Morgunblaðið - 23.01.1935, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.1935, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikridaginn 23. jan. 1935. 2 mm porgttttUa^ Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritetjórar: Jón Kjartanseon, Valtýr Stefánsson. Rttstjórn og afgreiösla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Auglý'singaskrif stofa: Austurstræti 17. — Sítni 3700. Heimasímar: Jón Kjartansson, nr. 3742. Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni óla, nr. 3045. E. Hafberg, nr. 3770. Áskriftagjald: • Innaniands kr. 2.00 á mánuöi. Utanlands kr. 2.50 ’ár-mánuði. í laueasölu: 10 aura eintakitS. 20 aura meö Liesbók. Mjélkin. öæjarbúar munu veita því mikla athygli hvernig borgarstjóri og bíojarfulltrúar SjálfstæSisflokks- ins tóku í mjólkurmálið á bæjar- stjórnarfundi í gær, þar sem borg- arstjóri m. a. lýsti því, með hve mikilli harðnes'kju núverandi stjórnarvöld ætla sjer að hnekkja ræktunarstarfi og búskap Reyk- víkinga, En mjólkurframleiðsla 'bæjarmanna hefir sem kunnugt er á síðari árum orðið veruleg at- vinnugrein bæjarmanna. Þá eru það ekki síður eftirtekt- arverð ummæli borgarstjóra um luna geril,sneyddu „skemdu“ mjólk, sem bæjarbúar eiga nú að sætta sig við. Tillögur þær, sein B.jarni Bene- diktsson bar fram á fundinum í gærkvöldi, eru mjög í sömu átt og tiUögur húsmæðrafundanna um daginn. Er samhugur bæjarbúa, mikill, u’m að fylgja þeim fram. í dag efna húsmæður til fundar að nýju í Gamla Bíó. Þar verður skýrt frá því, hvaða undirtektir húsmæður íengu hjá mjólkursölu- nefndinni. Þar verður rætt um stofnun Hús mæðrafjelags. Fundurinn byrjar kl. 4. Fimm námuslys. London 21. jan. F.Ú. I námuslysi sem varð í dag í Gilberton í Fennsylvaníu fórust 60 menn, en 50 urðu fyrir gas- eitrun. A þriðja hundrað manna var statt niðri í námunni þegar sprenging varð, og eftir nokkurra stunda tilraun tókst loks að bjarga 100 mönnum, en óttast er að sumir þpirra muni deyja. Berlín 22. jan. F. Ú. Þrjú námuslys urðu í gær. í Kattowitz í Schlesiu hrundu nið- ur námugöng, og urðu sjö námu- menn fyrir hruni. Lík fjögurra þeirra eru fundin, en engin von um að takast megi að b.jarga hin- um þremur. I kolanámu í Serbíu varð sprenging, og fórust þar 11 manns, en 15 meiddust. Eins námumanns er enn saknað. London 22. jan. FÚ. Enn kemur frjett um námu- slys. Sprenging varð í dag í asfalt námu við Havana, og fór- ust 6 menn. 12 líkum hefir hepnast að ná í úr kolanámunni í Gilberton í Pennsylvaníu, bar sem spreng ingin varð í gærdag. Rannsókn hefir leitt í l»jós, að það var eitrað gas, sem sprengingunni olli. Reykvikinguin varnað að fá nægflegt af óskemdri mfólk segir Jón Þorláks* son borgarstféri. Aukafundur var haldinn 1 bæjarstjórn Reykjavíkur í gær og voru tvö mál á dagskrá, er bæði snertu mjólkurmálið. Annað málið var erindi frá nokkrum mjólkurframleiðend- um í Reykjavík, en hitt var kosning manns í mjólkursölu- nefndina í stað Guðmundar Ásbjörnssonar, er hafði sagt sig úr nefndinni. í sambandi við fyrra dag- skrármálið spunnust í bæjar- stjórn umræður um mjólkur- málið alment og ályktanir gerð- ar í því. . | Ræða borgarstjóra. Jón Þorláksson borgarstjóri hóf umræður. Skýrði hann frá því í upp- hafi ræðu sinnar, av bæjar- stjórn hefði nýlega borist er- indi frá nokkrum mjólkurfram- leiðendum í Reykjavík, mönn- um er ætluðu að vera utan við Samsöluna.- í erindi þessu. fara mjólkur- framleiðendur fram á, að bæj- arstjórn hlutist til um, að þeim verði veittur frestur til næsta sumars, til þess að gera þær umbætur á fjósum. er hin nýja mjólkurreglu£erð heimtar. Enn fiemur fara þeir fram á, að bærinn kosti dýralækni til eft- irlits og læknisskoðunar. Er borgarstjóri hafði lesið erindi mjólkurframleiðenda, talaði hann alment um mjólk- urmálið. Fyrsta flokks vara gerð að 2. og 3. . flokks vöru. Það er fjarri því, sagði borg- arstjóri, að jeg sje því mótfall- inn, að komið sje á hagkvæmu skipulagi með mjólkursöluna í bænum, skipulagi, sem er fram- leiðendum og neytendum til gagns. En það eru viss atriði í nú- verandi skipulagi, sem ekki er nægilega tekið tillit til, hvorki í lögum nje reglugerð. Mjólkin er misjöfn vara eins og annað. Henni má skifta í flokka, sumt er 1. flokkur, sumt 2. fl. og 3. o. s. frv. Þýðing nýmjólkur er tvenns konar. I fyrsta lagi færir hún lík- amanum hitaeiningar, eins og hver önnur fæða. En óskemd nýmjólk gerir annað og meira. Hún færir lík- amanum bætiefni, sem hann getur ekki án verið, og allra síst ungbörnin. Menn vita, að þessi bætiefni eru til staðar f nýmjólk, eins og hún kemur frá heilbrigðri kú. Þetta er 1. flokks mjólkin. Hitt vita menn ekki, hvort j þessi efni eru til staðar eftir Jón Þorláksson. að mjólkin hefir verið hituð að. vissu marki. Og sjerfræðing- ar fullyrða, að í gerilsneyddri mjólk, sjeu bsetiefnin farin. Jeg... hefi að vísu sjeð því haldið fram í auglýsingum, að svokölluð stassaniseruð mjólk haldi bætiefnunum óskertum. Úm þetta get jeg ekki dæmt, en örugt er það ekki. Okkar besti sjerfræðingur á þessu sviði, er dvelur erlendis, hefir aðeins sagt að þessi aðferð væri skárri en hinar — þar sem bæti efnin hverfa alveg. Öllum má nú vera það Ijóst, hvað í húfi er, ef ungbörnum bæjarins er þess varnað að neyta annarar mjólkur en þeirr- ar, sem er bætiefnalaus eða hef ir bætiefni aðeíns af skornum skamti. Bæjarstjórn getur ekki horft; upp á þaS aðgerðalaust, að menn annað hvort af sjerhags- munum eða fáfræði, fari alger- lega að tilefnislausu, að breyta 1. flokks vöru í 2. og 3. fl. vöru. Það kemur bæjarfjeíaginu í koll síðar, ef það verður látið viðgangast, að heilsu bamanna verði spilt með því að svifta þau hollustu fæðunni, sem er óskemd nýmjólk. Fyrsta krafan. Hingað til hefir það verið svo, sagði borgarstjóri enn- fremur, að ekki hefir verið skortur á 1. flokks mjólk. Á bæjarlandinu sjálfu hefir verið framleiddur nálægt Ys hluti þeirrar mjólkur, sem bæj- arbúar hafa notáð. Og í ná- grenni bæjarins hefir verið rek- ið stórt kúabú, sem hefir haft öll skilyrði til þess að fram- leiða góða nýmjólk. Auk þess hefir borist hingað nýmjólk austan jrfir fj.all, en vera má, að hún hafi stundum verið orð- in of gömul, er hún kom á markaðinn. En mjólkin segir best til um það sjálf — því þá súrnar hún. Nú hefir verið gerð breyt- ing á þessu, en jeg fæ ekki skil- ið hverjum það er til hagsbóta. Nú er t. d. heimtað, að Korp- úlfsstaðamjólkin verði geril- sneydd, með þeirri afleiðingu, ,sem menn vita, að mjólkin verð ur bætisefnasnauð. Og það eru yfirvöld landsins, sem þessa ráðstöfun gera. Jeg álít að fyrsta l^rafan, sem bæjarstjórn verður að halda fram sje sú, að bæjarbúum verði sjeð fyrir nægilega miklu af óskemdri oýmjólk — bæti- efna mjólk. Þessa kröfu á að vera auð- velt að uppfylla, ekki síst nú, eftir að nálega öll mjólk er komin á eina hönd. Gerilsneyðing mjólkur kostar stórfje, sem algerlega er á glæ kastað. Hví að vera að eyða því fje? Mjer er óskiljanlegt hvaða hagsmunir það eru, sem mjólkursölunefnd hefir fyrir augum, er hún heimtar geril- snéyðingu á óskemdri nýmjólk. Nú er ástandið þannig hjer í bænam, að eítki er hægt að fá nægilegt af óskemdri ný- mjólk. Heilsa barnanna er í veði, ef þetta ástand á áfram að ríkja. M j ólkurf ramleið- endur í Reykjavík. Þá sneri borgarstjóri sjer að mjólkurframleiðendum í Rvík. Lýsti hann fyrst þeim stór- feldu umskiftum, er orðið hefðu á bæjarlandinu undanfarin ár, þar sem nú blasti hvarvetna við hið mikla og fallega, rækt- aða land. Á þessu landi væri nú framleiddur þriðjungur þeirrar mjólkur, er bæjarbúar neyttu. Krafa mjólkurframleiðenda hefði verið sú, að þeir mættu vera frjálsir með sína mjólk og undanþegnir öllum gjöldum þ. á. m. verðjöfnunargjaldi. Ekkert væri við því að segja, þótt mjólkurframleiðendur gerðu samtök sín á milli um verðjöfnunargjald o. fl., til þess að jafna aðstöðumuninn. En gagnvart bæjarmönnum horfði mál þetta öðru vísi við. Mjólkurþörfin til bæjarinsværi í raun og veru það, sem bæjar- búar sjálfir gætu ekki fram- leitt af mjólk. Þessu næst rakti borgarstjóri viðskifti mjólkurframleiðenda í Rvík og ríkisstjórnarinnar, þar sem ríkisstjómin hefði með harðneskju neytt stjórn Naut- griparæktar- og mjólkursölu- fjelags Reykvíkinga til að ganga inn á verðjöfnunargjald- ið. Yfir hefði þó gengið, er Al- þingi svo rauf þann samnings- grundvöll og gerði hlut Reyk- víkinga miklu verri. Leit borgarstjóri svo á, að svo langt væri gengið í harð- neskju í garð mjólkurframleið- enda í Reykjavík, að beinlínis væri brotinn á þeim eingnar- rjettarvemd stjómarskrárinnar. Reglugerðin. Að lokum mintist borgarstjóri á mjólkurreglugerðina nýju.--- Hún gerði mjög strangar kröf- ur til fjósa, þar sem framleidd væri nýmjólk og leyft að selja ógerilsneydda. Væri það eðlileg og rjett- mæt krafa mjólkurframleið- enda, að fara fram á frest til sumars til lagfæringar á fjós- unum. Hvað snerti hina beiðni mjólkurframleiðenda, að bær- inn kostaði dýralækni og lækn- isskoðun, þá sagði borgarstjóri, að ekki væri enn tímabært að taka ákvörðun um þetta, eða ekki fyr en sjeð væri hvort und anþága fengistí Eh atvlnnuvegum bæjar- búa væri þannig háttað, ekki síst nú, þar sem mjög erfiðlega gengi fyrir sjávarútveginum, að bæjarstjórn gæti ekki og nlætti ekki horfa þegjandi á, að neinni atvinnugrein væri hnekt. Á bæjarlandinu væri nú framleiddir 2—2Ú> milj. lítr- ar mjólkur, að verðmæti um 1 milj. króna. Hjer væri því um stórmál að ræða. Flutti borgarstjóri því næst tillögu um að borgarstjóra yrði falið að reyna að fá frest á fiamkvæmd reglugerðarinnartil aðgerða á fjósum bæjarbúa, en frestað yrði að taka ákvörðun um hina beiðni mjólkurfram- leiðenda. Var till. borgarstjóra samþ. í einu hljóði. Umræður. Hófust nú langar umræður. Sósíalistar reyndu eftir öllum mætti að verja sleifarlag mjólk- ursölunnar og töldu að ,,al- þýðan“ í bænum væri mjög ánægð með fyrirkomulagið. Bjarni Benediktsson svaraði sósíalistum með kröftugri og skörulegri ræðu og sýndi fram á óheilindi þeirra og fláttskap í málinu. Að lokum bar Bj. Ben. fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Reykjavíkur skorar á fulltrúa sinn í mjólk- ursölunefnd að beita sjer fyrir því, að trygt verði, að mjólkur- framleiðendur innan lögsagnar umdæmis Reykjavíkur geti hald ið áfram beinum viðskiftum við neytendur með sölu ógeril- sneyddrar mjólkur, að ekki verði komið í veg fyrir sölu þeirrar ógerilsneyddr ar mjólkur, sem hingað til hef- ir verið seld hjer í bæ, og sjer- staklega hefir verið vandað til, að skilvísum mönnum sje gefinn kostur á að vera í viku- eða mánaðarviðskiftareikningi hjá samsölunni, að dreifingu mjólkurinnar um bæinn verði komði í viðun- andi lag, að leyfð verði sala flösku-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.