Morgunblaðið - 23.01.1935, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.01.1935, Blaðsíða 6
0 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaginn 23. jan. 1935. Hver syXurverðið? Spínalín, HIÐ VÍTAMÍNAUÐUGA. Fæst í Apótekum „floðafoss11 fer á föstudagskvöld kl. 8 í hrað ferð vestur og norður. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi sama dag. „Brnarfoss" fer á föstudagskvöld (25. janúar) um Vestmannaeyjar, til Grimsby »g Kaupmannahafnar. Verðlækkn Á sykri. Strásykur 20 aura Vi kg. Molasykur 25 aura Vi kg. <^Li/ipemooi, Odýrt. Epli, ítölsk. Appelsínur, rnismunandi stærðir og verð. Haupflelag Borgfirðlnga, Sími 1511. Stór verðlækkun. Strausykur 20 aura pr. % k-g. Melís 25 aura pr. % kg. Kaffi brent og malað 90 aura pr. kg. Allar aðrar vörur með tilsvarandi lágu verði. Jóhannes Jóhannsson, Grundarstíg 2 Sími 4131. Breskao togara rekur upp að Látrabfargi. * {[Sennilegt uð öll skipshðín* ’in hafl fai-ist i nólfj S | Togarinn mjög brotinn ofan þilja. að smeygja inn 4 myndum með hjálp Finns Jónssonar." Eigi hefir hann heldur getað sagt hjer rjett frá, í umræddri sýningarnefnd voru: Ásgrírtiur Jónsson, Jón Stefánsson, Finnur Jónsson, Matthías Þórðarson og Jón Þorleifsson. I nefndinni var enginn á- greiningur um'hvað fara skyldi, nje heldur um hitt, sem ekki þótti boðlegt. En 14 manns tóku þátt í sýningunni í Ósló, Ásgrímur hafði 16 myndir, Eggert Laxdal 6, Finnur 15, Guðm. Einarsson 6, Guðm. heit. Thorsteinsson 19. Gunnl. Blön- dal 10, Scheving 2, Jón Ste- fánsson 19, Jón Þorleifsson 8, Kjarval 8, Júlíana 8, Kristín 6, Sveinn Þórarinsson 3, Þor- valdur Skúfason 5. Það er alger firra að sjálf- sagt sje að hafa jafnmargar myndir eftir hvem þátttakanda, og viðgengst hvergi í víðri ver- öld. Enda máske margir, sem aðeins senda fáar myndir inn, af því að þeir sjálfir hafa ekki meira að senda, eða vilja ekki senda meira t. d. í þetta sinn Kjarval og nokkra yngri malara Fyrst og fremst verður ávalt að gæta þess, að sýningarnar sem heild njóti sín sem best. Sumir málarar eru svo ein- hæfir að þegar maður hefir sjeð nokkrar myndir, þá- hefir maður sjeð allar myndir þeirra, og er þá nvorki málurunum nje sýningunni til gagns að hengja upp margar myndir þeirra. Þeg ar ekki er um 'hreina sölusýn- ingu að ræða. Guðmundur segir að sýningin hafi ekki fengið góðar viðtök- ur hjá útlendingum. Þetta er líka rangt. Það var mjög vin- samlega tekið á móti sýning- unni. Eins og líka blaðaummæli þau frá Ósló, sem Guðm. vitnar í og þýdd voru í Vísi, bera með sjer. Guðmundur ærist. Þegar líkur á greinina, gríp- ur hann eitthvert brjálæði, hann segist skrifa af ,,illgirni“, hann sjer menn landflótta, aðra liggjandi í líkhúsum bæjarins eða hlaupandi ,,á spjótsoddum að leita sjer brauðs“ o. ys. frv. Þetta kennir hann hinurri hatn- römu dómum „Orra“ og anncira í Morgunblaðinu! Mjkil má ánægjan vera með- al íslenskra málara yfir slíku foringjaefni, sem Guðmundi Einarssyni, því sá mun víst líklegur til að lyfta þeim til virð inga og valda, úr eymd og nið- urlægingu. Að endingu vil jeg beina því til allra þeirra, sem unna list, að þeir taki nú höndum saman og hefja til vegs það besta, sem þjóðin á af listaverk- um, og skapi þessum verkum samboðinn samastað. Franski myndhöggvarinn Ro- din sagði eitt sinn: „Listin grípur fram fyrir hendurnar á aldarhættinum, og sá, sem kann að hlusta, heyrir þar hófa dyn framtíðarinnar“. Svo mikils má listin sín, og því er vert að vera vandlátur við sjálfan sig og aðra. t gærkveldi sendi togarinn Jeria frá Grimsby út neyðarmerki í gegnum talstöð skipsins. Togar- inn var staddur nálægt Látra- bjargi. Hafði hann samband við annan enskan togara, en gat ekki beyrt til hans sökuip þess að mót- takari skipsins var í ólagi. — Var togarinn þá staddur á Breiðafirði, að hann helt ca. 4 sjómílur frá Látrabjargsvita. Sagði hann að ef þá ræki þarna á land, eins og lík- ur væri til — væri lítil eða engin von um að þeir kæmust lífs af. Kl. 18,20 heyrðist síðast til hans. Var skipið þá orðið ljóslaust, reyk háfur og mest af yfirbyggingu skipsins hafði sjórinn sópað burt. Skipið stjómlaust og vindur þann ig að það rak til lands. Þrír eða fjórir togarar leituðu að skipinu í: gærkvöldi en urðu leinskis vísari, enda blindhríð og I versta veður á þeim sloðum. Skip- ið þar að auki ljóslaust og ekki fært um að gefa frá sjer nein merki. Þegar síðast frjettist var ekki vonlaust um að skipið myndi reka að landi svo austarlega að það ræki ekki upp í björg. Slysavarnafjelagið sendi út til- kynningu um þetta í útvarpið í gær, #og bað menn á Rauðasandi hafa gát á skipinu og vera til taks á strandstaðnum, til að reyna að bjarga skipshöfninni. Seint í gærkvöldi voru 4 enskir togarar komnir á þessar slóðir. En ekkert var hægt að gera vegna óveðurs. Lögreglan í 5aar skýtur boejarstjóra til bana. Hann bjóst tíí varn- ar i kjalíara. London 22. jan. FÚ. í Saar, hefir það viljað til að maður að nafni Paul Meyer, bæjarstjóri 1 bæ einum í ná- grenni við frönsku landamærin, var skotinn til bana af lögregl- unni. Meyer var flóttamaður frá Þýskalandi, og hafði áður verið undirbæjarstjóri í borg einni í Rínarlöndum, og hafði þá verið sakaður um fjársvik. Kæran hafði síðan lognast útaf, þangað til nú fyrir nokkrum dögum, að þýsk yfirvöld gáfu út skipun um að handtaka hann og var handtökuheimildin sam þykt af lögregluyfirvöldum í Saar. í dag þegar átti að fram- kvæma handtökuna, bjóst Mey- er um í kjallaranum í húsi sínu og hótaði að skjóta. Lögreglan boðaði skothríð 'aftur á móti og skaut Meyer til bana gegn um dyr, er hann opnaði þær. Sonur- Meyers, sem var með föður sínum, var tekinn hönd- um. Hann hefir kært málið fyr- ir kjörstjórninni í Saar og hef- ir þess verið krafist, að lögreglu maður, sá, er skaut Meyer verði tekinn höndum. 200 grömm af „þungu vatniM. Osló 22. jan. FB. Klaus Hansen prófessor hefir fengið 200 grömm af svonefndu „þungu vatni“ til þess að rann- saka hver áhrif það hafi á mann eskjur og dýr. — Prófessorinn telur að“vatn þetta muni hafa mikla þýðingu, að því er snert- ir serum-framleiðslu. Nazistar stöðva flóltamenn frá Saar. London 21. jan. F. Ú. Þjóðernissinnar í Saar reyna nú með öllu móti að stemma stigu fyrir því, að fólk' flýi hjeraðið, og fari til Frakklaiids. Hafa þeir jafnvel sent menn á eftir flótta- mönnunum yfirum í Frakkland, til þess að biðja þá að koma td baka, og fullvissa þá um, að þeir verði ekki látnir gjalda fyrri and- stöðu sinnar gegn því, að Saar innlimaðist Þýskalandi. Maður deyr af brunasárum eftír Val Verda brunann. London, 22. jan. FÚ. 3. vjelameistarinn á Yal Verda, olíuflutningaskipinu frá Glasgow, liefir dáið af brunasárum þe'im, er hann fekk við slökkvistarfíð. — Fröbishér kom á vettvang, þar sðm hið brennandi skip var kl. 8 morgun, og tókst að ná allri skips- höfninn um borð, síðan var Yal Terda tekin í drátt og haldið á- leiðis til Bermudaeyja. Hryðjuverb i Somalilandi. London 22. jan. FÚ. Franska nýlendumálaráðið tilkynnir, að atburður sá er vildi til í franska Somalilandi á föstudaginn, er upphlaupsmenn frá Abyssiníu drápu á annað hundrað manns Frakka og inn- fædda, eigi ekkert skylt við skærur þær, sem orðið hafa milli Italíu og Abyssiníu. Enn er það fullyrt, að á þetta mál sje litið, sem algerlega staðarlegt mál, og það sje ó- líklegt, að það hafi neinar af- leiðingar að því er utanríkismál snertir. Slys vegna niðaþoku. Bífreíðarstjórí hætt kominn. London, 22. jan. FÚ. Mjög mikil þoka hefir verið á norðuj- Englandi í dag, og hefir hún valdið 3 slysum. Fiugmaður úr enska hernum, sem var á skólaflugi, frá flugskól- anum í Cheshire, flaug beint til jarðar í þokunni og brotnaði vjel hans algjörlega. Flugmaðurinn dó þegar í stað/ Bifreiðarstjóri frá Derbyshire, slapp á merkilegan hátt við dauða, cr bifreið hans, fór í gegnum járn- lirautfrhlið samtímis því að -lestin óh framhjá. Varð hastarlegur árelcstur og mölbrotnaði hifreiðin, en bifreiðarstjórinn slapp með nokkrar skeinur. Á Viktoria stöðinni í Manchest- er, rann eimlest á verkamann, og marði hann til dauða. SUglnn han$ Haupfmanns. — London 22. jan. FÚ. I máli Hauptmanns, var stig- inn sem talið er, að ræriinginn hafi notað til þess að komast inn í barnaherbergið, lagður fram, sem sönnunargagn í dag. Sækjandi málsins, er nú að reyna að færa sönnur á sam- bandið milli Hauptmanns og þessa stiga, með því að leiða í ljós hvaða verkfæri hafi verið notuð við smíði hans. Áður hafði verjandanum tekist, að fá stigann úrskurðaðan ógildan. sem sönnunargagn með þeim rökum að síðar hefði hann ver- inn sundur og settur saman á ný. Þessum úrskurði hefir ná verið breytt. Bankar og sparisjóðir amast við lánabreyt- íngum Statmíngs. Kalundborg, 22. jan. FÚ. í dag áttu fulltrúar danskra hanka og sparisjóða, fund með dönsku stjórninni, til þess að ræða u m breytingu þá á lánum í hag- kvæmari lán, sem stjórnin hefir verið að undirbúa. Var fundur- inn haldinn á skrifstofu forsætis- ráðherra. í fundarlok var boðað Lil nýs fundar síðdegis í dag. Af fundinum hefir það helst frjest, að fulltrúar sparisjóðanna hafi talið ýmsar hömlur á því, að þeir gætu tekið þátt í þessari lánabreytingu á þeim grundvelli, sem stjórnin hafði hugsað sjer. Töldu þeir meira að segja vafa- samt, hvort sá grundvöllur væri að öllu leyti í samræmi við lögin um sparisjóði. Fulltrúar bankanna töldu hins- vegar að þeir sæju sjer ekki færfe að ráðast í þessa lánahreytingu nema því að eins að sparisjóðirnir tæki þátt í henni. Þessar fjármálaumræður hafa orðið þess valdandi, að óvenju mikið var verslað á kauphöllinni í dag. Til dæmis seldust 4Ú2 milj- af ýmiskonar skuldabrjefum. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.