankment höfðu reynt að ná í Rocco frá Hótel Babylon, en árangurslaus. Rocco vissi vel, að jafnvel hanp sjálfur gat ekki komist hærra en að verða yfirmatsveinn í Hótel Babylon, sem enda þótt það auglýsti sig aldrei og tilheyrði ekki hlutafjelagi, var langsamlega fremst meðal gisti- húsa í Evrópu: fremst að dýrleika, fremst að fín- um gestum og fremst í þeim dularfulla eiginleika, sem kallaður er „stíll'. Hótel Babylon stóð við Victoria Embankment og enda þótt það væri ásjáleg bygging að stærðinni til, hvarf það þó dálítið við hliðina á nokkrum geisistórum gistihúsum, sem þar voru í nágrenninu. Það hafði ekki nema þrjú hundruð og fimmtíu herbergi, en tvö þar nærri höfðu sex hundruð og fjögur hundruð. Aftur á móti var Hótel Babylon eina gistihúsið í London, sem hafði sjerstakan inngang fyrir þjóðhöfðingja — og notaði hann að staðaldri. Hótel Babylon taldi þann dag glataðan er það tók ekki á móti, að minsta kosti einhverjum þýskum smáfursta, eða einhverjum indverskum Maharajah. Eigandinn var Felix Babylon og eftir honum var gistihúsið nefnt, en ekki eftir gælu- nafni Lundúnaborgar. Þegar hann stofnaði gisti- húsið árið 1896, ásetti hamvsjer að hýsa þar kon- unglegar persónur, og í því lá einmitt það, sem hann hafði fram yfir öll önnur gistihús. Hann var sonur ríks, svissnesks gistihússeiganda og hafði getað útvegað sjer sambönd við hirðembættismenn - um alla Evrópu og ekki sparað nein útgjöld til þess. Ýmsir konungur, og hreint ekki fáar prins— essur kölluðu hann Felix og kölluðu gistihúsið „hjá Felix“, og Felix hafði sannfærst um, að þetta ýtti : mjög undir velgengni hans. Og gistihúsinu var líka stjórnað í sambandi við þetta. Einkenni þess voruv þagmælska og ró, óbreytileiki og hágöfgi. Bygg- ingin var eins og dulbúin konungshöll. Þar voru : engir gyltir stafir uppi á þakinu og jafnvel ekki i við dyrnar. Maður gekk litla hliðargötu frá Strand og sá stóra brúna byggingu fyrir framan sig, með tveim rauðaviðarhurðum, og mann í einkennis- búningi við hvora hurð. Hurðirnar opnuðust hljóð- lega, gesturinn gekk inn — og þá var hann kom-- inn til Felix. , Ef maður ætlaði að setjast þar að sem gestur’ fekk maður ungfrú Spencer nafnspjald' sitt, eða l.jet þjón sinn gera það. Undir engum kringum- stæðum mátti spyrja um verðið. Það þótti ekki mannasiðir að spyrja um verð hjá Felix — þeir voru gífurlegir, en menn nefndu þá aldrei á nafn. . Þegar dvölin var á enda, var gestinum sýndur reikningurinn — stuttur og ekki mikið sundurlið- aður, og svo var hann greiddur orðalaust. Gest- irnir mættu þarna hátíðlegri kurteisi, það var alt og sumt. Enginn hafði beðið þá að koma, og eng- inn Ijet í ljós neina ósk um, að þeir kæmu aftur. Hótel Babylon var hátt yfir slíkt hafið, það stóð öðrum gistihúsum framar einmitt af því, það fyrir- leit slík brögð, og af því leiddi, að það var hjer um bil altaf fult. Ef nokkuð eitt var öðru fremur, sem gat gert Hótel Babylon — fengið það til að s'etja upp kryppu, ef svo mætti segja, var það, ef menn tóku það fyrir eða báru það saman við amerísk gistihús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.