Morgunblaðið - 23.01.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.01.1935, Blaðsíða 8
« Miðvikudaginn 23. jan. 1935. ! sai M orgunstund gefur gulí í mund þeím, sem auglýsa í Morgunbíaðínu. Til Keflavíkur, Garðs og Sandgerðis dagíega fcí. 67*. Frá Steindóri Smá-auglósingarJ 9*** i .... WiMMMUBUHHbm. Sölumaður, sem ferðast kringum land og sem g-æti bætt við sig góðri vöx-utegund, sendi tilboð merkt: „Sölumaður“ á A. S. í. fyrir n. k. laugardag. Tveir lærlingar geta komist að, nú þegar, á Saumastofuna, Aust- urstræti 10. Æskilegt væxú að þeir skildu eitthvað í þýsku eða énsku. Verslunin Gullfoss. (Inngangur í Braunsverslun). — Jeg 'elska þig ekki lengur; ]>ú færð aldrei framar að sjá mig. — En liringurinn, sem jeg gaf þjer. — Þú sjerð hann lieldur aldr*4 framar. Húseignin, Hverfisgötu 32, sem notuð hefir verið fyrir gistihús í 20 ár, er til sölu. Innanstokksmun- !«■ til gistingar geta íylgt. Semja bér við ekkjuna Þuríði Þórarins- dóttur, Hverfisgötu 32, sími 3454. Nýir kaupendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókeypis tíl næst- komandi mánaðamóta. Kaupum gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024 Að gefnu tilefni tilkynnist hjer með að símanúmerið í Bernhöfts- bakaríi er 3083 . Regnhlífar teknar til viðgerðar. Breiðfjörð, Laufásvegi 4. Morgunblaðið með morg- unkaffinu. gkysavamafjelagið, skrifstofa við hlið hafnarskrifstofunnar í hafnarhúsinu við Geirsgötu, seld minning'arkort, tekið móti gjöfum. áheitnm, árstillögnm m- m. Rúgbrauð, franskbrauð og nor- malbrauð á 40 aura bvert. Súr- Qrauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 »ara. Brauðgerð Kaupfjel. Beykja- víkur. Sími 4562. Útvegum vogir af öllum stærðum Grænmeti er dýrt og oft erfitt að fá það. — Notið því §pínatín. SPÍNATÍN er búið til úr nýju grænmeti, og má- nota í stað þess. SPÍNATÍN er auðugt að A, B, og C vítamínunu Vítamínmagnið er rannsakað og A og C magnið er undir eftirliti vítamínstofnunar ríkisins í Kaupmannahöfn. SPÍNATlN fæst í apótekum. Babylon. 6 það á borð, nr. 17 í borðsalnum, eftir 10 mínútur hjer frá. Og viljið þjer svo gera mjer þá ánægju að borða með mjer hádegisverð á morgun? Rocco greip andann á Iofti, hneigði sig, tautaði eitthvað á frönsku og fór út. Fimm mínútum síðar höfðu kaupandi og seljanpli undirritað stuttort skjal, sem var krotað á brjefapappír gistihússins. Felix Babylon kom með engar spurningar og það var þessi hetjulegi skortur á forvitni eða undrun, sem hreif mest hr. Racksole. Hann spurði sjálfan sig, hversu margir gistihússeigendur í heiminum hefðu stilt sig um að spyrja nánar um steikina og ölið. — Frá hvaða degi viljið þjer láta söluna gilda? spurði Babylon. — No-o, svaraði Racksole, eins og honum stæði á sama, — eigum við að segja frá því nú i kvöld? — Eins og þjer viljið. Mig hefir lengi langað til að hvíla mig. Og nú þegar augnablikið er kom- ið — og það með svo sögulegum atvikum — er jeg tilbúinn. Jeg fer aftur til Sviss. Það er að vísu ekki hægt að eyða miklu þar, en það er nú einu sinni föðurland mitt. Nú verð jeg ríkasti maður þar í landi. Hann brosti angurblítt. — Já, þjer eruð víst býsna vel stæður? sagði Racksole, vingjarnlega og blátt áfram, rjett eins @g honum hefði nú fyrst dottið sá möguleiki í hug. — Auk þess, sem jeg fæ hjá yður, hefi jeg hálfa miljón á vöxtum. — Þá eigið þjer næstum miljón? Felix Babylon kinkaði kolli. — Jeg óska yður innilega til hamingju, sagði Racksole, rjett eins og dómari, sem óskar nýbök- uðum málafærslumanni til lukku. Níu hundruð þús- und pund, þegar það er komið í franka, er mikið í munni — í Sviss. — Auðvitað er jeg sveitarlimur í yðar augum, þói jeg eigi þá upphæð. En hvað eigið þjer annars sjálfur. Felix Babylon var farinn að eftirlíkja frjálsmannleik hins. — Ja, jeg get náttúrlega ekki verið viss um, að ekki skakki svo sem fimm miljónum, sagði Rack- sole í þeim tón, sem gaf til kynna, að ef hann gæti, væri honum það ánægja að gefa sem nánastar upplýsingar. — Þjer hafið haft miklar áhyggjur, býst jeg við? — Og hefi enn. Og nú er jeg einmitt á skemti- ferð hjer í London með dóttur minni, til þess að hrista þær af mjer í bili. — Finst yður þá gistihúsakaup einna hentugust dægradvöl? Racksole ypti öxlum. — Það er þó altaf tilbreyt- ing frá járnbrautakaupum. — Jeg er hræddur um, að þjer hafið litla hug- mynd um, hvað þjer hafið verið að kaupa, vinur minn. — Jú, víst hefi jeg það, svaraði Racksole, — jeg hefi keypt göfugasta gistihúsið, sem til er í heiminum. — Það er hverju orði sannara, svaraði Babylon og horfði niður á persnesku gólfábreiðuna. Gisti- húsið mitt á ekki sinn líka neinsstaðar. En þjer iðrist nú samt eftir kaupin, hr. Racksole. Það kem- ur mjer vitanlega ekki við, en jeg get samt ekki stilt mig um að endurtaka, að þjer munuð iðrast. — Það hefi jeg aldrei upplifað enn. — Þá byrjið þjer bara á því bráðum, — kann ske strax í kvöld. — Því segir þjer það? — Af því Hótel Babylon er Hótel Babylon. Af því þjer getið stjórnað járnbrautarfjelagi eða gufu- skipalínu, haldið þjer, að þjer getið stjórnað hverju sem er. En því er ekki þannig varið. Ekki Hótel Babylon. Það hefir sína eiginleika .... Hann rjetti upp hendurnar. — Þjónaliðið stelur auðvitað frá yður. — Auðvitað. Það er svona hundrað pund á viku, sem jeg tapa þannig. En það var ekki það, sem jeg átti við, heldur var það viðvíkjandi gestunum. Gest- irnir eru of .... ja, hvað á jeg að segja .... fínt fólk. Allir sendiherrar stórra ríkja, heimsfrægir* fjármálamenn, fínir aðalsmenn og yfirleitt allir helstu menn, sem stjórna heiminum, gista hjá mjer_ London er miðdepill heimsins og gistihúsið mitt--- yðar, meina jeg — er miðdepillinn í London. Einu sinni gistu hjerna konungur og keisaraekkja sam— tímis. Hugsið yður það. — Það er mikil vegsemd, hr. Babylon. En í hverju liggur svo vandinn? — Hr. Racksole, svaraði hinn, dálítið hvast, — hvað er orðið af klókindum yðar — sem þjer liafíð> grætt svo mikið á, að þjer vitið ekki sjálfur hve mikið? Skiljið þjer það ekki, að það þak, sem: hýsir allan veg og völd heimsins, hlýtur líka að hýsa óteljandi fanta, bragðarefi og glæpamenn? Þetta er deginum ljósara — og um leið nóttunnil dimmara! Jeg veit aldrei hvaða fólk er í kring um: mig, og hvað er að gerast. Aðeins einstöku sinnum fæ jeg hugboð um einkennileg verk og einkennileg leyndarmál. Þjer mintust á þjónustufólkið. Það er- næstum alt gott þjónustufólk og fært í sinni grein,.. en hvað er það svo í frístundum sínum? Ekki veit jeg nema annar matreiðslumaður sje njósnari fyrir eitthvert Evrópuríkið, eða ungfrú Spencer kunni að vera umboðsmaður fyrir einhverja hirðsauma- konu eða bankaeiganda í Frankfurt. Jafnvel Rocco gæti verið eitthvað annað og meira en bara Rocco.. — Þetta gerir það bara skemtilegra, svaraðl Racksole. — Það er neumast að þú ert búinn að vera lengi burtu, pabbi, sagði Nella þegar hann kom aftur að borði nr. 17 í borðsalnum. — Ekki nema tuttugu mínútur, lambið mitt. — Já, en þú sagðir tvær sekúndur. Það er þó . ekki það sama. — Jeg varð að bíða eftir, að steikin yrði tilbúin. — Hafðirðu mikið fyrir afmælisgjöfinni minni? — Ekki mjög. En hún varð ekki eins ódýr og þú hjelst. — Hvað meinarðu? — Ekki annað en það, að jeg er búinn að kaupa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.