Morgunblaðið - 27.03.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.03.1935, Blaðsíða 4
4 MOR (? I N Raftækjaeinkasalan, stofnuð til ágóða fyrir Sigurð Jónasson&Co. Stjóm ninnar væntanlegu einkasölu falin starfsmanni erlends verslunarhrings. Sigurði Jónassyni falið að semja við sjálfan sig um sölu á lítt seljanlegum vörubirgðum Raftækjaverslunar ídands Nýtt víðtækt stjórnarhneyksli er í uppsiglingu. Með reglugerð 16. þ. m., hefir ríkisstjórnin ókveðið að stofna einkasölu á allskonar raftækj- um og efni til raflagna. Jafnframt felur ríkis- stjórnin raftækjasalanum Sigurði Jónassyni for- stjórn einkasölunnar. Kunnugir menn fullyrða, að þessi einkasala sje stofnuð fyrir atbeina Sigurðar, til þess að forða verslun hans, Raftækjaverslun Is- lands, frá gjaldþroti, en þessi verslun hans hefir haft mjög einhæft og óhentugt verslunarsamband og því ekki reynst samkepnisfær. Fulltrúi frá hinu dansk aumboði A. E. G. á að verða fulltrúi hinnar væntanlegu Raftækjaeinka- sölu ríkisins og fá mest ráð um öll vöruinnkaup hennar, enda þótt völ sje á miklu hæfari innlend- um mönnum, sem nú eru atvinnulitlir. Með þessu móti hefir Sigurði Jónassyni tekist, á hinn frekasta og óskammfeilnasta hátt, að gera ríkisstjórnina sjer samseka um framkvæmd þessa nýjasta fjáraflaplans síns. Ráfvirkjar af öllum flokkum eru mjög óá- nægðir með þessa ranglátu og ófyrirgefanlegu ráðstöfun ríkisstjórnarinnar og telja Sigurð Jón- asson og hinn erlenda þjón hins „danska umboðs<4 A. E. G., óhæfa til að veita væntanlegri raftækja- eínkasölu forstöðu. Á haustþinginu 1934, báru þeir Jón Baldvinsson og Bern- harð Stefánsson fram frumvarp til laga um heimild fyrir ríkis- stjórnina til þess að taka einka- sölu á mótorum, bifreiðum og alls konar raftækjum og efni til raflagna. Mál þetta var flutt á þingi að tilhlutun fjármálaráðherra. Það sigldi hraðbyri gegnum efri deild. 1 neðri deild bar Magnús Torfason fram nkkr- ar breytingar við frumvarpið. Það fyrsta sem M. T. krafð- ist, var að mótorvjelamar yrðu alveg strikaðar út úr frumvarp- inu. Ennfremur segir sagan, að Eysteinn hafi orðið að „skuld- binda“ sig til að taka ákveðinn atvinnulausan vin M. T., sem bókhaldara við hina væntan- legu einokun, — og ennfremur, að allir ráðherrarnir hafi orð- ið að lofa M. T. því, að snerta ekki við apotekum landsins með náklóm sínum. Með þessum skuldbindingum «g loforðum, sigldi þetta ein- okunarfrumvarp gegnum neðri deild Alþingis. Eftir að lög þessi voru stað- fest var kyrt um þetta mál um stund. Eins og fjárhag ríkisins er nú komið, og eins og viðskifti landsins nú eru út á við, gátu menn ímyndað sjer, að ríkis- stjórnin myndi hika við að nota sjer lagaheimild þessa. Það er vitað, að ríkissjóður hefir ekki fje aflögu til rekst- urs nýrrar verslunar. Og á þeim tímum, sem af- urðasala landsmanna er í voða, vegna vaxandi verslunarhafta meðal viðskiftaþjóðanna, gætu menn ímyndað sjer, að íslenska stjómin kinokaði sjer við að gera sjer leik að því, að tor- velda viðskiftasamninga við er- lendar þjóðir, með því að herða einokunarhöftin á innflutnings- verslun landsmanna. Þegar núverandi valdhafar halda fram einokunarmálum sínum, er það venjulegt við- kvæði þeirra, að þeir með því ætli sjer að auka á tekjur rík- issjóðs. En reynsla undanfarinna ára hefir fært öllum kunnugum mönnum heim sanninn um, að miklir erfiðleikar eru á því, að reka gróðaverslun í þessari grein, eins og nú horfir, nema með því móti, að verðlag á þessum vörutegundum verði hækkað gífurlega frá því sem nú er, til stórtjóns fyrir almenn ing í landinu, bæði til sjávar og sveita. Ætti þessar staðreyndir að verða til þess að ríkisstjórnin seildist ekki að óþörfu til þess að koma á einkasölu á þessum vörutegundum. En í augum núverandi vald- hafa hefir engin af ástæðum þessum verið gild til þess að íáta heimild til raftækjaeinka- sölu liggja á milli hluta. Því þ. 16. þ. m. birtist í Lög- birtingi tilkynning frá fjármála ráðherra um það, að frá 1. júní í ár, skuli hjer sett á stofn rík- iseinkasala á raftækjum. FORSAGA MÁLSINS. En hvernig stendur á því, spyrja menn, að núverandi rík- isstjórn dembir þessari einka- sölu á, enda þótt hana vanhagi um rekstrarfje, hún torveldi með þessu væntanlega við- skiftasamninga við erlendar þjóðir, og það sje alveg fyrir fram gefið, að ríkissjóður geti ekki hagnast af verslun þess- ari, nema því aðeins að einka- salan hækki stórkostlega verð- ið á vörum þessum frá því sem nú er? Tjl þess að gera grein fyrir þessu, þurfa menn að kynnast for^ögu málsins, sem í stuttu máli er þessi: Eins og öllum Reykvíking- um er kunnugt, sem þekkja Sigurð Jónasson, framkvæmda- stjóra Tóbakseinkasölu ríkisins, þá hefir hann um langt skeið þjáðst af illkynjuðum og senni lega alveg ólæknandi „raf- magns-fjárafla-plönum“, sem hann fekk „á heilann“ fyrir nokkrum árum. Þessi „elekt- riska höfuðsótt“ Sigurðar, hef- ir komið í ljós í margskonar myndum og allskonar sjúkleg- um „sjerhagsmunaplönum“. Umboðsverélun A. E. G. nær í Sigurð Jónasson. En rjett um sama leyti, eða nokkru á eftir, að Sigurður fekk rafmagnið á heilann, og hugur hans var orðinn heltek- inn 'af hinum „elektrisku"- fjáraflaplönum, vildi svo til, að hjer var á ferðinni, fulltrúi eða erindreki, fyrir hið danska umboð A. E. G. (Allgemeine Elektricitáts-Gesellschaft). Hin danska deild A. E. G., hafði áður haft hjer dálítil við skifti, og vildi nú gjarnan ná hjer fótfestu. Var hinn danski erindreki því hingað kominn til þess að svipast um eftir heppilegum umboðsmanni. En þessi leit erindrekans gekk erf- iðlega, því þeir menn, er helst gátu komið til mála, sakir fag- þekkingar sinnar, munu ekki hafa verið ginkeyptir eftir að taka við umboði fyrir þýskt firma, með því skilyrði, að hið „danska umboð“ hefði þar ó- þarfa milligöngu og umboðs- laun. Raf tæk j averslun íslands. Fyrsta afleiðingin og ávöxt- urinn af samningum Sig. Jón- assonar við hið „danska um- boð“ hins þýska firma, var stofnun Raftækjaverslunar Is- lands, h.f. S. J. náði saman, hjá pólitískum vinum sínum og öðrum kunningjum, nokkrum tugum þúsunda króna, í hluta- fje í verslun þessa, og seinna var hlutafjeð hækkað upp í 105.000.00 kr. Það er ekki ósennilegt, að hinum danska forstjóra umboðs A. E. G. í Kaupmannahöfn, hafi þótt lítið koma til þekk- ingar S. J. á rafmagnsmálum, því samtímis og hið nýja raf- magns f járaflafyrirtæki S. J. & Co. hljóp af stokkunum, var sendur hingað þjónn A. E. G., sunnan af Þýskalandi, til þess að gæta hjer hagsmuna firm- ans, og reyna að bæta upp þekkingarleysi S. J. í þessum málum. Hóf nú Raftækjaversl- un Islands göngu sína undir stjórn S. J. og hins útlenda þjóns, hins erlenda auðhrings. Voru keypt ósköpin öil af vör- um, fyrir milligöngu hins danska umboðs. Og vegna þess að hið nýstofnaða fjáraflafyr- irtæki S. J. & Co. vantaði til- finnanlega alla nauðsynlega þekkingu á íslenskum þörfum og kröfum, var eðlilega miðað við þýska staðhætti og þýskar venjur. Afleiðingin af þessum þekk- ingarskorti S. J. og ókunnug- leika hins útlenda trúnaðar- manns A. E. G. á íslenskum staðháttum og þörfum, var því óumflýjanlega sú, að verslunin safnaði miklu af óheppilegum og lítt seljanlegum vörum, sem enn prýða hillur og skápa Raf- rækjaverslunar Islands. Þrengist í búi. Hjer er ekki rúm til að rekja sögu Raftækjaverslunar ís- lands. En þess skal þó getið, að á s.l. ári — eftir 4 ára starf — var hagur verslunarinnar svo kominn, að sölugengi hluta brjefa hennar var komið niður í 1/10 hluta af nafnverði, og fekst þó enginn til að kaupa hlutabrjefin nema Sigurður Jón asson sjálfur. Skýringin á því, hversvegna rekstur Raftækjaverslunar ls- lands hefir gengið svo illa, þrátt fyrir tiltölulega mikið rekstrarfje og að ýmsu leyti á- gæta aðstöðu, er sú, að stjórn verslunarinnar hefir verið mjög ábótavant, auk þess, sem verslunarsamband hennar er- lendis (A. E. G. í Kaupmanna- höfn) hefir verið einhæft og óhæfilega dýrselt. Á síðastli'ðinu ári, þegar sýnt var, að Raftækjaverslun ísl. var búin að tapa svo miklu af stofnfje sínu, að nærri stapp- aði að skylt væri, samkvæmt hlutafjelagalögunum, að taka hana til gjaldþrotaskifta, gerði S. J. ítrekaðar 'en árangurs- lausar tilraunir til að selja hana. En er það mistókst, var ekki um annað að gera fyrir S. J., en að reyna á einhvern annan hátt að bjarga framlög- Miðvikudaginn 27. mars 1935 um vina sinna. Og þetta var því þýðingarmeira, sem margir af mestu vildarvinum S. J. og nú- verandi valdamönnum þjóðar- innar höfðu lagt fram fje í þetta rafmagns f járaflafyrir- tæki hans. „Bjargráðið“. Það er ekkert leyndarmál, að alment er svo á litlð, að hin fyrirhugaða raftækjaeinkasala ríkisins, sje beinlínis stofnuð fyrir atbeina Sig. Jónassonar, og í þeim tilgangi, að bjarga Raftækjaverslun íslands frá gjaldþroti. Ef menn skyldu efast um, að almenningsálit þetta hafi við rök að styðjast, þurfa þeir ekki annað en líta á reglugerð Ey- steins Jónssonar fjármálaráð- herra um einkasölu þessa, til að sannfærast um, hvar fiskur liggur undir steini. í 6. gr. reglugerðarinnar seg- ir svo: „Fyrst um sinn er Tóbaks- einkasölu ríkisins falinn rekst- ur raftækja einkasölunnar“. Það er því Sigurður Jónas- son og enginn annar, sem á að fá þessa einkasölu í sínar hend- ur, maðurinn, sem hefir sýnt, að hann hefir verið lítt hæfur til að reka verslun með raftæki, — sem hefir fengið allmikið fje í hendur í verslun með þessar vörutegundir, og sólund- að því, maðurinn sem bygt hefir erlend viðskifti * sín í þessari grein, einvörðungu á viðskift- um við milliliðaverslun í Dan- mörku, maðurinn sem sakir þekkingarskorts, hefir orðið að fá fulltrúa frá hiriu erlenda auð fjelagi, sem hann verslar við, til þess að reka verslun sína með raftæki, og ekki dugað til. Hinn erlendi trún- aðarmaður. Og ofan á þetta bætist svo það, sem síðar er vitað, að Sig. Jónasson heimtar, að þessi er- indreki hins erlenda firma, verði fulltrúi sinn við hina upp rennandi einkasölu. Þessi erlendi meðráðamað- ur Sig. Jónassonar, er hjer hefir starfað undanfarin ár, mun hafa verið hingað sendur m. a. til þess að sjá svo um, að raftækjaverslun Sigurðar verslaði ekki við önnur erlend firmu, en A. E. G. Þessi maður, sem verið hefir í þjónustu hins erlenda firma, á nú að verða aðalframkvæmda stjóri hinnar nýju einkasölu! Þessi ráðstöfun S. J. og Ey- steins f jármálaráðherra, er því svívirðilegri, þegar þess er gætt, að gengið er algerlega fram hjá mörgum innlendum fag- mönnum, sem nú eru atvinnu- litlir, og auk þess áreiðanlega mun hæfari, en hinn erlendi þjónn A. E. G. umboðsins danskar. ■— Það er ráðgert, að láta raf- tækjaeinkasöluna starfa án nokkurs verulegs rekstrarfjár, og má því fara nærri um það, hvaða firma það muni vera, sem á að „finansera" þetta væntanlega verslunarfyrirtæki landsins. Framh. á bls. 6. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.