Morgunblaðið - 15.03.1935, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 15.03.1935, Qupperneq 5
Föstudaginn 15. mars 1935 MORGUNBLAÐIÐ Fundur Mafjessíldar- , Wí iíi«f' Iramleiðenda. Finnur Jónsson má láta i mftnni pokann. Þann 3 .mars s. 1. var samlag '.Ásl. matjessíldarframleiðenda stofn 'íít) á Akureyri af 42 stofnendum. Á stofnfundi voru þeir Otto Tuliníus og Ásgéir Bjarnason kosnir til þess að sækja um lög- gildingu samlagsins hjá síldarút- fhitningsnefnd, svo og til þess að .afla þessu nýstofnaða samlagi nýrra meðlima sunnanlands. Til þess að samkomulag mætti nást ákvað fundurinn á Akureyri , að kjósa 1 fulltrúa fyrir Sunnlend- inga í stjórnina, Hafstein Berg- þórsson og 1 fulltrúa fyrir Yest- firðinga, Finn Jónsson. Auk þess mæla lög samlagsins svo fyrir, - td þess að tryggja rjett nýrrar síldarframléiðenda, — að hver nýr saltandi fái 1 atkvæði fyrir fyrstu 250 tunnumar, sem hann • saltar og tilkynnir samlaginu að tilbiinar sjeu til útflutnings. Á fundi síldarframleiðenda, sem haldinn var í Reykjavík 8. mars ■,s. 1. voru þessir menn kosnir til ’þess að reyna að ná samkomulagi milli Samlagsins og andstöðu- manna þess. Ásgeir Bjarnason, - Jón Arnesen, Hafsteinn Bergþórs- son, Óskar Jónsson og Finnur - Jónsson. Nefndin sat að störfum í 3 daga •en samkomulag náðist ekki, sjer- staklega af eftirfylgjandi þreni i ástæðum: 1. Finnur Jónsson, sem auðvit- að vildi ekki vera með í Samlag- inu nema liann væri í stjórninni og hefði þar hreinan meiri hluta, neitaði öllu samkomulagi ef ekki ;yrði strikaður 1 maður út, sem 'þegar var kosinn í stjórnina, og fulltrúi fyrir Alþýðusamband ís- lands settur í staðinn. Allir nefnd- ; armenn vildu ganga að þessu til- hoði Finns, nema Ásgeir Bjarna- son. Hann áleit það ósanngjarna kröfu, að þeir sem seldu síldina ‘ferska, heimtuðu meirihluta í þeirri solunefnd sem hefði sölu ‘Síldarínnar á hendi, eftir að húið væri að kosta til hennar tunnum, -salti, verkun o. s. frv. Auk þess áleit Ásgeir Bjarna- •son ósanngjarnt að Alþýðusam- ’band íslands fengi 1 aðila í stjórn- ina, án þess að Yinnuveitendafje- lag fslands fengi einnig annan ;aðila á móti. 2. Þá var einnig ósamkomulag um 1 grein í lögum Norðanmanna, sem kveður svo á, að stjórnarfund- ir Samlagsins skuli haldnir á Ak- 'ureyri eða Siglufirði. Þessi grein var sett í lögin, vegna þess, að Finnur Jónsson hafði haft þá frekju í frammi s.( 1. haust, að flytja stjórnarfundina ■til Reykjavíkur, þrátt fyrir það þótt nógu margir varamenn •stjórnarmeðlimanna væru á Siglu- firði. Ásgeir Bjarnason áleit að heppilegra væri að stjórnin sæti á Siglufirði, þar eð þangað koma útlendir síldarkaupmenn til þess að skoða síldina og ráðfæra sig við stjórnina. Einnig taldi Ásgeir Bjarnason það algjört aukaatriði, þótt Finnur Jónsson hefði öðrum störfum að gegna, og gæti þar af leiðandi ekki tekið þátt í störfum stjórnarinnar þar. Finnur Jónsson notað þá aðferð s. I. haust að flytja stjórnarfundi Samlagsins með sjer til Reykjavík- ur, þegar hann þurfti að taká sæti á Alþingi, og reynslan er búin áð sýna, að Samlagið tapaði kr. 96.000 á þeim mistökum sem skeðu eftir að stjórnin fluttist suður. 3. Ásgeir Bjarnason fellst á þá lagabreytingu að öll síldveiðaskip skyldu fá 1 atkvæði, en hinsvegar gat hann ekki fallist á að Matjes- síldar-framléiðendur fengju að- eins 1 atkvæði fyrir hverjar 1500 tunnur fram yfir 300 tunnur, vegna þess að þá væri sýnt áð seljendur fersksíldarinnar hefðu öll umráða um sölu síldarinnar eftir að hún væri ltomin í tunnur og salt. fiamkvæmt atkvæða-tdlögum Finns Jónssonar, sem notuð var á fundinum, höfðu veiðiskipin 101 atkvæði, en síldarkaupendur að eins 48 atkvæði. Eins og áður er frá skýrt þá klofnaði nefndin út af framan- greindum atriðum og Ásgeir Bjarnason stóð þar sem 1 á móti 4. Síðan var haldinn fundur í Odd- féllow-húsinu, 12. mars, og hann fór á þá leið, að frumvarp meiri hluta nefndarinnar var felt m,eð 70 atkv. gegn 62 atkv. en frum- varp Ásgeirs Bjarnasonar — sem fól í sjer viðurkenningu hins ný- stofnaða samlags ísl Matjessíldar- framleiðenda — var samþykt með 72 atkv. gegn 16 atkv. Að samlagið er ekki pólitískt, sjest best á því, að Sveinn Bene- diktsson og Hafsteinn Bergþórs- son — viðurkendir sjálfstæðis- menn voru fylgismenn Finns Jónssonar á þessum fundi og greiddu atkv. samkvæmt því. Einnig má geta þess, að á fund- inum voru mættir 6—8 fulltrúar verkamanna og sjómanna, sem Finnur Jónsson hafði boðað þaríg- að, þar á méðal Sigurjón A. Ólafs- son og Jón Sigurðsson. Sá síðar- nefndi bar frarn tillÖgu um að sjómenn héfðu 35% atkvæðamagn á móts við skipin. Sigurjón A. Ólafsson tók ekki eins djfipt í ár- ina, og kom fram með tillögu um að Sjómanriafjelögin fengju að hafa 7 atkv. á Samlagsfundum. Tillaga Sigurjóns A. Ólafssonar var borin upp fyrst og var hún feld með miklum átkvæðamun. Jafnaðarmönnum líkaði þetta. illa, og heimtuðu tillöguna borna upp aftur, og jafnframt að atkvæða- greiðslan færi fram með nafna- kalli. Sú atkvæðagreiðsla fór þannig að tillagan var feld með 23 ; 19. Eftir þessar ófarir dró Jón Sigurðsson sína tillögu til baka. Eftir að samlagslög Ásgeirs Bjarnasonar voru samþykt, hlupu þeir Finnur Jónsson og Ingvar Guðjónsson af fundi við lítinn orðstir. Jón Bjömsson Seyðisfirði. Sykofanlurinn i Ftekifjelaginu. í Morgunblaðinu 7. mars, segir Guðm. próf. Hannesson lítilsliátt- ar frá sykoföntunum í Aþenu- borg til forna, og minnist noltkuð í því sambandi á nýmóðins syko- fanta. Jeg fæ ekki betur sjeð en að Kristján Bergsson eigi fullan rjett til þess að vera settur á bekk með þeim nýmóðins sykoföntum, sem prófessorinn talar um og legg hjer með til, samkvæmt þeirri reynslu, sem jeg' hefi haft af Kr. B. nú í nærfelt lieilt ár, að liann liljóti alla þá sæmd og virðingu, sem því nafni fylgir. Grein. Kr. B. í 53 tbl. Morgun- blaðsins er sönnun þess, að liann er einn þeirra manna, sem halda að það sje nóg að bera sig' manna- lega og endurtaká eintóm ósann- indi og' blekkingar, þegar ekki er hæg't að færa rök fyrir sínu máli. 1 grein Jjessari hefir Kr. B. fært sig noklmð upp á skaftið frá því, sem áður var, því að þar heldur hann því fram, að fundargerðin frá 30. apríl, sýni að jeg hafi greitt atkvæði með Ströndum, sem stað fyrir væntanlega síldarverk- smiðju. Það er satt að segja leið- indaverk að eiga í deilu við mann, þar sem rökrjett hugsun gengur jafnmikið á trjefótum og hjá Kr. B., en þar eð Kr. B. hefir ekki næga sómatilfinningu til þess að láta sem minst á sjer bera í þessu máli, þá sje jeg ekki ástæðu til að draga neitt undan og ætla því að birta hjer með kafla þá, sem um hefir verið deilt úr fundargerð síldarverksmiðjunefndar frá 30. apríl 1934, þar sem Kr. B. var fundarritari, og úr nefndaráHti Kr. B. dags. 12. maí s. 1. Ur fundargerð 30. apríl. ' „Þá var gengið tH atkvæða um, hvar setja ætti umrædda verk- smiðju og fjellu atkvæði þannig: Sveinn Benediktsson, mælti með Siglufirði. Loftur Bjarnason mælti með Ingólfsfirði. Kristján Bergsson mælti með Ströndum. Guðm. Hlíðdal mælti * með Ströndum. Trausti Ólafsson mælti með Ströndum?' t Á þessum fundi kvaðst jeg ekki að svo stöddu greiða atkvæði. (Endanleg' atkvæðagreiðsla fór fram noltkrum dögmn síðar), og þegar fundargerðin var lesin upp á næsta fundi varð Ivr. B. að við- urkenna, að ofangreind bókun um atkvæði mitt væri ekkert annað eii getgáta frá sinni hendi og Jiar áf leiðandi markleysa, eins og Iiver heilvita maður getrn- sjeð (vegna spurningarmerkisins). — Nú böl- sótast Kr. B. yfir því, að honum yar J>á Slept við frekari áminningu óg niðurlægingu, því að það er hans einasta vörn, að hann hafi ekki verið látinn slá J)ví föstu í ’næstu fundargerð, að þessi get- gáta lians væri virkilega mark- leysa. Kr. B. segir, að undirskrift formanns sje sönnun þess, að rjett sje bókað. Jú, vissulega er bók- unin rjett að því leyti, að hún segir ekki neitt ákveðið um það, með hvaða stað jeg væri og þess vegna Ijet jeg hana afskiftalausa, að öðru leyti en því, sem að fram- an greinir, en spurningamerkið, sem sýndi að atkvæði mitt var óálcveð- ið, gat Kr. B. ekki sjeð í friði, þegar liann samdi nefndarálit sitt og við því sá jég ekki ástæðu til að Jiegja. Kr. B. mætti vera J)að ljóst, að enda þótt fundarbókunin sje kjánaleg og virðist eftir því sem á daginn er komið, hafa verið gerð í illkvitnislegum tilgangi, })á liefði liann sloppið við ö]l þau leiðindi, sem hann liefir liaft af þessu máli, ef hann licfði ekki faríð að falsa fundargerðina, þeg- ar liann samdi nefndarálit sitt. n hver skyldi annars trvia {>ví, að Kr. B. liefði farið að falsa fundar- gerðina, ef híin sýndi það, að jeg hafi greitt atkvæði með þeim stað, sem Kr. B. bar fyrir brjósti. Það nní )neð sanni segja, að kjánaskap- ur Kr. B. ríður ekki við einteym- ing. Og loks sltulu menn taka eftir hvernig frásögn um ofangreinda atkvæðagreisðslu lítur út í nefnd- aráliti Kr. B. Þar segir svo: ,,Þá var gengið til atlcvæða í nefndinni um, hvar byggja ætti fyrirhugaða síldarbræðslu og fjellu þá atkvæði þannig: Sveinn Benediktsson lagði til að liúrí yrði byggð á Siglufirði. Loftur Bjarnason lagði til að hiín yrði bygð á Ingólfsfirði. Kristján Bergsson, Sveinn Árnason, Guð- anundur Hlíðdal og Trausti Ólafs- son lögðu til að hún yrði bygð á Ströndum. Það skal tekið fram í sambandi við atkvæðagreiðslu Trausta Ólafs- sonar, að atkvæði hans var því skilyrði bundið, að hægt væri að koma upp síldarbræðslu á Strönd- um fyrir síldveiðitíma 1935“. Þetta var það sem jeg leyfði mjer að kalla heimildafölsun og sltil jeg vel að Kr. B. svíði undan }>ví. Hið gáfulega! spurningar- merki ritara (Kr. B.) er felt úr fundargerðinni en upplogið skil- yrði sett í staðinn. Það er hart, að maður, sem er í opinberri trúnaðarstöðu skuli gera sig svona beran að vísvitandi blekkingum og fölsunum á skjal- festum heimildum. Drengskapur þess manns getur ekki verið upp á marga „fiska“. Á dómi Kr. B. um áhuga minn, víðsýni, manndóm o. fl. tek jeg' ekki hið minsta mark. Eftrí* hina ódrengilegu framkomu Kr. B. og hrakfarir J>ær, sem hann. hefir far- ið vegna skrifa srírna mundi eng- inn treysta lionum trí þess að greiða rjett atkvæði um slíka hluti. Býst jeg við að hjer með geti verið útrætt um þetta mál frá mrími hendi. Trausti Ólafsson. Maðurftnnf sem fann upp lindarpenna. Nýlega er látinn í Brooklyn Mr. Paul Wirt, sá sem fann upp lindarpennann. Hann varð 85 ára Hann var lögfræðingur og með- an hann hafði lögfræðisskrifstofu, var hann oft að velta því fyrir sjer hvort ekki mundi unt að finna upp penna, sem ekki drypi úr. Þótti lionum það óþolandi að skila skjölum, sem voru með blekkless- um, sem höfðu dropið úr penna. Hann fann svo upp lindarpenn- ann og fyrsti penninn var boðinn trí sölu 1885. 6 ’ „Normandfte^ getur ekki borið sig. Framkvæmdastjóri gufuskipa fjelagsins franska, sem lætur smíða hið mikla farþegaskip „Normandie", sagði fyrir skemstu í ræðu sem hann helt, að þótt dýrtíð og örðugleikar yxi ekkert fram úr þessu, væri engin von til þess að „Norman- die“ mundi geta haft meiri tekjur af siglingum sínum, en rjett fyrir rekstrarkostna’ði. Talið er að skipið muni kosta um 100 milj. króna þegar það er fullsmíðað. En skipið getur í hæsta lagi stundað siglingar í 20 ár. Nauðsynlega fyrningu getur skipið sjálft fyrirsjáan- lega ekki greitt, og þess vegna verður ríkið að leggja fram ár- legan styrk til þess. Er talið að ríkisstjórnin hafi þegjandi tek- ist slíka skuldbindingu a herð- ar þegar f jármálaráðherrann krafðist þess að fullnaðarsmíðí skipsins skyldi hraðað. Og það er sjálfsagt, sagði framkvæmdastjórinn, að ríkið styrki ,,Normandie“, því að það er hin besta auglýsing fyrir Frakkland í Ameiúku, og auk þess hefir fjöldi manna, sem annars hefði verið atvinnulaus og upp á ríkið kominn, fengið atvinnu við smíði þess. Rúm Napóleons er einum metra of stutt fyrir Flandm. Frá París er símað 18. febrú- ar: Fyrir nokkrum dögum vígði Flandin forsætisráðherr£v- salinn í hinni veglegu og fornu Malignon-höll. Yar þá mikið um dýrðir og vax for- sætisráðherrann orðinn mjög þreyttur um kvöldið og feginn hvíld. Hann fleygði sjer upp í hina skrautlegu sæng, sem hon- um hafði verið búin en spratt upp undir eins alveg eins og byssubrendur og varð bonum þá ljótt á munni. Því að rúmið var einum metra of stutt fyrir hann. Alt komst nú i uppnám og var kallað á þjóna og skrif- ara. Kom þá í ljós að rúm þetta hafði verið sótt til safnsins í Coynpiegni, og það hafði áður verið rúm Napoleons Bona- parte. Var það gert í virðing- arskyni við Flandin að láta hann sofa í rúmi Napoleons. En svona er þeirra mikill stærðar- munur. Flandin varð að leigja sjer herbergi í gistihúsi um nóttina, og daginn eftir voru smiðir fengnir til þess að búa til nógu stórt forsætisráðherra rúm í Malignon-höllinni. (Eftir Aft- enposten). Tímarnir breytast. I Þýskalandi var um dagríin sögð sagan um Rauðhettu fyrir skólabörn í yngstu bekkjunum. Síðan áttu börnin að endursegja söguna. Lítrí stúlka sagði söguna; þannig: Og þegar úlfurinn mætti Rauðhettu sagði hann: Heil Hitler, bvert ert þú að fara?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.